Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 29. aprfl 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN 41 — Komið þér sælar, ungfrú Wells. Ég er bara hræddur um að faðir yðar sé ekki við. — Já, það var verið að segja mér það. Frazer leit á hana með samúð- arsvip, að því er Janet fannst. Hún hafði grun um, að hann væri býsna fróður um einkamál föður hennar. — Hvert fór hann? spurði hún. Frazer hikaði með svarið. — Það var eitthvað áríðandi, svo hann varð að fara og verða burtu í einn eða tvo daga. En ég veit, að hann hringdi heim til sín, og skildi víst eftir skilaboð hjá stúlk unni, því að þið mæðgurnar vor- uð víst báðar farnar út. — Hann hlýtur að hafa gert það. En hváð er langt síðan? — Hér um bil hálftími. — Hálftími? Það hefur þá ver ið rétt eftir að hann kom hing- að. Ég skil. En hvert ætli hann hafi farið. — Já, hann ætlaði til Parísar. Með ferðinni klukkan hálffimm. Hún flýtti sér að líta á úrið sitt. Klukan var næstum fjögur Það var því alls ekki hægt að ná í hann á flugvellinum áður en hann færi. Auk þess kærði hún sig ekkert um það, því að hún vissi mætavel hvert erindi hans var til Parísar. Eftir svo sem klukkutíma yrðu þau Cynt- hiá bæði komin þangað. Svo að grunur hennar var þá réttur. Hún fylltist viðbjóði og fannst hún hata þau bæði, jafnframt því sem hún vorkenndi móður sinni meir en nokkurntíma fyrr. Hún var vonsvikin og skelfd, og það miklu meir en hún hefði talið hugsanlegt um þá nútímamann- eskju, sem hún taldi sig vera. Hún vissi, að slíkt sem þetta kom fyrir. Að giftur maður hlypi á brott með annarri konu. Hún vissi ekki, hversvegna hana hryllti svo sérstaklega við þessu. Var hún orðin þröngsýn og gam- aldags? ''Kýnnizt Seri/is • - og þér kaupib «* Scrvis þi/ottavc/. JHeMa . ( Aiisturstræti 14 \ Simi 11*87 þj ( °9 • - - seV — Ef þér ætlið að hitta dóttur mfna, skal ég segja yð- ur, að hún fór í kvikmyndahús með Eiríki! Hún vissi sig vera hvorugt, heldur væri þetta bara af því, að þarna áttu þau í hlut faðir hennar og Cynthia. Hefði hann hlaupið burt með einhverri ann- arri, hefði það ekki sært hana svona. En þetta var eins og undir búið samsæri. Cynthia lék vin hennar, kom á heimili hennar, og hvorki hún né pabbi hennar sögðu neinum að þau hefðu nokk urntíma sézt áður. Og nú þaut Cynthia snögglega úr borginni í morgun og svo pabbi hennar seinnipart dags.... — Vitið þér hvar hann held- ur til? — í Crillon. Hann gistir þar alltaf. Vitanlega. Þar hafði hann bú- ið þegar hann kom að heimsækja hana hjá frú Bayonne. En skyldi hann búa þar núna?. — Ég skil. Þakka yður fyrir. Hr. Frazer fylgdi henni að lyft- unni og talaði við hana einhver kurteisisorð á leiðinni. Hann komst að því, að nú var hún al- komin heim. Hann spurði um móður hennar. Bað að heilza henni. Það væri orðið talsvert langt síðan hún hefði komið í skrifstofuna. Hún fór út á götuna, náði í neð anjarðarlestina og kom heim, en þár tók Ruff á móti henni með gleðilátum, rétt eins og hún væri búin að vera mánuð að heiman. Marie kom fram úr eld húsinu. — Faðir yðar hringdi, ungfrú Janet. Hann þarf að fara burt í verzlunarerindum og verður einn eða tvo daga í ferðinni. Hann bað mig að segja frúnni frá því. — Er hún komin heim aftur? — Ekki enn. Viljið þér ekki fá te? — Jú, þakka þér fyrir, Marie. Ég er fegin. Hún gekk inn í dagstofuna og settist niður við skrifborð móður sinnar. Hún vissi hvað þurfti að gera og það fljótt, meðan hún hefði vilja og hugrekki til þess. Nú var óhugsandi, að hún gæti gifzt Nigel. Hún varð að standa við hlið móður sinnar. Hún varð að telja hana á að fara í langt frí, eins Lenigan læknir hafði talað