Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 15
Y Fösfu'dagur 16. Júnl 196Í MORGUNBLAÐ1Ð Jón Sigurðsson á íslenzk* um frímerkjum Á ALDARAFMÆLI Jón Sigurðs sonar 17. júní 1911 minntist ís- lenzka póststjórnin afmælisins með útgáfu 4 aura frímerkis, Ibláu að lit með hvítri höfuð- mynd af forsetanum, gjörðri eftir mynd Einars Jónssonar mynd- höggvara, en í desember mánuði sama ár, voru gefin út fimm frí- tnerki með samskonar mynd og voru verðgildin 1 eyr. 3, 6, 15 og 25 auraar, og þessi hvíta höfuð- mynd fór vel á merkjunum og litir þeirra smekklegir. Eitt af verðgildum þessara frímerkja var svo síðar (1926) yfirprentað með 2 kr. verðgildi. Þegar áformað var að minnast lýðveldishátíðarinnar 1944, þótti sjálfsagt að gefa út ný frímerki og þann 17. júní 1944 komu út sex merki, sem öll báru mynd af Jóni Sigurðssyni. Þessi frímerki voru gjörð eftir ljósmynd en rammann utan um myndina teikn aði Árni Sveinbjörnsson, en marg ir telja að andlitsmyndin njóti sín ekki vel á merkjunum, vegna þess, að hún sé of lítil í hlutfalli við stærð merkjanna. Hátíðar- útgáfa þessi var mjög eftirsótt af öllum sem safna frímerkjum, m. a. vegna þess hve tiltölulega lítið magn var gefið út af hærri verðgildunum 5 og 10 kr. Þriðja útgáfan til minningar um Jón Sigurðssón kemur út í tilefni 150 ára afmælis hans á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1961 Áttræb 'i dag: Cuðný Cuömundsdóttir í DAG á þessum bjarta og fagra sumardegi, sem er 16. júní, á frú Guðný Guðmundsdóttir átt- ræðisafmæli. Um margra ára skeið hefir hún verið búsett í Vesturbænum hér í höfuðstaðn- um. Til fróðleiks má geta þess að um miðbik 18. aldar eru Ána. inaust gefin Helgafellsprestakalli sem sálugjöf en nú eru þau fyr- ir löngu orðin eign Reykjavíkur bæjar. En þetta er aukaatriði. Eins og kunnugir vita er frú Guðný ekkja eftir Jens Sæ- mundsson en hann lézt að Ána- naustum seint á árinu 1949 rúm lega sjötugur að aldri. Frú Guðný Guðmundsdóttir er af breiðfirzku bergi brotin, fædd að Á á Skarðsströnd og ólst þar upp. Fluttist hún hing- að suður árið 1910. Þau hjónin giftust. 28. janúar 1911 og bjuggu lengst ævi sinn- er hér í höfuðstaðnum og þoldu þar súrt og ssett eins og gengur. Fylgdust þau jafnframt með hinni öru þróun bæjarins og sáu hann breytast úr litlu fiskiþorpi Midstöðvarkatlar og þrýstiþensluker fyrirliggjandi. rfíM! í{|JAri' m/f ; Sími 2-i‘tou. yfir í bæjarfélag, er óx og sprengdi af sér gömlu fötin. Oft var erfiður róðurinn hjá þeim hjónunum meðan börnin voru í æsku. en flest eru látin. Jens sonur þeirra lifir og er búsettur hér í bænum. Harmsefni hefir það verið að horfa á eftir þeim hverfa handan við móðuna miklu í blóma lífsins. En eftir lifir minningin. En þrátt fyrir allt og allt, sem á dagana dreif, bless aðist starfið furðanlega hjá þeim hjónunum og erfiðleikarnir urðu sigraðir eftir því sem föng voru á. Stundum leit ég inn á heimili þeirra Guðnýjar og Jens, en þau bjuggu eins og kunnugir vita, við Mýrargötu. Sé ég nú er ég horfi til