Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 20
20
r MORGVJSBLAÐib
Sunnudagur 30. júlí 1961
Skyndibrúðkaup
Renée Shann:
39
vissi, hvernig hann mundi vera
á svipinn; augnaráðið biðjandi
og fullt af þrá. Og hún hugs'-
aði með sér: Þetta ætti ég
ekki að gera. En svo hugsaði
hún: — Hversvegna ekki ? Ef
Robin er búinn að yfirgefa mig
Lionel rétti út arm, til þess
að taka utan um hana.
— Nei, Lionel...
— Hversvegna ekki ?
— Er það nú spurning !
— Eins og á stendur, er hún
fyrirgefanleg, finnst mér.
— Hvað áttu við ?
■— Ef þú hefur raunverulega
séð Robin í gærmorgun.......
— Hvað kemur það málinu
við ?
Lionel hikaði, en sagði síð-
an: — Mig langar nú ekkert
til að særa þig, elskan, en mér
finnst hann hafa haft nógan
tíma til að ná sambandi við þig.
Já, það var ekki nema satt.
Og sjálf hafði hún verið að
hugsa það sama, æ síðan.
— Það gæti vel hugsazt ein-
hver skýring á þessu, Lionel.'Sí dimmunni. Snöggvast þóttist
og skilurðu ekki, að ég verð
að bíða þangað til ég heyri hana
— Ef þú þá heyrir hana nokk
umtíma.
Tárin komu fram í augu henn
ar. Hún varð snögglega reið við
Lionel fyrir að dirfast að tala
svona við hana, og næstum
ennþá reiðari varð hún Rob-
in fyrir að gefa tilefni til þess.
— Hlustaðu nú á, Lionel.
Við vitum hvorugt ástæðumar
til þess arna, og þangað til við
vitum þær, verðurðu að muna,
að ég er konan hans Robins.
— Ertu það ?
Hún dró snöggt að sér and-
ann.
— Hvemig geturðu kallað
þig konuna hans ? spurði hann
þegar hún svaraði engu. —
Eg veit, að þið eruð gift, en
ertu raunverulega konan hans
ennþá ?
Hana hitnaði í kinnarnar og
hún hrósaði happi, að hann
gat ekki séð framan í hana,
- *■ - - ■ - • *
— Hvað sagði fjandmaðurinn við tilboði okkar um
vopnahlé?
hún vera komin ásamt Robin,
í litla pálmalundinn með græna
grasinu og sviðnu eyðimörk-
inni allt í kring. Og hún heyrði
aftur rödd hans: — Elskan
mín, þetta getur ekki orðið
mjög langt...það má ekki verða
mjög langt. En þar hafði hon-
um skjátlazt.það hafði einmitt
orðið of langt... Nú var hún
eins og ringluð, og gat ekki
hugsað, gat ekki skilið það sem
fram fór.
Lionel dró hana að sér og
loksins hætti hún að streitast
á móti. Hann kyssti hana,
mjúklega fyrst en síðan með
vaxandi ástríðu. — Elsku Júlía,
ég er svo ástfanginn af þér.
Ef Robin kemur ekki aftur,
þá....
— Ef þú yrðir einhverntíma
laus, og liðug....
— Þetta máttu ekki segja,
Lionel. Ekki ennþá...
— En ef þú værir það. Vild-
urðu þá giftast mér ?
Hún hristi höfuðið, eins og
utan við sig og losaði sig aftur
úr örmum hans.
— Eg veit ekki, hvað ég
mundi gera. Hvernig geturðu
ætlazt til að ég geti svarað
svona spurningu ?
— Jæja, þú hefur að minnsta
kosti ekki sagt nei, tafarlaust
— Eg get bara ekki hugsað
neitt í kvöld.
Hann dró hana blíðlega að
sér og reyndi að hugga hana.
— Vertu róleg svona. Eg skal
ekki kyssa þig aftur. En ég
þarf að tala við þig. Eg hef
svo miklar áhyggjur af þér,
elskan mín. Þetta má ekki
ralda svona áfram, að þú hafir
þessar áhyggjur dag eftir dag
og viku eftir viku. Þú verður
að hrista þær af þér.
— En þær hafa nú bara versn
að um allan helming síðan ég
sá Robin.
— Eg er nú bara farinn að
efast um, að þú hafir nokkurn
tíma séð hann. Já, ég veit, að
ég trúði því fyrst þegar þú
sagðir mér það — enginn ætti
að þekkja hann betur en þú —
en nánar athugað er ég ekki
eins viss um það núna.
