Morgunblaðið - 19.05.1961, Page 2

Morgunblaðið - 19.05.1961, Page 2
2 MORGVNBLAÐIE Föstudagur 19. maí 1961 Hannes Pétursson hlýtur ,, Bdkmennta ver ðlaun Gunnars Gunnarssonar" Gefur þau til útgáfu bókar urn Fjalikirkjuna í GÆR voru veitt í fyrsta skipti „Bókmenntaverð laun Gunnars Gunnarssonar“. sem Ragnar Jónsson,eigandi Helga fellsútgáfunar, stofnaði til á sjötugsafmæli skáldsins, 18. maí 1959. Við úthlutun verð- launa, sem nema 50 þús. króna, koma einkum til greina skáldverk ungra höfunda. Dómnefnd skipa Jóhannes Nordal, Kristján Karlsson, Ragnar Jónsson og Xómas Guðmundsson. Við athöfn, sem fram fór á Hótel Borg í gærdag, skýrði Tómas Guðmundsson frá því f. h. dómnefndar, að Hannes Pétursson, skáld, hefði orðið fyrir valinu við þessa fyrstu verðlaunaveitingu, og afhenti honum síðan verðlaunin. 1 greinargerð dómnefndar segir, að Hannesi séu veitt verðlaunin „fyrir mikilsvert framlag til íslenzkrar ljóðlist- ar“, Og að hann hafi „auðgað hefðbundin, íslenzk listform að nýjum tilbrigðum og gætt söguleg yrkisefni nýjum hug- blæ. Hannes Pétursson er menntað skáld og hefir á far- sælan hátt samlagað erlend áhrif íslenzkri, menningar- erfð“. Gunnar Gunnarsson rithöf- undur mælti síðan nokkur orð og kvað stofnun þessara verð- launa á sjötugsafmæli sínu , / NA /5 hnúiar * S V 50hnúiar ¥: Snjókomo t úii&m \7 Skúrir IC Þrumur wx KuUaskH ^ Hitaski/ H Hai I L Laui 1 Ilannes Pétursson hafa verið beztu gjöf, sem hann hefði getað þegið. Hannes Pétursson tók til máls og þakkaði heiðurinn, sem sér væri sýndur með því að vera veitt verðlaun er kennd væru við Gunnar Gunn arsson, en hann væri í hópi þeirra rithöfunda sem hann mæti mest. Hins vegar kvað hann nú borið í bakkafullan Jækinn að veita sér verðlaun, því að ekki væri lengra síðan Vill verzla með fanga Havana, Kubu, 18. maí. — (Reuter) — í RÆÐU, sem Fidel Castro, forsætisráðherra, hélt á fundi smábænda í gærkvöldi, bauðst hann til að láta fanga þá, er teknir voru í innrás- inni í apríl, í skiptum fyrir jarðýtur og dráttarvélar frá Bandaríkjunum. Kvaðst for- sætisráðherrann vilja Iáta alla fangana lausa fyrir 500 jarðýtur eða óákveðinn fjölda af dráttarvélum. Castro sagði að auðkýfingar í Bandaríkjunum vildu áreiðan- lega kaupa fangana lausa fyrir nokkrar dráttarvélar. En ekki ísraelskur blaða- maður á Islandi Einn ísraelskur blaðamaður kom með frú Goldu Meir utanríkis- ráðherra í heimsókn hennar til íslands. Hann heitir Dan Pahter og er fréttaritari stærsta blaðs Gyðingalands, ,Davar“ sem er gef ið út í Tel Aviv. Pahter er fastur Lundúnafrétta ritari blaðs síns, en þegar utanrík isráðherrann hóf ferð sína um Norðurlönd, slóst hann í fylgd með henni og mun fylgja henni eftir og skrifa greinar í blað sitt um ferð hennar og löndin sem hún heimsækir. Hann mun m.a. skrifa greinar um ísland. _ yrðu fangarnir seldir einn og einn, heldur allir í einu. Á það er bent í þessu sambandi að árið 1944 bauðzt nazistastjómin í Þýzkalandi til að selja Banda- mönnum eina milljón Gyðinga fyrir 10 þús. flutningabifreiðir. Castro sagði að í byrjun síð- ustu