Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 1
24 síður 48. árgangur 95. tbl. — Laugardagur 29. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Krafizt þjdðaratkvæðis um handrita- Yfirgnæfandi líkur fyr- ir framgangi málsins sagði Gunnar Thoroddsen d Varðarfundi r um handritamdlið í gær A VARÐABFUNDI í gærkvöldi um handritamálið, sagði Gunnar Ihoroddsen, fjármálaráðherra, meðal annars: ★ Ég tel ekki ástæðu til að ætla annað, en öruggur þing- meirihluti sé í danska þjóðþinginu fyrir frumvarpi því, sem Jörgensen, menntamálaráðherra, hefur nú flutt um afhendingu tslenzku handritanna. A Ég ætla, að eitt atriði hafi valdið dönsku stjörninni mikl- um vonbrigðum í sambandi við afgreiðslu þessa máls, þ. e. að meirihluti háskólaráðs Kaupmannahafnarháskóla hefur lagzt gegn afhendingu handritanna. eins og komið hefur fram í fréttum. ★ Nú eru miklir flokkadrættir í Danmörku og átök hörð út af verkfallsmálum. Stjórnarandstaðan hefur ásakað menntamála- ráðherra fyrir það, að hafa ekki haft við hana samvinnu um handritamálið. Hefur þetta ásamt afstöðu Kaupmannahafnar- háskóla skerpt andstöðuna í Danmörku gegn afhendingu hand- ritanna. A- 1 lok ræðu sinnar, sagði fjármálaráðherra m. a., að sú lausn, sem nú væru allar horfur á að fengist í handritamálinu, væri vottur mikillar framsýni dönsku stjórnarinnar og góðvildar f garð íslendinga. Þessi afgreiðsla málsins, sagði ráðherrann, hef- nr veruleg áhrif til góðs á alla sambúð Norðurlanda og má jafn- vel ætla að til hennar verði vitnað á alþjóðavettvangi. Rök andstæðinga lslendinga <•.' Höskuldur Ólafsson, banka- etjóri, setti fund Varðarfélagsins um handritamálið. Að því búnu gaf hann fjármálaráðherra orðið ©g fer hér á eftir nokkur úr- dráttur úr ræðu hans: 1 upphafi ræðu sinnar minnt- Ist fjármálaráðherra á verð- mæti handritanna, og lagði mikla áherzlu á að þau yrðu ekki metin til fjár. Þá rifjaði hann upp mótstöðuna í Dan- mörku gegn afhendingu þeirra ©g þau rök, sem andstæðingar Islendinga hefðu lagt fram máli 6Ínu til stuðnings. 1 fyrsta lagi væri þess að gæta, að allmargir safnamenn í Danmörku og víðar litu svo á, að dýrgripir sem væru í söfnum þeirra ættu þar að vera um aldur og ævi, hvernig svo sem þeir væru þangað komnir, en auðvitað væri ekki hægt að fall- ast á slík sjónarmið. Þá benti ráðherrann á, að því hefði verið haldið á lofti, að Danir hefðu bjargað ís- ilenzku handritunum frá glötun; ef þau hefðu verið hér á landi áfram, þyrfti ekki írekar um þau að ræða. Þessu væri alls ekki svo farið, því við hefðum reynslu fyrir því, að flutningur íslenzku handritanna til Dan- merkur hefði orðið afdrifarík- ur. Mörg þeirra urðu sjó og eldi að bráð. Benti ráðherrann í þessu sambandi á það m. a., að á síðari hluta 17. aldar hefði Hannes Þorleifsson verið send- ur út til íslands að safna hand- ritum þeim sem hann náði til. Bar söfnun hans mikinn og góð- an árangur og sigldi hann utan með sinn dýrmæta farm, en svo illa vildi til að skip hans fórst í hafi og hefur ekki til þess spurzt síðan. Herma annálar að ekki sé getið um dýrmætari fjársjóð í skipi, sem héðan sigldi á þeim árum. Þá er öllum kunnugt um, hvernig fór fyrir Árnasafni, þeg ar upp kom eldur í Kaupmanna höfn 1728. Hafa þeir báðir lýst örlögum handritanna, Grunna- víkur-Jón og Finnur Jónsson, síðar biskup, sem þá störfuðu í Árnasafni. Telst þeim svo til, að % hlutar safnsins hafi orðið eldi að bráð. Þessi tvö dæmi ættu að nægja, sagði ræðumaður, til að sýna mönnum fram á, að ekki var einhlítt öryggisins vegna að flytja handrit til Danmerkur. Þvert á móti eru líkur á því, að ýmsar af þeim gersemum, sem Frh. á bls. 2 Gunnar Thoroddsen frumvarpið ? Mikifl kurr virðist innan þiags og utan vegna frumvarpshis Kaupmannahöfn, 28. apríl. (Frá Páli Jónssyni) L A U S N sú á handritamál- inu, sem gert er ráð fyrir í frumvarpi því, er Jörgensen nenntamálaráðaherra lagði fyrir þjóðþingið í gær, virð- ist mæta sterkri og all- almennri mótspyrnu, bæði innan þingsins og utan, meðal almennings. — Und- anfarna daga hafa birzt mörg lesendabréf um málið í blöð- unum, einkum þó Berlingi, þar sem afhendingunni er mótmælt. Þá segir Berlingur í dag, að um leið og Jörgensen hafi lagt frumvarpið fram í gær hafi