um — nema þá nýi læknir inn fyndi eitthvað mjög alvarlegt að henni, þegar hann rannsakaði hana aftur, svo að hún yrði að vera kyrr í London. Hún vonaði, að hann fýndi ekki neitt alvar- legt og að mamma hennar væri ekki eins veik og hún sýndist vera og gaf þeim í skyn. Hún var ekki frá því að trúa pabba sínum, að hún hefði verið að kríta heldur liðugt. En hvort sem nokkuð gekk að mömmu hennar líkamlega eða ekki, var hitt jafnvíst, að líðan hennar var afleit. Fyrr eða síðar hlaut hún að komast að sam- bandi manns síns og Cynthiu. Sennilega fyrr, ef allt færi að lik indum. Og hvað yrði þá? Janet þorði varla að hugsa hugsunina til enda. Auðvitað færi allt í háaloft í móðursýki og óhemjuskap, og þá myndi mamma hennar halla sér að henni, sem einu manneskjunni, sem stæði hennar megin í mál- inu. Og hvernig gat hún þá haldið áfram með þá fyrirætlun sína, að giftast Nigel, þegar þetta gat verið yfirvofandi, hvaða dag sem vera vildi? Jú, hún gat beðið hann að bíða og sagt, að ef til vill yrði hún frjálsari eftir nokkra mánuði. En var það bara heiðarlegt gagnvart honum? Hún gat alls ekki sagt með neinni vissu, hversu lengi mamma henn ar myndi þurfa hennar með. Hún tók sér pappírsörk á borð- inu og bréfið, sem hún skrifaði var bæði stutt og ákveðið. Hún gaf honum ekki nema eina bend ingu til skýringar: „Ef þú sérð Cynthiu nokkurntíma, þá segðu henni, að ég vilji aldrei sjá hana framar. Þetta er allt henni að kenna“. Meira ætlaði hún ekki að segja, og svo gat hann skilið það eða skilið ekki. Kannske gæti hann lagt saman tvo og tvo og minnzt þess, þegar þau sáu hin saman í veitingahúsinu. Hún setti bréfið í umslag og frímerkti það. Það var pósthús rétt hinum megin við »æsta horn. Hún hafði það hraðboðabréf, því að snögglega fannst henni hann þurfa að fá það sem allra fyrst. En hún var svo örvæntingarfull, að hún vissi naumast hvað hún var að gera. Einu sinni eða tvis- var síðan hún kom heim, hafði hún óttazt, að hún yrði að segja Nigel upp, og hafði spurt sjálfa sig hvernig henni mundi þá líða. Nú vissi hún það. Henni leið verr en hún hefði nokkurntíma getað látið sér detta í hug: Það var eins og veröldin væri að hrynja saman kring um hana. Þegar hún var á leiðirtn inn aftur, sá hún móður sína vera að fara út úr leigubíl. Henni datt í hug að spyrja sjálfa sig, hvorri þeirra myndi nú líða verr. Hún þóttist vita, að mamma sín yrði bráðum ein og yfirgefin, og sjálf var hún búin að kveðja Nigel. Hún náði í móður sína, rétt þeg- ar hún var að stinga lyklinum í skráargatið. Nú var hún glögg- skyggnari á hana, eftir að hafa talað við Lenigan lækni. Hvað hann hafði haft á réttu að standa! Það var einhver hitasóttarkennd örvænting £ framkomu móður hennar, rétt eins og hún væri að bíða eftir að einhver örlagríkur atburður gerðist, jafnvel án þess að vita af því sjálf. — Jæja, mamma, var gam- an í hádegisverðinum? —Ekki neitt sérstaklega. Hvar hefur þú verið, Jane? — Ég skrapp bara í pósthúsið. Annars eru skilaboð frá pabba. Hann er farinn í einhverja verzl- unarferð og verður burtu einn eða tvo daga Margot lagði handtöskuna sína og hanzkana á borðið í forstof- unni. Var það kannske strax kom ið? Yrði það næsta bréf frá Phil L ú ó rr 15 THAT...rvE been WANTING TO GO BACK TO THE SIL.VERSTREAM...ITS ONE PLACE THAT LOOKS AS THOUGH IT HASN'T CHANGED 9NCE THE GOOO ip, þess efnis, að hann ætlaði ekki að koma heim til hennar aftur? Nú, jæja, það gat komið út á eitt. Hún yrði hvergi nærri til að taka móti því bréfi. í handtöskunni hennar var nýtt glas af svefntöflum, sem hún hafði fengið út á lyfseðilinn frá Lenigan lækni, og auk þess glas ið hennar