Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 20
MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 16. júní 1961 Skyndibru'ðkaup Renée Shann: — Jæja, þú getur borið mig fyrir því, að við söknum þín hérna öllsömun. Júlía brosti með ertnislegu til- liti. — Já, svo sem í fimm mín- útur! — Engar fimrn mínútur, held- ur lengi. Þegar Ann og Júlía voru á leið inni í strætisvagninum til Vikt- oríustöðvarinnar, sagði Ann: — Ég vildi óska að þú hefðir heldur tekið Stevenson. Þá fær- irðu ekki svona óralangt burt. — Það segir nú enginn, að Stevenson hefði verið tilkippileg- ur. — Eins og hann hefur horft á þig undanfarið!? Auk þess er hann nú sérlega útgengilegur maður. — Jæja, góða mín, þá ættir þú að snúa þér að honum. — Ég býst ekki við, að mér þýði það neitt. Mér hefur fund- izt hann líta þig slíkum löngun- araugum undanfarið. — Svo þú sérð það Markús, að þú hefur ekki einungis eyði- lagt söluna á Goody-goo sælgæti — Slúður! Júlía var búin að andvarpa áður en hún vissi af því. Veiztu hvað! Ég get varla trúað því, að þessir skrifstofu- dagar mínir séu búnir að vera. * — Ég vildi, að mínir væru búnir að vera, sagði Ann, í öf- undartón. — Þeir verða það áður en langt um líður, er ég viss um. Hvað er um unga manninn, sem þú varst svo upptekin af fyrir viku? — Donald Mason? Það er allt í lagi með hann, en ég skil bara ekki núna, hversvegna ég gat verið svo upptekin af honum. Hann er alltof upptekinn af sjálf um sér og það get ég ekki þolað. — Það get ég vel skilið. — Þú ert afskaplega heppin, Júlía, sagði Ann. — Ég hef ekki séð hann Robin þinn nema einu sinni í svip. en mér fannst hann alveg dásamlegur. — Það er hann, sagði Júlía af innilegri sannfæringu. heldur einnig gert frú Woodall gjaldþrota! — Eg vissi auðvitað ekki í — Já, en mér finnst þú vera það líka.... Vel á minnzt elsk- an, ég ætla að koma og fylgja þér af stað á mánudaginn. — Blessi þig fyrir það. En get- urðu komizt til þess? — Mér þætti gaman að sjá það, sem gæti komið í veg fyrir það. Kemur margt fólk? — Nei, bara mamma og syst- kinin. — Ég er viss um, að þau sjá eftir þér. — Já, mamma er dálítið leið yfir því. En Söndru og John er víst alveg sama. Þau vita, að ég vil fara. Þær stöllur skildu á stöðinni og fór hvor í sína lest. Júlía sýndi mánaðarkortið sitt í síð- asta sinn, og fann enn til þess, að nú voru að verða kapítula- skipti í lífi hennar. En það stóð ekki nema stundarkorn, enda var kapítulinn, sem nú var að hefj- ast svo dásamlegur. Hún var ekki í neinum vafa- Það var dýrð legt, hvað hún var örugg með sjálfa sig, og hvað hún hlakkaði til að giftast Robin og verða ham ingjusöm. Henni fannst með sjálfri sér, að þetta hefði hún vitað allt frá þeirri stundu er hún sá hann í fyrsta sinn. Þang- að til höfðu að vísu verið hin og þessi smáskot, og meira að segja hafði hún einu sinni rétt að segja verið trúlofuð. En eitthvað hafði haldið aftur af henni. En svo hafði hún í samkvæmi hjá vina- fólki sínu verið kynnt Robin, og þegar hún tók í hönd hans og horfði í augu honum, hafði hún vitað, að hann var ástæðan til þess, að ekki varð neitt frekar úr hinu. Seinna sagði hann henni, að sér hefði verið nákvæmlega eins farið. Þetta var skömmu eftir fyrsta fundinn, enda var ekki mánuður liðinn frá honum, þegar þau voru harðtrúlofuð. Móðir hennar hafði orðið fyrst manna til að leiða henni fyrir sjónir hvað það væri að vera gift hermanni og staðsett erlend- is. — Þú verður að fara langt að heiman, Júlía. Hvernig eigum við að komast af án þín? Ó, elák- an mín, auðvitað viltu eiga hann Robin þinn, og auðvitað skaltu líka gera það, úr því að þú vilt það, en ég get bara ekki hugsað til þess að eiga að sjá af þér. Þegar Júlía gekk inn um dyrn- ar heima hjá sér hafði hún hleypt í sig öllum þeim