liðinna ára, hve þessi hjón voru nægjusöm, þótt efnin væru af skornum skammti og í senn gestrisin. Húsbóndinn var hinn bókvísi og skáldmælti gleðimaður og húsmóðirin kunni ekki síður að miðla af ýmsum fróðleik um menn og málefni frá liðinni tíð. Á þessum afmælisdegi frú Guð nýjar Guðmudsdóttur á hádegi sumarsins, þegar allt stendur í blóma og náttúran skrýðist feg ursta skrúði og vér minnumst þjóðhetju vorrar, minnumst vér vinir frú Guðnýjar einnig hins kyrrláta starfs, sem unnið er af húsmæðrum vórum í hvaða stétt og stöðu, sem þær skipa, og væntum vér þess, að þjóðfélag vort gleymi þeim ekki og minn' ist að maklegleikum þeirra kvenna, sem skáldið telur vera: „— lands og lýða ljós í þúsund ár.“ f hópi þessara kyrrlátu hús rriæðra er frú Guðný Guðmunds- dóttir. Þótt hún kenni eðlilega þreytu eftir langa og oft á tíð- um erfiða lífsbaráttu, er lífs- viljinn samt óbugaður. Leyfi ég mér að þakka frú Guðnýju löng og góð kynni á þessum minning- ardegi í lífi henar. — Veit ég, að undir þessi orð mín munu vinir hennar taka, fjarstaddir og nærstaddir, um leið og þeir senda henni heilla- og blessun- aróskir á þessum áttugasta af- mælisdegi hennar. Ragnar Benediktsson. og eru það þrjú mismunandi verðgildi, 50 aur. 3 og 5 kr. með sama „motivi“ og á merkjunum frá 1911, en þó aðeins frá- brugðnu, þ. e. höfuðmyndin er að eins minni og undir nafninu Jón Sigurðsson stendur 1811 — 17. júní — 1961. Óneitanlega hefði það verið frumlegra að nota aðra mynd á þessa nýju frímerkjaút- gáfu, heldur en þá sem notuð var 1911, t. d. að teikna þá nýja um gjörð utan um gömlu teikning- una, en slíkt er oft gjört á ýms um erlendum hátíðaútgáfum frí- ;| ' V: I 11 rr , .xm 1941 1914 1961 merkja, en þótt eitthvað megi ef til vill finna að ýmsum útgáfum ísl. frímerkja, þá verður þessi af- mælisútgáfa mjög eftirsótt af öll um sem safna frímerkjum, því upplagi merkjanna er mjög í hóf stillt og slíkar afmælisútgáfur sem þessi seljast oft örar en aðr- ar frímerkjaútgáfur og þess utan mun pósthúsið í Reykjavík nota sérstakan hátíðarpóststimpil til stimplingar á merkjunum aðeins þennan eina dag, en slíkir stimpl ar eru eftirsóttir af söfnurum um heim allan. J. Hall^ Tilboð óskast í Volkswagen bifreið árg. 1958. Bifreiðin, sem er mikið skemmd eftir veltu, verður til sýnis að Suðurlandsbraut 110 (áður vélsmiðjan Kyndiil) í dag frá kl. 13—16. Tilboð sendist af- greiðslu blaðsins merkt: „Volkswagen 1426“. Bertold M. Sæberg bifreiðastjóri — Minning BERTOLD Magnússon Sæberg var fæddur 28. sept. 1893 á ein- um Hvaleyrarbæjanna. Voru for eldrar hans hjónin Magnús Benjamínsson, lengst bóndi að Hjörtskoti á Hvaleyri og kona hans, Guðbjörg Þorkelsdóttir. Ólst Sæberg þar upp ásamt fjór- um bræðrum sínum, sem upp komust og reyndust dugnaðar. menn og nýtir þegnar. Fátækt var mikil og urðu synirnir að basla fyrir sér strax og nokkur kostur var. Sæberg vann á æsku og unglingsárunum öll almenn verkamanna- og sjómannastörf. En er fólksbifreiðar tóku að flytjast til landsins, lærði hann