Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVN BLAÐIÐ Miðvikudagur 10. maí 196Í DÆTURNAR VITA BETUR "í SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN 49 annað verið hrædd um það, síð- ustu dagana? Og hafði hún ekki einmitt'sagt það við dr. Wein- gartner? Gat einmanaleiki, ves- öld og alger vanmáttur á að finna neitt til að lifa fyrir farið svona með konu? Sally Winston hafði talið, að svo væri. Henni hafði einusinni sjálfri liðið svona. Þess vegna hafði hún hvatt hana til að leita til dr. Weingartner. „Hittu hann og talaðu við hann og hann kemur þessu í lag“, hafði Sally sagt. Nú, hún hafði hitt hann og talað við hann, og hver veit nema hann gæti komið öllu í lag, með tíð og tíma? En nú var bara ekki lengur rétti tíminn. Hún hefði átt að vera farin til hans fyrir löngu. — Sannaðu mér að þú kærir þig um goft samkomulag við pabba, hélt Janet vægðarlaust áfram. — Ef ég héldi að svo væri, myndi ég skilja þig. En þú kærir þig bara ekki. hætis hót um það! — Víst geri ég það, æpti Mar- got. — Og ég get sannað þér það. Þessi læknir, Weingartner, sem ég leitaði til fyrir skömmu, er taugalæknir. Ég fór til hans ef ske kynni, að hann gæti ráðlagt mér hvernig mér ætti að koma betur saman við hann pabba þinn. En hvernig átti ég að geta sagt pabba þínum frá því? Hann hefði ekki gert annað en hlæja að því. Lengra komst hún ekki, því að nú var hún farin að gráta beizklega og greip báðum hönd- um fyrir andlit sér. Janet var gripin sárri iðrun og hljóp til hennar. Síðustu mínúturnar hafði hún alveg gleymt því, sem Sally Winston hafði sagt henni, að dr. Weingartner væri sálar- læknir, og að heimsókn móður he^mar til þessa læknis var í rauninni eina sönnun sem hún þurfti á að halda. Hún vafði móð ur sína örmum. — Elsku mamma, vertu ekki að gráta. Æ, gráttu ekki svona! Margot gekk til dyranna eins og í blindni. — Ég skal fara með hana upp, Cynthia, sagði Janet, — og svo kem ég aftur. Hún leiddi síðan móður sína út úr stofunni og yfir forstofuna og Cynthia heyrði ekkasogin í henni alla leið upp á loftið, og heyrði Marie, sem líklega hafði grunað, að ekki væri allt með felldu, koma út úr eldhúsinu og hlaupa upp, vafalaust til að að- gæta, hvort hún gæti nokkuð gert fyrir húsmóður sína. Hún heyrði nú í Marie: — Verið ekki áhyggjufull, ungfrú Janet. Þetta verður allt í lagi. Þetta hefur komið fyrir áður. Hún á einhver róandi meðöl, sem hún tekur inn. Cynthia leit kring um sig í stofunni. Svo tók hún töskuna sína og hanzkana. Hennar verki var lokið. Eða að mestu leyti. Aðeins eitt átti hún eftir og að því löknu gat hún horfið út úr l'ífi þeirra Wells-hjóna fyrir fullt og allt. Nema ef svo skyldi fara, að hún endumýjaði kunnings- skapinn við Janet einhvemtíma seinna í Washington. Eða hún skrifaði henni frá Singapore til að vita, hvernig henni liði. Hún vildi ekki slíta sambandi við hana fyrir fullt og allt. Hún gekk fram að útidyrun- um, opnaði þær og leit út. Nigel, sem hafði verið óþolinmóður á höttunum eftir henni, kom nú hröðum skrefum yfir götuna. — Jæja, hvernig fór þetta? — Allvel. Janet segir þér það allt. Farðu bara inn og bíddu í setustofunni. Hún er uppi hjá mömmu sinni, en kemur niður aftur eftir nokkrar mínútur. Skil aðu kveðju frá mér til hennar og afsakaðu að ég skuli þjóta svona burt án þess að kveðja hana en ég verð að flýta mér að komast heim. Segðu henni, að ég skuli skrifa henni. — Er allt komið í lag? spurði Nigel kvíðafullur. — Þú varst svo lengi inni, að ég var farinn að vera áhyggjufullur. — Fyrirgefðu, en ég gat ekki verið fljótari. Það varð dálítið uppistand og leit hálfilla út um tíma, en nú held ég allt sé að komast