Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 12
12
MORCUNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 30. júlí 1961
>
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
^-anikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurðúr Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Lesbók: Arni Óla, símí 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 224£
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HIRÐULEYSl UM ÞINGVELLI
Eiginmennirnir eru loksins að koma — eins o g konunglegir, frelsandi englar.
vinstri, Josephine Charlotte til hægri, xétt áð ur en hjálpin barst.
— Paola tiv
Lá við slysi
-anvarð ekkiaf.
MIÐVIKUDAGINN 26. þ.
m. munaði mjóu, að gamla
Evrópa yrði tveim indæl-
um prinsessum fátækari.
Þær Paola, prinsessa af
Liege (gift Albert Belgíu-
prins, bróður Baldvins
konungs), og mágkona
hennar, Josephine Char-
lotte prinsessa, sem er
eiginkona Jeans prins af
Luxemburg, höfðu brugð>-
ið sr í lítilli kænu út á
dimmblátt, laðandi Mið-
jarðarhafið. Hvernig sem
það nú hefur gerzt,
hvolfdi bát þeirra nær
kílómetra frá ströndinni
— og þær stöllur máttu
svamla í sjónum meira en
hálftíma, áður en hinir
tignu eiginmenn þeirra
komu á vettvang og hrifu
þær úr greipum Ægis.
♦ Þau Albert prins og
Paola prinsessa voru nýkom-
in í heimsókn til fyrrnefnds
venzlafólks síns, sem á glæsi
legt sumarhús við Cabasson
á Riviera-ströndinni. —
Veðrið var yndislegt á mið-
vikudaginn suður þar, og
þegar hjónin höfðu snætt
góðan hádegisverð í „vill-
unni“, lokkaði dimmblár sjór
inn hina tignu „betri helm-
inga“. Þær mágkonurnar ýttu
hinni léttu og snotru segl-
skútu úr vör og sigldu mót
sól og blæ. En eiginmenn-
irnir voru værukærari —
kusu heldur að láta fara
notalega um sig í legustól-
unum úti á svölunum og
dreypa á kaffi og líkjör.
— ★ —
t Allt lék í lyndi um
stund. Sólin skein í gleði
U'jöldi fólks, íslendingar og
útlendingar, hafa sótt
Þingvelli heim í sumar. Und
anfarna daga hefur verið þar
dýrðlegt veður, sumar og sól.
En því fer víðsfjarri að ís-
lendingar geri nægilega vel
Við þennan sögufrægasta
stað landsins. Þar er gamalt
og úr sér gengið hótel, þæg-
indalaust og ófullkomið á
al-la lund, enda þótt það sé
rekið af dugandi mönnum,
sem gera sitt til þess að
bæta úr ófullkomleika þess.
Engin aðstaða er á staðn-
um til þess að halda þar uppi
löggæzlu og nauðsynlegri ör-
yggisþjónustu. — Lögreglan
hefur þar ekkert skýli og
hvergi er hægt að geyma
óeirumenn og ofurölvaða,
sem vandræðum valda um
helgar og á hátíðum. — Um
hvítasunnuna í sumar var
t.d. aðstoðarmaður þjóðgarðs
varðar að taka nokkra ungl-
inga, sem voru ofurölva og
geyma þá í íbúð sinni með-
an víman rann af þeim. En
svo ósjálfbjarga voru þessir
vesalings unglingar að horf-
ur voru á að þeir færu sér
að voða í gjám og hraun-
gjótum, er þeim var bjarg-
að. —
Óhjákvæmilegt er að úr
þessu verði bætt. Lögreglan
verður að fá bætta aðstöðu
á Þingvöllum. Þar verður að
rísa sæmilegt veitinga- og
gistihús. ■ Óhjákvæmilegt er
einnig að prestssetrið verði
endurbætt en ástand þess er
engan veginn viðunandi.
Margar fleiri umbætur eru
nauðsynlegar.
Það er ekki nóg að íslend-
ingar telji Þingvöll helgan
stað í sögu sinni, frægan og
ágætan. Þeir verða að sýna
það að þeir meini eitthvað
með því. Því miður setur
skeytingarleysi og hirðu-
leysi alltof áberandi svip á
aila afstöðu almennings og
ráðamanna til þessa undur
fagra og söguríka staðar.
FÁRÁNLEG
KRAFA UM
AUKAÞING
17" ommúnistar og Framsókn-
armenn eru alltaf ö&ru
hverju að bera fram kröfur
um að Alþingi verði kallað
jaman til aukafundar. Síðast
á föstudaginn segir Þjóðvilj-
inn: „Þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins rökstyður kröf-
«r sínar um aukaþing til að
koma í veg fyrir verðbólgu“.
Síð»n birtir kommúnista-
k
blaðið bréf, sem kommúnist-
ar hafa ritað ríkisstjórninni
með kröfu um aukaþinghald.
