Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 10. maí 1961 MORGVJSBlÁÐlB 13 Mjólkin fyrir svín Alvarlegt ástand í Danmorku vegna verkfalls , E I T T allra mesta verk- Jfall sem komið hefur í Danmörku skall þar á sl. mánudag. Það var verk- fall bænda. Það veldur íbúum bæjanna miklum erfiðleikum þar sem land- búnaðarafurðir, kjöt og mjólk, eru ófáanleg. Mjólk er aðeins flutt til sjúkra- húsa. Það alvarlegasta við verkfallið er þó, að land- búnaðurinn er aðal-út- flutningsvegur Dana og i tapast milljónir danskra , króna á hverjum degi í i dýrmætum gjaldeyri. Ástandið er svo alvar- legt, að Viggo Kampmann forsætisráðherra hefur á- kveðið að hætta við för sína til London til við- ræðna um viðskiptamál innan EFTA — Fríverzl- unarsvæðisins. I Árangurslaust Kampmann hefur nú um langt skeið varið nær því öll- 1 um starfskröftum sínum í að reyna að fá botn í verkföllin, en það gengur heldur stirð- lega. Stéttimar bítast um þjóðartekjurnar. Sérstaklega er þó alvarlegt hve deila bænda og borgarlýðs heíur nú hamað. Bændurnir hafa lengi hald- ið því fram að nær því allar kjarabætur sem stafa af auk- inni vélvæðingu landbúnaðar ins hafi farið til íbúa bæj- anna. Sjálfir segjast þeir lít- ið hafa hreppt af arðinum af aukinni vélanotkun, eða öðr- um fullkomnari aðferðum í landbúnaðinum. Þeir vilja ekki ima þessu, sérstaklega þar sem landbúnaðurinn afl- ar meginhluta gjaldeýris- tekna Dana. 100 millj. kr. tap á dag Það eru bændafélögin víðs- vegar um Danmörku sem boð uðu verkfall og er þátttaka í því mjög mikil. Er talið að verkfallið nái til 80—90% af allri landbúnaðarframleiðslu Dana. Tjónið af verkfallinu er metið um 20 millj. dansk- ar krónur á dag, eða yfir 100 millj. ísl. kr. Engin mjólk Dagana áður en verkfallið skall á, reyndu kaupmenn að birgja sig upp með sumar búsafurðir, svo sem smjör og kjöt. Ekki gat þetta hamstur þó orðið meira en svo, að þessar vörur munu verða ó- fáanlegar í borgunum í viku- lokin. Mjólk var borin út í húsin á mánudagsmorgun, en það tíðkast víðast í bæjum Danmerkur, að mjólk er bor- Mynd þessi var tekin á mánudaginn í hinni miklu kjötmiðstöð Kaupmannahafnar. Þar haag- ir eitt svín á króki og má segja „að nú er hún Snorrabúð stekkur“. in út eins og morgunblöðin. Á þriðjudaginn var mjólkur- útsendingum hinsvegar hætt og er hún hvergi fáanleg almenningi. Undantekningar á mjólkur- sölu eru aðeins gerðar fyrir sjúkrahús, barnaheimili, fyr- ir barnshafandi konur, til ungbarna og til manna sem sakir veikinda geta alls ekki án mjólkur verið. Fyrir vérkfallið var einnig reynt að flýta sendingum búsafurða til annarra landa. Seint á laugardaginn fóru t.d. 4000 lestir af bacon af stað til Englands. Gerir það að verkum, að danski mark- aðurinn í Englandi er þrátt fyrir allt tryggður enn um sinn. Ágreiningur meðal bænda Þótt verkfall bændanna sé nær því algert hefur nokkuð orðið vart við ágreining í röðum bænda um það hvort skynsamlega hafi verið að farið. Stjórnir bændafélag- anna sátu fastar við sinn keip að heimta 550 milljón króna tekjuaukningu bænda á ári. En hópar bænda telja að boginn hafi verið spennt- ur of hátt og hafa gert tillög- ur um að bændur sætti sig við 416 milljón króna tekju- aukningu, að því viðbættu að bændur fái til viðbótax nokkrar ívilnanir í fóður- bætisverði og lækkun fast- eignaskatta. Dönsku blöðin hafa að undanfömu sagt frá þessu mikla verkfalli með stórum fyrirsögnum og birt myndir af tómum sláturhúsum eða myndir frá dönskum búgörð- um, þar sem kýrnar eru mjólkaðar öðrum megin, en hinum megin hellir mjalta- maðurinn mjólkinni fyrir r 0^ Cperusfjarna frá Vín 1 Þjóbleik- húsinu SÖNGKONAN Christlne von Widmann frá Vínarborg er ráð in til að syngja aðalhlutverkið í söngleiknum Sígaunabarón- inum eftir Johan Strauss, sem Þjóðleikhúsið sýnir á næst- tinni Söngkonan kemur til landsins í þessari viku frá Vín, en þar hefur hún sungið að undanförnu aðalhlutverkið í swngleiknum „Die Kaiserin" eftir Leo Fall í Rainvundleik- húsinu. Á sl. ári söng hún titil- hlutverkið í „Kátu ekkjunni“ og hlaut mikið lof fyrir leik og söng í því vandasama hlut- verki. Hún söng sem gestur þetta sama hlutverk í London fyrir nokkru við ágætar við- tökur. Christine von Widmann er nijög glæsileg á leiksviði og hefur fagra sópranrödd. Hún hefur sungið í mörgum óper- <im og óperettum auk þeirra, sem fyr eru greindar, t.d. ,Figaro‘, ,Madame Butterfly', „La Bohéme“, „Vínarblóð“ og margt fleira. Æfingar hafa staðið yfir í Iangan