Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 16. júní 1961 Uppeldismálaþing Sambands ísl. barnakennara og Landssambands framhaldsskólakennara sóttu töluvert á þriðja hundrað kennara, auk margra boðsgesta, og er það fjölmennasta upp eldismálaþing, sem hér hefur verið haldið. — Höfuðmál þingsins voru: I. Launamál kennara, og II. Kennsla og skólavist tomæmra bama og unglinga. Birtir Mbl. í dag ályktun þings- ins um hið síðarnefnda, en launamálaályktunin, hefur þegar birzt í blaðinu. Frá uppeldismálaþingi: Efla þarf menntun tornæmra barna „KENNSLA og skólavist tor- næmra barna og unglinga“ var annað höfuðmálið, sem tekið var til meðferðar á ný- afstöðnu uppeldismálaþingi í Reykjavík. Var á þinginu samþykkt svo- felld ályktun um málið: „Tólfta uppeldismálaþing Sam bands íslenzkra barnakennara og Landsambands framhalds- skólakennara telur allmikið skorta á, að aðbúð tornæmra bama og unglinga í skólum landsins sé með þeim hætti sem æskilegt er, og bendir á nauð- syn þess, að skólunum séu sköpuð þau skilyrði, að hver einstaklingur fái sem bezt not- ið sín og þroskað þá hæfileika, sem hann býr yfir. gert er ráð fyrir í lögum um fræðslu barna og lögum um gagnfræðanám. Jafnframt bendir þingið á nauðsyn þess, að nú þegar fari fram gagngerð athugun á því, á hvern hátt verði bezt séð fyr- ir uppeldi og fræðslu barna og unglinga, sem að dómi hlutað- eigandi kennara og skólastjóra spilla góðri reglu í skólanum og eru miður heppilegt fordæmi öðrum bömum. Frekari fræðsla tomæmra Þingið telur einnig tímabært, að athugaðir verði möguleikar á stofnun síðdegis- og kvöld- skóla, þar sem hinum tornæmu unglingum yrði að loknu skyldu námi gefinn kostur á frekari fræðslu samhliða atvinnu. í>á felur þingið stjórnum S.Í.B. og L.S.F.K. að vinna að því við hlutaðeigandi yfirvöld, að eftirfarandi úrbætur verði gerð- ar varðandi kennslu og skóla- vist tornæmra barna og ungl- inga: 1. í bekkjum fyrir tornæm börn við barna- og unglingaskóla verði ekki fleiri nemendur en 12—15. 2. Samin verði sérstök náms- áætlun fyrir tomæmu börn- in og daglegur kennslutími þeirra lengdur. 3. Ráðnir verði valdir kennar- ar til þess að annast kennsl- una og verði kennsluskylda þeirra 4/5 hlutar af kennslu- skyldu kennara viðkomandi skólastigs. Yfirvöld fræðslu- mála sjái þessum kennurum fyrir möguleikum á sér- mentun í kennslu og upp- eldi tornæmra barna og unglinga. 4. Menntamálaráðherra skipi eftir tilnefningu S.Í.B. og L.S.F.K. 5 manna nefnd sér- fróðra manna til þess að út- vega og láta gera sérhæfð kennslugögn fyrir tornæmu börnin. Þingið leggur áherzlu á, að reynt verði að koma þessum tillögum í framkvæmd, svo víða sem unnt er, í byrjun næsta skólaárs.“ Lögbanns krafist út af aðgerðum Dagsbrúnar Á góðum vegi í Reykjavík Þingið fagnar því, að í Reykjavík hefur" verið sett á stofn sálfræðideild skóla og geð vemdardeild við Heilsuvemd- arstöð Reykjavíkur. Þingið treystir því, að nægir starfs- kraftar verði fengnir til að sinna því mikilvæga hlutverki, er þessum stofnunum er ætlað að rækja í þágu skólastarfsins. Jafnframt lýsir þingið stuðn- ingi sínum við þá ákvörðun Barnavemdarfélags Reykjavík- ur og Reykjavíkurbæjar að reisa lækningahæli fyrir tauga- veikluð börn. Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeim undirbúningi að hagnýt- ingu skólaþroskaprófa, sem fram hefur farið að tilhlutan Fræðslu skrifstofu Reykjavíkur og þakk- ar forvígismönnum ötult starf. Jafnframt væntir þingið þess, að skólaþroskaprófin verði hið fyrsta tekin í notkun, þar sem ástæður leyfa. Þingið telur, að með öllu þessu sé lagður traustur grund- völlur að framhaldandi þróun þessara mála og skorar á fræðslumálastjórnina að vinna að því, að hliðstæð þjónusta verði tekin upp utan Reykja- víkur. Athugun fari fram Þingið fagnar því, að hafinn er undirbúningur að stofnun skóla í Reykjavík fyrir börn, sem að dómi sérfróðra manna skortir hæfileika til að stunda nám í almennum skóla, eins og 1 GÆRDAG fór lögmaður Kassagerðar Reykjavíkur fram á það við borgarfógeta, að hann