Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 1
24 slður
ttttMflMfr
48. árgangur
169. tbl. — Sunnudagur 30. júlí 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fundur hlutlausra í Belgrad:
Nehru hikar við
NÝJU DEHLI, 29. júlí CReuter)
Nehru, forsætisráðherra T id-
iands, hefur frestað ákvörðun
um það, hvort hann verði þátt-
i iakandj í fundi hlutlausra þjóða
| i Belgrad, sem fyrirhugað er að
! iiefjisl 1. september irk. Mun
i Nehdu hafa í hyggju að ræða
; við leiðtoga fleiri þjóöa, áður en
hann ákveður sig.
p' Áður hafði verið gert ráð fyrir
i eð Nehru tæki endanlega afstöðu
| til málsins í vikunni, sem leið.
! En í einkabréfum, sem hann á
elögunum sendi frumkvöðlum
Ifundarins, þeim Tito, forseta
I Júgóslavíu og Nasser, forseta
: iArabíska sambandslýðveldisins,
imun hann aðeins hafa fjallað um
(fundaráformin almennt.
>,Lávaröur-
ini tregi
"1
LONDON, 29. júK (Reuter). —
Anthony Wedgewood Benn,
sem nefndur hefur verið „lá-
varðurinn tregi", beið i dag
ósigur í baráttu sinni fyrir að
fá að sitja áfram í neðri mál-
stofu brezka þingsins. Hæsti-
réttur, sem ekki kvaðst geta
gengið í berhögg við stjórn-
arskrá landsins, lýsti yfir því,
að þar sem Benn væri óum-
deilanlegur erfingi lávarðs-
tignar föður síns, sem lézt á
siðasta ári, væri honum fyrir-
munað að sitja í neðri mál-
stofunni, aðallöggjafarsam-
kundu Breta. — Benn eða
Stansgate lávarður, er 36 ára
hann nú nefnist, er 36 ára
gamall. Hann er meðlimur í
Verkamannaflokknum og hef-
ur vegur hans innan flokksins
farið vaxandi að undanförnu.
— Eitt af því sem Benn að-
hafðist, til að reyna að fá
framgengt vilja sínum til á-
f ramhaldandi setu í neðri mál
stofunni, var að bjóða sig enn
fram, þegar kosið var um hið
„auða" þingsæti hans í maí sl.
Vann hann yfirgnæfandi sig-
ur í kosningunni, en íhalds-
frambjóðandinn kærði úrslit-
in með þeim árangri, sem að
>fan greinir.
Vísaði Polarbjörn-
en i gegnum ísinn
I FYRRAKVÖLD leiðbeindi
„Sólfaxi", sem hefur verið í ís-
könnunarflugi við Austur-
Grænland, Grænlandsfarinu
„Polarbjörnen" inn til Aquti-
teq, en leit hafði verið gerð að
Bkipinu, eins og sagt hefur ver-
ið frá áður. Var Polarbjörnen
búinn að vera fastur í ísnum í
10 daga, er Sólfaxi kom honum
til aðstoðar og fann rennu til
iands, sem skipinu var lfiðbeint
eftir.
í fyrradag fór flugvélin alla
leið til Station Nord, sem er á
82. gráðu norðlægrar breiddar.
Flugmenn á Sólfaxa eru Þor-
Bteinn Jónsson, og Ríkharður
Jónatansson.
^greiningur um aðild.
Nokkur ágreiningur mun hafa
verið upp um það miHj Nehrus
og hinna, hverjum bjóða ætti þátt
töku í fundinum. Hefur Nehru
lagt áherzlu á að fundurinn yrði
haldinn á sem alra breiðustum
grundvelli og með sem mestri
þátttöku. Tuttugu og tvær þjóðir,
sem sátu undirbúningsfund fyrir
skömmu, voru allar frá Afríku
eða Asíu, að Kúbu, Júgóslavíu og
Brazilíu undanskildum. Tókst
Nehru að fá því framgengt, að
nokkrum þjóðum til viðbótar
yrði boðin þátttaka, en alls er nú
gert ráð fyrir að rúmlega 30 þjóð
ir muni eiga fulltrúa á fundin-
um.
Hafa ekki áhuga.
Þess má að lokum geta, að þrjú
ríki Evrópu, Svíþjóð, Finnland
og Irland, sem Indverjar beittu
sér fyrir að ættu kost á þátttöku,
hafa lý»t því yfir, að þau kjósi
fremur að leiða fundarbaldið hjá
sér.
Bretar
leita láns
WASHINGTON, 28. júlí (NTB —
Rauter) — Bretland hefur leitað
eftir 2 milljón dala láni hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum, til þess
að styrkja gengi pundsins. Mun
lánbeiðnin verða tekin til með-
ferðar einhvem næstu daga.
Bizer!a-malið :
Tillaga fyrír
Öryggisráði SÞ
Túnis itrekar kröfur sínar
New York og Túnis, 29. júlí.
— (NTB/Reuter) —
FYRIR Öryggisráði SÞ ligg-
ur nú að ný.ju tillaga um að
Frakkar og Túnismenn haldi
sig á þeim stöðum einum,
sem þeir voru á, áður en til
átakanna við Bizerta kom.
Tvísýnt þykir um, að hún
nái fram að ganga.