aldar hafi Spánn selt Napó leon franska stríðsfanga fyrir svín. „Við ætlum að vera kurt- eisari", sagði hann, „þótt Kenn- edy sé enginn Napoleon.1* Hann sagði að þetta yrði að vera góðar dráttarvélar og ekki á gúmmíhjólbörðum. Jose Miro Torres, sonur Car- dona, leiðtoga kúbanskra flótta- manna í Florida, er meðal fanga Castros. Blaðamenn áttu í dag tal af honum í sjúkrahúsi nokkru árið 1959, að hann hlaut bók- menntaverðlaun A.B. Sagðist hann verða að segja það hrein skilningslega, að sér væri óger legt að stinga þeim í eigin vasa. Fjallkirkja Gunnars Gunnarssonar væri ein hinna miklu bóka fslendinga, sem hann persónulega mæti einna mest allra bóka. Hann hefði því ákveðið að verja verð- launaupphæðinni til útgáfu safns ritgerða um Fjallkirkj- una. Myndi hann sjálfur velja menn til að rita um hina ein- stöku þætti og persónur skáld- verksins o. s. frv. og að öðru jöfnu láta unga menn ganga íyrxr. Myndi hann greiða höf- undunum ritlaun. Ætlun sín væri sú, að hér yrði rituð glögg heildargreining Fjall- kirkjunnar. Að lokum mælti Ragnar Jónsson nokkur orð. Sagði hann þetta stórkostlega hug- mynd, Hannesi líka og hon- um til sóma. Þá skýrði hann frá því til fróðleiks, að upp- haflega hugmyndin um stofn- un „Bókmenntaverðlauna Gunnars Gunnarsson" hefði komið frá Halldóri Kiljan Laxness. um fimm mílur frá Havana, þar sem 1194 fangar eru geymdir, og kvaðst hann vona að gengið yrði að tilboði Castros. Torres sagðist í fyrstu hafa tal ið að tilboð Castros væri lagt fram í spaugi. En, b; ítti hann við, það er eðlilegt fyrir fanga að óska eftir frelsi. Castro hefur not fyrir jarðvinnsluvélar, ekki fyrir fangn. Gjöfin sýnd á ísaf. ÍSAFIRÐI, 18. maí — Leikfélag ísafjarðar frumsýndi í gærkvöldi Gjöfina eftir Mary Lumsden. — Leikstjóri var Eyvindur Erlends son, ungur maður sem nam leik- list í leikskóla Þjóðleikhússins. Efni leiksins er áhrifamikið og leikendur gerðu hlutverkum sín um góð skil. Var leikendum og leikstjóra ákaft fagnað í leikslok. — GK. 18Kai I9U K111 |MHj í*> :0l0' 1 \ • &£*■ |V \ ... H $[? Enn er mikið háþrýstisvæði yfir norðanverðu Atlantshafi, Bretlandi og íslandi. Er veður stillt á þessu svæði, en dumb- ungslegt og sums staðar þoka. Vestan við Grænland er grunn lægð á mjög hægri hreyfingu austur eftir. Munu breytingar á veðurlagi verða hægfara fyrst um sinn. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Vestfjarða, SV- mið til Breiðafj.miða: Vestan gola, þokuloft og víða súld, einkum að næturlagi. Vestfjarðamið: Vestan kaldi, þokusúld. Norðurland Og NA-land: Hægviðri, léttskýjað með köfl um. Norðurmið og NA-mið: Vestan kaldi eða stinnings- kaldi, sums staðar þoka. Austfirðir og SA-land og miðin: NV kaldi, léttskýjað með köflum. Nýtt blindraheimili vígt í gær NYTT BLINDRAHEIMILI var vígt í Hamrahlíð 19 í gær. Það er Blindrafélagið í Reykjavík sem staðið hefur fyrir byggingu þess, en félagið hefur hingað til liaft vistheimili og vinnustofu að Grundarstíg 11, sem nú verður lögð niður. Forráðamönnum félagsins hefur ætíð frá stofnun þess verið mikið kappsmál að reisa hús sem