Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. júlí 1961 ; Bifreið ekur á sfálvír, er strengdur var yfir götu Lá við sfórslysi Sigldi kringum hálft landið til að losa 1300 tunnur RÉTT fyrir hádegi í dag var! bifreiðin R 11779 á ferð eftir aðalgötu Eskifjarðarkaupstaðar. Earþegar í bifreiðinni voru þrír af stjórnendum Síldarverksmiðja ríkisins, þeir Sveinn Benedikts- son, Eysteinn Jónsson og Sigurð- Ráðgazt um Rauða- Kína London, 27. júlí EINN af þingmönnum Verka- mannaflokksins, sagði 1 neðri deild þingsins í dag, að brezka samveldið ætti að hafa frum- kvæði um það á næsta Alls- herjarþingi, að tryggja komm únistastjórninni í Peking „það sæti, sem henni ber“ innan Sameinuðu þjóðanna. — Beindi þingmaðurinn þessu til ríkisstj órnarinnar. Macmillan forsætisráðherra svaraði þessu svo, að ríkis- stjórnin mundi ráðgast við vestræna bandamenn sína varðandi það, hvort — og þá á hvaða grundvelli — veita bæri Kommúnista-Kína aðild að samtökum Sameinuðu þjóð anna, áður en það mál yrði enn vakið á Allsherjarþinginu. Færeyjum, 27. júlí. (Reuter) SKIPSTJÓRINN á skozka tog aranum Gregor Paton, John Butherford, var í dag dæmd- ur í 40.000 d kr. sekt af fær- eyskum dómstóli. Var honum gefið að sök, að hafa stundað ólöglegar fiskveiðar við Fær- eyjar. A Færður til Þórshafnar Togarinn, sem er 273 lestir að stærð, sigldi hingað til Þórs- hafnar undir eftirliti löggæzlu- manna fyrir tveim dögum, eftir að hafa verið í haldi í Klakksvík, Ákæruvaldið hélt því fram, að togarinn hefði verið að ólögleg- um veiðum innan færeyskrar landhelgi hinn 18. apríl s.l. — en tekizt að komast undan, þegar varðbátur gaf honum stöðvunar merki. Hafnar ekki aðstoð BRASILIA, 25. júli. — (NTB — AFP) — Janio Quadros, forseti Brasilíu hefur gefið utanríkis- ráðherra landsins fyrirmæli um að vinna að því, að stjórnmála- sambandi verði komið á milli Rússlands og Brasilíu. Tók forset inn þessa ákvörðun eftir viðræð ur við rússneska sendinefnd, sem dvalizt hefur í Brasilíu um hríð. Haft er eftir öruggum heimild um að sendinefndin færi Krúsjeff forsætisráðherra bréf frá Qu- adros, þar sem hann lýkur lofs- orði á framfarir Rússa í tækni- málum og efnahagsmálum. Hins vegar leggi hann mikla áherzlu á þann reginmun sem sé á hug- myndakerfum Rússlands og Brasi líu. Sagt er að í bréfinu hafi Quadros látið að því liggja að Brasilía muni ekki hafna efna- hagsaðstoð og tæknilegri aðstoð frá Rússum. Ekki hefur verið stjómmála- samband milli Rússlands og Brasi iáu síðan 1946. ur Ágústsson. Enn fremur Ingi- björg Helgadóttir, koná Sig. Ágústsspnar, og skipstjórarnir Sigurður Magnússon og Bóas Jónsson. Skyndilega sá bilstjór- inn á R 11779, að vírstrengur var strengdur þvert yfir veginn, ca 5 metra fram undan í u. þ. b. 1% metra hæð frá jörðu. Snar- hemlaði bílstjórinn, svo að bif- reiðin stöðvaðist, um leið og hún skall á vírstrenginn. Skar streng urinn djúpt fár í annan glugga- póstinn við framrúðuna, og önn- ur framhurðin skekktist nokkuð. Frú Ingibjörg meiddist lítilshátt- ar á enni og hálsi við árekstur- inn, en aðra farþega sakaði ekki. Kranabíll frá Rafmagnsyeitum ríkisins hafði brugðið lykkju úri 114 tommu stálsilkivír á gamlan rafmagnsstraur við veginn, sem starfsmenn rafmagnsveitnanna hugðust fella. Stálvírinn var festur í vindu framan á krana- bílnum, sem var í u. þ. b. 5 metra fjarlægð frá vegarkantinum hin- um megin; þannig