Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 23
r r Miðvlk'udagur 19. aprH 1961 MORCJJTSBT AÐIÐ 23 Björn sótti 2 fárveika sjúklinga vestur GJÖGRI, STRÖNDUM, 18. apríl. — SI. laugardag veikt- ist Petrína Eyjólfsdóttir frá Krossanesi og reyndist hafa botnlangakast. Petrína er 10 ára gömul og var hún í barnaskólanum í Trékyllis- vík er hún veiktist. Enginn iæknir er nær en á Hólma- vík, og var haft símasam- band við hann, en engin leið var fyrir hann að koma á staðinn vegna veðurs. Vegna óveðursins gat Bjöm Pálsson ekki sótt telpuna í sjúkra flugvél sinni fyrr en seinni hluta mánudags, er birti upp. Var Per- rína þá flutt út á Gjögurflugvöll Þess má geta að botnlang' n reyndist vera sprunginn er telp- an kom á Landspítalann, þar var hún strax skorin upp og mun T ónlistarfélagið ; Sönffskemmtun Martína Rrrovo ^ r Ameríska söngkonan Martina 'Arroyo hélt söngskemmtun fyrir Btyrktarfélaga Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói í gærkvöldi. Húsið var þéttskipað. ■i Martina Arroyo hefir mikla og fagra sópranrödd. Hún sýndi víða mikil tilþrif í söng sínum, og getur rödin þá fengið á sig á- Ihrifamikinn drsunatískan blæ, en lítið eitt ójafnan. Raddfegurð- in nýtur sín betur í ljóðrænni viðfangsenfum. Túlkun hennar öll lýsir næmum skilningi og inn lifun. Fyrst á efnisskránni voru þrjú iög eftir Stradella, Gluck og Hándel. Af þeim naut hið síðast mefnda sín bezt, enda var sá söng ur óaðfinnanlegur. Fjórir „ung- meyjarsöngvar“ (Vier Mádchen iieder) eftir Brahms eru nokkuð ósaxnstæðir, þótt fyrirsagnir lag- anna tengi þau saman með nokkr um hætti, og vantaði nokkuð á að þeir yrðu eins áhrifamiklir og mátt hefði vænta. Fjögur lög eftir Richard Straus nufcu sín miklu betur, og urðu — ásamt aríunni eftir Hándel —það, sem - Sumardagunnn fyrsti Framh. af bls. 24. nýjung hér á landi. Áhugi er mikill meðal drengjanna, og sækja þeir fundi hvern miðviku dag í Golfskálanum, en þar fer fram kennsla í umferðareglum, skrifleg og verkleg hæfnispróf, en auk leiknir ýmsir leikir. Það er ætlun forráðamanna þessa klúbbs að fá svæði til æfinga í Rauðhólum í sumar. I samkomuhúsum ^ Að útihátíðahöldunum loknum fyrsta sumardag fara fram skemmtanir í mörgum samkomu ihúsum, og munu nemendur úr bamaskólunum skemmta þar jneð leik og söng, auk annarra skemmtikrafta. Um kvöldið verða dansleikir í Storkklúbbn- um og Alþýðuhúsinu og leik- sýningar í Þjóðleikhúsinu kl. 3 [(Kardimommubærinn), og um kvöldið í Iðnó og Sjálfstæðis- húsinu, en þar verður „Sumar- kabarett". I tilefni dagsins kemur bama bókin Sólskin út í 32. sinn, og ílytur fjölbreytt efni við hæfi barna, sem Bogi Sigurðsson og Jónas Jósteinsson hafa valið og séð um. Þá kemur út blaðið „Sumardagurinn fyrsti“, en þar er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Sumargjafar, auk Bkemmtiskrár bamadagsins og fleira efnis. Á sumardaginn fyrsta verða blómabúðir opnar frá kl. 10—3, og mun hluti ágóða af sölu blóma renna til Sumargjafar og einnig af dansleikum og kvik- myndasýningum. hæst bar á þessum tónleikum. Efnisskránni lauk með nokkrum léttum lögum eftir Rodrigo og Obradors. Undirleik annaðist Harry L. Fuchs. Áheyrendur fögnuðu söng konunni ákaft, og varð hún að lokum að syngja nokkur auka- lög. — Krúsjeff heitir Framhald af bls. 1 þá aðallega bætast við verk- smiðju verkamenn, sem hafði ver ið gefið frí. Urðu starfsmenn sendiráðsins sem horfðu á úr