Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 13
prrojuaagur zo. Juni 1961
MORGUNBLAÐIÐ
13
Ævistarf Jdns Sigurössonar órjúfanlega
samofið endurheimt íslenzks þjdöfrelsis
Afhending handritanna mun innsigfa vináttu
Islendinga og Dana um aldur og ævi
Ræða Ólafs Thors forsætisráðherra 17. júní
Háttvirtu áheyrendur! | Jóns Sigurðssonar^ svo náið sem
í DAG eru liðin 17 ár frá endur- saman er ofið ævistarf þessa
reisn íslenzka lýðveldisins. Þegar ágæta manns og endurheimt is-
mér hefur fallið sá heiður í skaut lenzks þjóðfrelsis. '
að ávarpa þjóðina á'þessum tylli-| Sjónarhóll Jóns Sigurðssonar
degi, hefi ég oftast gert það af var svo hár, að hann sá yfir fjöll
iglöðum hug — af gleði yfir þeim' og firnindi í allar áttir og langt
framförum, sem hófust hér á fram í tímann. Honum skildist
landi með öldinni okkar og hafa
vaxið því hraðari skrefum sem
þjóðin varð einráðari mála sinna
og aldrei þó svipað því jafn ört,
sem eftir endurreisn lýðveldisins.
Mér hefur hætt til að miklast
af ágæti íslendinga, ég hefi bent
á afrek þessarar fámennu þjóð-
©r, framtak hennar, áræði og
dug. Ég skal ekkert af því end-
lurtaka, enda myndi margur
mæla, að annars væri nú fremur
jþörf. Þarf ég engum að segja það,
sem allir vita, að frá mínum
Ibæjardyrum séð, hafa nú þeir
atburðir gerzt í þjóðlífi okkar,
sem mikill vandi er að ráða fram
úr. Allir vona, að vit og stilling
ínegi sem mestu ráða um lausn
þeirra vandamála. Geri ég þau
ekki að umræðuefni, þótt þau
géu mér efst í huga, því að bezt
fer á að halda þessum degi utan
við allar deilur.
í dag eru einnig liðin fimmtiu
ár síðan Háskóli íslands var
stofnaður, á hundrað ára afmæli
Jóns Sigurðssonar. Ég flyt þessari
æðstu og veglegustu menntastofn
un landsins kveðju og heillaóskir
ríkisstjómarinnar og þjóðarinn-
ar. Við þökkum í dag öllum, sem
áttu frumkvæði og undirbúning
að stofnun íslenzks háskóla. Er
sérstaklega ástæða til að minnast
Ihins mikla þingskörungs, Bene-
dikts Sveinssonar eldra, sem fyrst
ur manna beitti sér á Alþingi fyr-
jx stofnun háskóia, og af þeim
eldmóði, sem honum var gefinn.
Hann og aðrir, sem hrundu því
imáli fram, skildu að hér var um
að ræða lífsnauðsyn fyrir íslenzk
»r menntir.
Við þökkum öllum þeim vís-
lndamönnum, sem hafa helgað
háskólanum krafta sína, unnið
brautry ðj endastarf ið, lagt með
kennslu sinni og ritstörfum ís-
lenzkan grundvöll að visindum
og námi, sem við munum lengi
húa að og telja með afrekum
Bíðustu kynslóða.
íslenzkir stúdentar hálfrar ald
*r hafa numið og þroskazt innan
vébanda þessarar stofnunar, lagt
þar fr.am sína ungu krafta, til
þess að verða færir um að vinna
þjóð sinni, hver á sínu sviði. Við
jþökkum þeim líka í dag. Gildir
jafnt um þá og um vísindamenn
háskólains, að þeirra sigrar og
eæmd hafa verið sigrar og sæmd
ellrar þjóðarinnar.
Áratug af áratug hefur háskól-
lnn vaxið, orðið yfirgripsmeiri,
bætt við sig nýjum vísinda- og
kennslugreinum, reynt eftir
xnætti og íslenzkum aðstæðum, að
verða landi sínu að sem mestu
gagni og mestum heiðri. Ég flyt
háskólanum í nafni íslenzku Þjóð
orinnar þá afmælisósk, að hann
xnegi halda áfram að eflast og
fr,ami hans verða æ meiri.