Sally Winston. Næst- um fullt, því að Sally hafði sagt henni við hádegisverðinn, að hún væri bara alveg hætt að nota þessar töflur. Henni hefði fund- izt þær gera sig svo þunglama- lega og niðurdregna. Margot ættil að reyna að hætta við þær líka. Og þegar hún væri byrjuð að ganga til dr. Weingartner fyrir alvöru yrði hún hvort sem væri að hættta við þær. Hann væri mótfallinn svona meðölum. —■ Eigum við að fara eitthvað saman í kvöld, mamma? sagði hún. — Fara í leikhúsið eða bíó? * Margot sagðist vera þreytt og með höfuðverk. En Janet skyldi far-a eitthvað út, jafnt fyrir því. Henni væri sama þó að hún væri skilin eftir ein heima. Áður en Janet kom frá Frakklandi hefði hún verið svo mikið ein, og væri orðin vön því. — Nei, ég ætla ekkert að fara Þá skulum við bara vera heima ef þú vilt ekki koma með mér. og hafa það rólegt. Móðir hennar svaraði engu. Hún fór fram í eldhús og Janet heyrði, að hún var að spyrja Marie um þessi skilaboð frá Phil- ip. Hvenær höfðu þau borizt ná- kvæmlega til tekið? Og hvernig hafði hann orðað skilaboðin? Var Marie viss um, að hann hefði1 ekkert nefnt, hvert hann væri að fara? — Nei, frú. Hann nefndi það alls ekki. — Hann verður ekki lengi að heiman, sagði Janet þegar móðir hennar kom aftur fram í forstof- una. — Hann hafði engin föt með sér. Hvernig kemst hann af án þess, þó ekki væri nema eina eða tvær nætur. — Hann heíur alltaf það nauð- synlegasta hjá sér í skrifstofunni. Hann þarf svo oft að skreppa burtu svona fyrirvaralaust. En því var nú ekki á sama hátt Varið í þetta sinn, hugsuðu þær mæðgumar báðar, hvor í sínu lagi. Nú var öðru máli að gegna. Margot tók töskuna og hanzk- ana og gekk hægt upp stigann. Axlirnar voru signar og hún var dauðþreytt. Ó, guð minn, hvað það yrði gott að sofa. Sofa, sofa sofa.... — Ég held ég verði að hvíla mig og fara svo í bað fyrir kvöld matinn. Ég held ég kæri mig ekki um að fá neitt núna. Janet var næstum búin að segja, að hún kærði sig ekki um neitt heldur. En skynsemin sa-'ði henni, að þær yrðu að b<~v5a Markús hefur fallizt á að fara með Sirrí og Davíð lækni í veiði- ferð að Silfurfljóti, og ætla þau *ð tjalda við Sólskinsfossa þar sem ríkir óviðjafnanleg náttúru- Ég held að búið sé að pakka fegurð. j öllu! — Jæia, þá er þeasu lokið .... ! — Þetta verður skemmtilegt! i — Það verður það .... Mig hefur alltaf langað til að komast aftur að Silfurfljóti .... Það ailltvarpiö 8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12 25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig-* urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. (15:00 Fréttir). 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Arn*» laugsson). , 16:00 Fréttir og tilkynningar. (Fram- hald laugardagslaganna). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 „Höndin styrka*', einleiksþátt eftir Steeingerði Guðmundsdótt- ur (Höf. flytur). 20:15 Frá tónlistarhátíðum austan hafg og vestan: a) Forleiekur að ,,T>on Giovanni'* eftir Mozart (Sinfóníuhljóm- sveit Bostonar leikur; Charleg Munch stj.). b) Sjö lög fyrir píanó eftir Chavez (William Masselos leik ur; George Gaber trumbu- leikari aðstoðar). c) Leontyne Price syngur aríur eftir Hándel og Verdi. d) „Hafið', þrjár sinfónískar myndir eftir Debussy (Fíl- harmóníuhljómsveit Berlínar Dmitri Mitropoulos stj.). 21:10 Islenzkt leikrit; VI: „Fé og ást*- gamanleikur eftir Jón Ölafsson ritstjóra, samin 1866. — Leik- , stjóri: Lárus Pálsson. er staður, sem virðist obreytt- 22:00 Fréttir og Ve6urfregnir. ur frá því Drottinn skapaði hann! 22:10 Dansiög. — 24:oo Dagskráriok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.