Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Miðvik'ifdagur 10. maí 1961 Bormann á lífi Segir fyrrverandi Tel Aviv, 9. maí (NTB-Reuter) GEORGIO Topolevski, fyrr- verandi sendiherra Argen- tínu í Israel, sagði í dag á blaðamannafundi í Tel Aviv, að Martin Bormann, fyrr- verandi staðgengill Hitlers, væri á lífi og byggi nálægt landamærum Argentínu og Brasilíu. Topolevcki er nú blaðamaður og skrifar um Eichmann réttar- höldin fyrir dagblað í heimalandi sendiherra Argentínu sínu. Hann lét ekkert uppi um það hvaðan hann hefði upplýs- ingar sínar, en sagði að Bormann væri nú staddur í Brazilíu. Hann sagði að meðan Juan Peron réði ríkjum í Argentínu hafi þýzkir nazistar flutt þangað mikið fé frá Sviss, nokkuð af því í verð- bréfum og hlutabréfum. Taldi Topolevski að nú væru 70.000 Þjóðverjar búsettir í ArgentÁfia. • VAR HJÁ HITIJER Aldrei hefur fengizt úr því skorið hvað varð um Börmann í stríðslok, en hann var með Hitler í neðanjarðarbyrgi í Berlín þar til einvaldurinn framdi þar sjálfs morð rétt fýrir fall höfuðborgar- inncir í maí 1945. Alltaf öðru hvoru hefur orðrómur gengið um það að Bormann væri á lífi, þótt aðrar fréttir hafi haldið því fram að hann hafi verið drepinn er hann reyndi að flýja borgina. Hvað eftir annað hafa börizt fréttir um að sézt hafi til Bor- manns, m. a. á Spáni og í Argentínu. • KREFJAST FRAMSALS Talsmaður vestur-þýzku rík- isstjórnarinnar sagði í Bonn í dag að ef nokkrar minnstu líkur væru fyrir því að Bormann væri á lífi, mundi ríkisstjórnin krefj- ast þess að hann yrði framseld- ur- En í Bonn er mjög efast um að, fréttin hafi við rök að styðj- ast. Sérhver fregn um að hann væri á lífi hefur verið rannsök- uð nákvæmlega, en hingað til ekki fundizt nokkrar líkur fyrir því að svo gæti verið. SL. SUNNUDAG varð 6—7 ára gömul telpa fyrir langferðabif- reið á Suðurlandsbraut og slas- aðist á höfði. Slysið varð á móts við B.P. benzínstöðina inni við Álfheima. Langferðabifreið frá Steindóri ok suður Suðurlandsbrautina og mætti stórri vörubifreið. Er hann var rétt að fara fram hjá henni mun litla stúlkan, sem heitir Guð ný Bergdís Lúðvíksdóttir, Gnoðar vogi 24, hafa komið hlaupandi aftan við hana í veg fyrir lang- ferðabifreiðina. Bifreiðastjórinrt snarhemlaði, en telpan mun hafa lent á bílnum. Var hún flutt með höfuðáverka í Slysavarðstofuna og síðan í Landakotsspítala. * Jakarta, Indónesiu, 9. maí (Reuter) J ARÐSKJ ÁLPTA hefur orðið vart síðustu daga í borgunum Jogjakarta og Magelang á Java og stafa þeir frá gosi í eldfjallinu Merappi í nánd við borgirnar, Stöðugt öskuregn hefur verið á þessum slóðum undanfarna tvtt daga. NA /5 hnútar 'v-T Slt50hnútar H Snjckomo t úamm \7 Skúrír K Þrumur mss KuUaoki! Hitaski/ * HjkHmt I LWLmo» | 100 þús. kr. fyrir veiðileyf i í Blöndu SAUÐÁRKRÓKI, 9. maí. — Und- anfarið hafa staðið yfir samning- ar milli landeigenda við Blöndu og Stangaveiðifélags Sauðár- króks um leigu á ánni. Munu land eigendur hafa fyrir sitt leyti sam- þykkt tilboð Stangveiðifélagsins, en ógengið mun enn frá samn- ingunum. Leiguupphæð árinnar er 100 þúsund krónur. Reglugerð um ána og fjölda stanga, sem leyfður verður í henni mun vera til umsagnar hjá veiðimálastjóra. Er reiknað með að 4 stengur verði leyfðar í ánni á dag. Alls veiddust rúmlega 600 lax- ar í Blöndu árið 1959 en nokkru færri í fyrra. Likur eru til að Stangveiðifélag Blönduóssþiga muni ganga inn í samningana í félagi við Sauðárkróksbúa. í vor, eða nú síðustu daga hef- ir orðið vart lítilsháttar við sjó- birting í Vestur-Héraðsvatnaós og er það með seinna móti. Hins vegar er vitað að sjóbirtingui: hefir gengið í Héraðsvötn er þau ruddu sig og mun hafa veiðst eitthvað af honum í net frammi í sveit. — jón. Happdrætti Bard- strendingafélags- ins HINN 5. maí var dregið í happ- drætti Barðstrendingafélagsins og hlutu þessi númer vinning: Volkswagenbifreið, nr. 1399, húsgögn, no. 1924, strokvél, no. 9420, skápklukka, no. 5574 og vikudvöl í Bjarkal., no. 5575. Vinninga sé vitjað til Guð- bjarts Egilssonar, Hverfisgötu 96 B. (Birt án ábyrgðar). Nýtt frímerki í TILEFNI af því, að hinn 17. júní næstkomandi eru 150 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðs- sonar, mun póst- og símamála- stjómin gefa út nýtt frímerki í eftirtöldum þremur verðgildum: 50 aurar, rautt, upplag 1.500.