Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 30. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Saurbæjarkirkja í Byjafirði hollur kommúnistum. En þegar svo augljósar staðreyndir vefjast fyrir honum, er skiljanlegt, að fleirum verði hált á svellinu. Enda hefur þess ekki orðið vart, að neinn af þeim bjónum kirkj- unnar, sem undanfarið hafa gengið erinda kommúnista hér, hafi látið sér bregða við þessar yfirlýsingar hinna tveggja höf- uðkempna kommúnista, er um þessar mundir þykja líklegastar til að vinna honum fylgi utan endimarka járntjaldsins. Enn leggja nytsamir sakleys- ingjar úr röðum klerka og ann- arra sig fram um að greiða fyrir heimsveldisstefnu kommúnista með því að gera ísland varnar- laust. Auðvitað geta menn haft ólíkar skoðanir á nauðsyn varna þjóðar sinnar, hvaða trú, sem þeir hafa. En eðlilegt er, að þeir Gústav A. Jónasson I ^ Starf ráðuneytisstjóra er mikilsvert og vandasamt. Káð- herrar koma og fara og eru ó- líkir að eiginleikum, þekkingu og skoðunum. Ráðuneytisstjór- arnir eru fastskipaðir embættis- menn, sem eiga að vera hægri iiönd ráðherra. Með eðlilegum hætti falla skoðanir þeirra oft ekki saman. Engu að síður ber ráðuneytisstjóra ætíð að sýna ráðherra hollustu, búa mál í hendur honum af hlutleysi og Eérþekkingu og vera reiðubúinn að framkvæma ákvarðanir hans, þótt honum sjálfum sé það ef (til vill þvert um geð. Gústav A. Jónasson var ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneytinu um aldarfjórðungs- skeið. Auk dómsmála heyra úndir það ráðuneyti heilbrigðis- mál og kirkjumál. A fyrri árum Gústavs voru menntamál einnig eitt af verkefnum þess. Hann hafði þess vegna ærnum og margvíslegum störfum að sinna. í þeim naut lipurð hans og mannúð sin vel, því að ekkert ráðuneyti úrskurðar fleiri mál, er beint varða einkahagi og per- sónulega velferð borgaranna en öómsmálaráðuneytið. Af mála- tflokkum ráðuneytisins lét Gúst- av sér annast um kirkjumálin og hann saknaði þess ætíð að kennslumálin skyldu undan því tekin. Hann var raunar ekki síður ráðhollur og sanngjarn í úrskurðum um aðra málaflokka og þá einkum hin eiginlegu dómsmál. Gústav var af eðlis fari víðsýnn og umburðarlynd- ur og mátti því telja víst, að I þegar hann taldi, að ekki mætti | kyrrt liggja, yrði að láta skríða ! til skarar. Öllum þeim, sem þekktu Gústav, er að þeir mikill söknuður, því að þeir vita, að tillögubetri maður og hollari í starfi er vandfundinn. REYKJAVIKURBREF. Laugardagur 29. júlí til að skoða land sitt, kynnast I möguleikum þess og rifja upp sögu þjóðarinnar, sem byggt hefur landið að fornu og nýju. Á þann veg jók það innbyrðis kynni, efldi samhug og treysti þau bönd, sem ættu að tengja saman alla íslendinga. Ekki nem i Tveir leiðangrar * A sunnudaginn var lögðu tveir leiðangrar upp úr Reykja- vík. Helstu forustumenn komm- únista, þeir, er ætíð öðru hvoru dvelja langdvölum austan jám- tjalds í dýrðlegum fagnaði vald hafanna þar ea á kostnað almennings, héldu með allmik- inn liðssöfnuð suður á Keflavík- tirflugvöll. Erindi þeirra var að fagna og viðra sig upp Við Gag- ttrin, hinn rússnesska geimfara, sem endaði viðtal við blaðamenn með þvi að tilkynna: - „Sannur kommúnisti biður ekki til Guðs“. | Hrópaði þá einn úr hópi áffiskulýðsfylkingarinnar: ^ „Helvíti stakk hann upp í þá“. * Piltur sá lagði áherslu á upp- hrópun