Morgunblaðið - 19.05.1961, Page 23

Morgunblaðið - 19.05.1961, Page 23
Föstudagur 19. maí 1961 MORGVNBf AÐ1Ð 23 Krim kominn til Genf TÚNIS, 18. maí. — (Reuter) — Viðræðunefnd útlagastjórnar Serkja í Alsír fór í dag flugleiðis til Sviss. Hefjast viðræður hennar við Frakka um frið í Alsír n.k. laugardag í franska landamæra- þorpinu Evian, sem stendur við Genfarvatn í frönsku Ölpunwm. Formaður viðræðunefndar Serkja er Belkacem Krim utanrík isráðherra og aðstoðar forsætis ráðherra útlagastjórnarinnar. — Krim sagði við brottförina frá Túnis að viðræðurnar yrðu að H erforingj- \ar farast í , flugslysi " LONDON 18. maí (Reuter) Tass fréttastofan rússneska skýrði frá því í dag að f jórir I rússneskir hershöfðingjar og ' einn ofiursti hefðu láitið Iífið í flugslysi. Ekki er tekið fram í fréttinni hvenær slysið varð, aðeins sagt að mennirnir fimm hafi verið við skyldustörf. Æðstur herforingja þeirra, sem fórust í flugslysinu, var Vladimir Takovlevich Kolpa- kchi. Hann var 62 ára, og hafði verið sæmdur nafnbótinni — Hetja Sovétríkjanna — og mörgum Leninsorðum. Kopa- kchi var gamall Bolsjevikki og barðist í borgarastyrjöldinni gegn Hvít-rússum árin 1918— 1920. Árið 1945 stjórnaði hann 69. her Rússa í lokasókninni til Berlínar og árið 1954—56 var hann yfirherstjóri Norður svæðis Sovétríkjanna. Aðrir, sem fórust voru her- foringjarnir Perevertkin, Goffe og Morozov og Khikhl- ovsky ofursti. leiða til friðar í Alsír og sjálf- stæðis Alsírbúa án nokkurra skil yrða. Málefni Alsírbúa væri rétt látt og stefnan skír. Ef Frakkar eru ákveðnir í að binda endi á styrjöldina, ættu engar alvarlegar hindranir að vera á því að sam komulag náist, sagði Krim. Varúðarráðstafanir í frétt frá Genf segir að gripið hafi verið til öflugra varúðarráð stafana þar í borg við komu við ræðunefndarinnar. Fjölmennt lög reglulið var á flugvellinum, þar á meðal 50 menn vopnaðir vélbyss um til að gæta þess að franskir öfgamenn nái ekki til neíndar- manna. í Frakklandi hefur einn ig verið gripið til varúðarráðstaf ana. Hefur lögreglan slegið hring um Evian og stöðvar allar bifreið ir er nálgast þorpið. Reykjavík vann Akranes — Laos Framb. af bls. 1 tillögumar virtust að ýmsu leyti jákvæðar og einn talsmaður Bandaríkjanna lofaði mjög „hóf samlegt orðalag“ Gromykos ut- anríkisráðherra, sem bar fram tillögurnar. BAUNVERULEGT VOPNAHLÉ Krishna Menon, varnarmála- ráðherra Indlands, tók til máls á ráðstefnunni í dag. Sagði hann meðal annars að ef eftir- litsnefndin, sem kom á friði í Indókína 1954 og nú hefur ver- •ið endurvakin, hefði ekki verið leyst upp 1958, hefði ef til vill verið unnt að komast hjá því vandræðaástandi, sem skapazt hefur síðan í Laos. Lagði hann til að nefndin yrði látin starfa áfram óbreytt og gæti hún leit- eð ráða hjá fulltrúum Sovét- ríkjanna og Bretlands ef um égreining yrði að ræða. Sagði Menon að vopnahlé væri í raun inni komið á í Laos. Nokkrar 'kvartanir hafi að vísu komið íram um brot á vopnahlésskil- málunum, en eftirlitsnefndin ekki fengið neinar sannanir fyr- ir því að um raunveruleg brot hafi verið að ræða. Lýsti Men- on þvi yfir að tillögur Sovét- ríkjanna verðskulduðu nána í- hugun og kvaðst vona að skip- aðar yrðu nefndir til að rann- saka allar tillögur er fram kæmu. ,r Fulltrúar hægristjórnarinnar í Vientiane hafa hingað til neit- að að mæta á ráðstefnunni vegna þess að þar sitji nefndir Pathet Lao kommúnista og stuðn ingsmanna