Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. maí 1961 MORKVNBLAÐIÐ 3 ☆ •MMM MIMMMhi KAPPREXÐAR Fáks á skeið- vellinum við Reykjavík á ann an hvítasunnudag þóttu tak- ast mjög vel. Veður var gott Og ekki mikið ryk, enda hafði verið sprautað saltvatni með stuttu millibili á völlinn all- an daginn fram að þeim tíma sem kappreiðárnár hófust, og þar var samankomið margt að komumanna, sem bæði komu riðandi og í farartæKjum T. d. var komið með kappreiða- hesta austan frá L.augarvatns, úr Gaulverjabæ í Fióa og frá Eyrarbakka. Og hópur af á- horfendum kom ríðandi úr Ölfusinu, frá Hveragerði og Þorlákshöfn. Kom réiðfólkið að austan að kvöldi hvíta- sunnudags, geymdi héstana í hesthúsum Fáks og reið af stað austur eftir kappreiðarn- ar á 2. hvítasunnudag. Mun þar hafa riðið um hérað 12— 14 manna hópur með um 40 hesfa. * * * Á kappreiðunum var í þetta sinn tekin upp nýbreytni, sem vakti mikla athygli, ekki sízt unglinganna. Ung stúlka, Rosemarie Þorleifsdóttir, hafði þjálfað 5 krakka á aldr- inum 10—13 ára, í æfingum á hlaupandi hesti, og sýndu þaú listir sínar, stelpurnar Rosemarie Þorleifsdóttir með krökkunum, sem sýndu æfingar á hlaupandi hesti. Þau heita Ásta Guðmundsdóttir, Ylfa Bryjijólfsdóttir, Herdís Hermannsdóttir, ívar Björnsson og Kristján Á- gústsson. (Ljósm. vig.) hesta, hefi aðeins 5, sem félags krakkar verið þar á mánaðar- námskeiði einu sinni í viku. — menn í Fáki hafa lánað og það takmarkar að sjálfsögðu hvað hægt er að taka marga, segir Rosemarié. Um dagmn komu til mín krakkar, sem sögðust ekki vilja fara í sveit, því þar fengju þau aldrei að koma á hestbak, heldur vera í brenum í sumar og fara í reið hælana til. Stóru hestarnir finna þetta á síðunni. Svo brokka þeir gróft og valhoppa og reiðmaðurinn þarf að lyfta sér í hnakknum. — Geturðu haft gagn af bví sem þú lærðir á þessum stóru hestum í reiðskólanum’ — Ekki beint að sitja hest- inn. Annars má sjalfsagt kenna islenzka hestinum ýrn- Leika listir á hestbaki - kunna aö detta af baki klæddar rauðum pilsum og hvítum blússum og strákarnir hvítklæddir. Hesturinn brokk aði í hringi og krakkarnir stóðu á höndum á bakinu á honum, héngu utan í og gerðu alls kyns æfingar! Rosemarie sjálf sýndi hindrunarhlaup ásamt einum stráknum og krakkarnir fóru hópreið eftir músik. Rosemarie lærði þessar list ir úti í Þýzkalandi, þar sem þeim er aðallega beitt með til- liti til þess að auðvelda krökk , um frá 10 ára aldri að komast í samband við þessa stóru og hrikalegu hesta, sem þar eru, að því er hún segir. Krakk- arnir hafa þá gjörð til að halda sér í og fá öryggi á bestbaki. Einnig læra þau um ieið að detta af baki, og koma rétt niður og það getur verið gagniegt. — Ég hefi aðeins þjálfað einn hest í þessu enn- þá, segir hún. Hann brokkar, en seinna þarf að kenna hon- um að valhoppa. Rosemarie er dóttir Þorleifs Þórðarsonar framkvæmda- stjóra Ferðaskrifstofunnar. Hún var í fyrra í reiðskóla í Þýzkalandi. Einnig starfaði hún á búgarði í Þýzkalandi, þar sem unnið var með ís- lenzkum hestum og á hóteli, þar sem hestar voru leigðir hótelgestum. í vetur