Morgunblaðið - 19.05.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.05.1961, Qupperneq 20
20 MORGV1SBLAÐ1Ð FBstudagur 19. maf 1961 Mary Howard: Lygahúsiö 5 ^ (Skdldsaga) Karólína lagði höndina á hand legg hans. — Það er leiðinlegt, að þér skulið vera að fara á morgun. Viljið þér ekki koma upp og fá eitt glas? Meðan Karólína beið eftir svarinu, skalf hún af kvíða fyrir afsvari. Og nú. loksins viður- kenndi hún sannleikann, sem hún hafði verið að reyna að dylja sjálfa sig allt kvöldið. Hin fagra og eftirsótta Karólína Courtney, sem hafði aetlað sér að hafa skemmtun af að töfra þennan áhugalausa unga mann. hafði fallið í sína eigin gildru. Hún var orðin ástfangin af Billy Powell. Hún hefði þó átt að geta tekið sem einskonar aðvörun þennan spenning, sem greip hana á flug- vellinum í New York, er hún komst að því að hann ætlaði með sömu vél og hún til Eng- lands. Eða líka þessa ásókn henn ar sjálfrar, að þau hittust aftur í Londón. Að lokum hafði hún komið svo málum, að hann gat beinlínis ekki annað en boðið henni út, en það hafði hún gert með því að segja honum, að Charles Jerome hefði lagt fast að henni að hitta Powell áður en hann legði af stað í meginlandsför sína. Og ár- angurinn hafði orðið þetta skemmtikvöld þeirra, sem hvað hana snerti hafði orðið undarlegt sambland af gleði og sársauka. Gleði yfir aðdáuninni, sem hún las út úr augum hans. þegar hann kom að sækja hana um kvöldið. Gleði við undirtektir hans undir skemmtilegar sam- ræður, sem hún hélt uppi. Gleði af því að snerta hönd hans, þeg- ar þau dönsuðu saman, gleði af snertingunni við karlmannlegan líkama hans gegn um fötin. En svo sársauki vegna þess, hve þessi aðdáun hans virtist r • eitthvað opersonuleg, og augna- tillit hans, sem var að vísu glað- legt, en svo heldur ekki neitt meira. En nú þegar Bill þá boð henn- ar og fór inn í lyftuna með henni, fann hún sér aukast öryggi aftur. Ef hann væri alveg áhugalaus, mundi hann ekki hafa þegið boð- ið, Bill lét fallast í þægilega legu- bekkinn í stóru dagstofunni, og lygndi snöggvast aftur augunum. Hann var þægilega þreyttur með þessari tilfinningu, sem kemur ef menn hafa drukkið heldur of mikið af kampavíni. Hann hafði skemmt sér vel þetta kvöld. Já, að vissu leyti hafði það verið einskonar opinberun. Þegar hann sá Karólínu fyrst í skrifstofunni hjá Charles Jer- ome, hafði hún komið honum fyrir sjónir, sem hvert annað eftirlætisbarn og eigingjörn sam kvæmismanneskja. En nú varð hann að játa, að hún gat verið skemmtilegur félagi, og hann gat vel skilið, að Jerome hefði getað orðið hrifinn af henni. 31 *• Wl tiRP&W&ts. ^kæliskópsins i i . « -fjvmu ojt ýpipliiöim | ®íli§ |)ér a&kaupti WisJ(ápj| • • • • þacS tcr a§ varida val Ijans ^ yíeklz 10 . Ancitiirci Kelvinator kæíískáourinn — Það er eitt gott við þetta starf: Móðir þín getur ekki heimsótt okkur! Hann opnaði aftur augun og sá, að Karólina ýtti á bjölluhnapp- inn, áður en hún kom og settist hjá honum. — Var mig að dreyma. eða sá ég yður vera að hringja? sagði hann letilega. — Ég var bara að hringja á þjónustustúlkuna mína, sagði hún. — Nú, hún kemur þarna. Dyrnar opnuðust og Carter kom inn með glös á bakka, sem hún setti á borðið fyrir framan þau. Andlit hennar var stirðnað og reiðilegt. Þegar hún var farin út aftur, tók Bill konjaksglasið, sem hon- um var boðið, og sagði: — Þér hefðuð átt að láta mig sækja glösin. Stúlkan yðar hefur vist ekki verið neitt hrifin af að láta halda sér á fótum til klukkan tvö að nóttu, til þess að snúast kring um fullfrískan mann. Karólína horfði á hann og furð aði sig á beiskjunni, sem mátti greina í rödd hans. Síðan hló hún. — Nú, ég skil. Yður finnst það eigingirni af mér að halda henni á fótum. Góðurinn minn. hún yrði