Umræður Öryggisráðsins um
Bizerta-málið stóðu til mið-
nættis í gærkvöldi, en var þá
\
_m m~ m~ m~ m~ m~ m~ \ít- r—
Moskva: \
Stefnu-
skráin birt
Moskvu, 29. júlí (Reuter)
í KVÖLD eða snemma á
sunnudag mun sovézki komm-
únistaflokkurinn birta tilkynn
ingu um hina nýju stefnuskrá
sina, sem taka mun til næstu
20 ára. í henni munu felast
atriði er varða m. a. efnahags-
mál og alþjóðasamskipti; verð-
ur m. a. stefnt að því að hætta
notkun peninga og lögð á ráð-
in um leiðir til að ná hinu
marxistíska takmarkd um „af-
nám ríkisins".
Thor Thors kom
inn til landsins
THOR Thors, sendiherra, og frú
Ágústa, kona hans, komu til lands
ins í fyrradag. — Mbl. náði
snöggvast tali af Thor Thors í
gær í síma og spurðist fyrir um
ferðir hans.
— Ég er kominn til viðræðna
við ríkisstjórnina, sagði Thor
Thors, um undirbúning að heim-
sókn forseta íslands til Kanada
10. september n.k., en aðallega til
viðræðna um málefni Sameinuðu
þjóðanna. — Við munum dvelja
hér í tvær vikur. Það er dásam-
legt að vera kominn heim, endur
lífgandi að koma í þetta heil-
næma loftslag, en undanfarið
höfum við búið við 30—35 stiga
hita og raka, svo vart var hægt
að hreyfa sig. — Það er verst að
þurfa að fara svona fljótt aftur.
frestað á ný. A fundinum komu
Arabíska sambandslýðveldið,
Ceylon og Libería fram með til-
lögu sína um að báðum deilu-
aðilum í Bizerta verði gert að
halda aftur til þeirra staða, sem
þeir voru á fyrir átökin.
Er talinn talsverður vafi á,
Heyskapur er nú „i full-
um gangi" í sveitunum. —
Einnig í „sveitum" Reykja
víkur, eins og sést á þess-
ari mynd, sem er tekin í
lögsagnarumdæmi bæjar-
ins. Eru ekki tilburðirnir
við heyskapinn nógu
„sveitamannslegir" ?
Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
að iillaga þessi geti náð fram
að ganga, bæði sökum þess
að ekki sé víst að hún njóti
nægilegs stuðnings og eins af
því, að Frakkar hafi í hendi
sér að beita neitunarvaldi
gegn henni. Umræðum um
Bizerta verður haldið áfram
í dag.
Framh. á bK 2.
Ur ýmsum áttum
VID SAMA
HEVGARÐSHORNIÐ
Austur-Berlin: *- Aðalmálgagn
kommúnista í Austur-Þýzkalandi,
Neues Deutschland, lýsti því yf-
ir á föstudag, að Vesturveldin
ættu engan lagalegan rétt til
samgangna við Vestur-Berlín,
sem er 176 km innan austur-
þýzkra landamæra. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum mun til
gangur þessara ummæla vera sá
einn, að reyna að skapa komm-
únistum styrkari aðstöðu í vænt-
anlegum samningum um fram-
tíð Þýzkalands. Þeír áformi ekkí
um sinn að reyna að hindra sam-
göngur við Vestur-Berlín.
KRJÚSJEFF RÆÐIR UM
BERLÍN
Moskvu: — John McCloy, sendi
maður Kennedys, sem rætt hef-
ur afvopnunarmál við Krúsjeff,
greindi frá því, að Berlínar-mál-
ið hefði einnig borið á góma í
viðræðum þeirra við Svartahaf.
Hann hefur sent skýrslu vestur
um haf.
BRETAR VEITA
SJÁLFSTÆÐI
London: — Tilkynnt hefur ver-
ið, að Gambía, einasta nýlenda
eða verndarsvæði Breta í Vestur-
Afríku, sem eftir er, muni fá
sjálfsstjórn innan 1 árs. íbúar
eru um 300 þúsund og landið um
4000 fermílur að stærð.
MÓTI VIDURKENNINGU
Formósu: — Um helgina mun
Chen Cheng, varaforseti þjóðern-
issinna og forsætisráðherra, fara
til Washington, þar sem hann
mun flytja rókstuðning stjórnar
sinnar gegn því, að Bandaríkin
viðurkenni í nokkurri mynd
stjórnir Rauða-Kína og Ytri-
Mongólíu.
STEVENSON f PARÍS
París: — Adlai Stevenson, for-
maður bandarísku sendinefndar-
innar hjá Sameinuðu þjóðnnum,
hefur rætt alþjóðamál við De
GauIIe hér í París. Um Bizerta-
málið sagði Stevenson á eftir:
„Eg hlustaði á það, sem De
Gaulle hafði að segja, og eins
og jafnan, höfðu skoðanir hans
og sjónarmið mikil áhrif á mig".
Stevenson hefur verið í sumar-
Ieyfi á ítaliu. Mun hann ræða
við fleiri framámenn í París, áð-
ur en hann heldur heimleiðis eft
ir helgi.
Rússnesk stóryrði
Londom, 29. júlí
RÚSSNESKI flotaforinginn
Sergi Gorskov segir m. a. í
grein, sem hann hefir skrifað
í Pravda, að sovézki flotinn sé
nú fær um að leysa hvaða hlut
verk sem «r — og að „su
skoðun, að Bandaríkin séu ó-
sigrandi, hafi nú hlotið hið
hinzta rothögg". — Enn frem
ur hefir Tass-fréttastofan eft-
ir Gorskov, að „hinir áköfustn
ævintýramann vestursins ættu
að hyggja vel að ströndum
sínum og hinum lengri flutn-
ingaleiðum sínum" og forðast
allar ögranir.