hlutleysisstjórnar Sou vanna Phouma. En hægrisinnar halda því fram að stjórn þeirra sé hin eina löglega stjórn lands ins, og því eini aðilinn þaðan, sem rétt hefur tiJ setu á ráð- stefnunni. Kórea Framh. af bls. 1 OF SEINT í gær var frá því skýrt að Han Lim Lee herforingi, yfir- maður fyrsta hérs Suður-Kóreu, hafi lýst yfir stuðningi við bylt- ingarstjórnina. En harin hafði áður skorað á hermenn sína að láta byltinguna afskiptalausa. Óstaðfestar fréttir herma að Lee hafi verið handtekinn og fluttur til Seoul frá aðalbæki- stöðvum sínum við norðurlanda mærin. Ástæðan er sögð sú að hann hikaði við að styðja bylt- inguna. Chang hershöfðingi gaf í dag út stefnuyfirlýsingu, þar sem óskað er eftir nánara samstarfi við Bandaríkin. Segir í yfirlýs- ingunni að stefna stjórnarinnar sé: 1. Sókn gegn kommúnisma. 2. Samþykkt stofnskrár Sam- einuðu þjóðanna og allra alþjóðasamninga. 3. Útrýming spillingar. 4. Endursameining landsins með sameiginlegu átaki allra andstæðinga kommún- ista í Suður-Kóreu. 5. Skipun nýrrar ríkisstjórnar eins fljótt og auðið er, sem verði skipuð dugmiklum og samvizkusömum stjórnmála mönnum. 6. Bætt lífskjör í landinu. í frétt frá Washington er það haft eftir Chester Bowles að- stoðarutanríkisráðherra að hann telji að Bandaríkjastjórn beri að viðurkenna herforingjastjórnina í Suður-Kóreu. Sagði ráðherr- ann á blaðamannafundi að vart væri við því að búast að Banda ríkin fögnuðu því er löglega kosinni ríkisstjórn væri velt úr sessi. En hann bætti því við að nýja stjórnin væri andvíg kommúnisma og fylgjandi Bandarikjunum að málum. BÆJAKEPPNI milli Reykjavík- ur og Akraness fór fram á Mela- vellinum í gærkvöldi í hinu feg ursta veðri. Lið Reykjavíkur sigr aði með miklum yfirburðum 5:0. í hálfleik var staðan 2:0. Áhorf- endur voru margir eða þrjú til fjögur þúsund. Urðu þeir fyrir fyxir miklum vonbrigðum með Akurnesinga, sem áttu lélegan leik. Lið Reykjavíkur hafði yfir burði allan tímann. Liðið náði á köflum vel saman en þar sem mót spyrna var lítil, unnu Reykvík- ingar auðveldan sigur. Reykjavíkurliðið var mun meica í sókn allan tímann, Akur nesingar áttu þó einstaka upp- hlaup og voru nokkur þeirra hættuleg, eins og t.d. á 14. mín. þegar Ingvar og Jóhannes léku vel saman og sköpuðu gott tæki færi, sem Ingvar misnotaði illa. Fyrsta markið kom eftir gróf mis tök í vörn Akurnesinga. Náði Guðjón knettinum Og skaut lausu Skoti, sem lenti í netinu. Síðar í fyrri hálfleik átti Gunnar Guð- mannsson gott skot utan af hægri kanti, og þar sem mikill snúning ur var á knettinum, misreiknaði Helgi sig á honum og kastaði sér of seint og knötturinn lenti í netinu. Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri. Reykvíkingar voru mun meira í sókn, og fáar sóknar tilraunir Akurnesinga náðu lengra en að vítateig Reykvík- inga. Snemma í hálfleiknum skor aði Þórólfur eftir mikil mistök 'hjá vinstra bakverði Akurnesinga, sem hugðist spyrna frá en hætti síðan óvænt við það og knöttur- inn lemti í netinu án þess að Helgi fengi að gert. Stuttu seinna skoraði Þórólfur bezta mark leiks ins eftir mjög gott upphlaup, sem flestir framherjar tóku þátt í. Fimmta markið skoraði Gunnar Guðmannsson úr vítaspyrnu eftir að Jón Leósson hafði gripið knöttinn, sem var á leið inn í markið. Liðin Reykjavíkurliðið náði nokkuð vel saman. Heimir maikvörður átti góðan leik. Bakverðirnir. .Hreiðar og Árni, eru ákveðnir og fljótir og grípa oft