hefur hún svo haft reiðskóla á veg- um Fáks og kennt krökkum taumhald og ásetu. Hafa 35 hefi orðið að neita fjölmörg- Það hefur verið svo mikil að- sókn að námskeiðunum að ég um krökkum. En mig vantar skóla. Nú er hlé hjá okkur, en í júní hefst eitt námskeið, sem þegar er orðið fullsetið. Ég vona svo að hægt verði að halda áfram með þetta, því eftir þessar undirtektir væru það hálfgerð svik að hætta við svo búið. — Svo hefurðu verið að temja? Mér er sagt að þú haf- ir verið inn við hesthús alla daga í vetur? -— Já, ég hefi tekið nokkra hesta fyrir fólk í tamningu. Annars er ekki ætlunin að gera það, því ég er tæplega fær til þess. Ég get vel tamið hest eins og ég vil hafa hann sjálf, en það er ekki víst að öðrum líki það. — Hvernig stóð á því að þú iagðir þetta fyrir þig? — Ég hefi alltaf haft gaman að hestum frá því ég var lítil og var í sveit, fyrst á Skriðu- felli í Þjórsárdal og síðan á Steindórsstöðum í Reykholts- dal. Svo hefur pabbi alltaf haft hesta. — Eru stóru þýzku hestarn- ir ekki ólíkir okkar hestum og reiðlagið annað? — Jú, hestarnir eru svo stórir að ég sé ekki yfir lend- ina á þeim, þegar ég stend hjá þeim og reiðmennskan byggist á allt öðru. Reiðmað- urinn stjórnar hestinum með fótunum, taumhaldið er að- ems til að hafa hemil á hrað- anum. Fæturnir eru klemmd- ;r að síðum hestsins og hon- um stjórnað með þrýstingi frá kálfunum og með því að færa islegt sem þeir stóru gera, og ég hefði gaman af að reyna það. En ég hefi ekki fundið rétta hestinn, þetta verður að vera séistök gerð. Annars var námið á reiðskólanum bæði verk’.egt og bóklegt. Við höfð- um alveg okkar hesta, hirt- um þá algerlega og önnuð- urnst þá á allan hátt, Og í bókiegu lærðum, við um hesta kyn, hestasjúkdóma, og þekkja aldur hesta og ýmis- legt fleira sem hestum við- kemur. — En hvernig gengur þá Þjóðverjunum að sitja ís- lenzku hestana? — Þeir verða eiginlega að iæra það sérstaklega, tii að njóta þess sem hestarnir hafa upp á að bjóða. Phony-klúbb- urinn þýzki hefur ráðagerðir um að hafa á sínum vegum farkennara, sem kennir fólki að ná tölti Og skeiði út úr ís- lenzku hestunum Og læra að meta það, en ekki veit ég hvað af því verður. — Hvernig voru íslenzkir hestar notaðir á búgarðinum, þar sem þú varst? — Þeir voru notaðir í alls konar vinnu með vélum, þóttu liðlegri við ýmis störf en stór- ar vinnuvélar. Og á sunnu- dögum ókum við stundum í léttikerrum, sem þeir drógu. Það er ákaflega skemmtilegt og það hefði ég gaman af að reyna hér. Léttikerra er bara svo dýr. Eldra fólk Og aðrir, sem ekki þorðu að fara á hest- bak, kynntust íslenzku hest- unum gjarnan með því að spenna þá fyrir listikerru. — Þegar íslenzku hestarn- ir iilaupa sjálfir úti í haga, þá sér maður hvað hægt væri að kenna þeim margt án þess að þvinga þá, sagði Rosemarie að lokum. Og ég hefi ákaf- iega gaman af að reyna það. * * * Er menn riðu heim af kapp- reiðunum á sunnudag, reið a. m. k. einn nýjum fáki. Það var Kristján Guðmundsson í Garðahreppi, sem hafði hlotið bezta vinninginn í happdrætt- inu. Frá einu hlaupinu á skeiðvellinum á sunnudaginn. — Einn