Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 24
Reykjavíkurbréf Sjá bls 13. BILLINN Sjá bls. 15. 169. tbl. — Sunnudagur 30. júlí 1961 Góð síldveiði útlit fyrir bræln GÓÐ VEIÐI varí fyrrinótt á sömu slóðum og áður, þ.e. á Hér- aðsflóa, Seyðisf jarðardjúpi og austur ax Glettinganesi. Yfir tuttugr bátar höfðu tilkynnt sild arleitinni á Raufarhöfn um afla sinn — samtals 15.250 mál og tunnur — í fyrrinótt og fram til hádegis í gaer. Þar er gert ráð fyrir tveggja sólarhringa löndun- arbið, vegna þess að lýsisgeymar verksmiðjanna eru svo til fullir og ekki unnt að koma lýsinu frá verksmiðjunum að sinni, svo flest ir bátanna, sem tilkynntu afla sinn þangað, munu halda til Siglu fjarðar. Flogið var um allt vestursvæð ið í fyrrinótt og gærmorgun og leitarskip voru á svipuðum slóð- um, en ekkj varð vart við neina síld á vestursvæðinu. Þess má geta, að alla tíð síðan síldarhrot an byrjaði 9. júlí sl., hefur verið lagt allt kapp á að leita vestan megin við flotann, til þess að stytta honuni leið eftir losun, ef einhver síld fynndist á vestur svæðinu. Dumbungur var á veíðisvæð- inu og út af Seyðisfjarðardjúpi var kominn SA og útlit fyrir brælu, er blaðið hafði samband við Seyðisfjörð upp úr hádegi í gær. Þessi skip tilkynntu síldarleit- inni á Raufarhöfn um afla sinn: Pétur Sigurðsson 800 tn. Höfr- ungur AK 1003, Leifur Eiríksson 850 mál, Anna 500, Sigurvon 700, Halldór Jónsson 950 Björn Jóns son 700, Orri 700, Pétur Jónsson 700, Steinunn 700 tn., Stefán Þór 600 mál, Guðmundur Þórðarson RE 800, Keilir 850, Guðbjörg IS 350, Hvanney 800, Haraldur AK 1000, Sveinn Guðmundsson 600, Baldur 400, Björgvii- EA 600, Sig urbjörg 500, Arnfirðingur 450, Óiafur Magnússon 1000, Björgvin SU 700, Jónas Jónasson 600, Berg vík 800 og Jökull 600. — ★ — Tveir bátar voru væntanlegir til Eskifjarðar í gær: Guðrún Þor kelsdóttir með 1000 tunnur, sem fara í salt, frystingu og bræðslu, og Vattarnes með 1600 tn. Sildin of „slöpp". Á Seyðisfirði bíða 11 skip enn löndunar með um 7000 mál. Er sú síld orðin þriggja sólarhringa gömul. Norska síldarfluthinga- skipið Aska er enn í höfn á Seyð isfirði, en ekki er búizt við, að það taki síldina úr þessum bátum, skipstjórinn telur hættu fyrir skip og áhöfn að flytja svo „slappa“ síld. — Eftirtaldir bátar tilkynntu afla til Seyðisfj. frá kl. 8 í gærmorgun: Höfrungur NK 750 mál, Guðbjörg GK 700, Sindri VE 350, Hafþór Guðjóns- son 250, Heimir SU 700, Sæfell SI» 500 tn., Akraborg 350, Haffell SU 400, Víðir II. 800, Björg NK 900, Vattarnes 1700. Talis. Síldarflutningaskipið Talis, sem varð fyrir skakkafalli fýrir nokkru, fór undir löndunarkran- an á Vopnarfirði kl. 9 í gærmorg unog verður landað úr því 2000 málum. Er það stórskemmd vara. Gert er ráð fyrir, að Talis haldi síðan til Hjalteyrar og landi af- ganginum af farmi sínum þar, en hann var upprunalega 4000 mál, en mikið af því hefur farið for- görðum. — Eftirtaldir bátar til- kynntu afla til Vopnafjarðar: Gissur hvíti 600 mál og tn., Árni Geir 750, Stígandi VE 600, Hrefna EA 600, Gnýfari SH 750, Haf- björg VE 650. Lögregluþjónn- inn Intinn < ÁSMUNDUR SIGURÐSSON, lög regluþjónn, sem slasaðist á bif- hjóli laugardaginn 22. júlí s.l. er hann var að sinna skyldustörfum eínum, lézt í fyrrinótt. Hafði hann aldrei komizt til fullrar meðvit- undar eftir slysið Morgunblaðið tók þessa mynd af Öxaráfossi nú í vikunni. Tveir krakkar stóðu á gjárbrúnni rétt hjá fossinum og horfðu í úða hans. Miðsumarsólin skein heit og björt yfir hinn forna og sögufræga stað og fjöldi fólks naut þar veð- urblíðunnar og hinnar stórbrotnu fegurðar umhverfisins. % Hranlætistæki frá Tékkó- slðvakíu stðreölluð Sprungnir klósettkassar hafa eyðilagt fyrir hundruð þúsunda sem sem UNDANFARIN 2—3 ár hafa komið fram miklir gallar á hreinlætistækjum innfluttum frá Tékkóslóvakíu. Eru það einkum klósettkassar, hafa sprungið og vatn úr þeim flóir, eyðilagt fyrir hundruð þúsunda í húsum. Einnig hefur borið mikið á að handlaugar spryngju við venjulega notkun og sprung ur komið í baðherbergisflísar Sáttafundur með sjómönnum í dag ENGIR sáttafundir boðaðir í gærdag í vinnu- deilum þeim, sem nú standa yfir. Sáttasemjari hefur boð- að samninganefndir Sjó- mannafélags Reykjavíkur og vinnuveitenda til