Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 10. maí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Hornafjörður Framh. af bls. 15. þeirra járnvöruverzlun Kaup- félags Austur-S'kaftfellinga, kölluð gamla búðin, en hin er íbúðarhús kaupfélagsstjórans, sem hefur þó .verið allmikið Ibreytt frá því sem það upphaf lega var. Á þessum árum var þá engin byggð í Höfn. Á Leið arhöfða, sem er yzt í kauptún inu, voru naust fyrir sexróna báta, sem bændur í nágrenn- inu notuðu til sjósókna en þar voru verbúðir engar. Eskfirð ingar munu hafa orðið fyrstir til að hefja útgerð frá Horna- firði. Byggðu þeir verbúðir á Horni og hófu róðra skömmu upp úr aldamótum. Fólksfjölg un varð ekki mikil í Höfn framan af þessari öld, en 1946 er kauptúnið komið með yfir 300 íbúa og er það þá gert að sérstökum hreppi og skilið frá Nesjahreppi. Hjalti gerðist hreppstjóri árið 1944 og er hreppum því skipt undir hans stjórn. — ★ — En áður en við skiljum við gamla tíma og Eymund bónda í Dilksnesi, segir Hjalti mér ofurlítið frá Þjóðhátíð, sem haldin var árið 1897 undir Al- mannaskarði til minningar um 1000 ára byggð í Hornafirði, eða komu landnámsmanns Hornfirðinga, Hrollaugs Rögn valdssonar á Mæri. Eymundur í Dilksnesi var ekki einasta þjóðhagasmiður heldur skáld allgott. Orti hann mikið þjóð hátíðarkvæði, sem Hjalti kann allt. Lofaði hann mér að heyra nokkrar vísur úr því. Merki legt er hve Eymundur hefur séð langt inn í framtíðina og talar þessi vísa sínu máli: „Nú má tala land úr landi langt um víðan heim. Nú má fljúga á fránum gandi fram um himingeim. Verður jörðin minni og minni, megn er sigruð þraut. Felst þó mörg í framtíðinni frama og heiðursbraut“. Ekki er líklegt að Eymund- ur hafi miklar spurnir haft af símalögnum þremur árum fyrir aldamót og áreiðanlega engar af flugi „á fránum gandi, fram um himingeim". Er því skyggni hans inn í fram tíðina ótrúleg. Og hina nýstofnuðu verzlun í Höfn í Hornafirði hyllir Ey- mundur með þessari vísu: „Höndlan rís á Hornafirði hagsæld búin er þeim sem létta þrauta byrði þakkir færum vér; þeim sem brjóta hlekki harða hlynnir drottins náð þeim skal reisa þjóðin varða þeirra blessist ráð“. 1— ★ — Talið berst nú að æskudög- um Hjalta. Hann kveðst aldrei hafa í skóla gengið, ekki einu cinni í barnaskóla. Kverið kvaðst hann þó hafa kunnað vel og geta þulið allt spjald- enna á milli. Síðar lærði hann ofurlítið í dönsku hjá Þorgrími lækni á Bórgum og einnig und irstöðu í ensku. Hann kveðst hafa haft gagn af enskunni á hernámsárunum í sambandi við starf sitt sem hreppstjóri. Klögumálin gengu þá á víxl og þurftu bæði enskir og ís- lenzkir að kvarta við hrepp- stjórann. Á bernskuárum Hjalta var hvalreki nokkuð árviss við Hornafjörð. Stundum rak þangað 2 og 3 hvali á ári hverju og þóttu auðvitað góð hlunnindi. Bendir þar til vís Cn hér í upphafi þessarar grein er. Síðasti hvalreki í Horna- fjörð minnir Hjalta að hafi verið árið 1920 en þá rak þar búrhval. Síðasta reyðarhval- inn, sem í Hornafjörð rak, bar upp í sandinn árið 1902. Eitt af snilldarbrögðum Eymundar í Dilksnesi var að gera út af við hvalina, þegar þeir strönd uðu á sandeyrum í firðinum. Hann smíðaði sér sveðju mikla á löngu skapti, lét síðan róa sér sem næst hvalnum og stakk hann undir bægslið, í hjartað. Þessi aðför að hvaln um var oft hættuleg og ekki öllum hent. En Eymundur leysti þetta verk af hendi með snilld, eins og annað sem hann tók sér fyrir. Fyrr á ár- um var lúran