Morgunblaðið - 24.05.1961, Síða 24

Morgunblaðið - 24.05.1961, Síða 24
Samtal við Goldu Meir Sjá bls 13. 112. tbl. — Miðvikudagur 24. maí 1961 IÞRÓTTIR Sjá bls. 22. ] Ofsalegt norðanáhlau um landið norðanvert Bátar brotna — óttazt um fé - færð teppist vegna snjókomu S N E M M A í morgun gerði stórkostlegt norð- anáhlaup um norðanvert landið. Kom það mjög skyndilega og harkalega á og minnir okkur á, hve skammt er norður í vetr- arríkið í Grænlandi, en þaðan kom élhrina. Fréttir bárust þó ekki um verulegt tjón af völd- um veðursins nema frá Bolungarvík, en þar ónýtt ust tveir bátar. — Hér a a fara á eftir fréttaklausur frá fregnriturum víðs vegar úti á landi. Fyrst skyldu menn lesa það, sem stendur undir veður- kortinu á bls. 3. Hvasst á Skipaskaga Akranesi, 23. maí. Hann er hvass á norðvestan, mikið skýjafar og vottar fyrir fjúki annað slagið. Engir litu við sjó í dag. — Oddur. Trilla slitnaði upp á Patreksfirði Patreksfirði, 23. maí Ágætt veður var í gær, en þó fremur kalt, 7—8 stig. Um tíu- leytið í morgun fór að fenna 1 fjöii, og þegar líða tók á dag- inn, jók hann hríðina. Um átta- leytið í kvöld var 3—500 metra sk.yggni. Veðurhæð er um 7—8 vindstig og norðanrok á. Hér hafa legið tveir enskir togarar í dag, og færeysk Og norsk fiskiskip hafa látið reka úti í firðinum. Ein trilla slitnaði upp á legunni, en henni tókst að bjarga, áður en skaði varð af. Að sjálfsögðu er veður þetta af- ar bagalegt fyrir bændur og búa lið, þar eð sauðburður stendur hæst. Sérstök blíðuveður verið undanfarna daga. — Trausti. Alhvítt á Flateyri Flateyri, 23. maí. Undanfarna daga hefur verið hér sannkölluð sumarblíða. Fjall Tómas Helgason ekipaður prófessor I LÖGBIRTINGABLAÐI, sem út kom á laugardag er þess getið, að 12. þessa mánaðar hafi for- seti íslands skipað Tómas Helga- son, lækni, prófessor í geðlæknis fræði við læknadeild Háskóla ís- lands frá 1. ágúst 1061 að telja. Lá við stórslysi Ártúnsbrekkunni LITLU munaði, að stórslys yrði í Ártúnsbrekkurmi um kl. þrjú á hvítasunnudag. Má það eigin- lega heita óskiljanleg tilviljun og mildi, að alvarlegt slys varð ekki þama. Margir bflar voru á ferð um brekkuna, þegar mannlaus fólks- bíll, sem skilinn hafði verið eftir af einhverjum ástæðum í brekk- unni ofarlega, tók að renna aftur á bak ofan hallann. Bíllinn mun hafa verið í handbremsu en ekki í gír. Rann bíllinn sífellt hraðar niður brekkuna og framhjá nokkrum bifreiðum, sem tókst með snarræði að víkja til hliðar á seinustu stundu. Að lokum virtist sem hjá slysi yrði ekki komizt. Stefndi bíl- draugurinn þá með miklum hraða á station-bifreið, þar sem fimm manna fjölskylda var á ferð. Þegar ekki voru nema 3% til 4 metrar á milli bifreiðanna, var eins og einhver æðri máttur „Þorsleinn Ing- ólfsson44 AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- félags'ins Þorsteijis Ingólfs- sonar í Kjósarsýslu verður haldinn föstudaginn 26. maí kl. 8,30 e .lu að Klébergi. — Venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á Landsíund. tæki að sér stjórn mannlausa bíls ins. Beygði hann snögglega, eins og maður sseti við stýrið. til hlið- ar og út á