bifreiðaakstur og var einn af þeim fyrstu er það próf tóku hérlendis. Mun það óefað hafa ráðið þar miklu um, að hanri gerðist bifreiðastjóri, að hann var bæklaður á fótum frá fæð- ingu og átti því alla tíð erfitt um gang og allar stöður. Með stakri eljusemi og sparn- aði auðnaðist Sæberg innan stundar að eiga sinn eigin bíl. Hann var ötull og ósérhlífinn í starfi, varkár í akstri og sann- gjarn í viðskiptum og batnaði því hagurinn ár frá ári. Farþegaflutningur milli Hafn. arfjarðar og Reykjavíkur og annara. staða, þar sem bílfært var, fór áður fyr fram í fjögra eða fimm manna fólksbifreiðum og var um tíma sérstaklega hörð samkeppni um farþegaflutning- ana milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Fannst Sæberg það ekki vansalaust fyrir Hafnfirð- inga að Reykvíkingar sætu þar einir að. Réðist hann í það að setja upp bifreiðastöð í Reykja- vík og aðra í Hafnarfirði og út- vegaði sér nægan bílakost til að annast reksturinn. Hygg ég að þetta hafi verið meira gjört af metnaði vegna Hafnfirðinga en af gróðavon einni saman. Rak hann báðar þessar stöðv- ar af miklum dugnaði í nokkur ár og hefur óefað lagt' harðar að sér á þessum árum en heils- an leyfði. Á kreppuárunum, eða upp úr 1930, hætti hann við starf rækslu Reykjavíkurstöðvarinnar enda voru þá stórar farþegabif- reiðar farnar að ryðja sér til rúms. Starfrækslu Hafnarfjarðar- stöðvarinnar, Bifreiðastöð Haín Nýr Opel Rekord til sölu. VÍÍASALAFho ££!5-(m o> Ingólfsstræti 11. Sími 15-0-14 og 2-31-30. Aðalstræti 16. Sími 1-91-81. arfjarðar, hélt hann áfram til dauðaadgs. Ötulleiki og ósérhlífni Sæ- bergs í starfi var meiri en heilsa hans leyfði. Hin síðari ár gekk hann oft að starfi sínu sárlas- inn; vann á daginn þrátt fyrir marga andvökunóttina vegna þrauta í fótunum. Starfslöngun- in og starfsgleðin var mikil og sveið honum sárt, að geta ekki fullnægt henni eins og hann hefði kosið. , í mörg ár var það hreinn við. burður að ég færi út úr bænum í læknisvitjun eða skemmtiferð að ekki væri ekið í Sæbergsbíl. Eg fann mig óhultan og gat full- komlega „slappað af“ ef ég vissi hann v-ið stýrið, gætinn og sam- vizkusaman. Oft var maður mis- jafnlega fyrirkallaður, vegir og náttúran í óblíðum ham og oft- ast nær verið að veltast um að kvöldlagi eða að nóttu til; en maður varð undarlega lítt var við þessi óþægindi ef Berti, en svo var hann kallaður af vinum sín- um og kunningjum, var með, því hann var hinn skemmtilegasti förunautur. Mjög oft var rætt um ýms þjóðfélagsmál, sem í það og það sinnið voru efst á baugi, en Sæberg hafði mikinn áhuga á stjórnmálum. Hann var ein- lægur Sjálfstæðismaður, en hafði oft og einatt sínar eigin skoð- anir og gagnrýndi flokksforyst- una óspart ef honum þótti mið- ur vel gjört. Einnig bar oft á górria milli okkar vandamál æskunnar. Hann hafði sjálfur alizt upp við sára fátækt og basl og vissi hvað það var að vera oft klæðlítill og matarlít- ill. Honum hraus því hugur við eyðslusemi og skeytingar- leysi margra unglinga við með- höndlun fjár