Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 13
rf Miðviltudafeur 19. april 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 9,Hafið“ eftir Unnstein Stefánsson: Gagnmerk og stórfróöieg bók eftir Unnsteinn Stefánsson Almenna bókafélagið gaf út „Við erum þjóð, sem hlaut fsland í arf og útsæ í vöggugjöf1*. D. St.‘ S>AÐ er ekki ofsagt, að örlög is- lenzku þjóðarinnar eru nátengd Ihafinu. Þannig hlýtur það raun- Br að vera um þjóðir, sem byggja eyiönd fjarri öðrum löndum. Af jþeim nærfelt 1087 árum, sem ísland hefir verið byggt, eru inn- *m við 40 ár síðan fyrst var far- að á milli íslands og annarra landa öðru vísi en á skipi, en það /var þegar fyrst var flogið til iandsins. Ekki er þó nema rúm- ttir áratugur síðan flugferðir frá landinu og að urðu almennar. í aneira en þúsund ár hefir hafið því verið eina samgönguleiðin. Allan þarm tíma, sem þjóðin ihefir búið í landinu, hefir hún eótt þýðingarmikinn hluta sinn- ar daglegu fæðu til hafsins og á Bumum skeiðum ævi sinnar hefir ihún einnig aflað úr hafinu auð- eefa, sem hafa verið mikilvæg fyr ir afkomu hennar. • Á síðústu áratugunum, eða svo sem á rúmlega hálfri öld, hefir jþýðing hafsins í þessu tilliti auk &zt stórum. Um aldamótin síðustu œun vafalaust fáa hafa rennt grun í, hvílík auðæfi hafið um- hverfis fsland átti að geyma, svo eem síbættur skipakostur og yeiðitækni og vísindalegar rann- eóknir hafa nú leitt til þess, að örlög þjóðarinnar eru enn óleys- anlegar tengd hafinu en nokkru 6inni fyrr. Unnsteinn Stefánsson sóknaleiðangra, sem farnir hafa verið um öll heimsins höf. Þeir þættir í þessum kafla, sem mér fannst skemmtilégast að kynnast, fjalla um sjávarhitann, lífskjör gróðurs og dýra, fram- leiðslugetu hafsins og hafstraum ana. Er þarna að finna mikinn og skemmtilegan fróðleik. t Þá eru þættir um efni sjávar- botnsins, ljósið í hafinu, haf- ísinn, efni sjávar og sjávarföll, svo að hið helzta sé nefnt. f heild má segja um þennan kafla bókar innar að lesandinn fær þar mjög góða yfirlitsmynd yfir þau marg víslegu atriði, sem haffræðin fjall ar um, og miklum fróðleik er þarna saman þjappað, en auðskil- ið verður það allt vegna skýrrar framsetningar. í kaflanum um hafið umhverf- is ísland er fjallað inn mörg hinna sömu atriða og í hinum al- menna kafla, en með sérstöku til- liti til þessa hafsvæðis, sem um ræðir. , Er þama fyrst getið fornra heimilda um hafstrauma við fs- land og þá að sjálfsögðu getið þeirrar sagnar, sem allir fs- lendingar þekkja, um öndvegis- súlur Ingólfs Arnarsonar. Þann- ig réðu hafstraumarnir því, hvar hinn fyrsti íslenzki landnáms- maður tók sér varanlega ból- festu. Þessi sögn og aðrar líkar frá landnámsöld sýna ljóslega, að þá þegar hafa menn gert sér grein fyrir því, hvernig haf- straumar lægju við landið, og höfundur leiðir athygli að því, að þeir aðrir landnámsmenn, sem fylgdu dæmi Ingólfs og vörpuðu öndvegissúlum fyrir borð, þeg- ar þeir komu í landsýn, „leituðu ávallt öndvegissúlnanna 1 sömu átt og hann gerði, þ. e. vestur með landi“. Hinsvegar finnst mér sú skýring höfundarins ekki eins sennileg, að þeir, sem á eftir Ingólfi komu, hafi haft spurnir af