knapinn hefur dottið af baki og hesturinn hleypur einn. ifiMÍÍ Sýnishorn af Framsóknarmálflutningi Alkunna er, að í stjórnarand- stöðunni hefur hnífurinn ekki gcngið á milli Framsóknarmanna og kommúnista. Upp á síðkastið hefur Tíminn þó tekið til við að bera af sér kommúnistasamvinnu og stundum jafnvel hnýtt í banda menn sína. En ekki tekur betra við þegar lýsa á kommúnista- hættunni. Þannig segir t. d. í rit- stjórnargrein: „Konnnúnisminn þrífst bezt í löndum, þar sem almenn fátækt er mikil og stjórnarfarið er meira og minna spillt. Fátækt og spill- ing skapar kommúnismanum bezían jarðveg . . . Hættan er fólginn í stjórnarstefnunni, sem nú er fylgt, og miðar að því að skapa jarðveg fyrir öfgar og ein- ræði Þess vegna verður að hverfa af þeirri afturhaldssömu og spilltu auðvaldsstefnu, sem nú- verandi rikisstjórn fylgir og taka aftur upp frjálslynda framfara- stefnu.“ Daníel máttugur 1 þessari sömu ritstjórnargrein, þar sem látið er að því liggja, að íslendingar séu senn komnir á vonarvöl, er það rökstutt frekar hvernig á þessu standi og segir blaðið: „Stöðugt er verið að fjölga bitlingum handa gæðingum stjórnarinnar og menn eru rekn- ir úr störfum vegna stjórnmála- skoðana einna saman, samanber brottvikninguna á Daníel Ágúst- ínussyni.“ Það er þannig ekki ofsögum sagt, að áhrifamætti Daníels Ágústínussonar. Vegna þess að Akurnesingar kærðu sig ekki um hann lengur sem bæjarstjóra, á nú ísland allt að vera kommún- ismanum að bráð. Hatursskrif kommúnista Fyrir skömmu skrifaði Einar Olgeirsson einhverja mestu geggj unargrein, sem hér hefur sézt á prenti. Boðaði hann þar, að helzt þyrfti að setja hér upp al- þýðulögreglu. Þótt heróp Einars Olgeirssonar sé broslegt í aðra röndina, þá er það þó alvarlegt, hve kommúnistar ganga um þessar mundir langt í því að reyna að ala á hatri og ofbeldis- tillineigingum. Vonandi skjátlast Morgunblaðinu í þvi að þessi á- róðursherferð sé tengd verkfalls- boðun kommúnista, því að vissu- lega væri það hryggilegt, ef hér ætti í sambandi við verkfall það, sem kommúnistar vilja fyrir alla muni koma á, að efna til óspekta og uþpþota. Tíminn tekur undir Verra er samt hitt, að blað flokks, sem vili telja sig lýðræðis flokk, Tíminn, skuli daglega taka undir þann hatursáróður komm- únista að Sjálfstæðismenn og þá sérstaklega félagar í Heimdalli, hafi staðið fyrir óspektunum, sem hér urðu við lok Keflavíkur- göngunnar svonefndu. Þessi of- stopi Framsóknarmanna er þess eðlis, að varla er lengur hægt að tala um Framsóknarflokkinn, sem ábyrgan lýðræðislegan flokk. Sérhver flokkur, sem vill telja sig þroskaðan lýðræðislega, verður að vera reiðubúin að vera í stjórnarandstöðu án þess að ærast gjörsamlega. Hann á að veita ríkisstjórn aðhald, gagn- rýna það sem illa fer og benda á aðrar leiðir. Hlutverk stjórn- arandstöðuflokksins er í raun- inni alls ekki þýðingarminna en stjórnarflokfkanna. Þessu hlut- verki hefur Framsóknarflokkur- inn algjörlega brugðizt og þess vegna dæmt sig úr leik í heil- brigðri og heiðarlegri stjórn- málabaráttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.