afleggjara. Rann hann síðan út af honum, sveigði upp í brekkuna og nam staðar í smá- lægð. Bíllinn var læstur og eng- inn sjáanlegur sem gerði tilkaU til hans. Áhorfendum ber saman um, að þarna hafi mannslíf bjarg ast á ótrúlegasta hátt. vegir hafa verið að opnast, gróð- ur í góðri framför og túnin tek- in að grænka. í þessari blíðskap- artíð hafa nokkrir bændur sleppt fé sínu. í morgun, er menn risu úr rekkju, höfðu snögg umskipti orðið: Úti var norðanhríð, alhvítt í sjó fram og vetur genginn í garð. Menn tóku fram skjólfötin, er þeir gengu til vinnu sinnar. Hiti er um frostmark, en hætt er við að frost sé til fjalla, og að sjá er þar uppi mikil snjókoma. Ef áframhald verður á þessu norðanáhlaupi Og snjókomu munu vegir um heiðar fljótlega teppast. Tveir bátar brotna í óveðri í Bolungarvík Bolungarvík, 23. maí Um hvítasunnuna skall hér á páskahretið Og munu veðurguð- irnir hafa ruglazt eitthvað í rím- inu. I gær og í fyrradag var fólk hér í sólbaði, því veður var stillt og sérlega hlýtt. En kl. 1,30 í nótt byrjaði allt í einu að snjóa ferlega og í morgun var komið mikið hvassviðri með fannkomu, svo að alhvítt er niðri í bæ eins Og á vetrardegi. Eftir hádegi í dag gerði svo ofsalegt rok á norðan. Tveir bátar, tveggja tonna og fjög- urra tonna, voru hér í vörun- um og tók rokið þá og feykti þeim svo utan í að þeir eru nærri eyðilagðir. Báturinn Frímann kastaðist í varar- vegginn og brotnaði allur, svo nærri jafnmikið grjót var inni í lionum og utan við. Og bát urinn Valur, sem er með Framhald á bls. 23. ÞORKELL Steinsson varðstjóri virðir fyrir sér sprengjuhylki austur á Seyðisfirði. — Ljósm. Ólafur Björnsson Sprengi- efnið gert óvirkt EINS og sagt var frá í laugar- dagsblaðinu fannst sprengiefni austur á Seyðisfirði í fyrri viku samkv. tilvísun manns, sem hafði séð það grafið í æsku sinni, fyrst eftir að Bretar komu þangað 1940. Maður þessi, Hans Benja- mínsson, er nú búsettur í Reykja vík. Bretar nuunu hafa óttazt inn- rás Þjóðverja um þetta leyti og falið sprengiefni á ákveðnum stöðum. Síðari hluta árs 1941 voru sprengjurnar flestar fjar- lægðar, en þessar skildar eftir af óþekktum ástæðum. Framh. á bls. 23. Telpa stórslasast AKRANESI, 23. maí. — Laust eftir hádegi á annan í hvíta- sunnu varð það hörmulega slys á Vesturgötunni, rétt neðan við Þórðarbúð, að tíu ára telpa varð fyrir vörubíl og stórslasaðist. Var hún gestkomandi hér, dóttir Kjartans Bergmanns Guðjóns- sonar í Reykjavík og heitir Sol- veig. Nánari atvik að slysinu voru þau, að Solveig litla og önnur telpa á líku reki voru saman á vestari gangstéttinni er Solveig missti gleraugu af sér út á göt- una. Skauzt telpan eftir þeim, en í því kom vörubíll upp götuna, svo að hún varð undir hjólunum. Sjúkrabíllinn var ekki viðlát- inn, en lögreglubíllinn kom eftlr skamma stund, svo og Bragi Ní- elsson lækir. Könnuð voru sár Solveigar litlu á sjúkrahúsinu og gert að þeim eftir föngum. Kom í ljós, að hún hefur höfuðkúpu- brotnað, annað lungað skemmzt mikið innýfli marizt og hand- leggs- og fótbrotnað. — Oddur. Samn- inga- fundir í GÆR var haldinn fund- ur með fulltrúum Vinnu- veitendasambands