Morgunblaðið - 19.05.1961, Qupperneq 21
Fostudagur 19. maí 1961
1lORGVNBLAÐIÐ
*-------------
21
Nýlegur
Þykktarhefill og afréttari
til sölu. — Upplýsingar í síma 13243
Bústaðaskipti
Við viljum vekja athygli viðskiptamanna okkar á
því, að nauðsynlegt er að tilkynna bústaðaskipti
strax. Brunatrygging innbús og annars lausafjár er
eigi í fullkomnu lagi nema það sé gert.
Samvinnutryggingar
Sími 17940
IHunið
Smurbrau ^ssöauna
að Skipholti 21
Þar eru á boðstólum allt algengt brauð, •einnig snitt-
ur og veizlubrauð til heimsendingar.
Sælacafé
Sími 23935 og 19521
NfTT -
Blett hreinsiefni
margar tegundir
til hreinsunar á;
Blóðblettum
Fitu- og olíublettum
Blek- og kúlupenna-
strikum
Ávaxtablettum
Vínblettum
Súkkulaðiblettum
Ryðblettum
o. m. fl.
— Leiðarvísir á íslenzku -
^pnnnioio
Bankastræti 7.
Fólagslíf
ÁRMENNINGAR
Handknattleiksdeild
Lagt verður af stað í Akur-
eyrarferðina laugardaginn 20.
maí kl. 2 stundvíslega. Farið
verður frá Félagsheimili Ár-
manns við Sigtún. — Mætum
stundvíslega.
Stjórnin.
Dragtir
mikið úrval
Skólavörðustíg 17 — Sími 12990
Atvinna
Maður vanur sveitarstörfum getur fengið atvinnu
á góðu sveitaheimili á Kjalarnesi. — Nánari upp-
lýsingar veittar í Laugavegs Apóteki, m. hæð.
Tilkynning
til kaupenda Morgunblaðsins utan
Reykjavíkur
Póstkröfur voru nýverið sendar til kaupenda blaðsins
úti um land, sem fá blaðið beint frá afgreiðslu þess
í Reykjavík.
Athugið að innleysa kröfurnar, sem allra
fyrst svo komizt verði hjá að stöðva út-
sendingu blaðsins.
4 LESBÓK BARNANNA
GRETTISSACA
165. Fóstru átti Þorbjörn
bngull, er Þuríður hét. Hún
var mjög gömul og til lítils
fær, að því er mönnum þótti.
Hún hafði verið fjölkunnug
injög, þá er hún var ung og
menn voru heiðnir.
Og svo sem Þorbjörn öngull
var þrotinn að ráðagerðum,
leitar hann þangað trausts,
sem flestum þótti ólíklegast,
en það var til fóstru sinnar.
Hún svarar: „Nú þykir mér
koma að því, sem sagt er, að
margur fer í geitarhús ullar
að biðja. En ef þú vilt mín
ráð hafa, þá vil ég ráða,
hversu með er farið.
Hann játaði því, og hvað
hana sér lengi heilráða verið
hafa.
166. Það var einn veðurdag
góðan, að kerling mælti við
Öngul: „Nú er kyrrt veður
og bjart. Vii ég nú, að þú
farir til Drangeyjar og troðir
illsakir við Gretti. Mun eg
hafa eitthvað fyrir satt, ef eg
sé þá, hversu heilladrjúgir
þeir munu verða, og mun eg
þá mæla yfir þeim slíkum
orðum, sem mér líkar“.
Öngull var ófús fararinnar,
en lét þó setja fram tein-
æring og sté þar á við tólfta
mann. Kerling var í ferð
með þeim.
167. Og er þeir hræður
sáu skipskomuna, gengu þ^ir
fram að stiganum, og tóku
þeir enn að tala um mál sín,
og sagði Þorbjörn, að hann
var þangað kominn að vitja
þeirra mála, hvort Grettir
vildi á brott fara úr eyjunni.
i Grettir kvað þess enga von.
Kerling lá aftur í skut og
voru borin að henni klæði.