* * *
Þá eru og í dag liðin 150 ár frá
því að ástmögur íslands var í
þennan heim borinn. Enginn má,
enginn getur fagnað endurreisn
lýðveldisins, án þess að minnast
til full-nustu, að frelsisviðurkenn
ingin ein nægði ekki fslending-
um, svo sem þá var komið hög-
um þjóðarinnar. Þess vegna barð
ist hann á tvennum vígstöðvum
í senn. Út á við fyrir auknu þjóð
frelsi. Á heimavígstöðvum gegn
fátækt, dey.fð, fáfræði og vesal-
dómi. Hann skildi vel, að það
sem á reið, var að manna þjóð-
ina og mennta á öllum sviðum,
vekj.a rnetnað hennar og kenna
henni að græða óræktaða jörð
og berjast við óblíða náttúru, eft-
ir nýjum leiðum. í allt þetta réðst
hann. Öllu þessu stjórnaði hann
einbeittur og ákveðinn, stefnu-
fastur, en varúðarfullur og aldrei
ofsafenginn. Gg fyrir það var
dagsverk hans enn risavaxnara,
að þessi mikli persónuleiki lað-
aði að sér marga mikilhæfustu
menn þjóðarinnar, sem litu á
hann sem ókrýndan konung og
fylgdu honum oftast fost að mál
um.
Svo mikill er frægðarljómi
stjórnmálamannsins Jóns Sigurðs
sonar, að afrek vísindamannsins
Jóns Sigurðssonar hafa gleymzt
mörgum. En samt er það stað-
reynd, að það var vísindamaður-
inn, sem sauð sverðin, sem stjórn
málaforinginn barðist til sigurs
með. Það var í heimildum sögunn
ar, sem Jón Sigurðsson fann rök
in fyrir ágæti þjóðar sinnar og
sannanirnar fyrir því, að Islend-
ingar hefðu aldrei játazt undir
yfirráð neinnar annarrar þjóðar,
og ættu því landsréttindi sín ó-
skert. Með þessi gögn í höndum
barðist Jón Sigurðsson ævilangri
baráttu, sem áður en ævisól hans
gekk til viðar, hafði skilað þjóð-
inni furðulangt áleiðis og jafn-
framt varðað leiðina til frelsis
það skýrt, að eftirkomendum
hans þurfti ekki að verða villu-
gjarnt.
Þjóðkunnur íslendingur, sem
fæddur er 40 árum síðar en Jón
Sigurðsson og kynntist honum á
stúdentsárum sínum í Kaup-
mannahöfn, lýsti honum oft fyrir
mér af mikilli hrifningu. Varð
ekki greint á milli hvað hæst
gnæfði í huga hans, mannkostir
og mannvit eða glæsimennska og
tign hins mikla skörungs.
Vafalaust hafa allir miklir
menn átt sér slíka aðdáendur
meðal yngri kynslóðar. Hitt efa
ég, að nokkur þjóðforingi, sem á
150 ára afmæli sínu fengi risið
upp úr gröf sinni, myndi heyra
að íslands ströndum. Allt skóp t
þetta skilyrði til þess, að kraftar
hans nytu sín sem bezt og afrek
hans yrðu einstæð í sögu lands-
ins.
Margt af þessu hafa án efa
margir oft sagt, og þarf engan
að undra, svo oft sem þjóðfor-
ingjans er getið. Vilji menn
heyra sannan dóm þjóðarinnar
um Jón Sigurðsson, er hans hvað
gleggst að leita í því, að einróma
ákváðu forráðamenn þjóðarinnar
fyrst að stofna Háskóla íslands,
síðan að endurreisa íslenzka lýð-
Ólafur Thors, forsætisráðherra, og Gizur Bergsteinsson, for-
seti Hæstaréttar, ganga að styttu Jóns Sigurðssonar á Aust-
urvelli. —
jafn einróma dóm þjóðar sinnar
um manngildi sitt og starf, —
myndi heyra þjóð sína mæla ein-
um rómi, að óvenjuleg völd hans
og áhrif í lifandi lífi hafa farið
sívaxandi, — myndi heyra af
hvers manns vörum, að enda þótt
viðfangsefni nútíðar og framtíð-
ar séu og verði gerólík þeim, sem
hann glímdi við, þá sé hann
sjálfur hin mikla fyrirmynd um
stórhug og ættjarðarást.
Til þess að öðlast þennan dóm,
nægja tæplega hinar mestu náð-
argjafir, enda þótt þær á löng-
um starfsdegi væru allar helgað-
ar ættjörðinni. Ýmsar ytri að-
stæður bættu starfsskilyrði Jóns
Sigurðssonar. Hann var búsettur
í Kaupmannahöfn. íslenzk öfund
var því síður í seilingarhæð við
hann og frelsisöldurnar, sem
flæddu yfir Evrópu, náðu honum
veldið á fæðingardegi hans.
Meiri sóma getur engin þjóð sýnt
syni sínum.
* * * *
Hálfrar aldar afmæli háskólans
og hálfrar annarar aldar afmæli
Jóns Sigurðssonar varpa ljóma
yfir þjóðhátíð okkar í dag. Þó
munu önnur tíðindi, sem gerzt
hafa fjarri ströndum Islands,
ekki síður gera þessa daga eftir-
minnilega í sögu landsins.
