Morgunblaðið - 19.05.1961, Síða 24
Síldin
dþekk
SÍLDIN hefur verið óþekk í
dag, sagði Jón Einarsson skip
stjóri á Fanneyju í símtali
við blaðið í gærkvöldi. Hún
er á svipuðum slóðum og áð-
ur, en torfurnar dreifðar. Hún
fannst allt inn undir Engey
og Gróttu, en ekki til að
veiða hana. Fanney var stödd
í Kollafirði, var að leita iniri
á sundunum, en fann lítið af
1 síld.
Jóni var kunnugt um að
l þessir hátar voru búnir að
fá síld í gærkvöldi, Auðunn
500 tunnur, Arnfirðingur II
350, Höfrungur II 300, Harald
ur 450, Reykjanes 200 og Eld-
borgin einrhverja veiði.
Frá fréttaritaranum á Akra
nesi bárust eftirfarandi síldar
fréttir í gær. — Nú eru síld-
arbátarnir aðallega út af sex-
baujunni, norðvestur af Grót-iu
töngum. í nótt lönduðu sam-
tals 2340 tunnum þessir bátar:
Haraldur 940, Höfrungur n
880, Höfrungur fyrsti 260,
Sveinn Guðmundsson 200 og
Heimaskagi 150. Óhemju rauð
áta er komin í sildina. Bátarn
ir fóru aftur út til veiða um
10 Ieytið' í morgun. (
Piltur varð undir
dráttarvél
UM HÁDEGISBILIÐ í gær varð
17 ára gamall piltur úr Reykja
vík undir dráttarvél í Gufunesi
Og marðist mikið.
Pilturinn, sem heitir Stefán
Hilmar Stefánsson var að vinna
skammt frá Gufunesbænum með
Massey-Fergusson dráttarvél
með tætara. Vildi það óhapp til
að dráttarvélin fór út í
skurð. Enginn var nærstaddur
til að veita hjálp svo Stefán varð
sjálfur að krafsa sig undan
henni, en mun hafa legið þarna
alllengi.
Fólk heima á Gufunesbænum
sá hvar drengurinn lá fyrir, en
veðrið var gott og taldi það í
fyrstu að hann væri að hvíla sig.
En þegar sást að haann gerði
ítrekaðar tilraunir til að rísa upp,
var farið til hans og honum kom
ið til hjálpar. Var hann fluttur á
Landakotsspítala og reyndist
vera mikið marinn, en ekki
hrotinn.
Sumarblíða
AKUREYRI, 18. maí. — Enn er
sama sumarblíðan hér og grænk
ar nú óðum og gróður allur fær
ist í sumarbúning. Hitinn er þetta
15—18 gráður. Víða getur að líta
fólk, vinnandi í lóðum sínum og
í görðum, hlúandi að blómum og
ýmsum gróðri eða setja niður
nýjar plöntur.
r
Arekstur
I AKUREYRI. 18. maí — Snemma
| í gærmorgun varð allharður á-
rekstur hér í bæ milli jeppa og
fólksbifreiðar. Skeði þetta á mót
um Norðurgötu og Tryggvagötu.
Við áreksturinn valt fólksbifreið
in og skemmdist allmikið. Jepp-
inn slapp með „skrámur“. Ekki
i urðu meiðsli á mönnum.
Gengur vel
að ryðja
Siglufjarðarskarð
SIGLUFIRÐI, 18. maí — Snjó-
ruðningur af veginum yfir Siglu
fjarðarskarð hefur gengið að ósk
um, þrátt fyrir smábilanir annarr
ar ýtunnar, sem að verkinu vinn
ur, enda aðeins um nýjan og við
ráðanlegan snjó að ræða. Gert er
ráð fyrir að snjóruðningi Verði
lokið á morgun, ef ýturnar ekki
bila og að vegurinn verði fær
bifreiðum um hvítasunnuhelgina,
en þá er áformað Skarðsmót í
svigi og stórsvigi karla og kvenna
svo sem verið hefur undanfarin
ár. — Stefán.
«\
STRÁKARNIR þarna uppi
á þakinu eru ,,a svindla sig
inn á völlinn“. Þeir hafa
sem sagt klifrað upp eftir
vin- upöllunum og alla leið
upp á Búnaðarfélagshúsið
nýja, til að horfa á knatt-
spymuleikinn, sem fram
fer á vellinum. Kunnugir
segja að stundum sé fólk
þarna á pöllunum eins og
fuglar í bjargi, þegar leik-
ir fara fram.
Á leiknum í gærkveldi
voru mikil brögð að því að
unglingar klifruðu upp á
vinnupalla Bændahallarinn
ar. Skarst lögreglan þá í
leikinn, en strákarnir hlupu
bara undan eftir pöllunum.
Þetta er ekki hættulaus Ieik
ur og þarf að stöðva hann.
Þakbrún á margra hæða
húsi er enginn leikvöllur
fyrir glannafengna stráka.
(Ljósm. Sv. Þorm.)
1 sænsk kr. hvert kg.
VESTMANNAEYJUM, 18. maí —
Bátarnir Stígandi og Marz, sem
nýlega fóru með farma af löngu
til sölu í Svíþjóð, hafa selt löng
una í Lysikil fyrir 1 kr. sænska
pr. kg. Fiskurinn líkaði vel í
Svíþjóð og þótti góð verkun á
honum.
Eins og áður hefur verið frá
skýrt, er þetta ný tilraun til sölu
á löngu og gefur vissa möguleika
til að selja hana út á vorin. Þar
eð bátarnir eru hættir að róa er
ekki um meiri sölu að ræða að
þessu sinni.
