Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 24
IÞROTTIR Sjá bls. 18. i32. tbl. — Föstudagur 16. júní 1961 7 ara drukknaöi drengur í gær Patreksfirði, 15. júní. HÖRMULEGT slys varð hér síðdegis í gær. Sjö ára dreng- ur, Ríkarður, sonur hjónanna Ingveldar Hjartardóttur og Sigurðar Sigurðssonar, vél- stjóra, féll af stíflugarði og drukknaði. Hjónin Ingveldur og Sigurður reka búskap á jörð sinni Geirs- eyri, og var Ríkarður að fara með kýr í haga, ásamt tveim drengjum öðrum sem báðir voru á svipuðum aldri og hann. Stíflugarðurinn er í Litladal ög var í eina tíð byggður vegna hinn ar gömlu rafveitu bæjarins. Fyrir 8000 farþegar í GÆR var sérlega mikil um- ferð á flugumferðarstjórn- svæði Islands. Vindum var þannig háttað á hafinu, að megnið af flugumferð frá Ev- rópu til N-Ameríku lá norður undir íslandsstrendur, og frá miðnætti á miðvikudag þar til kl. 9 í gærkvöldi, fóru 110 farþegaflugvélar þessa leið vestur, þar af 66 þotur. Sam- tals 8000 farþegar voru í þess- um flugvélum. nokkrum árum fékk vatnsveitan- umráð yfir stíflunni og er vatns- uppistaðan við garðinn notuð fyr- ir vatnsveituna. Drengirnir voru búnir að koma kúnum í haga og voru á heimleið er þeir fóru út að stíflugarðinum. Vildi þá slysið til. Ríkarður féll of í vanið og hafði ekki komið upp aftur. Annar drengjanna hljóp þegar heim að Geirseyri til að ná í hjálp, en hann mun hafa verið 10—12 mín. á leiðinni þangað. Heimafólk var í heyi og var skjótt brugðið við. Hjálp barst víðar að og lækn- irinn Krístján Sigurðsson kom á slysstaðinn. Ekki tókst að ná litla drengnum fyrr en vatn- inu hafði hleypt af stíflugarð- inum. Var drengurinn þá með vitundarlaus og ekki lífsmark með honum. Lífgunartilraunir voru árangurslausar. Þetta gerðist milli klukkan 4—5 síð degis í gær. Vegna þessa hörmulega atburð ar hefur öllum hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn verið frest- að. Guðsþjónusta verður flutt kl. 2 síðdegis. Þetta ér annað árið nú í röð sem slys verður skömmu fyrir þjóðhátíðardaginn og öll hátíða- höld látin niður falla. Varð hörmulegt slys í fyrra í Vatnsdal, skömmu fyrir 17. júní. — Trausti. Vestlenáingar Sjá grein á bls. 6. Flokkshogs- muníi í fyrir- rúmi SÚ HÁTTSEMI kommún- ista í Dagsbrún að láta samningaviðræðurnar við 1 vinnuveitendur stranda á því, að þeir fengust ekki til að falla frá kröfu sinni um framlag frá atvinnu- rekendum í baráttusjóð sinn, hefur vakið almenna £ gremju meðal verka- manna. Finnst þeim að vonutn, að kommúnistar séu farnir að ganga nokk- uð langt, þegar þeir gera slíkt atriði beinlínis að skilyrði fyrir samningum og hafna kauphæltkun þeim til handa þess vegna. Hika kommúnistar þannig ekki við að láta hagsmuni verkamanna víkja, þegar flokkshagsmunir þeirra eru annars vegar. — Nán- ar er rætt um þetta atriði í forystugrein blaðsins í dag á bls. 12. Kommúnisfar koma í veg fyrir hátíðahöld 17. júní Kafarar finna flak Pourquoi Pas? RÖDD í símanum sagði: — Við erum búnir að finna staðinn, sem franska haf- rannsóknarskipið Pourquoi Pas fórst. — Það var Andri Heiðberg kafari, sem þetta sagði í símtali við Mbl. í gærkvöldi, klukkan rúmlega 9. Hann var þá nýlega kom- inn hingað inn á höfnina úr 5. leiðangrinum í leit að flaki hins franska skips, sem fórst út af Mýrum árið 1936. Skipsklukkan til sönnunar Þessu til sönnunar hafði Andri og félagar hans meðferðis brot- in úr skipsklukku skipsins, en á einu þeirra stóð PAS? Þetta hefur verið falleg skipsklukka, sagði Sigurður Magnússon, kaf- ari, Langholtsvegi 7, sem einrtig hefur tekið þátt í leitarleiðöngr- unum með Andra. Við höfðum vænzt þess að finna heila koparnámu ef okk- ur á annað borð tækist að finna skipið, en það urðu okkur mik- il vonbrigði, því akkeri skipsins, akkerisfestar og ketill og önn- ur stærri stykki eru úr járni. Skipsklukkan er auðvitað úr kopar og ýmislegt smávegis, svo sem naglar í braki úr síðu skips ins. Og þar sem blaðamaður Mbl. stóð aftur á bát þeirra fé- laga, dró einn skipsfélaga þeirra kafaranna upp flösku. Hér