Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 29. apríl 1961’ "N «í 4. — Varðarfundur Framh. *f bls. 1 nú hafa glatazt, hefðu varðveitzt hér á landi. f þriðja lagi benti hann á þá fullyrðingu andstæðinga fslend- inga í þessu máli, að sérstaklega góð skilyrði væru í Kaupmanna- höfn til vísindalegra rannsókna á handritunum og vísindastörf þessi hefðu aðallega verið unn- in af dönskum mönnum, en það væru aftur á móti íslendingar, sem hér hefðu fyrst og fremst komið við sögu, eins og dæmin sanna. Ein röksemd hefur verið ofar lega á baugi og er hún sú, að Árni Magnússon hafi ánafnað háskólanum safn sitt og hvorki danska stjórnin né þingið geti tekið safnið undan háskólanum, án hans leyfis. Mál þetta hefur verið rætt mjög ýtarlega, t. d. af prófessor Alf Ross,"sem skrif- aði um það fyrir nokkrum ár- um og komst að þeirri niður- stöðu, að danska stjómin hefði tvímælalaust lagalega heimild til að ráðstafa handritunum úr safn inu sem gjöf, án þess jafnvel að slík ráðstöfun væri fyrst sam þykkt sem lög. Eins og fyrr greinir benti ráð herrann á afstöðu Hafnarháskóia og hversu óhagstæð hún er fyrir lausn málsins. Það var þýðingar- mikið atriði, sagði hann, hvort háskólinn mælti með afhendingu eða á móti. Margir þingmenn, sem okkur voru velviljaðir og vildu stuðla að afhendingu hand- ritanna, héldu því fram að mál- ið yrði miklu flóknara, ef háskól ixm ekki styddi að lausn þess. Gunnar Thoroddsen gat þess síðan, að tvö atriði auk þeirra sem fyrr getur hefðu áhrif á lausn handritamálsins: í fyrsta lagi var það metnað- armái margra Dana, að þeir gæfu íslendingum ekki svo mikið af handritum, að söfn þeirra tæmd- ust algerlega og þær heyrðust raddir, að Danir mættu ekki eiga færri handrif en Svíar. f öðru lagi óttuðust ýmsir Dan ir, að afhending handritanna ikynni að leiða af sér kröfu Norð manna til konungasagnahandrita. Þróun málsins. Þá rakti fjármálaráðherra nokkuð þróun handritamiálsins frá því Sigurður Nordal hreyfði því 1946 í Nordisk Tidskrift, að íslendingum bæru handritin og markaði kröfu þeirra um afhend ingu. Síðan hefur málinu alltaf verið haldið vakandi. Hann drap á að nefnd stjórnmálamanna og fræðimanna hefði verið sett á laggirnar í Danmörku 1947 og hefði hún 1951 lagt fram tillögur til lausnar handritamálinu. Skil- aði hún nefndaráliti í heilli bók, eins og kunnugt er, en nefndin klofnaði í marga hluta og náði ekki samkomulagi. Þó var starf hennar ómetanlegur undirbúning ur þess sem síðar hefur orðið. Ráðherrann rifjaði síðan upp þátt margra góðra Dana, sem hafa ttnnið sleitulaust að lausn máls- ins, minntist á nefnd danskra áhugamanna, sem á sínum tíma var sett á laggirnar undir for- ystu Bent A. Koch og gerði til- lögur um lausn deilunnar. í nefnd þessari voru menn af öllum stétt um og öllum flokkum, en það hefur einmitt alia tið verið at- 'hyglisvert, að íslendingar hafa átt stuðning fólks með hin ólík- ustu sjónarmið. Kom skýrast í Ijós, þegar Gallup-stofnunin gerði skoðanakönnun um afstöðu Dana til handritamálsins, að meiri- hluti þeirra tók undir krö'fur ís- lendinga. Þá sagði fjármálaráðherra: — En nú spyrja menn, hvers vegna kom skriður á þetta mál nýlega? Ástæðan er sú, að á fundi Norðurlandaráðs í febrúar sl., þar sem mættir voru m. a. Ólafur Thors, forsætisráðherra, og Guðmundur í Guðmundsson, utanrikisráðherra, gerðist það, að forsætisráðherra Dana, utan- ríkisráðherra þeirra og mennta- málaráðherra, ræddu málið viði íslenzku fulltrúana og létu í ljós vonir um að málið yrði leyst og upp teknar viðræður um það Var það gert og kom þá fram sú skoðun að leysa bæri málið í sambandj við 50 ára afmæli Há- skóla íslands. Síðan hefur málið verið ræki- lega rætt í íslenzku ríkisstjórn- inni í samráði við helztu fræði- menn okkar. Að því búnu voru settar fram ákveðnar hugmynd- ir um ‘ málið af íslands hálfu. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, sem haft hefur með höndum undirbúning um tillögu gerð, ræddi við danska ráðherra Og í síðustu viku ræddum við Gylfi Þ. Gíslason og Stefán Jó hann Stefánsson, sendiherra, við Dani í Kaupmannahöfn, sagði ráðherrann ennfremur, en síðar voru kvaddir til ráðuneytis þeir próf. Einar Ólafur Sveinsson, formaður íslenzku handritanefnd arinnar, og Sigurður Nordal, pró fessor. í viðræðunum kom í ljós, að ýmis atriði þessa máls voru svo viðkvæm, að mikla bjartsýni þurfti til að gera ráð fyrir lausn málsins á þessu stigi; þegar Dan- ir féllust á að láta af hendi Snorra-Eddu, Flateyjarbók og Möðruvallabók, sem varðveitir flestar íslendinga sögur, töldu þeir sig hafa gengið svo langt að ekki væri hægt að ætlast til þess að þeir afhentu einnig Sæm- undar-Eddu. En þegar fulltrúar íslands skýrðu frá því, að lausn handritamálsins væri ekki mögu- leg án þess íslendingar fengju Sæmundar-Eddu, féllust Danir á að afhenda einnig hana. MeginsjónarmiS Meginsjónarmiðið var það, eins og síðar hefur komið fram í frumvarpi því, sem Jörgensen, menntamálaráðherra, hefur lagt fyrir danska þjóðþingið, að ís- lendingar skyldu fá þau handrit, sem teljast íslenzkur menningar arfur, hafa verið samin af fs- lendingum Og innihalda ein- göngu eða einkum efni, sem varða íslenzk málefni. Að vísu fellur Flateyjarbók ekki inn í þennan ramma, því hún fjallar aðallega um norsk málefni, eins og kunnugt er. En hvaða ger- semi er Flateyjarbók? spurði ráð herrann. Hún er 225 stór blöð og yfir 900 dálkar og inniheldur Noregskonunga sögur, Ólafs sög urnar báðar, Sverris sögu, Há- konar sögu og Færeyinga sögu Og ýmsar upplýsingar um fund Grænlands, svo nokkur dæmi séu nefnd. Brynjólfur biskup falaði bók þessa um miðja 17. öld, þegar hann var staddur í Flatey, en Jón Finnsson bóndi þar, neitaði að selja honum bókina í hendur. Þegar biskup fór, færði Jón bóndi hónum hana að gjöf. Síðan sendi biskup hana utan með skrif Kommúnistar vilja ingu verkalýðsins Undírbúa „hátlðahöldin44 á deild arfundum kommunistaflokksins KOMMÚNISTUM hefur nú tekizt að koma fram þeim vilja sínum að hindra einingu verkalýðssamtakanna 1. maí og undirbúa nú „hátíðahöld“ dagsins með fundum í öllum deildum kommúnista- flokksins, samanber auglýsingu í Þjóðviljanum í gær. Er því sýnilegt að hverju er stefnt varðandi „hátíðahöld“ dagsins. Kommúnistaflokkurinn ætlar með aðstoð „göngugarpa“ að setja á svið kröfugöngu og útifund, sem eingöngu er í þágu flokkssamtakanna og hljóta að sjálfsögðu þakklæti fyrir hjá hús- bændum sínum í Moskvu, er horfa á hersýningu á Rauða torgi þann dag. — Kommúnistar láta sig það engu skipta, þó þeir með þessu athæfi komi því til leiðar, að meirihluti reykvískra verkamanna sé útilok aður frá því að taka þátt í hátíðahöldum í tilefni dagsins. Þessi 'framkoma kommúnista gerir það að verkum, að enginn launþegi eða annara stétta menn taka minnsta mark á kröfum þeim sem bornar eru fram af kommúnistum 1. maí, öðru visi en, sem flokksyfirlýsingum þeirra. Hefur því kommúnistum enn einu sinni tekist að eyða áhrifum þessa baráttu og hátíðis dags verkalýðsins og sundra laun þegasamtökunum þegar þau þurfa að standa saman. Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna lagði strax á það megin áherzlu er umræður hófust um 1. maí ávarpið, að það yrði byggt upp á stéttarlegum grundvelli og í samræmi við það lögðu lýðræðissinnar í 1. maí nefnd fram ávarp, sem þannig var sam- ið að um það hefði engin á- greiningur átt að vera ef annar- leg sjónarmið hefðu ekki komið til. Á þetta vildu kommúnistar ekki fallast og lögðu fram annað ávarp, sem líktist helzt blaða- grein úr Þjóðviljanum. Neituðu kommúnistar með öllu að breyta nokkru í ávarpi sínum sem máli skjíiti, en heimtuðu það sam- þykkt skilyrðislaust. Komu lýðræðissinnar þá með þá tillögu, að fyrst samkomu- legum skilaboðum um, að hann ætlaðist til að hún yrði út gef- in, en áður hafði biskup farið þess á leit að sett yrði á stofn prentsmiðja í Skálholti. Ekki vildi danska stjórnin á það fall- ast Og er sú neitun ein af ástæð- um þess, að Flateyjarbók og fleiri dýrmæt handrit voru send utan. Þá benti Gunnar Thoroddsen á, að af Sæmundar-Eddu væri aðeins til eitt handrit og því væri hún viðkvæmara deilumál en önnur íslenzk handrit. Brynj- ólfur biskup sendi hana einnig utan til Kaupmannahafnar til út- gáfu. Hann taldi, að hún væri annaðhvort samin af Sæmundi fróða eða hann liefði safnað efu- inu. En það reyndist á misskiln- ingi byggt. f þessu handriti er m. a. Völuspá, víðfrægasta ijóð Norðurlanda og þó víðar væri leitað, eins og kunnugt er. Það styður auðvitað kröfu okkar til Sæmundar-Eddu, að niðurstöður rannsókna Sigurðar Nordals 1 SUÐUR af Grænlandi er ný lægð, sem virðist hreyfast norðaustur á bóginn, og má því búast við vaxandi A-átt hér á landi á laugardag, en að öðru leyti verða ekki breytingar á veðurlagi.. Vor- ið er nú einnig komið til Suður-Grænlands. Hiti 11 st. í Brattahlíð og 4 í Goðtháb. Hins vegar er 11 st. frost í Meistaravík og 16 st. frost í Danmarksha vn. Veðurhorfur kl. 22 í gærkvöldi: SV-mið: Allhvass A í nótt en hvass á morgun og þoku- súld. SV-land, Faxaflói og Faxa- flóamið: A-gola í nótt en stinningskaldi síðdegis á morgun, skýjað en þurrt að mestu. Breiðafj. til V-fjarða og Breiðafjmið til A-fjmiða: Hægviðri í nótt en vaxandi A-átt á morgun, þokuloft og nokkur súld á annesjum og miðum en þurrt í innsveit- um. SA-land og SA-mið: A- kaldi í nótt enn állhvass á morgun, þokusúld. leiddu í ljós, að Völuspá væri ort hér á landi. Ennfremur er Sæmundar-Edda skrifuð hér á 13. öld. Fleiri handrit minntist fjármálaráðherra á í þessu sam- bandi, gat þess t. d. að við fengj um 85 skinnhandrit af íslenzkum lagabókum, hið elzta frá 1175, ennfremur Skarðsbók af Jóns- bók, sem er hið fegursta handrit, fagurlega skrifað og skreytt, handrit af íslendingabók, Land- námu o. fl. Undir lok ræðu sinnar sagði Gunnar Thoroddsen fjármálaráð herra, að það væri þungt á met- unum í máli þessu, hve Islend- ingar ættu fáar fornminjar um sögu sína. Síðan varpaði hann fram þeirri spurningu, hvað Dan- ir myndu segja, ef gullhornin væru t. d. geymd í Þjóðminja- safninu í Reykjavík. Það er sam bærilegt við það, sagði ráðherr- ann, að Sæmundar-Edda væri annars staðar en á íslandi. í lok ræðu sinnar hyllti fjár- málaráðherra þann höfðings- skap, sem Danir sýndu nú með þeirri lausn á þessu máli, sem væntanlega er á næsta leyti. Umræðurnar. Næstur tók til máls Alexand- er Jóhannesson, fyrrum háskóla- rektor. Hann sagði m. a., að ís- lendingar