skemmti- lega inn í. Rúnar var traustur og sarnia er að segja um fram- verðina Helga og Ragnar Jóns son. Ragnari hættir þó til að spyrna ónákvæmt og veldur það oft erfiðleikum fyrir þann, er taka á við knettinum. Framlín- an féll nokkuð vel saman. Voru þeir Guðmundur, Gunnar Felix- son og Guðjón mjög virkir. Þór- ólfi hættir um of að leika með knöttinn í stað þess að gefa hann frá sér. Gunnar Guðmannsson gerði margt laglegt, en virtist ekki kunná vel við sig á hægra kanti. Lið Afcumesinga var mjö'g sund urlaust. Vörnin var mjög götótt og voru litlar skiptingar hjá henni. Sveinn Teitsson vann vel að vanda og reyndi að byggja upp, en þar sem framherjarnir voru iila samstilltir, varð lítið úr því. Ingvar var sá eini af framherjunum sem vann vel og skapaði oft hættu. Dómari var Hauikur ÓSkarsson. Strauniarinn er á Snæiellsnes LÖNGU fríhelgarnar, páskahelg- ina, hvítasunnuhelgina og verzl- unarmannahelgina notar fólk mikið til ferðalaga á íslandi. Um síðustu páska'helgi, lá straum urinn eins og lundanfarin ár mest í Öræfin. Um hvítasunnu- hel'gina virðist mestur straumur ferðafóliks liggja á Snæfellsnas, þó auðvitað fari margir annað. Blaðinu er kunnugt um að þrjár ferðaskrifstofur a. m. k. skipuleg.gja ferðir á Snæfellsnes um þessa hvítasunnu. Ferðafélag íslands og Guðmundur Jónsson, öræfabílstjóri, fara með ferða- hópa yzt á nesið, umhverfis Arnarstapa og ætlunin að ferða- fólkið gangi á Snæfellsjökul, ef veður leyfir. Það gistir á Arnar- stapa. Ferðaskrfstofa Úifars Jatoobsens gistir aftur á móti í Stykkishólmi og fer út í Breiðafjarðareyjar, en jökullinn er ekki á áætluninni. Snæfellsnes er einn sérkenni- legasti og fjölbreyttasiti hluti landsins og verður vafalaust margt um mianninn bar þessa hvítasunnu, eins og jafnan á undanförnum árum. Afli 2 þusund lestum itiinni ÓLAFSVÍK, 18. mai — Heildar- afli Ólafsvíkurbáta til 15. maí 1961 var 8954 lestir í 1121 róðri. Hæsti bátur var Valafell SH 834 lestir í 93 róðrum, þá Steininn með 789,5 lestir í 92 róðrum, Bjarni Ólafsson hafði 787 lestir í 95 róðrum og Jón Jónsson 785 lestir í 92 róðrum. Aflinn er 2000 lestum minni en á sama tíma í fyrra. Allir bát- arnir eru hættir, þeir síðustu taka upp á morgun. ___ — HG Öllum vinum mínum og frændfólki, nær og fjær, sem glöddu mig, á 80 ára afmæli mínu, með heimsóknum og gjöfum og gjörðu mér daginn ógleymcmlegan, þakka ég hjartanlega. — Guð blessi vkkur öll. Ólöf Varðadóttir frá Siglufirði. Skrifstofur vorar og vörugeymslur, verða lokaðar eftir hádegi vegna jarðarfarar Guðbjarts Ólafssonar Kristján Ó. Skagfjorð h.f. Skrifstofur vorar og vörugeymslur, verða lokaÖar eftir hádegi vegna jarðarfarar Guðbjarts Ólafssonar Sfeinavör h.f. LokaÖ milli kl. 1—3 í dag. vegna jarðarfarar Nýja blikksmiðjan Höfðatúni 6 Maðurinn minn og faðir okkar, HANNES ÓLAFSSON fyrrverandi kaupmaður lézt fimmtudaginn 18. þessa mánaðar. Kristrún Einarsdóttir og börn Móðir okkar SIGUBBORG MAGNtJSDÓTTIR er andaðist 15. maí verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 23. maí kl. 13,30. Fyrir hönd systkina okkar. Bagnheiður Björnsdóttir, Sigurður Bjömsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRtJNAR ÁSGEIRSDÓTTUR Börn, tengdabörn og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför tengdaföður míns og afa GUÐJÓNS JÓNSSONAR frá Stærri-Bæ Ásta Guðmundsdóttir, . Jóhanna Guðmunda Hafliðadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.