í lag. Hún lagði höndina á arm hans. — Ég sé þig aftur í París. En nú verð ég að fara beint á flugvöllinn til þess að komast með fyrstu ferð. En að- eins eitt enn: Er hér nokkur síma klefi nærri, heldurðu? — Já, það er einn hérna alveg hinumegin við hornið. Cynthia flýtti sér að kveðja og komast af stað brosandi. Nig- el fór inn í húsið og lokaði dyr- unum á eftir sér. Hann heyrði mannamál uppi, er hann gekk gegn um forstofuna og inn í dagstofuna. Hvað skyldi vera á seyði, og hvenær ætli Janet kæmi niður? Uppi í svefnherbergi móður hennar var Janet að draga glugga tjöldin fyrir, til þess að loka sól- skinið úti. — Fer ekki vel um þig, mamma? •— Jú, elskan, ágætlega. — Ég verð bara niðri. Kallaðu á mig ef þú þarft einhvers með. — Hún sofnaði líklega núna, sagði Marie, og flýtti sér út úr herberginu með Janet. — Hún gerir það venjulega, ef hún tek- ur þessar töflur. Hún leit með kvíðasvip á Janet. — En þér sjálf? Get ég ekki náð yður í eitthvað? Þér lítið nú heldur ekki sem bezt út. Það eru leiðin- Ieg þessi köst sem fiúin þarf að fá. Þau ná til alls heimilisins — Ég held ekki hún geti að þeim gert, Marie. En kannske verða þau nú ekki fleiri. Nei, ég vil ekkert, þakka yður fjrrir. Ég veit ekki um ungfrú Lang- land. Hver veit nema hún vilji bíða eftir hádegisverði. Ég skal láta yður vita um það, Marie. Hún gekk inn í dagstofuna, úr vinda af þreytu, en óendanlega miklu hressari í bragði en und- anfarna daga. Víst var að rakna úr þessu öllu. Faðir hennar var augsýnilega kominn úr Parísar- ferðinni, og var þá líklega í skrif stofunni. Þegar hann kæmi heim í kvöld skyldi hún tala rækilega um þetta við hann. Hann gæti ekki annað en komizt við þegar hann heyrði, að dr. Weingartner væri sálarlæknir, sem mamma hennar hefði leitað til, eingöngu til þess að fá bót á samkomulagi þeirra hjónanna. Þótt ekki væri annað, var það nægileg sönnun þess, að hún elskaði hann. Og ef það væri satt, sem Cyntia sagði að hann óskaði sætta, hvað var þá lengur því til fyrirstöðu, að þau gætu lifað hamingjusömu lífi saman. Hún óskaði þess nú, að hún hefði aldrei skrifað Nigel þetta uppsagnarbréf. Hún hafði verið alltof bráðlát og fljót á sér. En í gær hafði hún verið svo frá sér að hún hafði ekki komið auga á neitt annað úrræði. En nú varð hún að ná fljótt í hann — hringja til hans og segja: — Elskan mín, fyrirgefðu mér, en mér var ekki alvara með eitt einasta orð í þessu bréfi. Eg . . . Hún snar- stanzaði og datt fyrst í hug, hvOrt hana væri að dreyma. — Æ, elsku Janet, sagði Nigel og kom með faðminn útbreiddann á móti henni. — Datt þér í hug eitt einasta augnablik, að ég SiJlItvarpiö Miðvikudagur 10. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikmifi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik ar. — 10:10 Veðurfregnir). — í hvert sinn, sem mig langar til að strjúka, lít ég bara á myndina af konunni minni. / — úð er rétt handan við Iþessa oeygju . . . Bíðið þar til þið sjáið það! — Markús, þarna er þyrla að hefja sig til flugs! — Hver skyldi þetta vera? i — Þetta er svívirðilegt! Þeir — Líttu á þyrlustélið, þá sérðu: flytja spjöldin flugleiðisl það! Markús . . . Líttu á! — Við skulum halda heim . . . Ég ætla að tala við mennina, sem standa á bak við þetta. 12:00 Hádegisútvarp: (Tónleikar. —. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Fiðlukonsert í a-moll op. 82 eftir Glazounov (Natan Milstein og sinfóníuhljómsveitin í Pittsburg leika; William Stein berg stjórnar). 