hefðu sérstaka ástæðu til að gleðjast yfir þremur at- burðum á þessari öld, í fyrstalagi sjálfstæði landsins, í öðru lagi lausn fiskveiðideilunnar og í þriðja lagi endurheimt handrit anna. Þá sagði hann ennfremur, að margir góðir menn hefðu lagt hönd á plóginn til að leysa hand- ritamálið, þeirra á meðal marg- ir Danir, sem alla tíð hefðu sýnt íslendingum mikla góðvild. í lok ræðu sinnar sagði Alexander Jóhannesson: — Nú erum við loksins kom- in heim með allt okkar, þegar við höfum heimt okkar menning- ararf eftir 200 ára fjarvist og flutt hann heim til fslands. Séra Sigurður Pálsson var næstur á mælendaskrá og kvaðst vilja þakka ráðherra fyrir þær gleðifréttir, er hann hefði flutt fundinum. Hann kvaðst halda að margir gerðu sér ekki grein fyr- ir því, hve mikilsverð handritin væru í raun og veru, sem ekki hefðu um þau fjallað. Hann kvaðst vilja þakka Dönum fyrir hinn mikla drengskap þeirra, er lag væri ekki mögulegt um ávarp dagsins, þá skyldi því sleppt, en freistað að ná samkomulagi um ræðumenn og aðra þætti hátíðahaldana, en því höfnuðu kommúnistar einnig. |» Á 1. maí nefndar fundinum, sem haldinn var í fyrrakvöld, beittu kommúnistar svo meiri-i hluta sínum til þess að fá kröf- um sínum framgengt. Lýstu lýðræðissinnar þvi þá yfir, að þar sem í engu væri tekið tillit til óska þeirra varðandi ávarp dagsins og hátíðahöldin, en, meirihluti 1. maí nefndar notað- ur til að fá samþykkta einhliða pólitísk sjónarmið kommúnista mundu lýðræðissinnar ekki eiga neinn þátt í undirbúningi hátíða- haldanna. fælist í afhendingu handritanna. Hér á íslandi hefðu margir hall- mælt þeim og kannski ekki á- vallt óverðskuldað. En hann kvací ekki nóg að fá handritin hingacS til lands á ný. Hér yrði að geyma þau vel og gæta þeirra vel og umfram allt nota þau vel. Séra Sigurður kvaðst finna til ótta vegna þeirrar gleði, er fylgja myndi endurheimt handritann'*- Hann kvaðst óttast að þeim yrð> ekki sýndur sá sómi er skyldi. Hann benti á, að við ættum hér söfn, sem ekki væru nægilega aðgengileg fyrir þá, er við þau vildu stunda fræðimennsku. Að lokum sagði séra Sigurður Páls- son: .— ísland getur ekki varðveitt samúð heimsins nema með and- legum verðmætum einum sam- an. Því þarf að gæta hanörit- anna vel og gera þau ávaxta- söm. Helgi Hjörvar kvaðst vilja taka undir með síðasta ræðu- manni. Hann spurði fjármíua- ráðherraj hvort bjartsýni sú er komið hefði fram í ræðu hans, væri fyllilega réttmæt. Hann kvað þessi tíðindi öll svo stór- kostleg og mikilvæg, að ekki mætti trúa þeim ef nokkum efa bæri þar á. Gunnar Thoroddsen, fjármáia- ráðherra, svaraði og kvað engan geta haft á þessu stigi málsins fullt öryggi um framgang þess Hins vegar hefði hann sann- færzt um það, af samræðum sínum við dönsku ráðherrana, Kampmann og Jörgensen, afS allar líkur bentu til að máhð myndi ná fram að ganga. Þeir hefðu verið þess fullvissir, að stjórnarflokkamir stæðu ein- huga að því. Hann sagði að lok- um: *1 — Yfirgnæfandi líkur eru fyr- ir því að málið nái fram að ganga. Að lokum sagði Kristján Am- grímsson nokkur orð og lýstl ugg sínum yfir því að svo kynni að fara að handritunum sem skila ætti, yrði fækkað í með- förum danska þingsins. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og þakkaði formaður Varðar, Höskuldur Ólafsson, frummæl- anda skörulega ræðu, ræðu- mönnum góðan málflutning og fundarmönnum góða fundarsetu Og sagð.i fundi slitið. „

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.