Morgunblaðið - 20.05.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 20.05.1961, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ I-augardagur 20. maí 1961 Mary Howard: Lygahúsið (Skáldsaga) Þegar hann var farinn, sat Karólína lengi í setustofunni, og hugsaði og reiknaði út. Það var orðið bjart af morgni, þegar hún loksins kallaði á Carter, til þess að hjálpa sér að afklæðast og koma sér í rúmið. Á krókótta veginurrí frá Roque d’ Or hemlaði Glaude Fauré, til þess að láta stóran vörubíl kom- ast fram hjá hvíta Mercedesbiln- um sínum_ og leit svo um leið forvitnislega á farþega sinn. Stephanie var í einföldum hvít um kjól og hafði rauðan silkiklút yfir svörtu hárinu. Hún var hlé- dræg í fasi og mjög lagleg. Þetta var þá dóttir systur hennar Karólínu. Hann -mundi vel Láru Cameron frá því að hann hafði verið við listnám í London. Þá hafði hann fyrst hitt Karólínu, sem var í dansflokki í leikhúsi nokkru. Lára hafði skömmu síðar gifzt John Camer- on og eftir það hættu þær syst- urnar að hittast. Karólína hafði sagt honum alla þá sögu. Orsök- in var John Cameron. Karólína hafði viljað eiga hann sjálf en hann ekki viljað líta við henni, og það hafði verið ónotalegt kjaftshögg á óseðjandi hégóma- girnd hennar. Stúlkan var mjög lík móður sinni, svona falleg og dökk á brún og brá, alvarleg og virðu- leg. Hún leit nú undan er hann horfði svona mikið á hana, og hann sagði snöggt: — Þú ert ekki sérlega hrifin af mér, eða hvað? — Já, en ég þekki þig bara ekki neitt, svaraði Stephanie al- varlega. Hann réð ekki við hégómaskap sinn, en flýtti sér að svara: — Þér finnst ég kannske full- gamall? Stephanie brosti. Hún kunni hálfilla við þessa kunningjalegu framkomu hans, en ekki var hún samt neitt hrædd við hann. — Það mætti eins vel segja, að yður fyndizt ég mjög ung, svar- aði hún rólega. — Ha-ha! Þú ert ekki frænka hennar Karólínu fyrir ekki neitt! Já, víst finnst mér þú mjög ung. Dásamlega og stórkostlega ung! Þú ert alveg ómótstæðileg og gerir mig vitlausan. Stephanie hló. — Já, þú ert svo falleg þegar þú hlærð. Jæja, nú færðu að læra nokkuð nýtt. Listina að velja vín. Þau komu fyrir háa klettinn við höfnina í Nice, síðan fóru þau niður brekkuna við kastal- ann og framhjá blómatorginu. Fauré stanzaði fyrir framan vín- búð. — Þetta er búðin hans Lebon. Nú er um að gera að kunna að prútta. Tveim klukkustundum síðar sátu þau við lítið borð í veitinga- húsi og dreyptu á glösum. Þau höfðu pantað svo mikið af víni, að Stephanie alveg ofbauð_ en Fauré fullvissaði hana um, að á mælikvarða Karólínu væri þetta sérlega hóflegt. Hún var farin að kunna vel við hann. Hann hafði verið öruggur og ákveðinn við vínkaupin, og hún vissi, að hún hefði aldrei komizt af án hjálpar hans. — Hérna .... áður en ég gleymi því! Hann rétti henni þykkan seðlavöndul. — Hvað er þetta? — Umboðslaunin þín. Ég heimt aði þau af Lebon. Stephanie roðnaði. — Ekki vil ég taka við þessu. Ég ætla að fá frænku það, þegar hún kemur. — Þá værirðu vitlaus. Þetta er nú siður hérna. Heldurðu kannske, að Betram og Francine gætu lifað á þessari hungurslús, sem þau hafa í kaup hjá henni Karólínu, ef þau hefðu ekki þessi umboðslaun af því, sem keypt er inn. Hún tók eftir því, hve kæru- leysislega og með hvílíkri fyrir- litningu hann bar fram nafn frænku hennar. — Karólína á ekki nema eina ástríðu í þessum heimi: Peninga. Hennar lífsstarf hefur verið að láta