Morgunblaðið - 04.05.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 04.05.1961, Síða 3
Fimmtudagur 4. maí 1961 MORVUNBLAÐIÐ I i ☆ VIÐ gengum upp aðalbryggj- una á Akranesi um dáginn. Margar trillur lágu við garð- inn, en trilluútgerð hefur far- ið mjög vaxandi á Akranesi undanfarin ár. Telja kunnug- ir að ef allur flotinn færi sam tímis á myndu fljóta fyrir landi 50 bátar. Úti á trillunum voru marg- ir krakkar með handfæri, jafn vel gagnfræðaskólatelpur sem kváðust ekki hafa getað setið inni yfir bókum í svo dásam- legu veðri." Við staðnæmdumst þar sem trilla lá fyrir neðan okkur og maður var að gera að grá- sleppu. Hann risti þær á kvið kreisti úr þeim hrognin í fötu. Eruð þið að kaupa rauð- maga? sagði grásleppukarlinn. Gamli Víðir minn var forfaðir Víðisbátanna Nei, við erum hér í öðrum erindum. Síðan vorum við farnir að tala um alla heima óg geima en þó aðallega hrogn kelsaveiðar. Hann notaði sýni h f lega tóbak sem hann tók upp í sig. Hann sagði okkur að hann hefði í eina tíð verið nokkuð á bátum hér á Akra- nesi, gæti nú ekki stundað sjó inn lengur. Hann væri með nokkra netastubba hér fyrir utan. Hann tók stærðar grá- sleppu og tæmdi úr henni hrognin. Við fáum 8 krónur fyrir kg af hrognunum, sagði hann og spýtti út fyrir borð- stokkinn. Maður sem álengdar stóð sagði okkur nú að sá sem við værum að tala við, væri ai- mennt kallaður Grásleppu- kóngur þeirra á Akranesi, — Jóhannes á Auðnum víðkunn- ur bátasjómaður og formaður áratugum saman. Og það kom m. a. fram er við - spjölluðum við hann á bryggjunni að eitt sinn átti hann bát sem hét Víðir. Hann slitnaði upp og strandaði. Þennan bát keypti svo Guðmundur á Rafnkelsstöðum. Hann lét ekki breyta nafninu er hann endurbyggði bátinn. Og það er þessi gamli Víðir mmn, sem er nokkurskonar forfað- ir Víðis-bátanna hans Guð- mundar, sagði Jóhannes. Það var þessi bátur sem lagði grundvöllinn að hinni um- svifamiklu útgerð Guðmund- ar á Rafnkelsstöðum. Þetta var alla tíð hið mesta happa skip. Jóhannes mundi glöggt fyrstu ár útgerðar frá Akranesi á þil farsbátum. Þeir fóru ekki að róða héðan fyrr en árið 1926, við rérum áður frá Suður- nes j a verstöðvum. Eg ér hálfgerður lasarus síðan ég fótbraut mig hér á bryggjunni í fyrra. Þeir eru margir fisknir hér í rauðmaganetin sín. Um dag- inn þá skrapp einn þeirra sem Jóhannes á Auðnum í bát sín- [ um. — Grásleppan er jafn eftirsótt og rauðmaginn vegna hins háia verðs sem er á hrogn unum. (Myndir Mbl. Ó. K. M.) j vinnur í sementsverksmiðj- unni út á trillunni til að vitja um. Hann kom brátt að aftur með grásleppu sem hann fékk yfir 100 kg af hrognum úr og milli 80—90 rauðmaga. Þeir eru margir hér sem frekar en ég eiga það sæmdarheiti skil- ið að vera grásleppukóngar sagði Jóhannes. Nú sótti hann undir þóftuna stærðar grá- sleppu og sagði um leið og hann brá flugbeittum hnífn- um á hana. Já hún geispar. lengi. — Það var eins og færi rafmagnstitringur um fiskinn. < Gagnfræðaskólatelpurnar ekki áhugi á próflestri - — Trilla kemur að úr róðri. Nýtt njósnamá! i London: Þyngsti fan kvebinn upp yfir fyrrverandi starfs- manni brezku utanríkisþjónustunnar sdómur-42 ár STAKSTIINAR Móðuharðinti — Rauðmagi Svohljóðandi bréf barst bláð- inu nýlega frá „rauðmagakarli á Vestfjörðum“: „Frá hinu mikla samvinnu- plássi, Húsavík, berast þær frétt ir, á öldum ljósvakans, að hrogn kelsaveiði sé ágæt en rauðmag- anum sé hent. Þetta þykir okkur vestfirzk- um rauðmagakörlum hryllilegt til að hugsa. Að á sama tíma sem „móðuharðindi“ Karl Krist- jánssonar hrjá landslýðinn, og þá náttúrlega ekki síður Hús- vikinga en aðra, þá skuli þeir hreinlega henda rauðmaganum, þessum hnossgætisfiski. Húsvík- ingum skal bent á, í fullri vin- semd, að ef þeir koma sér ein- hvern veginn ekki að þvi að borða rauðmagann nýjan upp úr sjónum, þrátt fyrir harðindin, þá væri tiltækilegt að reyna að reykja hann, það er að segja tt „móðuharðindastefna“ ríkis- stjórnarinnar hefur ekki þegar breytt svo hafstraumum, að *1- gjörlega hafi tekið fyrir nokk- urt spýtnarek á fjörur þeirra, sem gera mætti reyk af. Reykt- ur rauðmagi er herramannsmat- ur, jafnvel þótt engin séu harð- indi. Það var engin furða. þótt litla telpunni, sem hlustaði á frétt- ina yrði að orði: „Af hverju er« mennirnir að veiða rauðmag- ann?