að þessi granni stálvír var strengdur þvert yfir aðalgötu kaupstaðar- ins á Eskifirði, án nokkurra að- vörimarmerkj a. Ef bifreiðin hefði ekið á stál- strenginn á ca 35 km hraða, eins og myndi hafa orðið ef ekki hefði komið til eftirtekt og snar- ræði bílstjórans, hefði hér orðið stórslys. ^ Ætlaði að fá viðgerð Rutherford staðhæfði á hinn bóginn, að hann hefði ekki séð neitt skip gefa sér merki umrædd an dag. Hélt hann hiklaust fram sakleysi sínu í málinu. Gregor Paton kom til hafnar í Klakksvík síðastliðið mánudags kvöld og ætlaði að leita þar við- gerðar. MIÐHÚSUM, 23. júlí Vorið var hér þurrt og frekar næðingssamt. Gróður kom snemma. Sauðburð ur gekk vel og eru bændur ánægð ir með fjárstofninn. Grasspretta er hér góð, en þurrkar hafa verið linir fram að þéssu, en þó eru nökkrir bændur langt komn ir með fyrri slátt. Kaupfélag Króksfjarðar 50 ára Sunnudaginn 9. júlí minntist Kaupfélag Króksfjarðar 50 ára afmælis síns með veglegu hófi í Króksfjarðarnesi og voru þar margar ræður fluttar og ýmis at- riði önnur til skemmtunar og upp byggingar fyrir veizlugesti. — Stjórn kaupfélagsins skipa Júlí- us Björnsson Garpsdal formaður, Magnús Ingimundarson Bæ, Arn ór Einarsson Tindum, Magnús Þorgeirsson Höllustöðum, Karl Árnason Kambi. — Kaupfélags- stjóri er: Ólafur E. Ólafsson Króksfjarðarnesi. 8. atriðið í stefnuskrá Rochdale félagsins var fullkomið hlutleysi um stjórn mál og trúmál, en þangað hafa ís lenzk samvinnufélög sótt stefnu skrá sína, en víðast hvað hefur það atriði verið þverbrotið, en það má segja, að kaupfélag Króks fjarðar hefur haldið þessu stefnu Vestmannaeyjum, 28. júlí. ÞEGAR síldarbáturinn Ófeigur II. VE kom til Vestmannaeyja með síld af austurmiðunum var mikill mannfjöldi og bílafjöldi saman kominn á bryggjunni í Vestmannaeyjum ,til að fagna honum, enda einsdæmi að bátur komi með afla sinn á sumarsíld- veiðunum við Norður- og Aust- urland heim til Eyja. Skipstjóri á Ófeigi II. er Ólafur Sigurðsson. Ófeigur kom með 720 mál, en var búinn að landa 350 tunna farmi í salt á Seyðisfirði. Þar sem þar var ca. 5 daga bið eftir löndun, þótti ráðlegra að sigla alla leið til Vestmannaeyja, ekki skráratriði í heiðri óg ætti það að vera bezta afmælisósk til félagsins, að það haldi hlutleys- isstefnunni í náinni framtíð, enda mun þess gætt af félagsmönnum, þar sem kaupfélagið er eina fyrir tækið sem bændur hafa öll sín viðskipti við. í vor var byrjað á nýrri byggingu í Króksfjarðar- nesi, en það er sölubúð, og einn ig er unnið að því að betrumbæta sláturhúsið þar. Einnig er Kaup- félagið að undirbúa byggingu á frystigeymslúá Skálanesi í Gufu dalssveit. Byrjað er á býggingu mjólkurbúsins á Reykhólum og verður steyptur kjallari og grunnur hússins í sumar. Mjólk til Borgarness Laugardaginn fyrir hvítasunnu var byrjað að selja mjólk úr Reykhóla- og Geiradalshreppi til sumarmánuðina. Unnið er nú að því að inn- rétta Reykhólakirkju og leiða í hana heitt vatn. Kvenfélagið „Liljan“ plantaði miklu út af fallegum trjáplöntum í skrúðgarð sinn á Reykihólum í vor. Byggingaframkvæmdir eru hér allmiklar á útihúsum, bæði fyrir sauðfé og nautgripi. — Sv. G. sízt þar eð veður var vont fyrir Norð-Austurlandi. Til Vestmanna eyja var eilítið lengri sigling en til Siglufjarðar, en þangað var hann nýkominn á miðin eftir að hafa landað fullfermi, er hann fékk þessa síld 45 mílur S-SA af Langanesi. Frá