Danska þjóðþingið hefur ákveð-
ið með yfirgnæfandi meirihluta
að flytja skuli hið mikla hand-
ritasafn feðra vorra aftur heim
til fslands, og innsigla þar með
vináttu Danmerkur og íslands
um aldur og ævi. Við getum ekki
ætlað, að þessari ákvörðun verði
framar breytt, og þá skiptir
minna máli, þó að afhendingin
dragist um örfá ár — sumpart
óbrotnar og fyrr en þær bárust eftir óskum þingmanna, sem eru
því eindregið fylgjandi, að hand-
ritunum beri að skila aftur til
fslands.
íslendingar gera sér grein fyrir
mikilleik þessa atburðar. Þeir
vita, að samþykkt danska þjóð-
þingsins á sér ekkert fordæmi i
skiptum vinveittra menningar-
þjóða.
Englan skal undra, að ágrein-
ingi hafi valdið, hvort svo stór-
mannlega skyldi fram komið.
Andstæðingar málsins eru margir
og sjónarmið þeirra ólík. Þetta
ber okkur að skilja og engan að
áfellast, heldur láta þessa and-
stöðu verða til þess eins, að auka
aðdáun okkar og þakkir til
þeirra, sem fyrir því hafa barizt,
að orðið yrði að óskum íslend-
inga í þessu máli.
íslenzka þjóðin mun geyma i
þakklátum hug nöfn hinna
mörgu, sem vakið hafa skilning
á því í Danmörku, að þessi gömlu
handrit eru helgasta þjóðareign
fslendinga — og veitt okkur lið
til þess að fá óskum okkar um
heimflutning framgengt.
Að lokum tók núverandi ríkis-
stjóm Danmerkur málið í sínar
hendur, studd af öflugum meiri-
hluta þingmanna, þar á meðal
sumum fremstu stjórnarandstæð
ingum, og mörgum af áhrifamestu
blöðum landsins.
Við sendum dö'nsku þjóðinni
kveðju okkar yfir hafið, þökkum
skilning hennar á heitustu óskum
okkar og göfuglega og bróður-
lega framkomu í okkar garð.
Háttvirtu áheyrendur!
Fyrir fimmtiu árum var á
þessum degi flutt minningarræða
af þessum svölum, þar sem ég
stend nú, og á eftir henni sungið
í fyrsta sinn hið fallega kvæði
Hannesar Hafstein, sem hann
kallar Vorvísur á hundrað ára
afmæli Jóns Sigurðssonar. Ég vil
enda orð mín með því að hafa
yfir síðasta erindið úr því kvæði:
Sjá! óskmögur íslands var borinn
á íslands vorgróðurstund,
hans von er í blænum á vorin,
hans vilji og starf er í gróandi
lund.
Hann kom, er þrautin þunga
stóð þjóðlífs fyrir vori,
hann varð þess vorið unga
með vöxt í hverju spori.
Hundrað ára vor hans vekur
vonir nú um íslands byggð,
nepjusúld og sundrung Hrekur,
safnar lýð í dáð og tryggð.
Megi minning Jóns Sigurðsson-
or öld af öld sameina hugi þjóð-
arinnar í dáð og tryggð, hvenær
sem mest á ríður.
Megi minning hans ævinlega
efla vorhug með fslendingum
þann hug, sem er í ætt við hækk-
.andi sól og vaxandi gróður og
þá árstíð, þegar bjartast er og
fegurst á landi okkar.
ísland lifi.
eiri iíkur fyrir síld en
Segír Jakob Jakobsson Eeiðangurss&jóri á Ægi
SEYÐISFIRÐI, 19. júní. Líklegt
er, að rauðátan haldist fyrir norð
an og því meiri horfur, en í fyrra
ða síldin gangi á hin eiginlegu
síldarmið fyrir Norðurlandi.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá hófst rannsóknarleiðangur á
Ægi hinn 6. júní, ásamt norska
hafrannsóknarskipinu G. O. Sars.
Leiðangursstjóri á Ægi var Jakob
Jakobsson. Leiðangri þessum
lauk með sameiginlegum fundi
beggja leiðangursstjóranna á
Seýðisfirði 18. júní og fer hér
á eftir úrdráttur úr skýrslu
Jakobs Jakobssonar.
Þessi sameiginlegi rannsóknar
leiðangur er að því leyti frá-
brugðinn leiðöngrum síðustu ara.
[ að hvorki Danir né Rússar tóku
þátt í honum, auk þess var nú
framkvæmd rannsókn á hitastigi,
plöntu- og dýrasvifi á hafsvæðun
um vestan-, norðan- og austan-
lends. Lögð var áherzla á að fylgj
ast með göngu síldarinnar á Norð
urlandsmið. Hitastig sjávarins á
Framh. á bls. 15.