“ Ef til vill sverfa „móðuharð- indin“ enn ekki eins fast að Húsvíkingum eins og sumir vilja vera láta, úr því að þeir henda blessuðum rauðmaganum!'.“ Kommúnistar hóta verkfalli t ræðum kommúnista hinn 1. maí kom ekkert nýtt fram. Þeir spiluðu hina gömlu plötu um andstöðu sína gegn þátttöku ts- lands í varnarsamstarfi vest- rænna þjóða, en gleymdu að segja frá því, hvernig á því stóð að ríkisstjórn þeirra, vinstri stjórnin, samdi um áframhald- andi dvöl hins ameríska varnar-! liðs á tslandi um ótiltekinn tíma, enda þótt helgasta fyrir- heit hennar væri einmitt að reka herinn tafarlaust burtu. Þjóðviljinn birti í gær ræðu Guðmundar J. Guðmundssonar í Lækjargötu. í henni eru end- urteknar hótanir kommúnista um það, að þeir muni beita sér fyrir verkföllum á næstunni, et ekki verði gengið að kröfum þeirra. Komst Guðmundur J. að orði um þetta á þessa leið: „Ef ekki takast samningar fljótlega, þá mun verkalýðs- hreyfingin knýja fram kröfur sínar með öllum mætti samtaka sinna“. Svipuðum hótunum og í þess- um orðum felast, hafa kommún- istar haldið uppi í allan vetur. LONDON, 3. maí. (Reuter- NTB). — Brezkur maður, George Blake, fyrrum starfs- maður brezku utanríkisþjón- ustunnar, var í dag dæmdur til 42 ára fangelsisvistar fyr- |r að hafa veitt Rússum mik- ilvægar upplýsingar um ríkis leyndarmál Breta á árunum 1951—1959. George Blake, sem er 38 ára að aldri, játaði fyrir rétti, að sérhverjar upplýsingar sem einhvers virði hefðu ver- ið, hefðu gengið í hendur Rússa. Hann hefur nú fengið þyngsta fangelsisdóm, sem felldur hefur verið í OM Baily-réttinum, hefði hann víða annarsstaðar fengið dauðadóm. að því er dómarinn Lord Parker segir. Segir Parker, að Biake hafi með upplýsingum sínum til Rússa gert að engu margskonar starfsemi brezka rík isins á þessum árum, og sé mál hans meðal verstu njósnamála sem um geti á friðartímum. Heilaþveginn í Kóreu. Blake er fæddur í Hollandi, en kom til Bretlands árið 1943 og var í brezka sjóhernum til 1948. Þá tók hann stöðu í brezka ut- anríkisráðuneytinu. Áður en Kóreustyrjöldin hófst, var hann um hrið vara-konsúll í Seoul, en þegar 1950 var hann tekinn hönd um af kommúnistum og haldið í fangelsi í þrjú ár. Kveðst Blake þá hafa sannfærzt um, að komm únisminn væri hið eina rétta þjóðskipulag og ætti skilið að sigra. Hefði hann þá þegar gefið kommúnistum allar upplýsingar er hann bjó yfir og síðan haldið áfram starfi sínu sem njósnari Rússa. Ekki segist hann hafa tek ið fé fyrir starfsemi sína. Tala því brezk blöð um Blake sem „hinn heilaþvegna“. Þegar Blake kom frá Kóreu 1953, varð hann aðili að herstjórn Breta í Berlín og hafði það starf með höndum um fjögugra ára skeið. Fregnin af njósnamáli þessu, sem fylgir í kjölfar Lonsdale- málsins nú fyrir skömmu, hefur vakið mikinn ugg með Bretum. Telja þeir nú einsýnt að mikil- væg rannsókn verði að fara frarn á allri utanríkisþjónustu landsins svo og öðrum þeim stöð um, sem fjallað er um mikilvæg ríkisleyndarmál. 1 Framsókn púar undir Tíminn birti í gær forystu- grein, þar sem tekið er undir þær kröfur, sem kommúnistar hafa beitt sér fyrir á hendur framleiðslunni á sl. vetri. Tím- inn lætur þó undan fallast að minnast á bá staðreynd. að á sL hausti lýsti Lúðvík Jósefsson því yfir á aðalfundi Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna, að afkoma útgerðarinnar og út- flutningsframleiðslunnar yfir- leitt væri svo bágborin, að rík- inu bæri að veita henni stór- kostlegan stuðning. En jafnhliða því, sem kommúnistar héldu þessu fram á fundum útvegs- manna, stóðu þeir upp á Alþýðu sambandsþingi og lögðu til að stórkostlegar kröfur um hækkað kaupgjald yrðu gerðar á hend- ur útflutningsframleiðslunni. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.