byggingunni þess jafnvel varir, að rússneska lögreglan stuggaði stúdentunum burt eftir nokkum tíma til þess að hleypa verka- mönnunum að sendiráðinu. Það var tilkynnt í Washing- ton í kvöld, að Kennedy væri að kynna sér efni bréfsins frá Krú- sjeff, og var þá sagt að vel gæti verið að Kennedy svaraði bréfinu í kvöld. Þykir Krúsjeff all horð ur í bréfinu. Krúsjeff segir, að það sé opin bert leyndarmál, að hinir vopn- uðu stigamannaflokkar, sem gengu á land á Kúbu séu skipu lagðir, æfðir og kosfcaðir áf Banda ríkjunum og að flugvélar þær sem hafa gert sprengjuárásir á Kúbu séu bandarískar. Þá segir Krúsjeff, að sendi- menn Bandaríkjanna og Rússa hafi undanfarið borið milli þeirra þjóðarleiðtoganna boð um gagn kvæman vilja til að bæta sambúð ríkjanna og kom í veg fyrir styrjaldarhættu. — Hvernig eig um við þá að skilja afstöðu Banda ríkjanna, spyr Krúsjeff, þegar árásin á Kúbu er orðin staðreynd. Krúsjeff segir, að Kennedy skuli ekki misskilja afstöðu Rússa. Þeir muni veita Castro alla þá aðstoð sem þeir geta til að reka árásarliðið í sjóinn. Leiðrétting í GREININNI „Hvað sparar rvk- ið á sameiningu tóbaks- og áfeng isverzlunar" í blaðinu s.l. laugar- dag hefur brenglast eftirfarandi klausa: „Ekkert hefi ég séð birt opin- berlega á hvem hátt ríkisstjórn- in hyggst spara almenningi fé með þessari nýju ráðstöfun en á riefndum fjárlögum er laun og annar reksturskostnaður beggja einkasalanna áætlaður kr. 17.470.911.00 svo að af nokkru er að taka-‘ í handritinu en í blað- inu hljóðar greinin þannig: „Ekkert hefi ég séð birt með þessari nýju ráðstöfun en á nefndum fjárlögum er laun og annar rekstrarkostnaður beggja einkasalanna áætlaður kr. 17470.911.00 svo að af nokkru er að fcaka". Leiðréfctist þetta hér með. það hafa tekist vel. — Regína. Blaðið hafði í gær samband þið Björn Pálsson og spurðist fyrir um flugið norður. Hann sagði að á Ströndum hefði verið éljagangur og dálitið vafasamt flugveður, og auk þess snjór á flugvellinum, en þar sem barnið var mikið veikt var gerð til- raun til að sækja það. Þurfti Björn að fljúga langt út á Húna- flóa, til að komast fyrir veðrið, og koma svo á eftir élinu inn. Það gekk ágætlega. Meðan flugvélin stanzaði á Gjögurflugvelli, kom þangað sendiboði frá símstöðinni með skilaboð frá lækninum á Patreks firði, sem bað Björn um að koma við á Hrísnesi á Barðaströnd, þar sem er lítill flugvöllur, og taka þar mikið veikan mann. Kleifaheiði var ófær og komst læknirinn því ekki milli Patreks fjarðar og Barðastrandar Á Barðaströndinni var gott veður, en vindur stóð af fjallinu og brautin nokkuð stutt. En lendingin tókst ágætlega. Sjúkl- ingurinn, Jóhann Jónsson frá Ytri Múla, komst í flugvélina ásamt telpunni með sprungna botnlangann og bæði komust heil á húfi á Landspítalann. Víðavangshlaup Keppendur í Víðivangshlaup- inu eiga að mæta kl. 8 í kvöld á Melavellinum, til að ganga leið ina er hlaupin verður. — /jbröff/V Framhald af bls. 22. urröðun íslandsmótsins er með þeim hætti að engu er líkara en að enginn tími sé til þess að halda þetta mót. Frá sjónarmiði íslandsmóts- ins er Reykjavíkurmót auka- mót. Það fær þó miklu betri og heillegri tíma en ísiands- mótið sem verður þó að telj- ast aðalmót — jafnvel fyrir Reykjavíkurfélögin þó aðeins 3 þeirra hafi rétt til keppni um fslandsmeistaratitilinn. Ólíkt höfumst vér að Öll lönd nema tsland hafa meistaramót sín og deilda- keppni mjög