Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 10. maí 1961 Otg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. UTAN UR HEIMI Frásögn vitnis við Eichmann-réttarhöldin: Oll fjölskyldan skotin fyrír augum hennar skot og hún steyptist sjálf til jarðar. AÐ BERJAST GEGN SJÁLFUM SÉR ITIÐ ræðustólinn var skilti.' * sem á var letrað: Ævar- andi hlutleysi íslands. í ræðustólnum stóð maður, sem sagði: „Hlutleysi og af- skiptaleysi veitir ekkert ör- yggi“. „Ég fyrir mitt leyti trúi því, að Atlantshafs- bandalagið og þátttaka ts- lands í því hafi átt þátt í því að draga úr stríðshættu". Þetta var á útifundi hinna svonefndu „samtaka her- námsandstæðinga.“ Maður- inn í ræðustólnum var Hall- dór Kristjánsson, einn af framámönnum Framsóknar- flokksins. Áróðursspjaldið báru þeir, sem svarið hafa húsbændum sínum austur í Moskvu dýra eiða; mennirn- lr sem lofað hafa að gera ísland varnarlaust, svo að auðvelduð verði áformin um að koma kommúnisma á um alla heimsbyggðina. mundsson frá Sandi grein þar sem hann m. a. segir, að ólíklegt væri að Rússar hernæmu ísland, þó að varn- arliðið hyrfi á brott, vegna þess að slíkt væri svo mikil ögrun við Bandaríkjamenn að nægja ætti okkur til skjóls. Eftir allt saman mundu því Bandaríkjamenn verja okkur jafnvel þó þeir hefðu ekki varnarstöðvar hér. En það var fleira sem vert er að minnast á í þessum skringilegheitaskrifum Þór- oddar á Sandi. Hann segir t. d.: „Og vissulega er mér á engan hátt geðfelldari rúss- nesk herseta en bandarísk og mundi hiklaust vinna gegn henni, ef til kæmi af engu minni djörfung.“ Jerúsalem, 8. maí (Reuter) f RÉTTARHÖL.DUNUM yfir Adolr Eichmann var í dag leidd fram til þess að bera vitni mið- aldra ísraelsk kona, sem áður hafði búið í Póllandi. Hún skýrði frá því hverjiig ÖU f.jöiskylda liennar var skotin fyrir augum hennar, þar á meðal dóttir henn- ar. Konunni var oít tregt um tungutak sakir geðshræringar og áheyrendur grétu meðan hún sagði sögu srna. Hún hafði sjálf fengið skotsár í höfuðið, en særð ist ekki mikið og fékk komist upp úr fjöldagröfinni, sem henni hafði verið varpað í. Eeyndist hún síðan hjá pólskum bómla. Osselevskias skýrði frá því áð hún og fjölskylda hennar hefði btJð í Póllandi. Öllum Gyðing- um bæjar as var óag no.rkur:i skipað að kcma -á afvikinn stað og þeim raðað þar upp, scm fjöldagrafjr iiöfðu verið gra'nar. Osselevskias hafði klætt littu dóttur sína i sparifötin áður en þær fóru að heiman og hélt hún, að þá væri Sabbath-dagur (hviid EKKI FRJÁLS- LYNDI FYRIR AÐ FARA 1 ávarpi sínu getur Hall- dór Kristjánsson þess rétti- lega, að Atlantshafsbandalag- ið hafi dregið úr stríðshættu, að hlutleysi veiti ekkert ör- yggi, og hann bætir við: „Ekki vil ég gera mig svo barnalegan að halda því fram, að vopnleysi og varn- arleysi á takmörkuðum svæð um tryggi heimsfriðinn út af fyrir sig. Við vitum það öll að heimsstyrjöldin 1939 byrjaði ekki af því að t. d. Bretar og Frakkar væru of mjög vopnaðir. Hins eru dæmi að hræðslan við mót- spyrnu hafi hindrað ofbeld- ismanninn að gera árás.