Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVTShLAÐIÐ Laugardagur 29. aprfl 1961' Aðalfundur Húsmœðra félags Reykjavíkur Skátar meöal vanheilla barna SKÁTAHREYFINGIN er tví- mælalaust með beztu og heilbrigð ustu aeskulýðshreyfingum heims. Hún leggur megináherzlu á vin- áttu og bróðurþel, og innan hennar vébanda mætast hinar ólíkustu þjóðir — hvítar, svart- ar, brúnar og gular — ólík sjón- armið, ólík trúarbrögð, sjúkir og heilbrigðir. Hversvegna geta svo allir þess- ir ólíku aðilar mætzt þarna í vináttu? Jú, það er af því að það er lögð áherzla á að virða það, sem hverjum og einum er helgast. Það er unnið saman að sameiginlegum vandamálum — verkefnin leyst sameiginlega. Þeir, sem hafa séð skáta frá ýmsum löndum, vinna saman á skátamótum — reyna að kenna hver öðrum og hjálpa hver öðr- um — þeir skilja þetta vel. Það er gaman að sjá skáta frá fs- landi og kolsvartan Afríkuskáta velta vöngum yfir matartilbún- ingi á ensku móti. Vera í sama tjaldhorninu með landkynninguna sína — hvít gæruskinn, lýsislampa og alls- konar ísl. minjagripi, og á hinu borðinu ýmiskonar bast- og tága- vinnu, perlufestar, klúta og hitt og þetta, sem ómögulegt er að muna. Sitja svo hlið við hlið á tjaldgólfi með hver sitt Nýja testamenti, fylgjast með þeim texta, sem svo einhver foringi frá þriðju heimsálfunni les, og hlusta á, hvernig hann eða hún útskýrir skátaheitið. Þetta er örlítil svipmynd úr skátalífi. — Og skátastarfið er látið ná til þeirra, sem ef til vi-11 eru blindir, heyrnarlausir, bæklaðir, vangefnir o. s. frv. Skátastarf meðal vanheilla barna er svo til nýr liður í starf- inu hér á landi. Skátasveit Fatlaðra og Lam- Vorlaukar (hnýði) Begoníur Gladíólur Anemónur Dahlíui Liljur Bóndarósir Ranúnclur Fjölbreytt litaúrval Gróðrastöðin við Miklatorg. Símar 22-8-22 og 1-97-75 aðra var stofnuð s. 1. ár. Það eykst stöðugt áhugi skátanna fyrir því að reyna að hjálpa þeim börnum, sem á einn eða annann hátt eru vanheil, til þess að þau geti tekið þátt í skáta- starfi. Þar er þeim gefinn kost- ur á að vera hlutgeng í félags- skap heilbrigðra barna, þau verða vinir þeirra og samstarfs- menn, og báðir aðilar hafa mjög gott af þessu samstarfi, engu síður þau, sem heilbrigð eru. Þó hér sé aðeins hafið skáta- starf fyrir fatlaða og lamaða, þá mun strax og tækifæri gefast verða hafist handa um starf fyr- ir önnur vanheil börn. Það er trú margra, að einmitt í skáta- starfinu geti þau fundið þann félagsanda, sem veiti þeim kjark og djörfung til þess að taka þátt í leikum og starfi annarra barna á þann hátt, sem þeim er fært. Þar eignast þau vini, sem taka þáu eins og þau eru. Síðast liðið sumar fóru 2 skáta- stúlkur úr Reykjavík til Dán- merkur á námskeið og mót til þess að kynna sér skátastarf meðal vanheilla barna. í ráði er að reyna öðru hvoru að senda út foringja til slíkra námsferða. Þetta hefur auðvitað töluverðán kostnað í för með sér, þessvegna hefur stjórn skátasveitar Fatlaðra og Lamaðra tekið upp þann hátt að efna til kaffisölu einn dag á vori. Skátar og aðrir velunnar- ar hjálpa með því að gefa kök- ur þennan dag, ágóðanum er svo varið til þessarar skátastarf- semi fyrir vanheil börn. I þetta sinn verður kaffidag- urinn mánud. 