á fótum hvort sem væri. Það er hennar líf og yndi að snú- ast kring um mig, og hefur verið síðan ég var smástelpa. Hún kýs sér ekki annað betra hlutskipti. — Þá hlýtur hún líka að elska yður, sagði Bill og hallaði sér aftur í mjúkan legubekkinn. En snögglega gat Karólína ekki stillt sig og lagði arminn um axlir hans. — Já, það gerir hún. Fólk gerir það sama. Gerið þér það ekki líka? hvíslaði hún. Varir hennar voru rétt komnar að hans vörum, og ofurlítið opn- ar og Bill var það snögglega ljóst, að hún var að bjóða hoji- um eitthvað meira en varirnar tómar. — Hugsaðu ekki um Carter, sagði Karólína í hálfum hljóðum. — Það er engin hætta á, að hún fari að segja Charles neitt.... En orðin voru ekki fyrr kom- in yfir varirnar en hún sá, að nú hafði hún hlaupið á sig. Hún gat ekki annað en orðið vör við, að hann dró sig í hlé með viðbjóði og kulda. Hann setti nú frá sér glasið og stóð upp. — Ég var nú alveg búinn að gleyma Charles. Hann leit glott- andi á hana. en það var engin gleði í augnatillitinu. — Hvað sem Carter kann að líða í þessu sambandi, þá vil ég ekki, að neitt sé til að segja honum frá. Karólína gaf frá sér ofurlítið óp og sneri andlitinu niður í hægindið, en Bill gekk út að glugganum og horfði út á göt- una. Hann fann til skömmustu og viðbjóðs. Ekki að hann, áfelld- ist Karólínu neitt, heldur sjálfan sig. Hann þráði það heitast að vera kominn af stað í ferð sína um meginlandið. Ferð, sem í þetta sinn átti sínar vonir og ákveðið markmið, og nýtt tilhlökkunar- efni. Honum var litið við, er hann heyrði skrjáfið í kjól Karólínu. Andlit hennar var rólegt og bros- ið, sem hún sendi honum, var aðeins vingjarnlegt. — Ég held ég verði að fá mér eitt glas og einn vindling til sagði hún. — Vilt þú ekki líka? Þegar hann kom og settist and- spænis henni. fann hún aftur til sigurgleði. Hún hafði hlaupið illilega á sig, en hver vissi nema hún gæti unnið það upp aftur. —! Hvert ætlarðu í þessari meg inlandsferð þinni? spurði hún. — Ja, ég ætla bæði til Frakk- lands, Þýzkalands og Ítalíu. — Þú ert eitthvað leyndar- dómsfullur um þetta, stríddi hún honum. — Ég fer að halda, að það sé einhver stúlka með í spil- inu. Hann breytti alls ekki svip, er hann svaraði kæruleysislega: — Hver veit nema svo sé. Karólína fann strax til afbrýis- semi gagnvart þessari ónefndu og óþekktu stúlku. Hún brosti með talsverðum erfiðismunum. — Ef þú verður á ferð í Suður- Frakklandi á þessu flakki, sagði hún, verðurðu að heimsækja mig í húsinu mínu þar. Systurdóttir mín er að gera það í stand, en hvorugt okkar Charles kemur þangað strax. Það væri skömm að láta það standa ónotað. Bill hristi höfuðið. — Þetta er vel boðið. en ég fer annars á mótorhjóli og tjalda þar sem mér dettur í hug. — Þú gætir fengið að tjalda þar, ef þú vildir. Húsið er í Roque d’Or.milli Monte Carlo og Nice. Það er hér um bil hálf míla af ólífulundum, fram rneð strönd inni, og nóg tjaldstæði. Þá gæt- irðu tjaldað þar í næði og samt verið í húsinu eftir því, sem þú vilt. Hún léit á hann bænaraug- um. — Segðu, að þú ætlir að þiggja það. Þá finnst mér... .við vera raunverulegir vinir aftur .... og allt það liðna vera gleymt. — Er nokkur sími í húsinu? spurði hann. — Já, það er það.... svo að dularfulla stúlkan getur vel náð sambandi við þig þar. — Já. sagði hann, eins og hon- um væri skemmt, — það getur alltaf verið þægilegt að geta gef- ið upp símanúmer. Þakka þér fyrir, ég væri vel til með að nota mér þetta tilboð um ólífulundina. — Ágætt. Ég ætla að skrifa orðsendingu til frænku minnar. Hún gekk yfir að litlu skrifborði m JESSIE WOOPALL 1S IN EUROPE, MARK, SO YOU'LL HAVE TO TALK TO THE AD PEOPLE, J TRIPWELL AND COLTER/ Yf I a k u r — Jessie Woodall er í Evrópu Markús, svo þú