Morgunblaðið - 04.05.1961, Side 13

Morgunblaðið - 04.05.1961, Side 13
Fimmtudagur 4. maí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 — Handritin Framhald af bls. 1. arinnar við bókmenntirnar, sem settu ekki sinn líka í sögunni. • — 2. Áhugi fyrir vísindaleg- um rannsóknum væri hvað mest ur á íslandi, þar sem húmanísk fræði væru að flestu leyti mjög þjóðlegs eðlis. Ætti sá áhugi ekki sízt við um rannsóknir á íslenzk- um handritum. Bjarni benti á hvernig norrænu Ihefði sífellt verið þokað meir og meir úr námsefni menntaskól- anna í Danmörku. Áhugi Dana hefði beinzt meira að eigin menn ingu. Hann sagði, að íslendingar ættu langmestan þátt í rannsókn- um á handritunum og benti því til sönnunar á grein Jóns Helga- sonar í Politiken frá 1950. # — 3. Afhendingin yrði stað- festing á lýðræðissjónarmiðum Dana, svo sem þau hafa komið fram í sögunni. Þau sjónarmið hefðu mótazt af mönnum, sem ibörðust einir fyrir að breyta gamalli valdsstjórn í lýðræði. Þessir menn hefðu barizt fyrir rétti smáþjóðanna á Norðurlönd- um. En vegna skilnings- skorts á sögu Dana og íslend- inga gætu fáir gert sér í hugar- lund, hvað gerast muni fái ríkis- stjórnin frumvarpið ekki sam- þykkt á þingi. Bjarni sagði að lokum: Ég þekki Dani illa, ef þeir eru ekki reiðubúnir til að óska íslending- um til hamingju með gjöfina. Andstæðingurlnn Bröndum-Nielsen Bröndum-Nielsen tók til máls á eftir Bjarna og sagði, að rök hans væru alkunn og röng. Is- lendingar hefðu ekki getað les- ið handritin og því flestir vilj- að láta þau af hendi. Greina yrði milli handríta og textaút- gáfu, en það hefðu verið hinar nýju útgáfur, sem menn lásu á íslandi. Hann sagði, að Danir hefðu átt miðaldahandrit, sem væru eldri en hin íslenzku. Mörg þeirra væru niður komin á Skáni í Svíþjóð, sem ekki hefði slitið sig lausa frá Danmörku, heldur verið frá þeim tekin. Askorun til þingsins að sam- þykkja handritafrumvarpið Berlingatiðindi fylgjandi afhendingu handritanna EinkasTceyti til Mbl. frá Sigurði Líndál. Kaupmannahöfn, 3. maí í RITSTJÓRNARGREIN Ber lingske Tidende í morgun er skýrt frá því, að handrita- málið komi til fyrstu um- ræðu í þinginu á morgun (þ. e. í dag fimmtudag). Seg- ist blaðið fylgjandi afhend- ingunni og treysta því, að málið gangi fljótt gegnum þingið. Áður en umræður byrja, seg- ir blaðið, liggja fyrir þinginu mótmæli 300 danskra vísinda- manna, sem andstæðir eru menntamálaráðherranum. Hon- um sé ljóst að afhendingin sé í andstöðu við vilja danskra vísindamanna og eignarrétt Há- skólans. Blaðið segir, að hingað til hafi mörgum þingmönnum vart verið Ijósar heimildir stjórnarinnar til að afhenda handritin, en eftir áskorun vís- indamannanna og eftir það sem komið hefur fram um vafalaus- an eignarétt háskólans sé ekki víst, að málið fái eins auðvelda afgreiðslu í þinginu og sumir trúi og voni. Blaðið segir það ábyrgðarhluta ef þingmenn telji, að þeir geti meðhöndlað þetta mál eins og hvert annað flokks- pólitískt mál. Bent A. Koch, ritstjóri og Ric- 'hard Molter, landsréttarlögmað- ur, hafa átt frumkvaeðið að á- varpi, sem sent hefur verið til ríkisstjórnar og danska þingsins. Er þar mælzt til að handritamál- ið verði leyst samkvæmt frum- varpi dönsku stjórnarinar — sem fyrst og á sem breiðustum grundvelli. Ávarpið. Ávarp þetta var aðeins sent takmörkuðum hópi fólks af öll- um stéttum og flokkum Dan- merkur og nær allir aðspurðir undirrituðu það. Ávarpið hljóð- ar svo: — „í tilefni af þeim um- ræðum, sem risið hafa um ís- lenzku handritin óskum við und- irrituð að taka fram, að ekki megi fyrst og fremst líta á málið frá lögfræðilegu eða vísindalegu sjónarmiði heldur verður að leysa það með tilliti til sögulegs Nokkrir áheyrendur á fundinum, — talið frá vinstri: Viggo Starcke, fyrrv. ráðherra, Alsing Andersen fyrrv. ráðherra, kona Bjama M. Gíslasonar, E1 Clan hæstaréttarlögmaður og frú hans, Aksel Larsen, fyrrv. ráðherra, Eigil Knuth, greifi, rith. og Eyvind Koefoed, varaform. Studenterforeningen. verið eign íslands. Þau hefðu verið eign einstakra íslendinga og sá eignaréttur hefði fallið nið ur þegar þeir afhentu þau. Ekki hefði verið gerð nein krafa til þeirra er ríkisbúinu var skipt 1918. f fremri röð t. v. Viggo Starcke fyrrv. ráðherra — t. h. Alsing Andersen, fyrrv. ráðlierra. f aftari röð sjást lýðháskóla- stjórarnir Johannes Terkelsen t. v. og Paul Engberg t. h. réttar og sem tilfinningamál. Með hliðsjón af þessari skoðun, beinum við þeim tilmælum til stjórnarinnar og þjóðþingsins, að leysa deiluna á grundvelli þess frumvarps, sem nú hefur verið lagt fram. Við hörmum, að málið hefur þróazt á þann veg, að erf- itt er fyrir þá aðila á þingi, sem hlynntir eru málinu, að standa saman — en skírskotum til þess að málið verði, sakir mikilvægis þess, leyst á sem breiðustum grundvelli. Þetta lokauppgjör Dana og ís- lendinga ætti að leysa í anda norrænnar samvinnu, svo að það geti orðið dæmi þess, hvernig tvær þjóðir á Norðurlöndum leysi milliríkjavandamál sín. Meðal þeirra sem rita undir þetta ávarp eru: — Hákon Stangerup, prófessor; Einar Thomsen, prófessor; Fr. Nielsen, prófessor; Erik Dreyer, deildar- stjóri, fyrrum sáttasemjari; Niels Grunnet, ritstjóri; lýðháskóla- stjórnir Anfred, Hans Lund og Poul Engberg; Hans Pinstrup, fyrrverandi formaður landbún- aðarráðsins; biskuparnir H. Oll- gaard og H. Hogsbro; Carl Her- mansen, fyrrverandi ráðherra; Olaf Petersen, skólastjóri í Kaup mannahöfn; Dr. phil Jens Kruuse og Mogens Múllertz, héraðsdóms- lögmaður. Yfirgangur Góður rómur var gbrður að máli Bröndum-Nielsen og næst- ur tók til máls Viggo Starcke, sem kvað málið ósköp einfalt til lausnar. íslendingar ættu að að fá afhent þau 100 handrit, sem þeir ættu rétt á. Hann hefði sjálfur talið, að þeir krefð ust ekki annars — en það væri misskilningur. íslendingar hefðu krafizt þess, að fá gefna gjöf og sendimenn þeirra hótað að fara heim, ef þeir ekki fengju það sem þeir óskuðu eftir. Ríkisstjórn in danska hefði beygt sig í þeim efnum. Starcke sagði það yfir- gang af hálfu íslendinga, að krefj ast liandrita sem aldrei hefðu en þess má geta, að á dreifibréfi stúdenta við Hafnarháskóla um handritamálið og Jörgensen, menntamálaráðherra, — sem dreift var meðal almennings í dag eru þessi orð lögð undir menntamálaráðherra í munn. Ræðu Starcke var feiknavel tek- ið. # Ekki fölsk rómantík Egil Knuth greifi, sem næst- ur talaði, sagði að greina yrði milli menningararfs og bókanna sjálfra. Menningararfinn ættu