20:20 ..Fjölskylda Orra", nýtt fram- haldsleikrit eftir Jónas Jónasson; fyrsti þáttur: „Sunnudagsmorg- unn". Leikendur: Ævar R. Kvar an, Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Kristíh Anna Þórarinsdóttir. Steindór Hjörleifsson, Valdimar Lárusson og Baldur Hólmgeirs- son. Höfundurinn stjórnar flutn ingi. 20:40 Tónleikar: Strengjakvartett i d-moll op. 76 nr. 2 eftir Haydn (Kvartett þýzku óperunnar leik ur). 21:00 Að vertíðarlokum, — dagskrá flutt að tilhlutan Slysavarna- félags íslands og saman tekin af Birni Th. Björnssyni listfræðingi. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Vettvangur raunvísindanna: Öm ólfur Thorlacius fil. kand. kynn ir enn starfsemi búnaðaradeildar Atvinnudeildar háskólans. um vetri (Henry J. Eyland og 22:30 Harmonikuþáttur: Lög frá liðn Högni Jónsson). 23:15 Dagskrárlok. Fimmtudagur 11. maí (Uppstigningardagur) 8:30 Fjörleg músík að morgni dags. — 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar: — (10:10 Veð urfregnir). a) Svíta nr. 3 í D-dúr eftir Bach (Kammerhljómsveitin í Stutt gart leikur; Karl Múnchinger stjórnar). b) Pezzi Sinfonici op. 109 eftir Niels Viggo Bentzon (Louis- ville hljómsveitin; Robert Whitney stjórnar). c) Sinfónía í C-dúr (Linzar-sin fónían, K425) eftir Mozart (Columbíu-sinfóníuhl j ómsveit in leikur; Bruno Walter stj.). d) Rapsódía fyrir altrödd, karla- kór og hljómsveit op. 53 eftir Brahms (Kathleen Ferrier syngur með fílharmóníuhljóm sveit og -kór Lundúna; Clem- enz Krauss stjórnar). e) Píanókonsert nr. 1 í Es-dúr eftir Liszt (Wilhelm Kempff og Sinfóníuhljómsv. Lundúna; Fistoulari stjórnar). 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur Sér Öskar J. Þorláksson. Organ leikari Ragnar Björnsson) 12:15 Hádegisútvarp. 13:15 Knattspyrnufélagið Valur 50 árat t*ættir úr sögu félagsins, söngv- ar og kvæði; form. Vals, Sveinn Zoega, og varaform., Gunnar Vagnsson, tala. 14:00 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:30 Kaffitíminn: Þorvaldur Stein- grímsson og félagar hans leika. 16:00 Endurtelcið efni: Síðasti þáttur framhaldsleikritsins „Úr sögu Forsytættarinnar** eftir John Galsworthy og Muriel Levy. — . Leikstjóri Indriði Waage (Aður útvarpað 26. fyrra mánaðar). 15:45 Veðurfregnir. — Síðdegistónleik- ar ísl. listamanna: a) Gísli Magnússon leikur á píanó. b) Guðrún Tómasdóttir söng- kona syngur innlend og cr- lend lög. Undirleikari: Ragnar Björnsson. 17:30 Barnatími: 75 ára afmæli ungl- ingareglunnar á íslandi (Ingimar Jóhannesson stórgæzlumaður unglingastarfs). Sögur, leikþættir söngur, hljóðfæraleikur. 18:30 Miðaftantónleikar: Vinsælir for- leikir (Hljómsveitir Hans Swar- owskys og Rogers Desormiéres leika). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Sumarmálaþankar (Birgir Kjar- an alþingismaður). 20:20 Organtónleikar: Gunther Förste mann leikur á orgel Dómkirkj- unnar í Reykjavík. a) Þrjú verk eftir Pachelbel: Ciacona í f-moll, Tokkata 1 c-moll og Tokkata pastorale í F-dúr. b) Prelúdía og fúga í d-moll eftir Lúbeck. c) Tokkata, adagio og fúga 1 C-dúr eftir Bach. 21:00 Dagskrá Bræðralags, kristilegs félags stúdenta: a) Hugleiðing (Séra Kári Vals- son, form. félagsins). b) Kristur og kirkjan (Séra Sveinn Víkingur). c) Gömlu íslenzku torfkirkjum ar (Geirþrúður Bernhöft cand. theol). d) Æskulýðsmót i Lausanne 1960 (Björn Björnsson stud theol), e) Dómkórinn syngur sálmalög, dr. Páll ísólfsson leikur á orgel og Björn Ölafsson á fiðlu. Kynnir er séra Jón Kr. ísfeld prófastur á Bíldudal. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Kvöldtónleikar: Sinfónía nr. 9 í c-moll ((Upprisan) eftir Mahler (Ilona Steingruber, Hilde Rössl- Majdan og Akademíski kammer- kórinn 1 Vínarborg syngja; sin- fóníuhljómsveit Vínar leikur; Otto Klemperer stjórnar> 23:25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.