Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 16
r 16 MORGVNBLAÐIÐ “lunnudagur 30. júli 1961 Litli kof inn varð að fal- legum sumarbústað INN úr Elliðavatni gengur lít- ið vatn, sem nefnist Helluvatn. í grunnri vík, sem eiginlega er girt af með vatnsleiðslu- garði frá Gvendarbrunnum synti önd með unga sína og tvær litlar telpur reyndu að róa þar á kajak, en gekk illa að samræma áratökin. Sú minni, sem er 7 ára, vildi gjarnan beita árinni þannig að hún mjakaði bátnum í and- stæða átt við systur sína, 9 ára. Þetta skipti í rauninni engu máli. Þær höfðu engan ákvörðunarstað og voru báð- ar klæddar björgunarvestum, þó víkin sé reyndar svo grunn að þær hefðu hvort eð er senni lega tæplega getað farið sér að voða þar. Upp af víkinni er afgirt stór og falleg landspilda, sem veg- urinn gegnum Rauðhólana og inn í Heiðmörk lá um til skamms tíma, en hefur nú ver- ið færður vestur fyrir. Falleg ur gróinn hóll með lautum og hraunhellum, sem vatnið geng ur upp í, skýlir bústaðnum við víkina fyrir förvitnum augum vegfarenda, og hefur gert íbú- unum fært að hafa stofuvegg- inn nær eingöngu úr gleri. Bústaðurinn er ákaflega ný- tízkulegur, að mestu byggður úr viði, sem er borinn fúa- vamarefni eða bikaður, en ekki málaður. — Húsið er ein hæð Og undir því báta- skýli. Og þar er uppspretta innanhúss, svo nægt ferskt vatn er í húsinu. Hugmyndin heillaði Fréttamenn Mbl. voru fyrstu gestirnir í þessum yndislega bústað. Kvöldið áður hafði byggingunni talizt lokið með því að útidyrahurðin var sett fyrir. Húsmóðirin, Herdís Þor valdsdóttir leikkona, býður til stofu. Þar á miðju gólfi er ný- tízkulegur arin úr grágrýtis- hellum og svörtu járni og á veggjum málverk eftir Gunn- laug Scheving, Karl Kvaran og franska málara, auk loft- myndar af svæðinu við vatnið, sem lítur út eins og abstrakt málverk. Neðan úr bátaskýl- inu berast hamarshögg. Þar er húsbóndinn, Gunnlaugur Þórðarson, eitthvað að lag- færa. — Það er rétt rúmt ár slð- an við byrjuðum að byggja bústaðinn, og síðan höfum við notað hverja frístund til þess, segir Herdís. Þetta átti í fyrstu að verða Ofurlítill kofi, sem við gætum hafzt við í þegar við skryppum hingað upp eftir í góðu veðri. Við báðum Þor- mannahöfn, að teikna hann. Og einn góðan veðurdag kom bunki af teikningum frá hon- um. Hann hafði fengið sem úr- lausnarefni við millipróf að teikna sumarbústað, svo litli kofinn var orðinn á pappírn- vun að falleg'um nýtízku sum arbústað áður en við vissum af Og hugmynd hans heillaði okk ur. Við höfum svo reist hann algerlega eftir hans fyrirsögn og vandað svo til að hér á alltaf að vera hlýtt og nota- legt. Það verður ekki ónýtt að geta skroppið hingað upp eftir frá stóru heimili og lært eitthvert hlutverkið þegar mikið liggur við. — En hvernig stendur á því að þessi stóri yndislegi blett- ur við vatnið og svona skammt frá bænum hefur verið látinn í friði allan þennan tíma? Rauðhólarnir og EUiðavatn fyrir 135 þús. — Það er ástæða fyrir því. Tengdafaðir minn, Þórður Sveinsson, læknir, átti ásamt Kristni Zimsen og Emil Rok- stad Rauðhólana og Elliða- vatnslandið. Þeir seldu það Reykjavíkurbæ árið 1927 fyr- ir 135 þús. krónur og þótti sumum hátt verð. En þeir héldu eftir'hver sinni spildu sem nokkurs konar erfðafestu- landi. Maðurinn minn segir að þetta sé tvímælalaust ein bezta fjárhagsráðstöfun sem Reykjavíkurbær hafi gert. Hugsaðu þér ef Rauðhólarnir væru óskertir. Þeir væru tug- þúsunda virði. Og það er held- ur ekkert smáræði sem búið er að flytja úr þeim af bygg- ingarefni og ofaníburði. En þar eð vegurinn lá hér í gegn- um spilduna, sem Þórður fékk, þá hefur ekkert af börnum hans haft áhuga fyrir að nýta landið fyrr. úr því verður. Menn sem áttu garðland í Kringlumýri gáfu okkur nokkur stór tré, þegar land þeirra var tekið undir byggingu og við höfðum fest kaup á þremur stórum sitka- grenitrjám hjá þeim, en ætl- uðum ekki að flytja þau fyrr en á heppilegum tíma. Þegar við svo komum þar fyrir nokkru, hafði einhver haft þau á brott með sér, en skilið eftir skófluna sína á staðnum, merkta G. B. —Hrafn? Eru börnin þá fleiri en telpurnar, tvær í bátnum? — Já, drengirnir tveir eru í sveit. Þorvaldur, sem er 11 ára, hjálpaði pabba sínum mikið við bygginguna í vor. — Og þú getur auðvitað leyst af hendi þá vinnu sem þú kærir þig um fyrir útvarp- ið á sumrin, þó þú sért hér í sumarbústað. Hvaða áform hefurðu í haust? — Já, já, það er svo stutt í bæinn, að það er hægt að skreppa þangað hvenær sem er. Annars bendir margt til þess að ég hafi lítið að gera Snædís og Tinna Þórdís róa á víkinni framan við bústaðinn. Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, áður en gamla húsið var rifið. Gunnlaugur gekk þar fram hjá þegar þeir voru að taka rúðurnar úr og keypti þær. Það var fyrsta byggingarefnið, sem keypt var í húsið. Það er erfitt að rífa sig burt úr þessum skemmtilega sumarbústað, en fréttamönn- um er ekki ætlað að sitja við Herdís með dæturnar tvær í setustofu sumarbústaðarins. — En segðu mér þá annað. Hvernig fer maður að því að byggja svona stórt hús, án þess að nokkurt spýtnadrasl eða moldarhrúgur sjáist í kring? — Við höfum verið að reyna að skemma sem allra minnst af eðlilegum gróðri kringum bústaðinn, viljum rækta og hlúa að innlendu plöntunum hér en ekki hafa grasfleti eða neitt þessháttar. Hóllinn á að verða reglulegur Edenslund- ur með innlendum jurtum. Annars eru það aðallega við Hrafn sonur minn, sem er 13 ára gamall, sem erum áhuga- söm um ræktun og við erum búin að gróðursetja heilan skóg af smáplöntum hér uppi á lóðinni. Þar höfum við líka jarðarber, rifsber og sólber og milli arinsins í stofunni og stóra gluggans höfum við tómataplöntur. Það eru komin á hana græn ber, hvað sem hjá leikhúsinu framan af hausti, svo ég er að hugsa um að nota það sérstaka tækifæri og skreppa út fyrir landstein- ana til að sjá það nýjasta í leikhúsunum. — Þú ætlar auðvitað að nota heiðursstyrkinn, sem þú fékkst úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins sl. vor ásamt Val Gíslasyni. — Já, það var ætlunin. Það er svo nauðsynlegt fyrir leik ara að geta fylgst með því sem er að gerast á leiklistarsviðinu á hverjum tíma. Gamalkunnar rúður Sjómennirnir litlu, Snædís Og Tinna Þórdís, eru nú komn ir í land og við sjáum út um stóra gluggann hvar þær sitja og borða harðfisk. — Flestir Reykvíkingar, sem komnir eru til vits og ára, hafa horft gegnum þessar rúður, segir Herdís. Þær voru í friðsæla vík Og láta fara vel um sig, svo ekki er um annað að gera en kveðja. ið, sem hríslaðist niður yfir stofugólfið. , — Hvað eruð þið að gera? — Rjúfa vegginn milli stof- anna. — Hafið þið sagað sundur nokkrar af máttarstoðum húss ins? spurðum við áður en við hættum okkur inn úr dyrun- um. — Það vona ég ekki, svar- aði Helgi og leit varla upp. Annars er húsið frá því á síð- ustu öld og engar teikningar til. Þessari álmu var bætt við um aldamótin. Þá var fjós hér niðri og mjólk seld af stigapallinum. Síðan beljurn- ar fóru, hefur alltaf verið hér gólfkuldi. Svo að ef þú veizt af einhverjum, sem á afgangs belju . . . — Og hvað segir húseigand- inn? — Ha, hann pabbi? segir Helga. Hann fær hjartslátt við hverja spýtu sem fer. En hann segir ekki orð. Honum Skúla, pabba hans Helga leizt víst ekki á blikuna þegar hann heyrði í gær að við ætluðum að breyta húsinu. Hann tók áætlunarbílinn frá Keflavík og var mættur hér með ham- ar í hendinni í morgun. Við rífum vegginn Ég skal segja þér, að við vorum fyrir skömmu á síð- degissýningu á leikriti eftir Montherlant suður i París. Það var 35 stiga hiti og mað- ur var alveg dasaður, hafði ekki einu sinni rænu á að fylgjast með því sem fram fór á sviðinu. Þá datt mér skyndilega í hug: — Við rífum vegginn milli stofanna heima! Og nú erum við komin heim og ekki aðeins byrjuð að rífa Gdlfkuldi síöan beljurnar fdru ÞAÐ heyrðust högg og sagar- hljóð, þegar við nálguðumst litla vinalega timburhúsið á Óðinsgötu 18 í fyrri viku. Og þegar inn var komið, sáum við hvar Helgi Skúlason stóð uppi á stól og mundaði sögina og Helga Bachman, kona hans, horfði með ánægjusvip á sag- vegginn, heldur lfka að stækka baðherbergið í kjallar- anum og höfum áform um að taka þakið. — Já, segir Helgi. Þetta er fyrsta reglulega sumarfríið, sem við eigum saman. Sl. tvö sumur höfum við bæði farið f leikferðir út á land, og ég f þrjú sumur þar á undan með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.