því, hvernig fór um öndveg- issúlur hans. Annar þáttur í þessum kafla fjallar um hafrannsóknir við ís- land fyrr og síðar. Munu nú vera um 200 ár, síðan þær rannsóknir hófust. Lengi framan af voru það erlendir menn, sem þessar rann- sóknir stunduðu, og munu Frakk ar hafa orðið fyrstir til, enda stunduðu franskir fiskimenn veið ar hér við land þá og áður. Annars var þáttur Dana stærst ur í hafrannsókmun við Island allt þangað til íslendingar sjálfir gátu orðið þar liðtækir, en það var þó ekki fyrr en eftir 1947, að Íslendingar hófust handa um eigin sjórannsóknir. Ýmsar þjóð- ir aðrar hafa og komið hér við sögu, svo sem Norðmenm allmik- ið, Þjóðverjar, Skotar og Rússar. En enda þótt íslendingar ættu lengst af á þessu 200 ára tíma- bili þess engan kost að stunda slíkar rannsóknir, sýnir höfund- ur þó fram á, að glöggir menn á íslandi hafa myndað sér kenn- ingar um gang hafstrauma við landið. Nefnir hann sem dæmi kenningu Einars Ásmundssonar í Nesi, er hann setti fram árið 1862 um Irmingerstrauminn, en sú kenning reyndist rétt í öllum aðalatriðum. Þátturinn um nafnagiftir haf- svæða er athyglisverður. Fram til þessa hefir gætt nokkurs rugl- ings í nafnagiftum hafsvæðanna umhverfis ísland. íslendingar sjálfir hofa hér átt lítinn hlut að enda hafa þeir sýnilega ekki lát- ið málið mikið til sín taka. Er slíkt ekki vansalaust. Enda þótt í fornsögum okkar hafi hafinu milli íslands og Noregs verið gefið nafnið íslandshaf, svo sem eðliegt mátti tejast eftir þeirra tíma reglu, er það nafn nú löngu horfið og frændur okkar Norð- menn hafa nefnt sér það haf- svæði og fengið almennt viður- kennt sem Noregshaf, og nær það raunar yfir allt hafsvæðið frá Noregi til Grænlands, þ. e. einn- ig norðan fslands. Höfundur vill réttilega ekki una þessari nafna- gift á íslenzku hafsvæði. Telur hann íslandshaf norðan íslands og skilgreinir þannig, „að það tak markist af línu, sem hugsast dregin frá vestasta odda íslands, Bjargtöngum, eftir neðansjávar- hryggnum milli fslanda og Græm lands í stefnu 306* réttvísandt að strönd Grænlanda norður a9 70*45’ n. br., línu þaðan að suð- urodda Jan Mayen, 8° lengdar- baugnum frá Jan Mayen að fs- lands—Færeyjahryggnum 62°3V n. br., línu eftir íslands—Fær- eyjahryggnum að Vestrahomi og strandlengju fslands frá Vestra- horni norður um land að Bjarg- töngum“. Þannig telur höfundur, að þrjú höf liggi að ísLandi: Atlandshaf að sunnan, Grænlands haf að vestan en íslandshaf að norðan og austan. En það hafa ekki aðeins verið Norðmenn, sem hafa viljað festa nafn síns lands á hafsvæði við ísland. Danir hafa einnig viljað láta sín getið og nefndu því hafsvæðið á íslands — Grænlandshryggnum Danmerk- ursund (Danmarksstræde), og hefir það heiti verið víða notað. Hér vill höfundur einnig breyta til og gefa þessu svæði nafn, sem virðist hið eðlilega eftir öllum aðstæðum, og nefna það Græn- landssund. , Þá er loks hafsvæðið milli fs- lands og Grænlands, sunnan Grænlandssunds, sem á seinni tímum hefix verið nefnt Irming- erhaf, eftir dönskum flotafor- ingja, sem uppi var á síðustu öld og stundaði allmikið sjórannsókn ir hér við land og víðar. Höfund- ur