verður að tala við auglýsingafélagið Tripwell og Colter. og tók að krota eitthvað á blaS. Henni þótti hafa rætzt allvel úr þessu. Hún skyldj gæta þess að verða komin þarna sjálf samtím- is honum. Meðan Karólína sat þarna við borðið í skininu frá borðlampan- um, tók Bill í fyrsta sinn eftir ofurlitlum fíngerðum hrukkum við munn hennar og augu. Hon- um var hálf hverft við, er hann sá, að hún var orðin gömul — í raun og veru var hún næstum heilli kynslóð eldri en hann sjálf ur. — Gerðu svo vel! Hún rétti honum lokað bréfið. — Ég segi Stephanie að sýna þér alla gest- risni. — Ég þakka. Frænka þín hlýt- ur að vera dugleg stúlka að geta stjórnað húsinu fyrir þig, sagði Bill um leið og hann stakk bréf- inu á sig og tók frakkann sinn. — Er hún nokkuð lík þér? Karólína gerði sér hroll. Hún er ung og feimin... . og fremur klaufaleg í framkomu. Bill hló. — Hún er þá ekki mik ið lík þér. Jæja, nú verð ég að hypja mig. Ég hef nóg að hugsa þangað til ég fer. Karólína rétti honum höndina. — Vertu sæll. Bill. Og.góða ferð og gangi þér vel. Nú brosti hann ekki. — Mér veitir víst efcki af góðum óskum, sagði hann, alvarlega. — Vertu sæl og þakka þér fyrir þetta á- nægjulega kvöld. — Jæja . . . Ef til vill hlusta þeir á mig og fjarlægja spjöldin frá stöðum ein° oe Sólskinsfoss um! Á meðan, hjá forstjórum aug- lýsingafélagsins. — Komdu inn Alex . . . Það var einhver náungi, sem heitir Markús Trail að hringja . . . Seg- ist skrifa í náttúrufræðiritið og vill ræða við mig um Guody goo auglýsingarnar! ailltvarpiö röstudagur 19. maf 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Qarð ar Svavarsson. — 8:05 Morgun** leikfimi: Valdimar Örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pét» ursson píanóleikari. 8:15 Tónleik ar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp: — Tónleikar •— 12:25 Fréttir. — 12:35 Tilkynning ar. — 12:55 Tónleikar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónlikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:30 Tónverk eftir Arthur Honegger, leikin af hljómsveit franska út- varpsins undir stjórn Georges Tzipine: a) Concertino fyrir píanó og hljómsveit (Einleikari: Moni- que Bérard). b) Kammerkonsert fyrir flautu enskt horn og hljómsveit — (Einleikarar: Fernand Duf- réne og Paul Taillefer). 21:00 Upplestur: Kvæði eftir Sigurð Símonarson (Séra Jón Guðjóns- son). 21:10 Islenzkir planóleikarar kynna sónötur Mozarts; IX: Jórunn Viðar leikur sónötu í a-moll (K310). 21:30 Utvarpssagan: „Vítahringur" eft ir Sigurd Hoel; IV. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Garðyrkjuþáttur: Ingimar Ösk- arssop náttúrufræðingur talar um íslnzkar jurtir í skrúðgörð- um. 22:30 I léttum tón: „The Four Lads'* syngja. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 20. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik x ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik ar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp: (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. (15:00 Fréttir). 15:20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16:00 Fréttir og tilkynningar. (Fram- hald laugardagslaganna). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit Þjóðleikhússins: „Þjónar Drottins“ eftir Axel Kielland. — Þýðandi: Séra S . einn Víkingur, •— Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. Leikendur: Valur Gíslason, Anna Guðmundsdóttir, Helga Löve, Erlingur Gíslason, Rúrik Haralds son, Herdís Þorvaldsdóttir, Ævar R. Kvaran, Róbert Arnfinnsson, Haraldur Björnsson, Lárus Páls- son, Klemenz Jónsson, Gestur Pálsson, Jón Aðils og Jónanna Norðfjörð. 22:05 Léttir þættir úr vinsælum tón- verkum. 23:30 DagskrárlnV-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.