ýmsir hinna yngri þjóð- þingsmanna hafið baráttu fyrir því að koma á þjóðar- atkvæðagreiðslu um hand- ritamálið. Hermenn hindra enn brotlför Tsjombes Coquilhatville, Kongó, 28. april. — (Reuter) — M O I S E Tsjombe, forsætis- ráðherra Katangafylkis, sem varnað hefur verið brottferð- ar frá Coquihatville síðan á miðvikudag, ræddi andartak við blaðamenn á flugvelli borgarinnar í dag. Tsjombe var mjög þreytulegur, er hann kvartaði undan því, að hann fengi ekki að hafa sam band við þegna sína. „Við er- um hindraðir í að ná nokkru sambandi við fólk okkar“, sagði hann. — Aðrir Kongó- leiðtogar, sem sækja fund- inn, er fjallar um væntan- legt sambandsríki Kongó (Tsjombe var handsamaður, er hann fór í fússi af fund- inum), komu saman í dag, — og ætla menn að þeir hafi þar m.a. rætt um örlög Tsjombes. — ★ — Katangastjórn sagði í Elisa- bethville í dag, að hún hefði Framhald á bls. 23. • „NÁLGAST LANDRÁÐ" 1 í flestum þeirra lesenda- bréfa, sem birzt hafa í blöðun- um, eru færð fram gamalkunnj rök gegn því að afhenda íslend- ingum handrit úr dönskum söfn- um. — Berlingur birti m.a. í gær bréf frá frú Ólafs prins (þar mun átt við Ólaf greifa af Rosenborg, son Haralds prins), þar sem hún telur æskilegt, að málinu verði frestað nokkuð, svo að tími gefist til þesS að kynna almenningi nán ar afleiðingar slíkrar lausnar, sem nú er fyrirhuguð. — Einn Bréfritari tekur svo upp í sig að segja, að afhendingarfrum- varp stjórnarinnar „nálgist land- ráð“. Holst-Christensen dósent talar í Dagens Nyheder um „heimsku allrar heimsku“ og „helgispjöll gagnvart dönsku þjóðinni“. — Dr. med. Lindenow skrifar: — Þegar íslenzka hand- ritanefndin setti fram úrslitakósti sína á dögunum, hefðum við get- að svarað, að við tækjum slíkar sendinefndir ekki alvarlega. fs- lendingar ættu að vera þakklátir fyrir, að við björguðum frá glöt- un þessum handritum þeirra, sem þeir notuðu m.a. til skógerðar á sínum tíma. íslendingar gáfu okk ur spark í endann og komu ruddalega fram við hans hátign Kristján tíunda á hernámsárun- um. Vinsamleg bréf í garð íslend- inga hafa einnig birzt í blöðun- um. Þannig skrifar t.d. Sparring- Petersen, prófastur: — Þetta stór fenglega og stolta land (ísland) er sárfátæ' t að menningarminj- um, af þv' ð þær eru í Kaup- mannahöfn Því er þessi gjöf gef- in. Danir eiga að virða meira gjafmildina en grútarskapinn. • ÞJÓÐARATKVÆÐI? Eins og fyrr segir, skýrir Berlingur frá því í dag, að nokkr- ir úr hópi yngri manna á Þjóð- þinginu hyggist nú reyna að afla nægilegs fylgis við kröfu um, að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram í Danmörku um handritamálið. Einn þriðji hluti þingmanna þarf að standa að baki slíkri kröfu til þess að hún sé tekin gild. — Framhald á bls. 23. Laos veldur áhyggjum á ný Vientiane, Nýju-Delhi og Lon- don, 28. apríi —. (Reuter) E K K I hefur enn komizt á vopnahlé í Laos, þrátt fyrir sameiginlega áskorun Sovét- ríkjanna og Bretlands sl. mánudag — og sækja upp- rcisnarflokkar Pathet Lao og stuðningsmenn þeirra stöð- ugt fram, svo að telja má, að stjórnarborgin, Vientiane, sé nú þegar í yfirvofandi hættu. Fréttir víða að í dag hera það með sér, að leiðtogar vestrænna ríkja líta þetta ástand alvarlegum augum — og ríkur orðrómur er uppi um það, að Suðaustur-Asíu- bandalagið kunni að láta til skarar skríða í Laos með virkum hernaðaraðgerðum, ef vopnahlé kemst ekki á hið bráðasta. Einnig er talað um það, að Bandaríkjastjórn at- hugi nú, hvort nauðsynlegt kunni að vera að senda her- lið til Laos, en Kennedy for- seti ræddi í gær við lielztu hernaðarráðunauta sína og ýmsa leiðtoga — um þetta, að því talið er. ★ Laos-nefr ’:n á fundum Samtír því, sem þessar sögur eai kom svo þriggja ríkja Laos-nefndin saman til fyrsta fundar síns um þriggja ára skeið í Nýju-Delhi. Var til— kynnt að loknum klukkustund- ar fundi hennar, að náðst hefði fullt samkomulag um skýrslu, er senda skal Sovétríkjunum og Bretlandi. Verður haldinn nýr fundur í nefndinni á morgun til þess að ganga frá þessari skýrslu. — Nehrú, forsætisráðherra Ind- lands, setti fundinn í dag og lagði áherzlu á naujðsyn þess, að vopnahlé kæmist á í Laos sem fyrst, og nefndarmenn færu Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.