Hefur nú önnur eins
hræsni og yfirdrepsskapur
nokkru sinni sézt og fram
kemur í þessum skrifum
kommúnista. Þeir heimta
„aukaþing“ til að koma í
veg fyrir verðbólgu“. Eftir
að hafa barizt eins og ljón
fyrir nýju verðbólguflóði
undanfarna mánuði, eftir að
hafa hrundið á stað nýju
kapphlaupi milli kaupgjalds
og verðlags þá segjast komm
únistar vilja fá Alþingi til
aukafundar til þess að
„koma í veg fyrir verð-
bólgu“!!
Það væri fróðlegt að vita,
hvaða vitiborinn íslendingur
legði trúnað á þetta einstæða
gaspur kommúnista. Þeir
eiga enga ósk heitari en að
sökkva íslenzku atvinnulífi í
nýtt verðbólgufen. Þeirra
refir eru allir skornir til þess
að auka dýrtíðina. Svo þykj-
ast þessir loddarar hafa ein-
hverjar tillögur að gera til
þess að koma í veg fyrir
verðbólgu ef Alþingi verði
aðeins kvatt saman til auka-
fundar!
Nei, íslendingar sjá í gegn
um þennan skrípaleik Fram-
sóknar og kommúnista. Al-
þingi hefur svo sannarlega
ekkert að gera á aukafund
til þess að hlusta á þvætting-
inn úr Einari Olgeirssyni
eða belginginn í Hannibal.
Það væri óþörf eyðsla að
bcrga þessum herrum auka-
þingfararkaup fyrir að ausa
úr sér vitleysunni, sem Þjóð-
viljinn og Tíminn hafa verið
fullir af undanfarnar vikur
og daga.
SAMSÆRIÐ
GEGN KJARA-
BÓTUM
¥ eynisamningur sá, sem
leiðtogar Framsóknar-
manna og kommúnista gerðu
með sér í upphafi vinnu-
deilnanna um samspil milli
SÍS og kommúnistaforustunn
ar í stéttafélögunum, er ein-
hver verstu pólitísku svik,
sem hér hafa verið framin.
— Leynisamningnum var
hrundið í framkvæmd, þeg-
ar er sýnt var að samningar
mundu takast eitthvað ná-
lægt miðlunartillögu sátta-
semjara.
Þá var SlS látið bjóða
helmingi meiri hækkun en
miðlunartillagan gerði ráð
fyrir, svo að ömggt væri að
efnahagslífið fengi ekki stað
ið undir kauphækkunum. í
miðlunartillögunni var geng-
ið út frá 6% launahækkun-
um, en samningarnir skyldu
vera bindandi þó að verðlag
hækkaði um 3%. Þannig
voru tryggðar 3% raunhæf-
ar kjarabætur, ef tillagan
hefði verið samþykkt. Ríkis-
stjórnin hafði lýst því yfir
að atvinnurekendur yrðu
sjálfir látnir bera kaup-
hækkanir, sem þeir semdu
um í venjulegum vinnudeil-
um. —■
Grundvöllur var þannig
skapaður fyrir raunhæfum
kjarabótum. Við það gat
bandalag stjórnarandstæð-
inga ekki unað og breytti
vinnudeilunum því í póli-
tískt glæfraspil. Afleiðingin
af, því verður — eins og öll-
um var fyrir fram ljóst —
almennar hækkanir. Stjórn-
arandstæðingar væntu þess
að þær hækkanir myndu
leiða til nýrrar verðbólgu-
þróunar. Sem betur fer þarf
þó ekki að fara þannig, þar
sem styrk og ábyrg stjórn
fer nú með völd, og hún
mun gera ráðstafanir til að
treysta efnahaginn að nýju.
Þær ráðstafanir munu
áreiðanlega verða gerðar,
sem nægja til að koma í veg
fyrir nýja verðbólguþróun.
Herhlaup bandalags stjórn-
arandstæðinga leiðir að vísu
til verulegra almennra
hækkana nú á haustmánuð-
unum, en skemmdarverk
þeirra munu heldur ekki ná
lengra, því að á ný verður
byrjað að byggja upp, svo
að jafnvægi náist að nýju og
grundvöllur skapist fyrir
raunhæfum kjarabótum og
bættum efnahas t“udsmanna
allra.
Paola j*rinsessa, komin heHu
og höldnu til lands. Ósköp
þreytt eftir ævintýrið.
sinni 5 kvikar bárur og
brosandj prinsessur, blærinn
lék í hári — og gáraði yfir-
borð líkjörsins í glösum
hinna værukæru eiginmanna.
— En skyndilega frusu bros-
in á vörum. Hvemig sem
það gerðist — hvort það var
bara snörp vindhviða, eða
einhver ókunnur, kvennlegur
klaufaskapur hefur átt þar
einhvem hlut að máli — þá
vissu hinar tignu, ungu kon-
ur ekki fyrri til en þær
svömluðu í mildu Miðjarðar-
Frh. á bls. 23