fastmótaða — leikir um hverja helgi og öll lið deildarinnar ieika um hverja helgi unz mótinu er lokið. Umferðir eru víðast vor og haust. Það er spenn- ingur í fólkinu að sjá stig félaganna fjölga — spenning- ur um fall og að meistara- stig. Þar ríkir hinn rétti andi. Hér er ekki tími til íslands- móts í þessari vinsælu íþrótta grein. — A. St. Félagslíf Halló Víkingar Sumarfagnaður verður hald- inn í skíðaskála félagsins. Lagt verður af stað á miðvikudags- kvöld klukkan 9 frá félagsheim- ilinu. Stúlkur munið eftir kök- unum og drengir gleymið ekki ávöxtum og rjóma. Vormót 4. flokks í handknattleik verður haldið að Hálogalandi laugardaginn 29. apríl. Þátttöku- tilkynningar sendist handknatt- leiksdeild Víkings i pósthólf 1282. Skíðaferðir Miðvikudaginn (síðasta vetrar dag) Kvöldferð kl. 7.30. Fimmtudaginn (sumardaginn fyrsta) kl. 9, 10 og kl. 1 e. h. — Afgreiðsla hjá B.S.R. Skíðasnjór er ennþá nægilegur við alla skála. Skíðafólk heilsar sumri til fjalla. Skíðafélögin í Rvík. Farfuglar Sumarfagnaðurinn er í Heiðar bóli í kvöld. Farið verður frá Búnaðarfélagshúsinu kl. 8 — og Hlemmtorgi kl. 8.15. Ferð verður í bæinn að fagn- aðinum loknum. Alúðar þakkir ykkur öllum, sem glöddu mig á sex- tugsafmælinu, með heimsóknum, blómum, skeytum og höfðinglegum gjöfum. Guð blessi ykkur öll. Kristín frá Gauksmýri Systir okkar INGIBJÖRG H. STEFÁNSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Suðurgötu 25, Hafnarfirði að- faranótt 17. apríl. Ingólfur J. Stefánsson og bræður Móðursystir mín GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR andaðist að elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 18. apríl, Halldóra Eyjólfsdóttir, Lindargötu 68 Föðursystir mín HENRIETTA JOHNSON (frá Kollsvík) 95 ára gömul, andaðist að elliheimilinu Betel, 8. april sl Fyrir hönd ættingja og vina. Guðbjartur ölafsson Útför l BJÖRNS JAKOBSSONAR skólastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. apríl og hefst kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Land- græðslusjóð eða líknarstofnanir. Iþróttafélag Reykjavíkur, Iþróttakennarafélag Islands, Iþróttakennaraskóli Islands. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, JÓN GUBRANDSSON sem andaðist 13. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, föstudaginn 21. þ.m. kl. 13,30. — Blóm vinsamleg- ast afþökkuð. Sigríður Amfinnsdóttir Auður Jónsdóttir, Arnfinnur Jónsson Ingeborg Jónsson Kveðjuathöfn mannsins míns GlSLA JÓHANNSSONAR frá Pálsseli, Dalasýslu, sem andaðist að Landakotsspítala hinn 15. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. apríl kl. 10,30 ár- degis. — Athöfninni verður útvarpað. — Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir mína hönd, dóttur okkar og fósturbarna hin« látna. Guðrún Jónasdóttír Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar GUÐRlÐAR JÓNSDÓTTUR Systkinin Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför KRISTlNAR BRIEM Kristinn P. Briem, börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall þeirra KARLS SIGURÐSSONAR og BERNÓDUSAR SIGURÐSSONAR er fórust með vélbáfnum Auði Djúpuðgu 24. marz s.L Sérstakar þakkir færum við öllum þeim, sem þátt tóku í leitinni að hinum látnu. Vandamenn. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför INGIBJARGAR BJARNADÓTTUR Stangarholti 16. Fyrir hönd aðstandenda. Ástrún Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.