aðra borga fyrir sig og hingað til hefur það gengið prýðilega, að undantekn- um smá-mistökum þegar hún var ung. Ég var sjálfur eitt af þessum mistökum, þegar ég var sjálfur ungur. En nú sækist hún ekki eftir nema því, sem er stærra og Öruggara — eins og hinum mikla Charles Jerome. Stephanie fann, að hann hit- aði í kinnarnar. — Ég veit um hr. Jerome. — Og ertu ekk.i hneyksluð? — Nei. Það er mér algjörlega óviðkomandi. Og mér væri þökk á þvi, að þú talaðir ekki svona um hana frænku mína. Ég veit að vísu vel, hvað sagt er um hana, en ég þekki hana ekki að öðru en gæðum og örlæti. Það kom glettnissvipur í dökku augun. — Það er dásamlegt að heyra. Ég trúði líka einu sinni á hana. En þú skalt nú samt hlusta á aðvörun mína. Karólína mun nota þig eins lengi og hún telur þörf á því, en svo er það .... spark! — Ég hélt þú værir vinur hennar, sagði Stephanie kulda- lega. — Það er ég líka. Og líklega eini sanni vinurinn hennar. Hann lækkaði röddina. — Af því að ég þekki hana eins og hún er raunverulega. og ef hún þarf á mér að halda, mun ég hlaupa á heimsenda til að hjálpa henni. Allt í einu fann Stephanie til aukinnar samúðar með honum. Hann var ólíkt meir aðlaðandi þegar hann talaði svona í alvöru og án allra uppgerðarláta. Hann leit á úrið sitt. — Jæja, það er víst tími kominn til að fara að hreyfa sig úr stað Mad- emoiselle. Éða má ég kannske kalla þig Stephanie? — Vinir mínir kalla mig Stevie. Fauré leit snöggt upp. — Þú heldur þá, að við gætum orðið vinir? — Það vona ég, svaraði hún brosandi. Þegar þau voru komin rétt heim að húsinu, sagði hann bæði í gamni og alvöru: — Viltu koma með mér upp í fjöll, einhvern daginn? Ég á þar smákofa og fer þangað oft að veiða. Augun í Stephanie ljómuðu af glettni. — Nei! Það þori ég ekki með svona útförnu kvennagulli, eins og þú ert. En þá rak hún upp gleðióp og stökk út tfr bíln- um. Sally Rowland kom gang- andi áleiðis til þeirra, brún af sólbruna. 3|lltvarpiö Laugardagur 20. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik ar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp: (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. (15:00 Fréttir). 15:20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16:00 Fréttir og tilkynningar. (Fram- hald laugardagslaganna). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkyftningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit Þjóðleikhússins: „Pjónar Drottins" eftir Axel Kielland. — Þýðandi: Séra Sveinn Víkingur. — Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. Leikendur: Valur Gíslason. Anna Guðmundsdóttir, Helga Löve, Erlingur Gíslason, Rúrik Haralds son, Herdís Þorvaldsdóttir, Ævar R. Kvaran, Róbert Arnfinnsson, Haraldur Björnsson, Lárus Páls- son, Klemenz Jónsson, Gestur Pálsson, Jón Aðils og Jonanna Norðfjörð. 22:05 Léttir þættir úr vinsælum tón- verkum. 23:30 Dagskrárlok. Sunnudagur 21. maí (Hvítasunnudagur) 9:15 Morguntónleikar: a) Konsert nr. 1 í F-dúr fyrir orgel og hljómsveit eftir Frantísek Brixi (Miroslav Kampelsheimer og Sinfóníu- hljómsveit Pragar; Ladislav Síp stjórnar). b) Ensk svíta nr. 5 í c-moll eftir Bach (Fiodorova leikur á píanó). 9:55 Vikan framundan. 10:10 Veðurfregnir. 10:20 Morguntónleikar: — framh. c) Fjórir andlegir kórþættir eftir Verdi (Dómkórinn og borgar- hljómsveitin í Aachen flytja; Theodor Rehmann stjórnar). 