ís lendingar, hvar svo sem bækurn ar væru niðurkomnar. Hann Framhald á bls. 23. Fleiri hafa farið illa með hand rit en Danir, sagði Bröndum- Nielsen, — ásigkomulag íslenzku handritanna var mjög slæmt, en Árni Magnússon hirti allt sem hann sá, þótt svo sum handrit- in hefðu verið notuð sem skó- sólar. Eðlilegt væri, að Islend- ingar hefðu unnið við handrit- in. Hins vegar hefði grein Jóns Helgasonar í Pólitiken á sínum tíma ekki verið ætluð sem full- nægjandi greinargerð um hand- ritarannsóknir, heldur til þess að sýna hvað íslendingar hefðu geri. Bröndum-Nielsen sagði, að málefni yrðu hér að ráða. Lín- urnar væru óskýrar — Norð- menn gætu t.d. með jafnmiklum rétti krafizt handritanna og jafn vel fleiri. Ef þessi leið væri far- in, yrðu skornar niður megin- reglur safna og bókasafna. Næst kæmu Israelsmenn með kröfur um sín handrit í Danmörku. Um lagalegan rétt, sagði Bröndum-Nielsen, að ekki væri eyðandi orðum. Ennfremur sagði hann það óverjandi frá vísinda- legu sjónarmiði að afhenda hand ritin. 1 Danmörku væri aðstaða góð og fræðimenn hvaðanæva að kæmu til Amastofnunar. Hafn- arháskóli væri alþjóðlegt setur fyrir forn norrænar rannsóknir. Þá lýsti Bröndum-Nielsen rann sóknarstarfinu. Hann sagði, að ljósmyndir væru ekki eins góð- ar og frumritin til rannsókna, en þær yrði að nota vegna þess hve handritin væru illa leikin. Það væri alrangt, að sérhver íslendingur gæti lesið handrit- in — það gætu aðeins fáir fræði menn. Hann sagði, að skilyrði til rannsókna, eins og þau gerð ust í Danmörku væri hvergi unnt að skapa á Norðurlöndum. Flytja þyrfti starfslið allt og tæki. Árnastofnunarinnar, en það væri ekki ætlunin með af- hendingunni. Hann sagði að ekki mætti líða að safnið yrði sund- urlimað og vísindastofnunin brotin niður af pólitískum á- stæðum. Það yrði þá staðfesting þess, sem útlendingar hefðu löng um sagt um Dani, — að Dan- mörk afmái sjálfa sig. _____^ Starcke sagði, að lagalegur réttur Dana væri alveg skýr, og væri því ekkert skylt við sið- gæði að víkja til hliðar augljós- um eignarétti annarra. Samt hefðu Danir verið ásakaðir um að halda handritunum ranglega og Bjarni Benediktsson talað um svartan blett, sem Danir ættu að þvo af sér. Hann sagði, að íslendingar hefðu í vissum skilningi átt sið- ferðislegan rétt til þessara bóka, en hefðu jafnframt sjálfir veitt Dönum siðferðislegan rétt, þar sem handritin hefðu eyðilagzt hefðu þau ekki verið komin til IDanmerkur. Starcke sagði, að Danir hefðu ekki fyrst og fremst eyðilagt efna hag íslendinga — íslendingar hefðu þegar eyðilagt sjálfa sig með innbyrðis ófriði, efnahags- lega 6g menningarlega áður en þeir komust í samband við Dan- mörku. Hann sagði, að langt væri orð- ið síðan mál hefði verið með- höndlað á svo óverjandi hátt. Menntamálaráðherrann hefði gert margt gott en á þessu máli hefði hann ekkert vit. — Ef ráðherrann hefði verið hér viðstaddur, sagði Starcke, hefði ég spurt hann, hvort það væri rétt, að hann hefði fyrst séð handritin í síðastliðnum mán. og ennfremur hvort það væri rétt, að hann hafi sagt, er hann sá Árnasafn í fyrsta sinn: — Er það ekki furðulegt, að Árni Magnús- son skuli hafa skrifað allt þetta,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.