mikil hlunnindi fyrir Hornfirðinga. Þeir nefndu sandkola skráplúru en rauðsprettu lúru. Á sumrum var dregið fyrir smálúru og voru þá bátar fylltir. Lúran var steikt og var það kallað að hleypa hana. Var það gert yfir glóð í hlóðum en síðan var hún nudduð og elt milli hand- anna og að því loknu var henni dýft í vatn og ýmist var hún etin volg eða köld. — ★ — Sögur eru til um það, að ekki voru fyrirmenn í héraði á eitt sáttir um eignarrétt á hvölunum, sem rak inn í Hornafjörð. Hinar ýmsu jarð ir, sem að firðinum lágu, áttu rekann fyrir landi sínu. — Kirkjujarðir nutu svo hlunn inda og áttu sumar rekarétt- indi. Munnmælasaga er um viðureign sr. Magnúsar Ólafs- sonar í Bjarnanesi og Jóns sýslum. Helgasonar á Hoffelli, en hann var ættaður frá Svert ingsstöðum í Eyjafirði. Hval hafði rekið í Hornafjörð og hafði Magnús í Bjarnanesi brugðið við hart, safnað liði og hóf að skera hvalinn. Taldi hann sig ráðamann yfir rekan um. Jón sýslumaður kom þar að ríðandi og bað menn hætta skurðinum, því hann hefði um ráðarétt yfir hvalnum. Skeytti Magnús því engu. Gengur þá Jón upp á hvalinn til Magnús ar og segir, að ef hann ekki hlýði, þá skuli hendur skipta. Takast þeir á og glíma, prest ur og sýslumaður og hrasar Magnús við á hnéð. Reiðist hann, því hann var bráðlynd- ur snar í snúningum, rís upp og þrífur óþyrmilega til Jóns og fleygir honum niður en seg ir um leið: — Bara sko til! (það var máltæki hans) Hvor á hval- inn? Hin venjulega regla var sú, er hval rak í Hornafjörð, að tekinn var til hvalskurðar einn maður af hverjum bæ og fékk hann fyrir skurðinn % af því sem hann skar í svokallað an skurðarhlut. Á mannmörg um heimilum var svo keypt talsvert til viðbótar og rann greiðslan til landeiganda. Hval urinn var ódýr og komu menn oft úr öðrum sveitum til þess að kaupa sér matbjörg. Reng ið var saltað en spikið brætt og notað í bræðing og til ljósa. — ★ — Ósjaldan kom fyrir að fiskur hljóp í torfum inn í Hornafjörð. En væri þá norð- an rosi á, gruggaði f jörðinn og mun sandur hafa setzt í tálkn fisksins og kæft hann. Hann flaut síðan upp dauður og var þá tíndur upp í þús- undatali, kræktur upp og ét- inn hertur. Frásögn er um það að bóndi einn í Diiksnesi hafi með kellu sinni og son um týnt 1000 fiska í fjörunni framundan bænum á útfall inu. Garðávaxtarækt byrjaði snemma í Hornafirði. Talið er að Jón nokkur Jakobsson, er bjó í Holtum, hafi byrjað að rækta kartöflurnar. Var það Framh. á bls. 16. Nýtt tannkrem með munnskol- unarefni í hverju rauðu striki Signal er fremra öllu öðru tannkremi. bví aðeins bað gerir tennur vðar skínandi hvítar og gefur vður hressandi munnbragð. Sérhvert gott tannkrem hreinsar tennurnar, en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna rauðu strika SIGNALS inniheldur Hexa- Chlorophene. Samtímis því, sem hreinsunarefni SIGNALS gætir og verndar tennur yðar, blandast þetta kröftuga rotvarn- arefni munnvatninu og um leið og það hreinsar munninn. Burstið því tennur yðar reglu- lega með SIGNAL og njótið þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort- tveggja í senn, ríkulegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna. Látið alla fjölskyldu yðar nota þetta nýja undra-tannkrem, með munnskolunarefni í hverju rauðu striki. Byrjið að nota SIGNAL strax í dag. Þetta er ástæðan fyrir l>ví, að SIGNAL inniheldur munnskolunarefni í hverju rauðu striki. X—SIG 1/IC 9658

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.