í Svíþjóð er langan eftirsótt og
BíH ók á
barnakerru
UM sex leytið í gær ók bifreið
á barnakerru utan við Melaturn-
inn í Reykjavík og var lítill
drengur, Óskar Guðmundsson í
kerrunni. Fékk barnið skurð á
einni og var flutt á Slysavarð-
stofuna. Þar var tekið spor í
ennið á bví og fór það síðan
heim.
verkuð sem lútfiskur, en þannig
er hún borðuð á jólunum. Einnig
verka Sviar annan fisk þannig,
þegar lönguna þrýtur, en hún þyk
ir bezt í jólamatinn. — Bj.Guðm
Afbragðssala
Eyjabergið hefur einnig selt í
Aberdeen í Skotlandi. Skipið fór
með 18 lestir af ísuðum fiski í
kössum Og seldi fiskinn fyrir
2300 pund, sem er afbragðs sala.
ÞESSA dagana er verið að
aka vélunum í hina nýju
dælustöð Hitaveitunnar við
Sundlaugarnar og í fyrradag
komu aðalpípurnar til lands-
ins. Helgi Sigurðsson, hita-
veitutjóri, tjáði blaðinu í gær
að gizkað væri á að það
mundi taka þrjá mánuði að
koma vélunum í gang í dælu
stöðinni og úr því yrði farið
að tengja smám saman í hús
in sunnan við Sundlaugaveg-
inn, en þar er búið að leggja
í allt hverfið.
Dælustöðin við Sundlaugam-
ar er ætluð fyrir allt Sund-
laugarhverfið og upp á Laugar-
ásinn og verður lögð þarna hita
veita í þremur áföngum. Fyrsti
áfanginn er sunnan Sundlauga-
vegar, eins og áður er sagt, en
nokkur hluti þess hverfis hefur
haft heitt vatn frá borholunni
við Sigtún síðan haustið 1959.
Hún verður nú tekin inn í
Sundlaugastöðvarkerfið. Næsti
áfangi er norðanmegin Sund-
laugavegar frá Kleppsholti að
Dalbraut og verður það verk
boðið út á næstunni. Þriðji á-
fanginn verður loks lagning f
vesturhlutann af ásnum.
j,
Nýr áfangi hafinn í Hlíffunum
Af hitaveituframkvæmdunum
í Hlíðunum er það að segja, að
verið er að ljúka einum áfanga,
í Stigahlíð og Bogahlíð, og vinna
í öðru hverfi, milli Miklubraut-
ar og Háteigsvegar, er nýbyrj-
uð, búið að grafa eina götu og
steypa stokk. Var verkið boðið
út og er gert ráð fyrir að það
taki eitt ár.
Hitavatnshola hjá Defensor 1
Einnig er haldið áfram að
bora. Núna er stærsti bor hita-
véitunnar að bora hjá Defensor
og kominn 320 m. niður. Er ný-
lega komið vatn í þá holu, sem
er 6% 1. á sek. Það var meira,
eða 7,8, en hefur minnkað. -—
Þetta er heldur ekki hrein við-
bót, því aðeins hefur minnkað
í nærliggjandi holum. Verður
haldið áfram boruninni.
í sumar fær Hitaveitan stóra
gufuborinn, og á að bora fleiri
holur með honum, t. d. í Höfða-
hverfinu, þar sem búið er að
undirbúa eina holu. Og senni«
lega einnig við Grensásveginn,
þar sem nú er verið að kanna
jarðveginn með litlu borunum.
Borflokkur við Búrfell
til rcmnsókna a Þjórsárvirkjun
BORFLOKKUR frá Raforkumála
skrifstofunni er kominn upp að
Búrfelli og farinn að bora þar
með tveimur borum, til að kanna
jarðveginn með tilliti til hugsan
legrar virkjunar í framtíðinni, en
í námunda við Tröllkonu
hlaup er einn af þeim 6 stöðum í
Þjórsá, sem til greina koma til
virkjunar. Áður hefur verið kort
lagt þarna og staðurinn athugað
ur, en nú á að fá þar meiri upp
lýsingar, m.a. að bora til að at-
huga jarðveginn vegna hugsan
legrar stíflu.
Þarna við Búrfell yrði, ef til
kæmi, stæsta virkjunin í Þjórsá,
en hugsanlegir staðir eru 6, eins
og áður segir, auk 4ra staða í
Tungnaá, áður en hún kemur í
Þjórsá.
Á sumrin fara jafnan fram
rannsóknir á vegum Raforku-
málaskrifstofunnar á hugsanleg-
um virkjunarstöðum. í sumar
verða að líkindum rannsóknir við
Hestfjall, Hvítárvatn, við Rang.
árnar, eystri og ytri og við Búará
Árlega hefur lögreglan upp
boff á fundnium munum sem
ekki hefur veriff hægt aff koma
til skila. Kl. 1 e.h. í gær hófst
slíkt uppboff í bakgarffinum
viff skrifstofur Sakadómara á
Fríkirkjuvegi 11. Þar var sam
an komin dálítill hópur af
fólki, sem hugffist gera góff
kaup. Þórhallur Pálsson, full-
trúi borgarfógeta bauff upp.
Eins og jafnan voni boffin
upp þó nokkur reiffhjól, sem
eigendur hafa ekki hirt um aff
spyrja eftir og fórn þan á
200—2000 kr. Auk þess var
þarna fatnaffur, veski buddur,
þennar og fleira og allt fór þaff
fyrir eitthvaff. Uppboffiff stóff
til kl. 3,30, gekk fljótar en
venjulega og heldur færra var
af uppboffsmumim, aff því er
Ingólfur Þorsteinsson, yfirvarff
stjóri tjá'ffi blaffinu.
Eiga að cjæla hei*u vatni allt
upp í Laugardsinn
Vélarnar í Sundlauga-
dælustöðina komnar