tíma á Sígaunabarón- inum og standa vonir til að hægt verði að frumsýna óper- ettuna um 25. þ.m. Myndin er af söngkonunni. Læknavirjunarsjóður og starfsemi þeirra Eftir Pál Pálsson bónda í Þúfum Með lögum nr. 59 4. júlí 1942 var sett löggjöf um læknisvitjun arsjóði. Tilgangur þessarar lög- gjafar er að létta undir með íbú um afskekktra læknishéraða, sem við erfiða aðstöðu eiga að búa með læknisvitjanir. Samkvæmt 1. gr. laganna skal ríkissjóður leggja fram kr. 2 á hvern héraðs búa, sem heima á utan þess kaup staðar eða kauptúns, þar sem læknir situr gegn þriðjungs fram lagi annarsstaðar að. Markmið læknisvitjunarsjóðs er að styrkja til læknisvitjana þá er við erfiða læknissókn eiga að búa, og kostnaðarsamar læknis vitjanir, með því að létta undir þann kostnað. Þessi löggjöf er hin þarfasta, og hefir komið að góðu gagni með tilgangi sínum. Síðan lögin voru sett hafa orðið miklar breytingar á þessu sviði, kostnaður allur margfaldazt, svo að hið lögákveðna framlag til sjóðsins svarar engan veginn til þess nú, er því var ætlað í upp hafi, auk þess hefir orðið breyt ing á um læknahéraðaskipunina, héruðin stækkuð og hin strjál- býlli útkjálkahéruð lítt eftirsótt, svo ráðstafa hefir orðið þjónustu þeirrai frá nágranna héruðum. Allt styður þetta að því að géra þjónustu þá, er fólkið, sem býr á þessum héruðum, á að njóta í þessum efnum, kostnaðarsamari, og eykur öryggisleysið. Frá því lögin um læknisvitjunarsjóði voru sett hefir allur kostnaður í þessu efni margfaldazt, svo nú gætir þess stuðnings er sjóðirnir eiga að veita lítils með þeim fjár ráðum, er þeir búa við. Er því hin mesta nauðsyn að búa svo að þessari starfsemi, að hún geti sinnt hlutverki sínu, eins og stefnt er að í lögunum. Verður það eigi á annan veg gert en hækka þau framlög, sem ríkissjóður og sveitarsjóður eiga til þeirra að leggja nema því að- eins að aðrir aðilar taki við þess ari starfsemi. Hin síðari ár hefir Tryggingarstofnun rí'kisins styrkt sjóðina með nokkru fram- lagi, sem komið hefir að góðu haldi. — Einnig mætti, ef hentara ALMENNT mót eða þing skóla- manna frá Norðurlöndum, hið 18. í röðinni, verður haldið í Kaup- mannahöfn, dagana 8.—10. ágúst næstkomandi. Fyrsta norræna kennaramótið á Norðurlöndum var haldið í Gautaborg árið 1870, og sóttu það 842 skólamenn víðs vegar að. Ráðgert var að halda mót þessi 5. hvort ár, en óviðráðanlegar orsakir — svo sem styrjaldir — hafa hamlað því. Alls hafa verið haldin 17 mót, 4 í Danmörku, 2 í Finnlandi, 5 í Noregi Og 6 í Svíþjóð, en ekki ennþá á íslandi. Þátttakendur hafa oftast verið 3000—4000, en flestir voru þeir 1910 eða um 7000. í boðsbréfi undirbúningsnefnd ar mótsins er gert ráð fyrir, að flutt verði um 30 erindi um ýmis efni, sem varða skólamál á sjöunda tug þessarar aldar. Ennfremur verða sýningar ýmiss konar á vegum skólamótsins, hljómleikar o. fl., en endanleg dagskrár liggur enn ekki fyrir. Þess er óskað í boðstoréfinu, reyndist, að veita sjóðnum sér- staka fjárveitingu. Aðstaða fólksins í hinu strjál- býlu héruðum er ærin, þó ekki sé bætt ofan á vaxandi öryggisleysi í þessum efnum, og svo kostnaðar söm, að öllum þorra fólksins sé óviðráðanleg. Hafa slíkar aðstæð ur stutt að hinum stöðuga flótta og fólksflutningi úr dreifbýlinu til þéttbýlisins. Er hér verkefni fyrir heilbrigS isstjórnina að líta til. Að hennar tilhlutun var jHssari löggjöf kom ið á, og treysta verður því að svo verði búið að þessari starf- semi, að því fólki' sem við hana toýr verði sköpuð svipuð aðstaða, hvað kostnað þennan snertir og því fólki, sem betur er sett um aðstöðu til læknishjálpar. Páll Pálsson. að þeir þátttakendur, sem þurfa á fyrirgreiðslu að halda í sam- bandi við gistingu, tilkynni þátt- töku sina sem allra fyrst, en aðrir fyrir 10. júní. Gistingu mun vera hægt að útvega á hótelum, og er verðið frá rúmlega 10 kr. og upp í 65 danskar fyrir herbergið á sólar- hring. Einnig verður hægt að fá rúm í svefnskála fyrir 8 kr. danskar, og fylgir því morgun- verður. Þátttökugjald er 25 kr. dansk- ar fyrir einstakling, en 35 kr. fyrir hjón. Boðsbréf hefur borizt frá Norr ænafélaginu í Danmörku um ókeypis dvöl fyrir kennara á veg um þess í 2—3 vikur að skóla- mótinu loknu. Þeir skólamenn, sem æskja þátttöku í skólamótinu, og kenn- arar, sem sækja vilja um ókeypis dvöl í Danmörku að því loknu, geri Fræðslumálaskrifstofunni aðvart um það hið fyrsta og eigi síðar en 25. maí. Norrænt skólamót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.