Tárin komu fram í augu
hennar. Nú var hún ekki einu
sinni viss sjálf. Hún vissi
ekki hvað hún ætti að hugsa,
eða vildi hugsa. En hvernig
sem þetta nú var, þá var það
allt einhvernveginn jafn von-
laust. En hún var svo frá sér
nú, að hún vildi ekki, að Lion-
el hefði nein áhrif á trú hennar
um þetta. — Eg er viss um, að
það var Robin ! Það er ekki
nokkur vafi á þvl, að það var
hann !
— Gott og vel. Þú skalt trúa
því, sem þú vilt. En hvort sem
það var hann eða ekki hann,...
hvað ætlarðu að gera ? Sitja
heima og bíða eftir fréttum ?
Trúðu mér til, það væri bæði
heimskulegt og rangt. Þú ert
búin að gera það alltof lengi.
Hvað segirðu um þetta boð til
Daintonhjónanna ? Viltu koma
þangað ? Eg vildi að þú vildir
koma. Hver veit nema þú gæt-
ir þá gleymt áhyggjunum.
Hún flýtti sér að svara og
var hissa á sjálfri sér fyrir að
hafa ekki strax afþakkað boð-
ið: — Nei, Lionel, nei! Eg
held ég vilji ekki fara. Það
var fallega gert af þeim að
bjóða mér, en ég er viss um
að ef ég verð ekki búin að
frétta neitt á laugardaginn, þá
get ég alls ekki farið úr borg-
inni. En kannske einhverntíma
seinna....
— Nei, við yrðum að fara
núna eða ekki. Það verður
fullt af gestum hjá þeim seinna
eins og þau sögðu.
— En, Lionel, ef Robin er í
landinu og hringir svo til mín
einhvern daginn; hvað held-
urðu að hann hugsi, ef ég er
hvergi nærri ?
— Góða mín ! Ekki veit hann
annað, en þú haldir, að hann sé
mörg hundruð mílur í burtu
og þá ætti hann að geta skilið,
að þú gætir hafa farið til kunn-
ingja þinna yfir eina helgi.
Auk þess....
— Auk þess hvað ?
— Það getur verið tvennt til
í málinu, skilurðu. Ef Robin er
raunverulega í London og hefur
ekki hreyft hönd né fót til þess
að ná sambandi við þig, er ekki
nema ein skýring á því. Og sé
svo, að sú skýring sé rétt, getur
hann lítið sagt, þó að þú farir
út að skemmta þér. Ef hinsveg-
ar þér hefur missýnzt og þetta
hefur alls ekki verið hann, sem
þú sást — og því vil ég helzt
trúa — þá er það engu síður
góð og gild ástæða.
Hún hallaði sér þreytulega
aftur í sætinu og strauk hárið
frá enninu. Þetta var vitanlega
ekki nema alveg satt. Hún ósk-
aði þess næstum, að Lionel vildi
hugsa fyrir hana. Segja henni
hvað hún ætti að gera og þá
þyrfti hún ekki annað en að
gera það. Og það var nú ekk-
ert glæsileg tilhugsun að hanga
heima yfir helgina með hnýsin
augu móður sinnar hvílandi á
sér, jafnvel þó að hún stillti
sig um að fara að tala um
Robin.
— Eg veit, að þú kannt vel
við Betty og George, þegar þú
kynnist þeim betur hélt Lionel
áfram. — Og Betty er nærgætin
og veit að þú átt bágt, enda
heyrðirðu mig segja henni það.
Þessi kofi þeirra er afskaplega
skemmtilegur og þau eru ein-
hverjir beztu gestgjafar, sem
hægt er að hugsa sér. Ef þú
vilt vera ein út af fyrir þig,
tekur enginn til þess, og svo
verða þarna engir gestir aðrir
en við, svo að við verðum
bara fjögur.
— Það er auðvitað fallega
gert af þeim að bjóða mér, og
ég vil ekki vera vanþakklát...
— Á ég að hringja til þeirra
á morgun og segja, að við ætl-
um að þiggja boðið ?
Hún gat • ekki komið sér að
því að samþykkja þetta, en
sagði: — Við skulum láta það
bíða í bili, eins og Betty var
sjálf að stinga upp á. Það vildi
ég miklu heldur. Eg vil auð-
vitað ekki vera vanþakklát, en
ég vildi samt heldur bíða og
sjá til..
— Gott og vel, þá höfum við
það þannig, sagði hann blíðlega.
— Við skulum bíða með svar
sHÍItvarpiö
Sunnudagur 30. júlí
8:30 Létt morguntónlist.
9:00 Fréttir.