sína með því að klappa saman höndum af ánægju yfir orðum sovéthetjunnar. • Sama daginn hélt fjögur hundr uð manna hópur ungra og gam- ftlla karla og kvenna, úr öllum stéttum Reykvíkinga í hina ár- Jegu Varðarferð. Þetta fólk fór málamiðlun.66 Á sínum tíma var að því vik- ið í Reykjavíkurbréfi, að furðu- legt væri, að sr. Gunnar Árna- son skyldi í Kirkj uritinu bera brigður á, að eftirfarandi orð væru rétt höfð eftir Furtsevu menntamálaráðherra Sovétríkj- anna: „Nei, trú á líf eftir dauðann getur alls ekki farið saman við hugsjónir kommúnismans. Mað- ur verður annaðhvort að velja trúna og þá kristna trú í þessu tilfelli, eða hugsjónir kommún- ismans. Og líf eftir dauðann er í algerri andstöðu við kenning- ar kommúnismans. Þar getur ekki orðið nein málamiðlun." Sr. Gunnar sagði í kirkjurit- inu að þessi staðhæfing ráðherr- ans hlyti „að vekja ótvíræða eftirtekt og furðu“. En í fram- haldi af þessu hélt sr. Gunnar áfram: „Ég verð að játa, að þótt ég vissi, að kommúnistar aðhyllist flestir ákveðna heimspeki, hélt ég í fávizku minni, eins og ég hygg ótal aðrir, að kommúnism- inn væri fyrst og fremst visst stjórnskipulag. Og því væri unnt að halda uppi í megindráttum af mönnum með ólíkar trúar- skoðanir. Kommúnisminn væri með öðrum orðum ekki fyrst og fremst trú. Því það er hann vit- anlega engu síður en kristindóm urinn, ef þar er um algerar and- stæður að ræða. Ég hallast helzt að því, eins og sakir standa, að hér hafi far- ið líkt um samskipti þeirra M... og Furtsevu og oft er sagt af miðilsfundum. Því fullyrt er, að hinir ágætustu miðlar fái sjaldn- ast komið hinum mikilvægustu skilaboðum andanna óbrjáluð- um leiðar sinnar, þótt þeir séu allir af vilja gerðir“. Komu honum ekki á óvart? Hinn mæti maður sr. Gunnar virðist nú hafa tekið sönsum, því að s. 1. miðvikudag skrifar hann í Morgunblaðið og segir m. „Ummæli Furtsevu, sem ég tel nú sannað, að séu rétt hermd, komu mér á engan hátt á óvart.“ Þó að sr. Gunnar geri ekki grein fyrir hver sú sönnun er, sem fengið hefur hann til að hverfa frá fyrri efasemdum, er virðingarvert, að hann skuli játa, að þær hafi verið ástæðulausar. Hitt er aukaatrið^, að ekki verð- ur annað séð af tilvitnuðum orð- um hans í Kirkjuritinu en efa- semdirnar um, að orð Furtsevu væru rétt eftir höfð, hafi ei mitt sprottið af því, að þau komu honum á óvart, þvert ofan í það, sem hann vill nú vera láta. Verra er, að sr. Gunnar virðist enn ekki sjá eða vilja sjá aðal atriði málsins. Meginmunur Morgunblaðsgrein hans verður ekki skilin á annan veg en þann, að hann telji að orð Gagarins, þau, sem pilturinn úr Æskulýðs fylkingunni klappaði fyrir, séu ekkert sérkenni kommúnista, því að í öllum stjórnmálaflokkum á íslandi séu menn, sem jafht og Gagarin mundu í hans sporum hafa látið vera að biðja fyrir sér Þetta er vafalaust rétt, svo langt sem það nær, en þó algerlega villandi. Skoðanir manna í trú- málum fara yfirleitt ekki eftir stjórnmálaflokkum. Einmitt þess vegna mundi enginn segja: „Sannur Alþýðuflokksmaður — Framsóknarmaður — Sjálf- stæðismaður — biður ekki til Guðs“. Hvorki Alþýðuflobkur, Fram- sóknarflokkur né Sjálfstæðis- flokkur telur það ósamrýmanlegt stefnu sinni að menn biðji til Guðs. Það fer eftir mati hvers einstaklings, hvort hann telur þessa flokka of afskiptalitla um trúmál, eða ekki. En það er a. m. k. ekki