og annara verð- mæta, en slíku kynntist hann náið í starfi sínu eins og aðrir stéttarbræður hans. Hafði ég oft mikið gagn af þessum viðræð- um okkar. Auk þessa áttum við töluvert saman að sælda í ýms- um félögum; hann var eins og áður er getið Sjálfstæðismaður og tók oft virkan þátt í umræð- um á fundum þar og sömuleiðis var hann gamall og áhugasamur „Magna“-félagi. Alls staðar var hann vel kynntur, átti marga vini og kunningja, en óvildar. menn held ég að hann hafi aldrei átt. Skapgerð hans var ekki þannig. Sæberg kvæntist á 2. í jólum árið 1920 Jóhönnu, dóttur Eyj- ólfs Stefánssonar frá Dröngum, mikilli mannkostakonu, enda var heimilislíf þeirra frá því fyrsta til hins síðasta með mikl- um ágætum. Þau eignuðust eina dóttur barna, Jónu Guðbjörgu, sem gift er Kristjáni Kristjáns- syni, Kristjánssonar bifreiðasala. — Færi ég og kona min þeim mæðgum og dótturdótturinni, sem var fósturbarn Sæbergshjón anna, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. , Sjálfur færi ég þér vinur minn, mínar beztu þakkir fyrir alla tryggð og vináttu um 40 ára skeið, vináttu sem var fölskvalaus og aldrei bar skugga á. — Blessuð sé minning þín. Bjarni Snæbjörnsson. í DAG verður B. M Sæberg bif- reiðaeigandi, Hafnarfirði jarð- settur, en hann lézt að morgni 12. þ. m. Þó um stutta sjúkrahúslegu væri að ræða, hafði Sæberg ekki gengið heill til skógar síðustu ár æfi sinnar, en með frábæru viljaþreki og dugnaði tókst hon- um að rækja starf það, er hann valdi ungur að aldri, að slíkt var einsdæmi, og þótti jafnvel þeim er til þekktu úr hófi keyra. Hann átti erfitt með að viðurkenna, bæði fyrir sjálfum sér og öðr- um, þá staðreynd að farið var að halla undan fæti, en gekk ótrauður til 'starfa meðan þrótt- ur entist. Með B. M. Sæberg er fallinn í valinn víðkunnur athafnamaður. Hann var einn af brautryðjendum bifreiðaaksturs hér á landi, og hóf sjálfstæðan atvinurekstur í Hafnarfirði á því sviði fyrir liðl. 40 árum. Hann átti miklum vin- sældum að fagna í starfi sínu, og eignaðist í gegnum það all- fjölmennan vina- og kunningja- hóp. Sá er þetta ritar átti því láni að fagna að vera í starfi hjá Sæ- berg í nokkur ár, og kynntist þá þeim sjaldgjæfa eiginleika er hann hafði til að bera, að vera sanngjarn og ráðhollur húsbóndi, en um leið góður félagi starfs- manna sinna. Sæberg er fæddur að Hvaleyri við Hafnarfjörð 28. sept. 1893. Foreldrar hans voru Magnús Benjamínsson bóndi þar, og Guð- björg Þorkelsdóttir, og er hann afkomandi hinnar landsþekktu Bergsættar. Sæberg ólst upp í föðurhúsum ásamt fjórum bræðrum sem nú eru látnir að undanskildum Guð- mundi Magnússyni kaupmanni í Hafnarfirði. , Sæberg kvæntist 1920 Jóhönnu Eyjólfsdóttir frá Dröngum og eignuðust þau eina dóttir, Stellu, gifta Kristjáni Kristjánssyni bú- sett í Reykjavík. Um leið og ég votta eiginkonu, dóttur og öðrum aðstendum samúð mína, vil eg þakka Sæ> berg fyrir margar góðar og lær- dómsríkar samverustundir á liðn um tímum. Bergur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.