11:00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest- ur: Séra Jakob Jónsson. Organ- leikari: Páll Halldórsson). 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Messa £ Fríkirkjunni (Prestur: Séra Þorsteinn Björnsson. Org- anleikari: Sigurður ísólfsson). 15:15 Miðdegistónleikar: a) Strengjakvartett £ A-dúr (K- 464) eftir Mozart (Michailow- kvartettinn leikur). b) ,,Glockenlieder“ op. 22 eftir Max von Schillings Paderew- ski (Felicja Blumenthal og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika; Anatole Fictoulari stj). 16:30 Veðurfregnir. — Endurtekið efni. a) Halldór Daviðssori segir frá skipsstrandi á Meðallands- sandi (Áður útv. 10. þ.m.) b) Pólýfónkórinn syngur „Dauða dans“ eftir Hugo Distler. Söng stjóri er Ingólfur Guðbrands- son, sem einnig les texta ásamt Lárusi Pálssyni (Áður útvarpað 26. f.m.). 17:30 Barnat£mi (Anna Snorradóttir). a) Bernskuminning eftir Sigur- björn Sveinsson. b) Fimm minútur með Chopin. c) Framhaldsleikritið „Leyni garðurinn“ eftir Frances Burn et: IV. kafli. — Leikstjóri: Hildur Kalman. d) Sagan „Stúart litli“; fimrnti lestur. 18:30 Miðaftantónleikar: a) Sir Thomas Beecham stjórnar vinsælum hljómsveitarverk- um. b) Ruggiero Ricci leikur fiðlulög eftir* Saraste. 19:20 Veðurfregnir. — 19:30 Fréttir. 20:00 Erindi: Barnafoss i Hvitá (Guð mundur Böðvarsson skáld). 20:20 Einsöngur: Franski ljóðasöngvar inn Gérard Souzay syngur. Und irleikari: Dalton Baldwin (Hljóð ritað á söngskemmtun i Austur- bæjarbiói 4. þ.m.). a) Ich will den Herren loben alle zeit'* eftir Schutz. b) „Jesus in Gethsemane" eftir Emanuel Bach. c) „Die Ehre Gottes aus der Natur" eftir Beethoven. d) Fjögur lög eftir Schubert: — „Der Schiffer", Wehmut", „Nacht und Tráume" og „Meein". e) Lagaflokkurinn ,,An die ferna Geliebte" op. 98 eftir Beet- hoven. 21:00 Um skírn og fermingu, — dag- skrá Kristilegs stúdentafélags. Til máls taka Frank M. Halldórs son cand theol. formaður félags ins, séra Sigurður Pálsíon, herra Sigurbjörn Einarsson biskup, As geir B. Ellertsson cand. med. og Ingólfur Guðmundsson stud. theol. Blandaður kór K.F.U.M. og K. syngur. Kynnir dagskrár- innar verður Auður Eir Vil- hjálmsdóttir stud. theol. 22:00 Veðurfregnir. — Kvöldtónleikar. a) Frá tónlistarhátíðinni í Chim- ay í Belgíu 1960: I Musici leika Consertino nr. 2 í G-dúr fyrir — Alex, hefur þú nokkurn tíma heyrt þessa Markúsar get- ið? — Vissulega, hann skrifar ferðasögur og tekur myndir fyr- ir náttúrufræðiritið. — Jæja, hann er að ganga í gildru okkar .... Ég vil að allir sem rita um þessi efni ráðist á okkur. Það verður til þess að Goody-goo verður bezt þekkta sælgæti landsins! strengjasveit eftir Pergolesi og Konsert fyfir fiðlu, strengjasveit og clavecin eftir Vidaldi. Einleikari á fiðlu: Felix Ayo. b) Frá tónleikum í Austurbæjar bíói 15. febr. s.l.: Hans Jand er leikur píanósónötu op. 2 nr. 3 í C-dúr eftir Beethoven. c) Missa Brevis eftir Kolály (Ein söngvarar og Búdapestkórinn syngja með ungversku ríkis- hhljómsveitinni; höf. stj.). 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 22. maí. (Annar hvítasunnudagur) 8:30 Fjörleg músík að morgni dags. 9:00 Fréttir. — 9:10 Morguntónleikar: a) Hornkonsert nr. 2 í D-dúr eft ir Haydn (Alfred Brain og Janssen sinfóníuhljómsveitin leika; Werner Jansen stj.). b) Nicanor Zabaleta leikur á hörpu. c) Frá Casals-tónlistarhátíðinni í Porto Rico 1959: Carol Smith og Jan Peerce syngja aríur úr kantötum eftir Bach: Bach Aria Group leikur með: Stjórn.: William Scheide. d) Fiðlukonsert í a-moll op. 99 eftir Stostakovitsj (David Oi- strakh og Ríkishljómsveitin í Leningrad leika; Evgenij Mravinskij stjórnar). 