fund- ar kl. 5 í dag. Takist ekki samningar fyrir 1. ágúst, munu undirmenn í vél og á dekki hefja verkfall þá. Deilu vegavinnumanna voru var vísað til sáttasemjara í fyrradag, og hefur sátta- semjari haldið einn fund með þeim og viðsemjend- um þeirra, en þeim fundi lauk án samkomulags og til næsta fundar hefur ekki verið boðað. Enginn fundur hefur verið með verkfræðingum og vinnuveitendum þeirra síðan á laugardag í fyrri viku, og sáttafundur mun ekki hafa verið boðaður. eftir áð þær eru komnar á veggi. Þá mun hafa borið nokkuð á göllum í gólfdúkum frá Tékkóslóvakíu á seinustu árum. Kemur innflytjendum saman um að þessir gallar hafi farið sívaxandi undanfarin 2—3 ár, þrátt fyrir kvartanir þeirra, er þeir fá þessa hluti í hundraðatali ónýta eftir skamman tíma frá viðskiptavinunum. Þrátt fyrir það, að ekki fást vegna vöru- skiptasamninga leyfi til að flytja þessar vörur inn frá öðrum lönd- um, segja þeir innflytjendur, sem Mbl. hefur haft samband við, að þeir séu að gefast upp á að hafa þessar vörur á boðstólum. • Kassarnir fara verznandi Mbl. hefur leitað upplýsinga um þetta hjá þremur innflytjend um. ísleifur Jónsson, sem er for- maður Félags byggingarefna- kaupmanna, hefur í fyrirtæki sínu flutt inn klósettkassa og handlaugar úr svonefndu hár- pöstulíni frá Tékkóslóvakíu. Seg- ir hann að fyrir 2—3 árum hafi farið að koma í ljós gallar á þessum vörum og versna þær stöðugt. T. d. voru 7 klósettkass- ar settir í nýja fæðingarheimilið Cloudmaster á Akureyri í FYRRADAG lenti Skýfaxi, Cloudmastervél Flugféagsins, á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn að Cloudmastervél bandir á flug vellinum þar. og eitthvað af handlaugum, er það byrjaði, og er búið að skipta á hverju einasta, og nú vill heim- ilið ekki lengur fá þessa tékknesku hluti aftur í staðinn. í vor lét ísleifur fara fram at- hugun í Iðnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans á öllum tékk- neskum klósettkössum, og stóðst röskur þriðjungur þeirra ekki prófanir þar. Afganginn seldi hann í góðri trú til viðskiptavina sinna, en jafnvel í þeim hafa leynzt gallar, því fyrirtæki hans heldur áfram að fá þá sprungna Framhald á bls. 23. Fullíermdur saltsíld SÍLDARÚTFLUTNINGUR er nú að hefjast fyrir alvöru. Um helg- ina fer Tungufoss fullfermdur, með 9,500 saltsíldartunnur frá Siglufirði og Húsavík til Gauta- borgar. Sfrangar reglur Washington, 27. júlí (NTB-Reuter) í DAG voru gefnar út í Hvíta húsinu nýjar reglur fyrir starfsfólk í skrifstofum hins opinbera. Er þar m. a. bann- að að greina með nokkrum hætti frá „ríkisstjórnar-upp- Iýsingum", eins og það er orð- að — án nánari skilgreiningar á því hugtaki. Starfsfólk er og varað við því að veita viðtöku gjöfum, þjónustu eða hvers konar greiðasemi óviðkomandi fólks, er gæti skuldbundið viðtak- anda til þess að gjalda líku líkt síðar. Þá er ríkisstarfsmönnum bannað að stunda vinnu hjá öðrum vinnuveitendum, er haft geti áhrif á aðalstarf þeirra, valdið hvers konar hagsmuna árekstrum eða skað að ríkið með einhverjum hætti. — Hins vegar er starfs fólkinu ekki almennt bannað að stunda aukastörf. Breytt veröiatj í járniönaöinum VERÐLAGSNEFND ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld, að verð á seldri þjónustu nokkurra meist arafélaga hækki krónulega jafn mikið Og hinar nýju kauphækk- anir nema, en hins vegar verði álagning á þá hækkun ekki nema hálf. Mun þessi ákvörðun byggð á því, að helmingur af kostnaði verksmiðjanna, sem greiðist með álagningu, sé vinnulaun eða aðrir liðir, sem breytast svipað Og þau. Ákvörðun þessi gildir til bráða- birgða. Blaðið átti þá tal við Kristján Gíslason, verðlagsstjóra og staðfestí. hann þetta. Hér er um að ræða meistarafélög í „járn grúbbunni“ svonefndu, en tíl hennar teljast blikksmiðir, skipa smiðir, járnsmiðir, bifvélavirkj- ar og rafvirkjar, en auk þess gild ir hið sama um pípulagninga- meistara. Meistarar höfðu farið fram á það við nefndina, að verðlagn- ing yrði gefin frjáls á þjónustll þeirra, en því var synjað. — Meistarar tapa því hlutfallslega eftir þessa ákvörðun verðlags- nefndar, þar eð full álagning fæst ekki á hið nýja verð, sem eins og áður segir, er miðað við hið nýja kaupgjald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.