“ En það er hryggilegt að menn, sem gera sér grein fyrir þessum staðreyndum, skuli ganga undir merki kommúnista og láta þá nota sig til framdráttar markmið- um heimskommúnismans. — í sjálfu sér er kommúnistum nákvæmlega sama, hvað hin- ir nytsömu sakleysingjar segja á útifundunum, á þá er ekki hlýtt. Hins vegar eru nöfn þeirra notuð við undirskriftasafnanir og í áróðursherferðum að öðru leyti. DJÖRFUNG ÞÓRODDS U'YRIR nokkrum dögum /*■ birti Þóroddur Guð- Morgunblaðið efast ekki um, að Þóroddur Guð- mundsson mundi ekki frem- ur óska rússneskrar hersetu en bandarískrar. Raunar þyk ist blaðið vita, að hann mundi miklu síður vilja hér rússneskt herlið en banda- rískt. En skelfilega er mað- urinn einfaldur, þegar hann segist mudu vinna gegn rúss- nesku herliði „af engu minni djörfung“. Er hugsanlegt að fullorðinn maður láti sér það til hugar koma, að í landi, sem hersetið væri af komm- únistum, væri hægt að stofna samtök gegn herset- unni, fara í gönguferðir, efna til útifunda og hvers kyns mótmælaaðgerða. Er Þór- oddur Guðmundsson virki- lega það barn ,að hann haldi að t. d. í Ungverjalandi mundi „djörfung“ hans.end- ast honum til mikilla af- reka. Jafnvel kommúnistar hálf- skammast sín fyrir að þurfa að hlýða á slíka einfeldni, enda er nú svo komið fyrir þeim Þóroddi frá Sandi og Guðna Jónssyni, að komm- únistar hafa stjakað báðum til hliðar í hinum svonefndu „samtökum hernámsandstæð- inga“, enda nytsemi þeirra þegar orðin sú, sem hægt var til að ætlazt, og þá er þeim auðvitað varpað fyrir róða og njóta hvorki virð- ingar kommúnista né ann- arra. ¥ BLAÐINU Suðurlandi, sem nýútkomið er, getur ritstjórinn þess, að Þorsteinn Sigurðsson á Vatnleysu hafi á fundi Búnaðarsambands Suðurlands ráðizt að blaðinu vegna þess að það hefur birt gagnrýni á meðferð fjár- muna bændasamtakanna. — Þorsteinn á Vatnsleysu beitti sér fyrir því, að Suðurland yrði svift smá fjárstyrk, sem það hefur notið, en eins og kunnugt er, er blaðið óháð og birtir umræður um þau málefni, sem sérstaklega snerta Sunnlendinga. Frjálslyndi þessa manns, sem bændur hafa valið til forystú fyrir sig á mörgum sviðum, endist ekki til þess að þola neina gagnrýni. Það er því ekki að ófyrirynju, sem ritstjóri Suðurlands segir: „Og blaðið Suðurland verð ur sjálfsagt svifaseint að læra rétta umgengnishætti við hina nýju hallar-„kónga“ þjóðfélagsins: að hneigja sig jafnan og segja já og amen við öllu, sem þeir aðhaf- ast.“ En þessi afstaða Þorsteins er í samræmi við aðrar að- gerðir Framsóknarmanna um þessar mundir. Þannig hafa þeir til dæmis rekið Bjart- mar Guðmundsson úr stjórn Kaupfélags Þingeyinga eftir 24 ára dvöl þar, vegna þess eins að hann hefur barizt fyr ir Sjálfstæðisflokkinn. ardagur). Er þær stóðu við gröf- ina sagði stulkan: — Mamrr.a, klæddirðu mig í sparifötin, af því að nú á að skjóta okkur? Osselevskias skýrði frá því, að fólkinu hefði verið skipað að af- klæðast og er það hafði gert svo var skoti hleypt af og fórnar- lambinu hrint ofan í djúpa gröf- ina. Hún skýrði frá því, að fað- ir sinn hefði neitað að afklæð- ast, og þá verið umsvifalaust skotinn. Móðir hennar og amma voru báðar skotnar mðe börn í fanginu og er börnin grétu voru þau skotin. Eldri systur hennar voru báðar skotnar með börn í sín í fanginu. Þá var röðin komin að yngri systur hennar, sem á- samt vinkonu sinni gekk nakin til eins þýzka liðsforingjans og baðst vægðar. Þær vinkonurnar héldu hvor utan um aðra með- an þæi biðu úrslitanna. Liðsfor- inginn horfði kuldalega á þær og skaut þær. Við Rivku Osselevskias sjálfa sagði hann: Hvort á ég fyrst að skjóta þig eða barnið. Hún segist ekki hafa svarað en hafa fundið er hann sleit af henni barnið og skaut það — síðan reið enn af Brauzt í gegn Osselevskias kveðst hafa fund- ið mikinn þunga og hafa jafnvel talið, að svona væri að vera dá- in. En þá fann hún að líkamir fólks féllu yfir hana, að hún kjöltraði og gat lyft sér upp. Síðan skýrir hún frá því hvernig hún brauzt upp í gegnum líka- þvöguna — hvernig helsært fólk ið kveinaði og brauzt um, greip í handleggi hennar og faetur, hvernig börnin lágu í blóðbaði og kölluðu á pabba og mömmu, hvernig hún leitaði í örvæntingu að dóttur sinni en sá, að eitt barn yrði ekki þekkt frá öðru i blóðbaðinu. Hún skýrði frá því, að Þjóðverjarnir hefðu farið frá gröfinni, en komið þar að aftur og skotið nokkur börn er grétu ákaft; að hún hefði allt í einu verið komin upp úr gröfinni og séð að mennirnir fóru að moka yfir líkin; hvernig hún varð grip- in æðislegri örvæntingu þegar því var lokið og hún gerði sér ljóst að hún var ein og hvernig hún reyndi að bora með höndun- um til þess’ að komast aftur f gröfina með hinum látnu, —- hvernig tveir smaladrengir köst- uðu í hana steinum næsta morg- un og héldu að hún væri dáin og loks hvernig hún komst í hendur pólska bóndans, sem skaut yfir hana skjólshúsi og leyndi henni Og hætti þar með lífi sínu og fjölskyldu sinnar. Er Rivka Osselevskias hafði lokið vitnisburði sínum varð að styðja hana úr salnum. Ekki flelri vitni Er frá Rivka Osselevskias hafði verið leidd úr réttarsaln- um, sagði saksóknarinn, Gideon Hausner, að hann hyggðist ekki leiða fram fleiri vitni til að lýsa meðferð nazista á Gyðingum f Austur-Evrópu. — Hinsvegar kvaðst hann enn eiga eftir að leggja fram skjöl, er sýndu og sönnuðu, að Adolf Eichmann væri ábyrgur fyrir dauða og hrellingum mikils fjölda þeirra. Færri deyja úr krabba í Danmörku DANSKA blaðið Berlimigske tidende, skýrir frá því að s'kv. skýrslum frá s. 1. ári sé tala þeirra sj úklinga, sem dóu úr krabbameini 1960 lægri en árið áður, en dániartala krabbameiins sjúklinga hefur á undanförnum árum alltaf farið hækkandi þar ár frá ári. Árið 1959 dóu 9611 úr krabbameini í Dammönku en 1960 færri, eða 9339. Tala þeirra sem látist hatfa úr luniginakrabba er nú svipuð og árið áður, en hún hefur alltaf farið hækkandi. Blaðið hefur það eftir dr. Johs. Clemmesen, forstöðumanni krabbameinsskráninigarininar, að þó lækkunin á dánartölu krabba meinssj úklinga sé ekíki mikil, þá sé hún ákaflega gleðileg, þar sem tölur hafi hingað til alltaf farið hækkandi. Ýmsar ástæður geti legið til þess, m. a. að betrl lækningaraðferðir gegn krabba- meini séu tiltækar. Þó er e(kki vert að gleðjast of fljótt segir yfirlæknirinn þar sem enmþá er aðeims um eitt ár að ræða. j Engin breyting sjáanleg hér Mbl. snéri sér til Óiafs Bjarna sonar, lækinis á Rannsóknarstofu Hásikólans, og spurði hvoi-t tölur hér sýndu eimnig minnkandi dauðsföll af krabbameini. Hann. sagði að ekki hefði sézt nein breyting í skýrslum sem sýndu ■að dánartala krabbameinssjúkl- inga fæiú læklkandi. Hún hefði farið hlutfallslega hækkandi á undanfömum árum. En þar gæti ýmislegt komið til greina, t. d. að krabbameinstilfellin þekktust meira. Og því væri margt að oithiuga 1 sambandi við töiurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.