íslands og fulltrúum hinnar svo- kölluðu „byggingagrúppu“ í verkalýðssamtökunum, en að henni standa Tré- smiðafélag Reykjavíkur,' Múrarafélag Reykjavíkur,1 Sveinafélag pípulagninga-1 , manna og Málarasveinafé- lag Reykjavíkur. Ofangreind félög hafa til- kynnt, að þau muni hafa sam- stöðu um samningamál. Annan hóp mynda járnsmiðir, blikk- smiðir, skipasmiðir og bifvéla- virkjar (,,járngrúppan“), en rafvirkjar eru út af fyrir sig. Fulltrúar meistarafélaga við- jkomandi iðngreina voru einnig aðilar að fundinum. Ekki tók- ust neinir samningar á fund- inum, og var málinu að lokum vísað til sáttasemjara. IÐJA OG FÍI Undanfarið hafa farið fram samningsviðræður milli Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík og Félags íslenzkra iðnrek- enda, sem stendur utan Vinnuveitendasambands ís lands. Samningar hafa enn ekki tekizt og viðræðum haldið áfram. Næsti fundur ' verður væntanlega eftir1 hádegi í dag,- VERKAMENN , í gærkvöldi hófst fund- ur með fulltrúum Dags- brúnar, Hlífar, Vinnuveit- endasambands íslands, Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna og áheyrn arfulltrúa Reykjavíkur- bæjar ásamt sáttasemjara m ríkisins. Þegar blaðið afl- aði sér fregna af fundin- um um kl. 11 í gærkvöldi, hafði engu þokað í sam- komulagsátt. Athafnamaður á Fríkirk juvegi: Ók á kirkju, flúði lög- regluna út um glugga AÐFARANÓTT þriðjudags, þegar klukkan var 20 mín. gengin í tvö, kom maður inn á lögreglustöðina í Reykjavík og kvaðst hafa séð bifreið með G- númeri aka utan í umferðar- meyki á gatnamótum Skálholts stígs og Fríkirkjuvegar, við Fríkirkjuna. Þaðan hefði bíll- inn ekið utan í kirkjuna sjálfa, en staðnæmzt að lokum úti á veginum. Út úr bílnum skutust tveir m,enn, sem hlupu út í bláan buskann. Lögreglan fór á staðinn og tók bifreiðina, sem var mikið skemmd, í sína vörzlu. Vitnið að atburðinum er Hafnfirðing- ur, og bar sá maður kennsl á flóttamennina, sem báðir voru úr Firðinum. Á þriðjudagsmorgun kom maður á lögreglustöðina og vildi fá að hirða bílhræið. Sagði hann bílinn eign sína, en hann hefði ekki verið í sínum höndum nóttina áður. Gaf hann helzt í skyn, að honum hefði verið stolið. Lögreglu- þjónunum þótti frásögn manns ins grunsamleg og sendu hann suður til rannsóknarlögregl- unnar við Fríkirkjuveg. Sagt er, að þeir, sem brjóti eitthvað af sér, leiti gjarnan á staðinn aftur, þar sem þeir frömdu verknaðinn, en ekki mun þessi seinni för á Fríkirkjuveginn hafa verið farin af fúsum vilja. Við yfirheyrslu hjá rann sóknarlögreglunni kom maður inn með sömu loðnu skýring- arnar. Sá, sem yfirheyrði, brá sér þá út úr herberginu, til þess að láta senda eftir vitninu. Mað- urinn gerði sér þá lítið fyrir, stökk út um glugga og var horfinn, þegar hugað var að honum. Herbergið er á fyrstu hæð og stökkið um mannhæð, — Það mun einu sinni hafa komið fyrir áður, að maður hafi stungið sér út um glugga í þessu húsi. Síðar um daginn gaf mgð- urinn sig fram hjá skrifstofu bæjarfógeta í Hafnarfirði. Munu yfirheyrslur yfir honum hafa gengið greiðlega í það sinnið og játning legið á lausu-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.