Seyðisfirði var VéSa - og raf- tækjaverzlunin tíu ára f GÆR varð Véla- og raftækja- verzlunin 10 ára. Hún var stofn- sett af Baldri Jónssyni 28. júlí 1951. Véla- ög raftækjaverzlun- in hefir alla tíð verið til húsa í Bankastræti 10 og haft á boð- stólum, eins og nafnið bendir til alls konar rafmagnsvörur og raf- knúðar heimilisvélar, og notið fyllsta trausts viðskiptavina sinna. Núverandi eigandi og framkvæmdastjóri er Ragnar Björnsson. Ein vill leika í kvikmynd SNEMMA í vikunni var frá því skýrt í einu dagblaði bæjarins, að franskur kvikmyndatökumað- ur Alain Borveau væri væntan- legur hingað til að gera kvik- mynd, sem sýna á í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Á myndin að heita „Ég elska ísland“ og fjalla um franskan pilt, sem kemur til íslands til að hitta íslenzka stúlku sem hann hefur lengi skrifazt á við, en verður ekki aðeins ást- fanginn af henni, heldur öllu landi hennar. Franska stúlkan, sem átti að leika þessa íslenzku stúlku getur ekki komið, og ætlar kvikmynda tökumaðurinn að finna ísl. ljós- hærða stúlku til að hlaupa í skarðið. Bað hann ljóshærðar stúlkur að bregða skjótt við og senda mynd og heimilisfang á Poste Restante í Reykjavík. í gær spurðumst við fyrir um hve mörg bréf hefðu borizt frá stúlkum, sem hefðu áhuga á að verða kvikmyndastjörnur. — Aðeins eitt bréf er komið. ÓFEIGUR H. siglir á fullri ferð inn í Vestmannaeyjahöfn. I Hann er að koma með fyrstu síldina þangað af austurmið- unum. — Ljós. Sig. Jónsson Ófeigur rúman sólarhring. Má því segja að skipið hafi siglt hálf an hringinn kringum landið með 1300 tunnur af síld, sem hlýtur að telja harðsótt. Hingað er einnig væntanlegur Bergur VE, en hann kemur kL 11—12 í kvöld. Þeir munu halda austur aftur í fyrramálið. — Skip stjóri á Bergi er Kristinn Pálsson, — Sigurgeir Leki í Aðalbjörgu f FYRRAKVÖLD, þegar báturinrt Aðalbjörg RE var kominn úr róðri kom upp leki í honum, þar sem hann lá í Reykjavíkurhöfn. Var dælt úr bátnum og tókst að stöðva lekann. Og í gær ætlaði formaðurinn, Einar Sigurðsson, að taka hann upp í fjöru til að at- huga botninn nánar. — Við veiðum Framh. af bls. 8 veiðimenn, Og var búinn að ákveða að neita ykkur um leyfi, segir Egill og hlær. —. Annars er fremur lítil veiði I ánni yfirleitt, nær eingöngu bleikja. En nú er þó komið eitthvað af laxi. Það fékkst einn um síðustu helgi, og ég hefi aldrei fengið hér lax svo snemma fyrr. — Veiðin verður að teljast til hlunninda hér í sumar< bústaðnum, segjum við. — Ekki veit ég um það, seg< ir Egill. — Mér telst að einu hlunnindin, sem ég hefi hér sé kríuvarpið í hólmanum. Þar verpa tíu kríur. Þær eru komnar með unga núna, blesa aðar, en hrafninn tók einn I morgun. Sá var nú ekki að súta það að fara inn í gerið. — Og þú dvelur hér í sum- arfríi með konuna? — Jú, maður er hér af og tiL Hér er gott að vera, og verst að geta ekki verið allt sum- arið. — Hingað kemur stundum selur, og erum við þó 40 kílómetra frá sjó, segir Egill um leið Og við stöndum upp úr brekkunni. — Ég hefi nokkrum sinnum séð hann hérna. Það er enn logn og sterkju- hiti er við ökum á brott frá Brúará, og á meðan svo viðr- ar, þarf Egill trúlega ekki að hafa áhyggjur út af þriðju borholunni. — hh. Fœreyingar dœma; Skotinn greiði 40 þúsund danskar Kaupfélag Króksfjarðar stendur í miklum fram- kvæmdum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.