rúmað gæti alla starfsemi félagsins. Fyrsta hús- næðið sem félagið fékk til um ráða var vinnustofa í kjallara að Laugavegi 97. Hún starfaði til ársins 1944, þegar félagið flutti að Grundarstíg 11. f því húsi hefur vísir að blindraheimili verið rek inn síðan. Frá því að það hús var keypt hefur starfsemi félagsins aukizt jafnt og þétt Og var því gerð viðbygging við húsið á Grundarstíg árið 1947, en fljót- lega kom í ljós að sú viðbót var hvergi nærri fullnægjandi. Félaginu var því nauðsynlegt að afla sér húsnæðis á öðrum stað. Málið var ítarlega rætt og undirbúið, og á aðalfundi fé- lagsins 1956 var kjörin 5 manna nefnd til að hafa með höndum fyrirhugaðar framkvæmdir við Hamrahlíð 19, eftir að bæjar- yfirvöldin höfðu veitt félaginu ágæta lóð þar undir blindra- heimili. Vegna fjárhagsörðug- leika varð félagið að reisa hús- ið í tveimur áföngum og var það fyrri álma hússins, sem tek in var í notkun í dag. Ráðgert er að hin álman sem eftir á að byggja verði miklu stærri en sú sem nú er risin. Verður því Hið glæsilega blindraheimili, sem vígt var í HamrahlíS 19 í gær. — mögulegt að hafa meiri fjöl- breytni til þæginda fyrir fólk- ið og starfsemi þess. Er jafn- vel hugsanlegt að þar verði út- búin lítil sundlaug til afnota fyrir hina blindu. Framkvæmdir við hina nýju byggingu hófust 22. okt. 1957, er þáverandi formaður félags- ins, Benedikt K. Benónýsson, sem nú er látinn, tók fyrstu skóflustunguna úr grunni. Hef- ur síðan verið unnið að bygg- ingunni af kappi og áhuga og hafa margir utanaðkomandi lagt þar hönd á plóginn með ýms- um gjöfum og vinnu. Teikning- ar að húsinu voru gerðar I teiknistofu húsameistara ríkis- Húsið er um 300 ferm., kjall- ari og þrjár hæðir. 1 kjallara er vinnustofa og geymslur, á fyrstu hæð vinnustofa, sölubúð, skrifstofa og bókasafn, en á tveimur efri hæðunum eru sam tals fjórar tveggja herb. íbúðir og átta rúmgóð herbergi fyrir einstaklinga, svo og borðstofa og eldhús fyrir mötuneyti og annað eldhús til afnota fyrir einstaklinga. Kostnaður við bygginguna er nú 3.3 millj. kr., og er þá ótal- in vinna, sem unnin hefur verið endur gj aldslaust. Margt manna var saman komið við vígsluathöfnina í gær, en þar rakti Björn Andrésson formaður byggingarnefndarinnar, sögu fé- lagsins og lýsti húsinu. Kvað hann byggingarnefndina hafa frá upphafi haft eindreginn áhuga á að hús þetta yrði svo vistlegt, sem tök væru og kæmi að íyilst- um notum fyrir þá, sem þar ættu að búa, og sömuleiðis að ytra útJit þess mætti fremur fegra umhverfi sitt en spilla. Þakkaði hann öllum þeim sem að bygg- ingunni hafa staðið fyrir gott starf. Guðmundur Guðmundsson, tryggingafræðingur, færði iram, þakkir félagsins til alþingis, rík- is og bæjar, sem hefðu á margart hátt sýnt velvilja sinn í verki.- Var gestum boðið að skoða hið glæsilega hús og að lokum var sameiginleg kaffidrykkja. For- maður Blindrafélagsins er Mar- grét Andrésdóttir. ♦ Ákveðið er að hið nýja 'oiindra heimili verði almenningi til sýn- is næstkomandi föstudag kl. 5—10 síðdegis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.