kjarki, sem hún átti yfir að ráða, gegn þessum væntanlega skilnaði. Enda þótt hún elskaði Robin af öllu hjarta var hún engu að síð- ur umhyggjusöm um móður sína og systkini. Ennfremur vissi hún, að hún var uppáhaldsbarn móður sinnar. Þetta viðurkenndi hún að visu aldrei við neinn og móðir hennar heldur ekki. En þeim tveim hafði alltaf komið vel sam- an, en aftur á móti kom oft til rifrildis milli Söndru, eldri syst- urinnar, og gömlu konunnar. John bróðir hennar, sem var yngri, var móður sinni líka erfið- byrjun að barátta mín varðaði frú Woodall! — Það kemur ekki að gaeni núna, Markús! ur og gaf tilefni til margra um- kvartana af hennar hálfu. Júlía gerði sér þá hugmynd, að líklega væri hún sjálf miklu þol- inmdðari en hin tvö. Móðir henn- ar gat verið afskaplega þreyt- andi, og það var henni ljóst, engu síður en hinum systkinun- um. Hún varð oft að taka á öll- um kröftum til þess að fara ekki að dæmi systur sinnar og þjóta upp, hvað sem á bjátaði, Frú Fairburn var kona, sem hafði alltaf eitthvað upp á lífið að klaga og hneigðist allmjög til sjálfsmeðaumkunar. Meðan mað- urinn hennar lifði, höfðu þau haft góða afkomu, og því hafði henni brugðið illa við, fyrir svo sem þremur árum, þegar hún missti manninn, að verða að fara að lifa á eftirlaunum, sem voru hvorki til að lifa né deyja af. Þá höfðu kringumstæður þeirra snöuglega breytzt til hins verra. Þau urðu að fara úr vistlega hús- inu sínu í Hampstead og flytjast í sambýlishús í Hendon. Júlía hugsaði oft um það, að með öll- um þeim húsnæðisvandræðum, sem þá voru í landinu, hefðu þau verið stálheppin að fá þarna inni. En móðir hennar var sáróánægð með íbúðina og lagði það ekkert í lágina. Móðir Júlíu kallaði til hennar, þegar hún kom inn í forstofuna: — Er þetta þú, elskan? Ég er í herberginu þínu að pakka niður hjá þér. Júlía hljóp upp og fann móður sína á hnjánum fyrir framan ferðakofort, sem stóð opið á gólf- inu. — Æ, þú átt ekki að vera að þessu, mamma. Ég hef kappnóg- an tíma til þess á morgun. — Ég veit það, en ég hafði ekkert annað að gera. Hvað er þetta? Ein gjöfin enn? Júlía tók umbúðirnar utan af blekbyttunni. — Er hún ekki falleg? Frú Fairburn viðurkenndi, með nokkurri ólund þó, að hún væri snotur. Og hún hlyti að hafa kostað heila hrúgu af pen- ingum. — Fékkstu ekki neina ávísun? — Nei vitanlega ekki. Hvern- ig gæti ég búizt við því? — Það hefði nú ekki getað sett þá á hausinn. Þetta er ríkt fyrir- tæki. Júlía fleygði frá sér hatti og kápu og strauk upp hárið á sér. — Þetta var voða hátíðlegt. Hr. Gore-Browne afhenti gjöfina. Allir voru svo góðir við mig, að ég var næstum farin að skæla. Frú Fairburn gerði sér hroll. Æ, vertu ekki að tala um grát, Júlía mín. Júlíu fannst hún hefði betur þagað. Hún óttaðist, að þessa stund þangað til hún yrði komin um borð, yrði líklega nóg af tár- um. Ekki sízt hjá móður hennar, sem henni fannst óþarflega grát- gjarnt. Hún varð því fegin, þeg- ar John bróðir hennar kom inn frá vinnu sinni í bílaverkstæði þar skammf frá, og skömmu síð- ar Sandra. Og svo eftir kvöld- matinn komu fleiri kunningjar, með gjafir, til þess að kveðja hana. Kvöldið leið fljótt og komið var að háttumálum, og Sandra og Júlía töluðu saman í herberginu, sem þær höfðu í félagi. Júlía varð fyrri til að komast í rúmið, hún sat uppi og lagði armana um hnén og horfði á systur sína. Sandra var tuttugu og fimm ára, hávaxin og grönn og var sölu- — Eg skil það, og ég vildi að ég gæti gert eitthvað! Góða nótt frú Woodall . . . Og þakka yður fyrir velvild yðar! stjóri í þekktri húsmunaverzlun. Hún var ástfangin af húsbónda sínum, en yfir því þagði hún við móður sína, því að sá var gallinn SflUtvarpið Föstudagur. 16. júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jón Þorvarðsson. — 8:05 Tónleik^r. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilk.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við yinnuna*': Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfréttir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Minnzt 150 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta: a) Jón Sigurðsson og sagnfræðin (Vilhjálmur Þ. Gíslason út« varpsstjóri). b) Vorþeyr (Birgir Kjaran al*» þingismaður). c) Úr ræðum og ritgerðum Jóns Sigurðssonar (Dr. Kristján Eld5árn og Sverrir Kristjáns- son). d) Kvæði til Jón Sigurðssonar, lestur og söngvar. 21:15 Einsöngur: Stefán Islandi syngur íslenzk lög; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó: a) „Svanasöngur á heiði" eftir Sigvalda Kaldalóns. b) ,,Eg lít í anda liðna tíð" eftir Sigvalda Kaldalóns. c) ..Allar vildu meyjarnar“ eftir Karl O. Runólfsson. d) „íslenzkt vögguljóð á hörpu'* eftir Jón Þórarinsson. e) „I dag skein sól“ eftir Pál Isólfsson. 21:30 Útvárpssagan: „Vítahringur" eft ir Sigurd Hoel; XI. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur- inn“ eftir Antonio de Alarcón; V. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 í léttum tón: David Bee og hljóm sveit hans leika. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 17. Júní (Þjóðhátíðardagur íslendinga) 8:30 Morgunbæn, fréttir og íslenzlc sönglög. 10:10 Veðurfregnir. 10:20 Islenzk kór- og hljómsveitarverle, 12:00 Hádegisútvarp. 13:40 Frá þjóðhátíð í Reykjavík: a) Hátíðin sett (Eiríkur Asgeirs son forstjóri, formaður þjóð- hátíðarnefndar). b) Guðsþjónusta í Dómkirkjunnl (Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, messar; Dóm kórinn og Árni Jónsson syngja; dr. Páll ísólfsson leik ur á orgel). c) 14:15 Hátíðarathöfn við Aust- völl: — Forseti hæstarétt- ar Gizur Bergsteinsson, leggur blómsveig að fótstalla Jóng Sigurðssonar. — Allir við- staddir syngja þjóðsönginn. Forsætisráðherra, Ölafur Thors, flytur ræðu. — Ávarp Fjallkonunnar. — Lúðrasveit* ir leika. d) 15:00 Barnaskemmtun á Arn- arhóli: Dr. Þórir Kr. Þórðar* son prófessor ávarpar börnin. — Lúðrasveit drengja leikur, — Leikþáttui- eftir Gest Þor« grímsson. •— Kristín Anna Þórarinsdóttir syngur vísur úr leikritinu „Dýrin í Bakka« skógi". — Sverrir Guðjóns* son (11 ára) syngur. — Þáttu^ úr „Skugga-Sveini". — Klem* ens Jónsson stjórnar leikþátt um og skemmtuninni í heild. 16:00 Miðdegistónleikar: Islenzk tón« list. -- (16:30 Veðurfr.). 17:00 Lýst íþróttakeppni í Reykjavík (Sigurður Sigurðsson). — Tónl. 19:00 Tilkynningar, 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Frá þjóðhátfð í Reykjavík: K öld vaka á Arnarhóli: a) Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur. Stjórnandi: Páll Pampichl er Pálsson. b) Geir Hallgrímsson borgap* stjóri flytur ræðu. c) Karlakór Reykjavíkur syng«* ur. Söngstjóri: Sigurður Þórö arson. Einsöngvarar: Guð« mundur Guðjónsson og Guð« mundur Jónsson. Píanóleikarij Fritz Weisshappel. d) Leikþáttur eftir Guðmund Sigurðsson. Leikendur: Er« lingur Gíslason og Knútur Magnússon. e) Operusöngvararnir Sigurveig Hjaltested og Kristinn Halls- son syngja. f) Leikþáttur: „Stefnumót 4 Arnarhóli" eftir Ragnar Jó- hannesson. Leikendur: Herdí* Þorvaldsdóttir, Valur Gíslason og Steindór Hjörleifsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög (útvarpað frá skemmt* unum á Lækjartorgi, Lækjar- götu og Aðalstræti): Hljómsveit Svavars Gests, Guðmundar Finn^ björnssonar og Kristjáns Krist- jánssonar leika. Söngfólk: Ragn ar Bjarnason, Hulda Emilsdótt* ir og Haraldur G. Haraldsson. 02:00 Hátíðahöldum slitið frá Lækjar- torgi. — Dagskrárlok. JJúkls .. Aiisturstrseti 14 • • *V « *. \ Sími 11687 __ Ætlarðu að skilja boltann eftir, Maggi? M a r L á á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.