leggi tafarlaust lög- bann við því að Verkamanna félagið Dagsbrún hindri vöru flutninga á vegum fyrirtæk- isins. Hafa þeir verið fram- kvæmdir af starfsmönnum Kassagerðarinnar og eru þeir ekki félagsbundnir í laun þegasamtökum, sem nú eiga í verkfalli. ★ FRESTUR Þegar lögmaðurinn, Páll S. Pálsson, hrl., hafði lagt málið fram í bæjarþingi í gær, fékk talsmaður Dagsbrúnar, Egill Sigurgeirsson, hrl., frest til greinargerðar, til klukkan 4 í dag, föstudag. Vöruflutningar þeir, er hér um ræðir, hafa farið fram milli verksmiðjuhúss Kassagerðarinn- ar og Skúlagötu 58, en þar hefur verksmiðjan verið til húsa. Hafa verkfallsverðir hindr að bíla verksmiðjunnar sem flutt hafa efni á milli húsanna. 1 gærmorgun er bíl var ekið inn í port Kassagerðarinnar í húsinu Skúlagötu 58, höfðu verkfallsmenn frá Dagsbrún hópazt inn í portið, og höfðu þeir í frammi hótanir við starfs menn Kassagerðarinnar. Var lögreglan kölluð á vettvang og stóð í harki fram til um kl. 10 í gærmorgun, að lögreglan sagði verkfallsmönnum að fara út úr porti hússins, sem þegar var lokað. Lögmaður fyrirtækisins fór síðar í gærdag fram á lögbanns úrskurð borgarfógeta við að- gerðum Dagsbrúnar, eins og fyrr var sagt. Þegar lögmaðurinn lagði málið fram í fógetarétti, benti hann á hvílíkt þjóðartjón myndi af því hljótast ef Kassa- gerðin yrði nú stöðvuð, því ver- ið sé að framleiða umbúðir um frystan fisk til útflutnings og geti verksmiðjan ekki starfað, nema efnisflutningarnir verði hindrunarlaust leyfðir. _____ — Handritin Framhald af bls. 1. fsstingar fýrr en nýjar kosn- ingar hafa farið fram. ÞaS er ætlun ríkisstjómarinnar, þegar nýjar kosningar hafa farið fram, að leggja frum- varpið aftur fram til sam- þykktar í þinginu. Það er ennfremur aetlun ríkisstjórn- arinnar að láta vinna að þeim lagfæringum og ljós- myndun handritanna, sem fram eiga að fara, áður en þau verða afhent. Þeir 61 þingmenn, sem krefj- ast þess að afhendingu verði frestað, gera það með tilvísun til eignamámsákvæða í stjóm- arskránni. Er það því gmnd- vallaratriði hvort hér er í raun- inni um eignarnám að ræða eða ekki. Ríkisstjórnin neitar að svo sé, en lagasérfræðingar há- skólanna em ekki á einu máli um það. Stjórn Ámasafns, sem geym- ir flest handritanna, sat fund í dag og ræddi málið. Formaður stjórnarinnar, Bröndum Nielsen prófessor, hefur ekkert látið uppi um fyrirætlanir safnstjórn- arinnar,. en lét sér nægja að lýsa ánægju sinni yfir því hvernig málum er komið. BLAÐAUMMÆLl Dönsku blöðin gera sér að sjálfsögðu tíðrætt um frestunina og fara hér á eftir ummæli nokkurra þeirra: Kristeligt Dagblad segir: — Jafnvel þjóðþingsmenn, sem greiddu atkvæði með afhend- ingu hafa látið tilleiðast til að undirrita frestunarkröfuna. Af þessu sést að málið er á óheppi- legan hátt komið inn í deilu rík isstjórnar og stjórnarandstöðu. Ætlunin var að víta ríkisstjórn- ina fyrir framkomu hennar en afleiðingin verður sú að íslend- ingar em særðir og þykkja skap ast í sambúð íslendinga og Dana. Menn hljóta að spyrja, hvers vegna eiga íslendingar að gjalda klaufalegrar málsmeð- ferðar rikisstjórnarinnar? Und- irskriftirnar tefja hluta af hand ritagjöfinni en hindra hana varla. Nú þegar ætti að vera unnt að gefa íslandi skinnhand- ritin í Konunglega bókasafninu, en önnur handrit verða að bíða þar til eftir kosningar. Þetta er leitt, en hugsanlegur hæstaréttarúrskurður styður án efa samþykkt meirihluta þings- ins, og þá er frestunin jákvæð. Politiken kveður hér hafa illa til tekizt. Þetta er leiðinda- ástand, segir blaðið. Framvindu málsins getur það þó ekki breytt. Blaðið bendir á að 110 þingmenn hafi greitt atkvæði með því að afhenda handritin og að margir, sem fjarverandi vom, hefðu gert það einnig. En meðal þeirra, sem undirrituðu mótmælin, séu ýmsir þeir, er í grundvallaratriðum fylgi af- hendingu. Það getur því ekki orðið breyting í málinu og eft- ir nýjar kosningar skapast ný- ir möguleikar til að framkvæma það. Frestunin hefur vakið gremju í báðum löndum. Það versta, sem fyrir gat komið, gerðist. Berlingske