9:10 Morguntónleikar: (10:10 Veðirr-
fregnir).
a) Þrjár partítur í F-dúr, A-dúr
og D-dúr eftir Von Ditters-
dorf. — Franski blásarakvint
ettinn leikur.
b) Nan Merriman syngur spænsk
lög. Gerald Moore leikur meö
á píanó.
c) ..Sinfónía concertante'* 1 Es-
dúr K364 eftir Mozart. Isaac
Stern leikur á fiðlu, William
Primrose á víólu ásamt hátíða
hljómsveitinni í Perpignan.
Pablo Casals stjórnar.
11:00 Messa í Dómkirkjunni í Reykja-
vík (Prestur: Séra Jón Auðuns
dómprófastur; organleikari: dr.
Páll Isólfsson).
12:15 Hádegisútvarp.
14:00 Miðdegistónleikar:
a) Þrjár prelúdíur og fúgur op.
87 eftir Sjostakovitsj. — Höf-
undurinn leikur á píanó.
b> Kim Borg syngur lög eftir
Jean Sibelius. Erik Werba
leikur með á píanó.
c) Fantasía og Búrleska fyrir
fiðlu og hljómsveit eftir Eug-
en Suchon. — Aladar Mozi
leikur með sinfóníuhljómsveit
útvarpsins í Bratislava. Ric-
hard Týnský stjórnar.
15:30 Sunnudagslögin. — (16:30 Veö-
urfregnir).
17:30 Barnatími (Anna Snorradóttir):
a) Ævintýri litlu barnanna.
b) tJrslit verðlaunagetraunarinn-
ar um ljóð, lag og höfunda.
c) Fimm mínútur með Chopin.
d) Framhaldssagan: — ,3túart
litli“; sögulok.
18:30 Tónleikar: „Kvöld í Vínarborg**.
Robert Stolz og hljómsveit hans
leika.
19:00 Tilkynningar.
19:20 Veðurfregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 „Við höfnina'* -— dagskrá í um-
sjá Sveins Skorra Höskuldsson-
ar magisters. Flytjendur auk
hans: Kristín Anna Þórarinsdótt
ir og Pétur Pétursson.
20:40 Kvöld í óperunni. Leiðsögumaö-
ur: Sveinn Einarsson.
21:20 Fuglar himins og jarðar: Dr,
Sigurður Þórarinsson jarðfræö-
ingur spjallar um mörgæsir.
21:40 „Parísarlíf"; Konserthljómsveit-
in í París leikur lög úr söng-
leikjum eftir Offenbach. Serge
Dupré stjórnar.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:05 Danslög.
23:30 Dagskrárlok.
Mánudagur 31. júlí
8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Krist
ján Róbertsson. — 8:05 Tónleikar
— 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik-
ar. — 10:10 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -•
12:25 Fréttir og tilk).
12:55 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05
Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk.
— 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veö-
urfregnir).
18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum.
18:55 Tilkynningar.
19:20 Veðurfregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 Um daginn og veginn (Séra
Sveinn Víkingur).
20:20 Einsöngur: Elsa Sigfúss syngur.
20:40 „Ferð til Jan Mayen" — síðara
erindi (Freymóður Jóhannsson
listmálari).
21:00 Tónleikar: Divertimento fyrir
Strengjasveit eftir Béla Bartók.
— Hljómsveitin Philharmonia
Hungarica leikur. Antal Dorati
stjórnar.
21:30 Útvarpssagan: „Vítahringur'* eft
ir Sigurd Hoel; XXIV. (Arnheiö-
ur Sigurðardóttir).
22:00 Fréttir, veðurfregnir og síldveiði
skýrsla.
22:20 Búnaðarþáttur: Heyskapur fyrr
og nú (Benedikt Gíslason frá
Hofteigi).
22:35 Kammertónleikar: Strengjakvart
ett í cis-moll op. 131 eftir Beet-
hoven. — Koeckert-kvartettinn
leikur.
23:15 Dagskrárlok.
Samkomui
Braeðraborgaritígur 34
Samkoma í kvöld kl. 8,30.
Almennar samkomur
Boðun fagrnacarerindisins
Sunnudag að Austurgötu 8. —
Hafnarfirði kl. 10 f.h. Að Hörga-
hlíð 12 kl 8 e.h. Reykjavík.
Allir velkomnir
Hjálpræðisherinn
Sunnudaginn kl. 11: Helgunar-
samkoma kl. 16: Útisamkoma kL
20.30: Hjálpræðissamkoma. Kapt.
og frú Höyland, kapt. Laithi,
sergent majór Niels Hansen og
ihermenn taka þátt í samkomun-
um.
Fíladelfía
Almenn samkoroa k. 8. Harald-
ur Guðjónsson talar.
Alir velkomnir.