1. maí í Skáta- heimilinu við Snorrabraut. Hafi einhver löngun til þess að ljá þessu máli lið, er tækifæri til að drekka eftirmiddagskaffið í Skátaheimilinu 1. maí. Það verð- ur opnað kl. 2 e. h. (Fréttatilkynning). AÐALFUNDUR Húsmæðrafé- lags Reykjavíkur var haldinn 11. apríl sl. í Borgartúni 7. Aðalfundarstörfin hófust með því að ritari félagsins gaf yfir- lit yfir fundi félagsins. Formaður félagsins flutti ýtar lega skýrslu um námsskeiðastarf semi félagsins á árinu. Bar hún órækan vott um að unnið var af miklum dugnaði á þessu sviði eins og áður fyrr og kennslu- kraftar góðir. — Á undanförn- um 12 árum sem félagið hefur starfað í þessu húsnæði hefur starfseminni verið komið í fast form og félaginu gert kleyft að halda uppi mánaðarnámskeiðum £ saumaskap frá því snemma á haustinu fram á sumar, einnig sýnikennslu í matreiðslu og hin síðari ár bastvinnunámskeið. Öll þessi námskeið voru vel sótt og ánægjuleg og áreiðanlega til ó- metanlegs gagns fyrir bæjarfé- lagið á einn eða annan hótt. — Því miður hefur þessu húsnæði verið sagt upp, sem hefur verið mjög ódýrt á okkar mælikvarða, en kennslukraftar hins vegar dýrir. Er því fyrirsjáanlegt að félagið verður að hætta þessari starfsemi nema til komi hentugt húsnæði fyrir hana. Gjaldkeri félagsins las upp fjárhagsskýrsluna sem er tví- þætt. Fyrst félagssjóðsins og svo námskeiðssjóðsins. Fjármagur félagsins er góður, einkum þegar þess er gætt að útgjaldaaukning var á árinu vegna námskeiðastarfseminnar og að félagið gaf í ráðhústeppið 3000 krónur og 1000 krónur til vangefinna barna, átti hinn ágæti bazar félagsins í haust sinn drjúga þátt í svo góðrl út- komu. Næst fluttu fulltrúar frá nefndum innan félagsins skýrsl- ur sínar og sýndu þær glöggt að félagið starfar þar vel og má sín mikils, t.d. er formaður félagsins formaður Mæðrastyrks nefndar og varaformaður Banda lags kvenna í Reykjavík. Öll stjórnin var endurkosinr Form. Jónína Guðmundsdóttir. Aðrar í stjórn: Inga Andreasen varaform., Soffía M. Ólafsdóttir ritari, Margrét Jónsdóttir gjald- keri, Þórdís Andrésdóttir, Þór- anna Símonardóttir, Kristín Bjarnadóttir. Varastjóm: Guðrún Jónsdótt- ir, Guðríður Jóhannesson, Guð- finna Jóhannsdóttir. ' i Endurskoðandi: Eygló Gísla- dóttir. iij Kosið var í ýmsar nefndir, svo sem Bandalags-, Mæðra- styrks-, Áfengisvarna- og Kven- réttindanefndir. '-j Að lokum sagði formaður fé- lagsins, Jónína Guðmundsdóttir, frá 40 ára móti danska hús- mæðrafélagsins er hún sótti og var haldið 15. og 16. mai 1960 í Oddfellow Palæet, Kaupmanna > höfn. —. J Selja síld JÓN Trausti og Bjarnarey seldu sílld, sem veiðzt hefur núna ný- lega á Selvogsbanka, Jón Trausti j seldi 88,3 lestir fyrir 35 þús. mörk og Bjarnarey tæpar 96 lest- , ir fyrir 40 þúsund mörk. Togarinn Sigurður selur þar næstkomandi þriðjudag rúmiega 400 lestir af síld. ‘é Sumarbústaður í nágrenni Reykjavíkur óskast til leigu yfir sumar- mánuðina. Tilboð merkt: „í sumar — 1106“ sendist fyrir 3. maí á afgr. Mbl. Sandgerðingar Sandgerðingar Verð stödd í Sandgerði laugardag og sunnudag. Til viðtals að Túngötu 18. INGIBJÖRG INGVARS frá Siglufirði. 4. tonna Austin vorubíll í góðu standi til sölu. Skipti á jeppa kæmi til greina. Til sýnis á bifreiðaverkstæði Hálfdáns Hannessonar Ármúla 26. Sími 35928. N auðungaruppboð sem auglýst var í 11., 12. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1961, á húseigninni nr. 60 við Suðurlandsbraut, hér í bænum, eign Maríu Þórðardóttur, fer fram eftir kröfu Vagns E. Jónssonar hdl., bæjargjaldkerans í Reykjavík og Guðlaugs Einarssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðju- daginn 2. maí 1961, kl. 3% síðdegis. Borgarfógetinn í Rcykjavík. Bátavél i 12—14 ha. Penta bátavél með ö.llu tilheyrandi j til sölu. Upplýsingar í síma 35028 eftir kl. 5. BAB-0 ræstiduft spegilhreinsar • . . allir þekkja BAB-0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.