bendir réttilega á, að þetta haf hafi til forna verið nefnt Græn- landshaf og telur sjálfsagt, að því nafni verði haldið í íslenzku máli. Æskilegast væri, að nafngiftir þessar fengju almenna viður- kenningu, svo að komizt yrði út úr þeirri ringulreið, sem nú rík- ir. Er það verkefni vísindamanna okkar, sem eðlilega hljóta að eiga mestan þátt í rannsóknum á haf- svæðunum umhverfis ísland, að afla slíkrar almennrar viður- Framh. á bls. 17. , En hvað vitum við um þetta Ihaf okkar og um heimshöfin, sem það er aðeins lítill hluti af? A. m. a. k. ekki svo mikið, að við íhefðum ekki gott af að vita ttniklu meira. Það mimdi efalaust auðvelda okkur að skilja sum þeirra vandamála, sem fiskveið- arnar eiga sífellt við að glíma. Um alllangt skeið má segja, eð íslendingar hafi ekki átt auð- velt með að afla sér fræðslu um Ihafið á sínum eigin tungumáli. Að vísu hafði sá ágæti vísinda maður dr. Bjarni Sæmundsson flagt fram sinn skerf til að fræða j þjóðina um hafið, eðli þess og íbúa, með bókum sínum „Sjór og floft“ og „Sjórinn og sævarbúar", en langt er síðan þær bækur urðu ófáanlegar. Skipstjórafélag íslantís 25 ára Það var þvi orðin knýjandi nauðsyn að bæta úr þessari vönt un á fræðslu um hafið. Þetta hefir nú verið gert á imyndarlegan hátt. Nýlega er Ikomin út á forlagi Almenna bóka félagsins bókin „Hafið“ og er ihöfundur hennar Unnsteinn Stef- ánsson, efnafræðingur. Unn- 6teinn er einn í hópi þeirra ungu vísindamanna, sem nú starfa að ihaf- og fiskirannsóknum hér á landi, en að sjórannsóknum hefir íhann nú unnið um 13 ára skeið. Aðstæður til vísindaiðkana hér ó landi eru yfirleitt þannig, að iþær gefa mönnum ekki mikið tækifæri til þess að fara út fyrir íhið strangvísindalega og gefa sig að alþýðJegri fræðslu um greinar eínar, og er því þeim mun þakk- arverðara, þegar slíkt gerist. Dr. Árni Friðriksson hefir hér vís- að veginn, en hann hefir sam- Ihliða umfangsmifclum vísinda- störfum skrifað fjölmargar bæk- ur til fræðslu aknennings um líf- ið í sjónum. Bók sinni um hafið skiptir Unn Steinn í tvo meginkafla. Fjallar hinn fyrri um hafið almennt og nefnist „Hafið umhverfis ís- land“. í hinum almenna kafla er fjall að um alla þætti haffræðinnar og hefst hann á stuttu sögulegu yfir- liti um hina merkustu hafrann- SUNNUDAGINN 16. april átti Skipstjórafélag íslands 25 ára af mæli. Þann dag árið 1936 komu nokkrir skipstjórar saman á fund, sem haldinn var á Hótel Borg. Fyrir fundinum lá að ræða um stofnun félags skip- stjóra á íslenzkum verzlunar- skipum og varðskipum ríkisins. Samþykkt var að stofna slíkt félag, og því sett bráðabirgða- lög, þar sem m.a. stendur: „Tilgangur félagsins er að auka samvinnu milli þeirra, er í félagið ganga, auka þekkingu þeirra og áhuga fyrir umbótum innan þeirra verkahrings, efla hag þeirra og sjá um eftir mætti að þeim sé eigi óréttur gjörður í þvi, sem að starfi þeirra lýtur. Skal það ná fullum tilgangi m.a. með því að leitast við að hafa áhrif á lagasetningu, er snertir f siglingar eða starf skipstjóra að öðru leyti og á framkvæmdir slíkra laga eða annarra, er gætu snert starf þeirra eða hag“. Félagið hefur sett sér lög síð an, en segja