- 000. 3 kr., blátt, upplag 1.000.000. 5 kr., fjólublátt, upplag 750.- 000. Frímerki þessi munu verða með andlitsmynd aí Jóni Sig- urðssyni eftir Einar Jónsson myndhöggvara. (Frá póst- og símamálastj órninni). bú, þegar einn af stærstu togurum Islendinga kemur svona hlaðinn að landi, eins og Víkingur AK 100 á myndinni hér fyrir ofan. Hann var að koma heim til Akraness með 500 lest- ir af karfa af Nýfundna- Iandsmiðum. Hinn aflasæli skipstjóri, ur í hrúnni á myndinni hér til hægri, og á mynd- inni fyrir neðan sér ofan á þilfar skipsins, þegar byrjað var að landa. Allar lestar voru fullar og 20 gengið rösklega til verks, unnið allan daginn til mið- nættis og hyrjað aftur næsta morgun kl. 6. Ólafur Árnason tók myndirnár. á Suðurlandsbraut I.O.O.F. 9 = 1435108% - Spkv. „Svanir46 45 ára AKRANESI, 9. maí. — Samsöng hélt Karlakórinn Svanir sl. sunnu dag í Bíóhöllinni hér undir stjórn Hauks Guðlaugssonar við undir- leik frú Fríðu Lárusdóttur. Hús- fyllir var og söngnum framúr- skarandi vel tekið. Karlakórinn Svanir átti 45 ára afmæli á sl. hausti. Ingibjörg Gísladóttir fyrrum húsfreyja í Galtarholti, sem bú- ið hefur lengi með Jóhanni syni sínúm að Vitateigi 7 hér í bæ, varð nýlega fyrir því áfalli að lærbrotna. Var hún fyrra laugar- dag að elda hádegismatinn og vék sér aðeins út fyrir dyrnar. Datt hún þá svona, enda er Ingi- björg af léttasta skeiði, verður 82 ára 15. ökt. í haust. Liggur hún nú í Sjúkrahúsi Akraness og líður eftir öllum vonum. — O. Barnaskóli að rísa í Hornafirði HÖFN, Hornafirði, 8. maí. — Barna og unglingaskólanum í Höfn í Hornafirði var slitið við hátíðlega athöfn sunudaginn 7. maí. í skólanum voru alls 106 nemendur, þar af 23 í unglinga- deild. Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Kristinn Eyjólfsson 8,50 og hæstu einkunn við barnapróf hlutu Erna Pétursdóttir 9,42 og Birna Kjartansdóttir 9,35. Meðal- einkunn 15 barnaprófsbarna var 8,26. Skólastjórinn, Knútur Þor- steinsson gat þess m.a. í skóla- slitaræðu sinni að barnaskóla- byggingin væri nú langt komin og væri heildarkostnaðurinn við hann kominn í rúmlega 2,1 millj. kr. — Gunnar. 1 GÆR var milt og gott vor- veður um land allt. Á annesj- um á Norðurlandi var þó svali af sjónum, eins og undanfarið, aðeins þriggja stiga hiti á Rauf arhöfn. í innsveitum og við Suðurströndina var um 10 stiga hiti kl. 15, mest 13 stig á KirkjubæjarklaustrL Lægð- iii SV í hafi fór sér hægt, nálg aðist þó, og var búizt við að vindur snerist til suðausturs. Veourspain kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Vestfjarða og miðin: Vaxandi SA-átt, víða allhvasst og rigning í fyrra- málið. Norðurland til Austfjarða og miðin: Þykknar upp með vaxandi SA-átt. SA-land og miðin: Vaxandi SA-átt, víða allhvasst og rign ing með morgninum. Gó&hesta- keppni Fáks á morgun Á MORGUN, uppstigningar- dag, efnir Hestamannafélagið Fákur til mikillar gæðinga- keppni á skeiðvelli sínum við Elliðaár. Er það jafnframt firmakeppni Og eru fyrirtæk- in, sem skráð eru í keppnina alls 136, og að sjálfsögðu jafn- margir hestar. Keppnin hefst kl. 4 síðdegis. í fyrra var svo hagað dómum að þar sem fóru saman bestur hestur og knapi voru verðlaun veitt. Var tekið tillit til framkomu Og reiðmennsku knapans ekki síður en gæðingshæfni hests- ins. Dómnefnd skipa nú Jón Guðmundssön, Reykjum, Tryggvi Stefánsson, Skraut- hólum, Kristján Þorgeirsson, Bergvík og Jóhann Kr. Jóns- son DalsgarðL Fjáröflunarnefnd kvenna í Fák stendur að keppni þess- ari og hefir safnað þátttöku fyrirtækjanna. Hér mun um að ræða einhverja fjölsóttustu gæðingakeppni og góðhesta- sýningu á landinu. Telpa fyrir bifreið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.