er franskt rauðvin, einnig úr flaki Pourquoi Pas? — Við brögðuð- um á og kom saman um að það væri jafnvel svolitið blandað sjó. Mikil vinna Við erum búnir að leggja Framh. á bls. 23 í GÆR var Þjóðhátíðarnefnd synjað um undanþágu á verkamannavinnu í sam- bandi við fyrirhuguð hátíða- höld 17. júní, en nefndin hafði farið þess á leit að fá að láta 2—30 smiði og 35—40 verkamenn setja upp fánastengur, palla og þess háttar og taka það niður aft- ur og þrífa hátíðasvæðið nóttina eftir hátíðina. Eftir hádegi í gær barst svo svar þess efnis, að engin undan- þága yrði veitt til neinnar þeirrar verkamannavinnu, sem áður hefur verið unnin íyrir þjóðhátíðina. — ★ — Síðdegis í gær hélt þjóðhátíðar nefnd svo fund um málið og taldj óhjákvæmilegt að fella nið ur dans á götum bæjarins og að Hagsiæð áhrif vaxtahækk- unar á jbróun pehingamála — Aukning spariinnlána 16 millj. meiri en aukning útlána ÞRÓUN íslenzkra peninga- mála varð mjög hagstæð á sl. ári. Aukning spariinnlána í viðskiptabönunum og spari- sjóðunum á timabilinu paríl— desember varð þá tæpum 16 jukust. Aukning útlána á tíma bilinu apríl—desember 1960 varð aðeins 364.3 millj. kr., en hins vegar varð aukning spari innlána 380.2 millj. kr. Á sama timabili 1959 varð aukning út- millj. kr. meiri en aukning út- lánanna aftur á móti 573.9 millj. kr., en aukning spari- lána á sama tíma. Mun þetta hagstæðasta þróun peninga- mála, sem hér hefur orðið á einu ári. Til samanburðar má geta þess, að á árinu 1959 varð aukning útlánanna tæpum 348 millj. krónum meiri en aukn- ing spariinnlánanna. Ástæðan til þessarar hag- stæðu þróunar peningamál- anna 1960 er tvímælalaust vaxtahækkunin í janúar það ár og hið vaxandi traust al- mennings á gjaldmiðlinum, sem skapaðist við viðreisnar- ráðstafanirnar. Hækkun vaxt- anna hafði þau áhrif, að útlán minnkuðu og spariinnlán stór- Aukning spariinnlána. Viðskiptabankar ... Sparisjóðir .......... innlánanna aðeins 226.2 millj. kr. Má sjá af þessum saman- burði, að það er ekki ofmælt, þótt sagt sé, að stökkbreyting hafi orðið til batnaðar í þróun íslenzkra peningamála á sl. ári. Sýnir sú breyting glögglega, að vaxtahækkunin hefur al- gerlega náð tilgangi sínum. Hér fer á eftir samanburð- ar-yfirlit yfir aukningu spari- innlána og útlána á tímabilinu apríl—desember 1959 og 1960. Apríl—desember 1959 1960 ........... 114.3 288.3 ........... 111.9 91.9 Aukning útlána. V iðskiptabankar Sparisjóðir .... Mismunur á aukningu spariinnlána og útlána Viðskiptabankar .... Sparisjóðir .......... Alls. 226.2 380.2 437.3 136.6 274.8 89.5 Alls 573.9 364.3 323.0 24.7 13.5 2.4 Alls — 347.7 15.9 afturkalla leyfi til sölu úr tjöld- um og skúrum. Að öðru leyti ákvað nefndin að reyna að hafa dagskrá hátíðahaldanna með svip uðu sniði og verið hefur. r Hátíðahöldin hefjast venjulega með skrúðgöngu eftir 'hádegi og síðan er athöfn á Austurvelli, íþróttasýning á íþróttavelli, barnaskemmtun — og um kvöl<i ið skemmtiatriði á Arnarhóli, Forseti íslands mun þennan dag verða við hátíðahöldin á Hrafns- eýri, en í Reykjavík leggur for. seti hæstaréttar blómsveig að styttu .Jóns Sigurðssonar. Að öðru leyti verður nánar skýrt frá dagskrá á morgun. ( Skátar hafa jafnan dregið fána að hún í bænum 17. júní, en nú er nokkuð uppi af stöngum á götunum, sem ekki hefur verið hægt að taka niður síðan Ólafur konungur kom hingað. Þorkell Máni á veiðar BÚIZT var við að togarinn Þor- kell Máni sem lenti í árekstri á Grænlandsmiðum á dögunum, myndi hafa komizt út aftur á veiðar í gærkvöldi. Fór togarinn inn til Færeyingahafnar þar sem bráðabirgðaviðgerð fór fram á skipinu. Hútíðorfrímerki SVO sem áður hefur verið til- kynnt gefur póst- og símamála- stjórnin út þrjú frímerki hinri 17. júní í tilefni 150 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. ; Sérstakur dagstimpill mun þá verða notaður í Reykjavík í stað hins vanalega útgáfustimpils og verður bréfapóststofan opin kL 8—13 þann dag. Reykjavík, 15. júní 1961.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.