Tidende segir að mjög beri að harma að þetta mál hafi leitt til opinberra deilna, en það er eingöngu sök Jörgensens menntamálaráðherra. Þingmennirnir 61, sem undirrit- uðu mótmælin, komu fram sem verndarar virðingar þjóðþings- ins. Dagens Nyheder telur það mjög ánægjulegt að nægilegur minnihluti hafi náðst til að vernda eignarréttinn. Segir blaðið að enn séu tækifæri til að leysa handritamálið, jafnvel á fullnægjandi hátt fyrir bæði löndin, en ekki samkvæmt leið- um þeim er Jörgensen mennta- málaráðherra veldi. Berlingske Aftenavis segir að úr því framkvæmd laganna í heild hafi verið frestað geti ríkisstjórnin ekki afhent skinn- handrit þau, sem eru eign Kon- ungL ja bókasafnsins. n| .':'n ■ . rLy' L -.m i ,J NÝ IIERFERB * >: ,| Þegar 56 þingmenn höfðu und- irritað áskorunina um frestun staðfestingar á lögum um af- hendingu handritanna til fslands, sendi íhaldsþingmaðurinn Poul Möller enn á ný símskeyti til þriggja þingmanna Vinstriflokks ins. Eftir að Ib Thyregod hæsta- réttarlögmaður, talsmaður Vinstri flokksins í handritamálinu, hafði hvaft þessa þrjá til að ljá nöfn sín undir áskorunina, létu þeir til leiðast. Því næst undirritaði Thyregod sjálfur og var hann sextugasti þingmaðurinn, sem það gerði. Grænlandsþingmaðurinn Rosing sendi undirskrift sína í símskeyti sem ekki barst fyrr en skjölin höfðu verið afhent þjóðþingmu, en þó áður en tilskilinn frestur rann út. ÓVERJANDI MÁLSMEÐFERÐ Thyregod sagði í sambandi við undirslirift áskorunarinnar: Eg athugaði málið gaumgæfilega. Annars vegar með tilliti til ís- lands, þar sem líta má á frestun sem óvinsamlegar aðgerðir. Hins vegar tel ég málsmeðferðina ó- verjandi og það réði úrslitum. Eg vona að handritamálið verði síðar upp tekið að nýju í því formi að eining ríki um málið og komizt verði hjá málsókn. Mesta athygli vekur undir- skrift 23 þingmanna Vinstri- flokksins. Þrettán þeirra greiddu atkvæði gegn afhendingarfrum- varpi ríkisstjórnarinnar á þingi, hinir 10 ýmist greiddu atkvæði' með afhendingu eða voru fjar- verandi. Meirihluti vinstrimanna, sem undirrituðu áskorunina, svo og margir, sem greiddu atkvæði gegn afhendingu, eru í grund- vallaratriðum fylgjandi því að handritin verði afhent en viður- kenna ekki málsmeðferð stjórn- arinnar. Poul Möller viðurkenn- ir nú að hann hafi í fyrstu ekki talið unnt að safna 60 undir- skriftum. Um möguleika á því að taka málið upp að nýju fyrir næstu þingkosningar segir hann að varla verði nauðsynlegt að gera neinar verulegar breytingar á gjöfinni, en um hana verði að semja við háskólann. Eg reikna með því að ríkisstjórnin taki upp nýjar viðræður strax og öldurnar lægir, sagði Möller. Ríkisstjórnin telur hins vegar ekki að frestunin hafi skapað rétt andrúmsloft fyrir nýjar viðræð- ur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur mér aðeins tekizt að ná til þriggja þingmanna til við- bótar af þeim, sem undirrit- uðu mótmælin. Allir eru þeir þingmenn Vinstriflokksins. Að- spurðir sögðu þeir eftirfarandi; Ejnar Kristensen: — Eg greiddi atkvæði með afhendingu hand- ritanna en óska eftir að afhend- ingunni verði frestað svo að gjöf in njóti meiri stuðnings þjóðar- innar. Anders Andersen: — Óheppl- leg málsmeðferð ríkisstjórnarinn ar gerði frestunina nauðsynlega. Thisted Knudsen: — Eg var fjarverandi atkvæðagreiðsluna í þinginu, en sem lögfræðingur við urkenni ég að réttarríkið Dan- mörk getur ekki afgreitt málið 4 svo vafasömum lagalegum grund velli. Bíll valt af brú SIGLUFIRÐI, 14. júni. — Það vildi til hér um hálftíu leytið i morgun, að bifreiðin F-175, sem er Ford Consul fólksbifreið, fór út af brú, sem er á Fjarðarveg- inum yfir litla á, er rennur i Fjarðarána norðan dælustöðvar. Hvolfdist bifreiðin í fallinu og kom niður á þakið. í bifreiðinni voru Árni Th. Árnason, sem ók henni, og faðir hans, Árni Árnason, og sluppu þeir ómeiddir, en bifreiðin mun töluvert hafa skemmzt. — Var henni lyft úr ánni með krana um tvöleytið í dag. Bifreiðin var kaskotryggð. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.