Hún hrærðist þá og mælti:
„Nú mæli eg það um við
þig, Grettir, að þú sért heill-
um horfinn, allri giftu og
gæfu og allri vörn og vizku, æ
því meir, sem þú lifir lengur".
168. Og er Grettir heyrði
þetta, brá honum mjög við,
og mælti hann: „Hvað fjanda
er á skipinu með þeim?“
Illugi svarar: „Það hygg ég,
að það sé kerlingi uf,óstra
Þorbjarnar“.
„Fussum þeirri gerninga-
vætt“, segir Grettir. „Skal
hún og eitthvað til minja
hafa, er hún hefur okkur
heimsótt“, — og þreif upp
stein stundar mikinn og kast-
aði ofan á skipið, og kom á
fatahrúguna. Við það kom
app skrækur mikill. Hafði
iteinninn komið á þjólegg kerl
ingar, svo að í sundur gekk.
Þorbjörn fór nú heim og
varð ekki af kveðjum.
20
bamutuifi
5. árg. t Ritstjóri: Kristján J. Gnnnarsson 19. maí 1961
Úr sögu sfotrósins
Pappír og prentlist.
Kínverjar stöðnuSu í
þróun leturgerðar sinnar
á stigi samstöfu og mynd
letursins, en hins vegar
gerðu þeir aðra merka
uppgötvun, sem átti eftir
að hafa mest áhrif á vöxt
og viðgang ritlistarinnar
næst stafrófinu sjálfu. —
Kínverjar urðu fyrstir að
búa til pappír um árið
100 e. Kr.
Kínverskar s a g n i r
herma, að háttsettur em-
bættismaður, lærður og
vitur, Ts’sai Lun að nafni
hafi af hreinni tilviljun
uppgötvað, hvernig hægt
var að búa til pappír.
Dag nokkurn sat hann
á árbakkanum og horfði
á þvottakonurnar, þar
sem þær voru að „klappa“
þvottinn. Þær lögðu
blautt línið á flata steina
og börðu það með priki.
Þá tók Ts’sai Lun eftir
því, að svolítil hvítleit ló
losnaði út úr efninu, þeg-
ar það var barið, og flaut
ofan á vatninu. Annars
hugar greip hann dálítið,
af þessari ló, um leið og
hún flaut fram hjá. Hann
lagaði lana til milli
fingra sér, unz hún var
orðin eins og dálitið lauf-
blað. Svo lagði hann
„blaðið“ á stein, þar sem
vatnið hripaði fljótt úr
því og sólin þurrkaði það.
Þegar það var orðið þurrt,
tók hann það upp og hafði
þá fyrsta pappírsblaðið
Jóhann Gutenberg, faðir
prentlistarinnar
milli handanna. Því að
þetta blað var líkast gróf-
um pappír og á þessari
uppgötvun Ts’sai Luns
byggðu Kínverjar papp-
írsframleiðslu sína. Þeir
unnu pappír úr línklútum
eins og víða er gert enn
þann dag í dag, þótt mest
af pappírnum sé nú unn-
ið úr trjáviði.
Arabar lærðu listina af
Kínverjum og fluttu hana
til Suður-Evrópu, þegar
þeir réðu ríkjum á Spáni
(711—1492 e .Kr.) Þessi
kunnátta barst smán sam
an út um Evrópu. Allt
til ársins 1800 var allur
pappír handunninn og
mjög dýr og fágætur, en
eftir það kemur véltækn
in til sögunnar og pappírs
verksmiðjur rísa upp.
Um það leyti, sem ís-
lendingasögurnar flestar
eru skrifaðar (1200), var
ekki hægt að fá pappir,
þess vegna voru þær skrif
aðar á skinn. (sjá grein í
Lesbók barnanna um ísl.
handritin). Flest handrit
frá þeim tímum eru skinn
bækur.
Eftir að pappírinn var
orðinn algengur, var op-
in leið að hefja fjölda-
framleiðslu á bókum, með
því að prenta þær í vél-
um í stað þess að hand-
skrifa hvert eintak, eins
og alltaf hafði verið gert
fram að þessu.