11:00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur Séra Sigurjón Þ. Árnason. Organ leikari: Páll Halldórsson). 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: a) „Andstæður" (Constasts) fyrir fiðlu, klarínettu og píanó eftir Béla Bartók (Melvin Ritter, Reginald Kell og Joel Rosen leika). b) Atriði úr óperunni ,,I Pagli- acci" eftir Leoncavallo (Carlo Tagliabue, Carlo Gavazzi. Carlo Bergonzi o.fl. syngja. með kór og hljómsveit ítalska útvarpsins. Stj.: Alfredo Sim onetto). c) Sinfónía nr. 5 í e-moll op. 64 eftir Tjaikovsky (Hljómsveit Scala-óperunnar í Mílanó leik ur; Guido Cantelli stj.). 15:30 Kaffitíminn: a) Josef Felzmann Rúdólfsson og félagar hans leika. b) Hljómsveit Norries Paramour leikur. 16:30 Veðurfregnir. Endurtekið leikrit: „Hugsanaleik urinn" eftir Helge Krog. Þýð- andi: Sigríður Thorlacius. Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen. (Áður útv. í marz 1957). 17:30 Barnatími (Baldur Pálmason). a) Frá nemendatónleikum Barna músíkskólans: Fjórtán börn flytja barnasinfóníu eftir Joseph Haydn. b) Leikrit: „Palli pikkoló á vakt'* eftir Jakob Skarstein. Þýð- andi: Elín Pálmadóttir. Leik- stjóri Ævar R. Kvaran (Áður flutt fyrir fjórum árum). c) Börn úr barnaskólanum ó Kársnesi syngja og leika . d) Lesin írsk saga: „Þrílemban'* 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 „Sígaunabaróninn". Óperetta Johanns Strauss á uppsiglingu í Þjóðleikhúsinu. Magnús Bjarn- freðsson rekur efnisþráðinn, og sungin verða og leikin, fáein lög. 20:30 Kórsöngur: Karlakór Reykjavík ur syngur. Sönstjóri: Sigurður Þórðarson. Einsöngvari: Guð- mundur Jónsson og Guðmundur Guðjónsson. Píanóleikari: Fritz Weisshapell. Af tilefni 35 ára af- mælis kórsins syngur 100 manna kór eldri og yngri félaga nokkur lög. 21:15 „Stebbi í Seli": Þættir úr ævi Klettafjallaskáldsins, teknir sam an og tengdir af Gils Guðmunds- syni rithöfundi. Aðrir flytjendur: Dr. Broddi Jóhannesson, dr. Kristján Eldjárn og Óskar Hall dórsson cand. mag. — Fyrri hluti. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög, þ.á.m. leikur hljómsveit Arna ísleifssonar. — Söngfólk: Ragnheiður Jónsdóttir og Jóhann Gestsson. 02:00 Dagskrárlok. 08:00 12:00 12:55 15:00 18:30 18:55 19:30 20:00 20:05 21:05 21:50 22:00 22:10 23:00 Þriðjudagur 23. maí Morgunútvarp. (Bæn: Séra Jón Þorvarðarsson. — 8:05 Morgun- leikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurf regnir). Hádegisútvarp (Tónleikar. » 12:25 Fréttir og tilkynningar). „Við vinnuna"; Tónleikar. Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. Fréttir. Erindi: Frakkland og Alsír (Ei- ríkur Sigurbergsson viðskiptafr.), Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Þjóðleikhúsinu 16. þ.m., síðari hluti. Stjómandi: Bohdan Wodiczko. Einleikari á píanó: Tadeusz Zmudzinski. a) „Nætur í görðum Spánar'*, eftir Manuel de Falla. b) Tilbrigði eftir Boris Blacher um stef eftir Paganini. Raddir skálda: Úr verkum Axels Thorsteinssonar. — Flytjendur: Guðbjörg Þorbjamardóttir, Krist ín Anna Þórarinsdóttir, Ævar Kvaran og höf. sjálfur. Fjallasöngvar: Calderelli systkin in syngja. Fréttir og veðurfregnir. Lög unga fólksins (Jakob Möller) Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.