Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 10. maí 196x MORGVNBLAfílÐ 17 Merkjasala * Slysavarnafélags Islands 11. maí 1961 Sölubörn eru vinsamlega beðin að taka merki KL 9—10 f.h. á eftirtöldum stöðum: 1. Hótel Heklu við Lækjartorg. 2. Vörubílast. Þrótti við Rauðarárstíg. 3. Vogaskóla við Gnoðarvog. 4. Laugalækjarskóla við Sundlaugarnar. 5. Verzl. Réttarholti 6. Biðskýlinu við Miklatorg. 7. Skrifstofu Verkstjórafélags Islands Freyjugötu 5. 8. Barnaskólanum við Stýrimannastíg. 9. Melaskólanum. 10. Verzl. Straumnes, Nesvegi 33. , 11. Slysavarnarhúsinu við Grandagarð, Dagskrá Lokadagsins 11- maí. 1. Björgunarsýning með þyrlu fyrir framan Fiskifélagshúsið við Skúlagötu, kl. 4 e.h. 2. Kvikmyndasýningar á Björgunarafrekinu við Látrabjarg kl. 2 e.h. í Slysavarnahús- inu og einnig sýningar kl. 6 og 9 e.h. á sama stað. 3. Kaffisala í Slysavarnahúsinu eftir kl. 2 á lokadaginn. 4. Opnuð gluggasýning í Aðalstræti 4. Styrkið slysavarnastarfið! Kaupið merki dagsins! Sækið björgunarsýningar lokadagsins og kaffisölu! Stjórn Slysavarnad. Ingólfs. Jón Magnússon Vestmannaeyjum F. 13. ág. 1904. D. 17. apríl 1961 JÓN MAGNÚSSON fæddist að Landamótum á Seyðisfirði 13. iágúst 1904. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson og Hildur Ólafs dóttir. Þegar Jón var 11 ára gamall, fluttust foreldrar hans hingað til Vestmannaeyja og var „Magnús á Sólvang“ einn af þeim mönnum, sem mest kvað að hér, þegar ég flutti hingað „í vetrarhríð vaxinnar ævi gefst ekki skjól nema Guð“ og vildi fúslega leggja skerf sinn til þess að sem flestir gætu eignast það athvarf, sem eitt nægir vanmáttugum mönnum: Samfélagið við Guð fyrir trú á Drottinn Jesúm Krist. Um árabil lék hann á orgelið í KFUM og við barnaguðsþjón- ustur í Landakirkju. Oft gerði atvinna hans honum örðugt að sinna þessu starfi, en aldrei brást fúsleiki hans og skyldu- rækni. Af hjarta sakna ég Jóns Magnússonar sem vinar og sam- starfsmanns og flyt honum inni- legustu þakkir KFUM og K. Og ykkur kæru vinir, sem ber- ið sárastan söknuð og þyngstan harm, sendi ég dýpstu samúð- arkveðjur mínar og minna og bið að Drottinn megi leiða ykk- ur og blessa minningu hans, sem nú er héðan horfinn. Felum Drottins föðurhönd harma vora og hjartaþunga — hann á sjálfur gamla og unga frjáls að leysa líkamsbönd. (J. H.) Steingrímur Benediktsson. STJÖRNULJÓSMYNDIR Sími 23414 Flías Hannesson. 1929. Hann var kjarkmikill sjó- maður, hagmæltur og prýðilega ritfær. Jón átti mikið af kostum föð- ur síns, en var frábærlega hæg- látur og hlédrægur maður, en að sama skapi traustur og á- byggilegur í vináttu og sam- skiptura öllum. i Hann vann um skeið við verzlunarstörf, en síðan verka- mannavinnu á sjó og landi, þar af um tuttugu ára skeið hjá Vestmannaeyjabæ og þá einkum við vélgæzlu. Árið 1957 bilaði heilsa hans og varð hann þá óvinnufær um tíma. Hann náði sér þó svo vel, að hann gat tekið að sér skrifstofustörf, fyrst hjá Vestmannaeyjabæ, en síðan sem fulltrúi skattstjóra og gegndi hann því starfi til ævi- loka. Um árabil var hann í stjórn verkalýðsfélagsins hér. Alls staðar naut hann trausts og alls staðar reyndist hann maklegur þess trausts, sem til hans var borið. Um tvítugsaldur stofnaði hann fyrst heimili sitt. Hann giftist þá Hólmfríði Halldórs- dóttur frá Isafirði. En eftir mjög stutta sambúð andaðist Hólm- fríður og bam þeirra, svo að hann varð ungur að horfast í augu við vonbrigði og hverful- leika þessa lífs. Árið 1934 giftist Jón eftir- lifandi eiginkonu sinni, Sigur- laugu Sigurjónsdóttur og eignuð ust þau fimm afburða mann- vænleg böm, sem öll eru upp komin og móður sinni hin traust asta stoð. i ÞaS hefur auðgað mitt líf að eiga vináttu Jóns Magnússonar, konu hans og barna, en nón- ust urðu kynni okkar Jóns í starfi KFUM og K. Hann hafði sannfærzt um, að Scilarrannsókiicifélag Islands heldur fund í Sj.ájfstæðishúsinu á uppstigningardag, 11. maí, kl. 4 e.h. Fundurinn er helgaóur minningu látinna. S.r Jón Auðuns, dómprófastur flytur erindi og for- seti félagsins sr. Sveinn Víkingur les upp. — Tón- leika annast Árni Jónsson, óperusöngvari, með undirleik dr. Páls Isólfssonar. Félagsmenn eru beðnir að athuga breyttan fundar- tíma og koma stunðvíslega. STJÓRNIN. er íeiL ar ema a*. & ólá cjraófíötma mefa Langmest selda garðsláttuvélin á Norðurlöndum , NORLETT mótorsláttuvélin slær og fínsaxar grasið, og dreifir því aftur jafnt á flötinn. Rakstur því óþarfur. Slær alveg upp að húsveggjum og út í kanta. Hæðarstilling á öllum hjólum, sem ræður því hve nærri er slegið. Amerískur Briggs & Stratton benzínmótor. Vinnslubreidd 19 tommur. Létt og lipur í notk- un. Tvær gerðir verða fáanlegar: Gerð 601 Væntanleg síðar í maí, Gerð 805 Fyrirliggjandi Verð um Kr. 2650.00 Verð um Kr. 3367.50 Keflavík IMjarðvík Einkaumboðsmenn á Islandi fyrir % tlarsh LeHmBlall ^ARNI CESTSSON ' ' OMBOBi 03 HEI1.0VERZLU* Vatnsstíg 3 — Sími 17930. Barna, fermingar, passa og fjölskyldumyndatökur í Barnaskólanum Njarðvík á fimmtudag 11/5, Barnaskólanum Keflavík sunnudag 14/5. Get lánað kyrtla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.