má, að í þessari bráðabirðagrein felist megintak mark þess, enda hafa störf þess miðazt við það alla tíð. í framangreindum bráða- birgðalögum er ákvæði um það, hverjir geti orðið félagsmenn. Segir þar: „Meðlimur getur hver sá orðið, sem hefir rétt til að sigla sem skipstjóri á íslenzk um verzlunarskipum eða á varð skipum ríkisins og hefir sglt á slíkum skipum sem skipstjóri, enda sé hann ekki meðlimur í öðru stéttarfélagi". Má marka af þessu, að inn- göngudyr voru ekki rúmar í félaginu, og hefur þessi takmörk un verið rýmkuð síðan. Það eitt að hafa skipstjórnarréttindi næg ir nú til upptökuréttar í félagið, en starfsreynsla þarf ekki að fylgja, eins og áður var. Stofnendur voru 19. — Nöfn þeirra eru þessi: Ásgeir Jónasson, Ásgeir Sig- urðsson, Einar M. Einarsson, Ein ar Kristjánsson, Einar Stefáns- son, Eiríkur Kristófersson, Frið rik V. Ólafsspn, Gísli J. Eyland, Ingvar Kjaran, Jóhann P. Jóns son, Jón Eiríksson, Jón Kristó- fersson, J. T. Juliníusson, Lárus Þ. Blöndal, Magnús Kærnested, Pétur Björnsson, Pétur Ingjalds son, Rafn A. Sigurðsson, Sigurð ur Pétursson. Tólf þessara skipstjóra eru nú látnir, en sjö lifa og tveir sigla, þeir Ásgeir Sigurðsson og Eirík ur Kristófersson. Þegar gaumgæft er í sögu félagsins, kemur í Ijós, að skipta má starfsemi þess í þrjá verka hluta, og er þá ekki litið á al- menn stéttarfélagsverk. í fyrsta lagi má nefna menn ingarmál. Félagið hefur stuðlað að aukinni menntun sjómanna stéttarinnar í heild, en sér í lagi ýtt und'ir bætta sérmenntun hverrar starfsgreinar á sjónum. Félagið hefur hverju sinni reynt að hafa eins mikil áhrif og því er unnt á lagasetningu, sem þing menn setja sjómönnum. Hefur félagið þráfaldlega skipað menn í nefndir, sem gera lagasmiðum tillögur. Nefna má hér, að lögin frá 29. apríl 1941 voru að stofni að miklu leyti ættuð frá tilmæl um Skipstjórafélags fslands. — Félagið hafði þá gert ýtarlegar tillögur til ríkisstjórnarinnar um varúðarráðstafanir vegna hættu ástandsins, sem gerði skpum ó- tryggan sjó um heim allan á þeim árum. Ráðstafanir þessar voru í lög leiddar, og eru sumar þeirra enn í gildi. í öðru lagi skulu til nefnd ör yggismál. Félagið hefur beitt sér fyrir síauknum öryggistæíkjaút búnaði skipa, og lagt sig i lima um að hafa áhrif á löggjöf í þess um efnum, eins og að framan greinir. í þriðja lagi hefur félagið svo staðið á verði gegn því, að rétt j ur sé brotinn á skipstjórum. Formenn frá upphafi hafa ver ið: Einar Stefánsson 1936—1943. Jón Eiríksson 1943—1950. Ásgeir Sigurðsson 1950—1957. Ingólfur Möller frá 1957. f stjórn félagsins eru nú: Ing- ólfur Möller, formaður, Eiríkur Kristófersson, varaformaður, Þor varður Björnsson, ritari, Þórð- ur Guðmundsson, gjaldkeri og Kristján Aðalsteinsson meðstjórn andi. Skipstjórafélagið hefur ekki látið mikið yfir sér um dagana, en þeir, sem til þekkja vita, að það hefur ávallt staðið fyrir sínu, beitt sér fyrir þörfum um bótum á sérsviði sínu og gætt þess í hvívetna, að ekki sé troðið á rétti sjómanna. Þetta hefur félagið haft fram, án þess að mis nota afl sitt í þjóðfélagmu á I nokkurn hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.