stefnuyfirlýsing þeirra, að þeir séu kristinni trú andvíg- ir. Boðskapur beggja, Furtsevu og Gagaríns, er hins vegar sá, að kristin trú og kommúnismi séu ósamrýmanleg. Það er furðu legt, að svo glöggur maður sem sr. Gunnar Árnason skuli enn vera að reyna að dylja þennan meginmun fyrir sjálfum sér og öðrum. Sjáandi sjá þeir ekki Enginn grunar sr. Gunnar Árnason um, að hann sé hlið- kirkjunnar þjónar, sem ekki átta sig á andstöðu kommúnism- ans gegn kristinni trú, eigi erfitt með að skilja svo veraldleg sann indi sem þau, að þeir, er meta frelsi og lýðræði, þurfi nobkuð á sig að leggja til vamar gegn öflugustu einræðis og ásælpis- öflum, sem nú eru uppi í heim- inum. Flotaæfingar austan við Island Flotaæfingar Rússa rétt fyr- ir austan strendur íslands hafa að vonum orðið mörgum um- hugsunar- og áhyggjuefni. Tals- menn kommúnista, eins og Hanni bal Valdimarsson, bera fyrir sig, að Stikker, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, gerði ekki sérlega mikið úr þessu. Hon- um þótti þessar æfingar einung- is það, sem við mátti búast, eins og nú er ástatt í heiminum. Orð Stibkers eru vissulega at- hyglisverð. Þau sanna, að hann var ekki hingað kominn til þess að skjóta íslendingum skelk í bringu, vegna einstaks atburðar, heldur til þess að brýna fyrir mönnum nauðsyn á samheldni vegna viðvarandi og stöðugrar hættu, sem yfir vofir. Flotaæfing ar Rússa á hafinu milli íslands og Noregs eru aðeins einn þátt- ur í allsherjar stríðsundirbún- ingi Sovétherranna. Þeim, sem fylgist með öllum þessum aðgerð um, finnst ekki nema sjálfsagt og í samræmi við annað, að Sovétherrarnir sýni einnig veldi sitt á þessum slóðum. Úrslitaorusta á hafinu f síðasta stríði var úrslitaor- usta um hvort nazistum tækist að skera á lífæðina milli Ame- ríku og Evrópu háð á hafinu um hverfis land okkar. Allar líkur benda til, að svo kunni einnig að verða, ef til nýrrar styrjald- ar dregur, sem lýðræðisþjóðirn- ar um fram allt vilja koma í veg fyrir. Flotaæfingar Rússa nú eru einungis staðfesting á því, er menn sáu fyrir, þegar ísland gerðist aðili Atlandshafsbanda- lagsins og varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerður. Má og minnast þess, að þótt flotaæfingarnar nú hafi verið gerðar af herskipum, eru þær í eðli sínu lítt frábrugðnar æfing- um, er hinn mikli fiskveiðifloti Sovétrikjanna hefur nú árum saman iðkað hér í nágrenninu. Tilgangurinn með þeirri útgerð hefur ekki einungis verið sá, að sjóliða og um leið að kynnast öllum aðstæðum á hafinu, þaí sem hugsanlegt er, að ný úrslita- orusta verði háð Höfðu hljótt um afmælið Á mánudaginn var hinn 24. júlí, voru fimm ár liðin frá því, að V-stjórnin settist að völdum. Með myndun þeirrar stjórnar átti að efna til tímamóta í sögu fslands. Yfirlætið var svo mik- ið í upphafi, að einn ráðherranna lét hafa eftir sér, að stjórnin mundi standa í tuttugu ár. Raun in varð hins vegar sú, að ekki voru liðin full tvö og hálft ár, þegar V-stjórnin fór frá völdum. Enda þótti forspröbkunum engin ástæða til að minnast fimm ára afmælis hinnar sögulegu stjórn armyndunar, hvað þá endalok- anna, sem ekkí urðu síður sögu- leg. Engin ríkisstjórn á íslandi hefur farið frá völdum með eftir minnilegri hætti. Hún beinlínis flúði af hólmi, gafst upp, vegna þess, að undir hennar forustu var risinn slíkur vandi, að for- sætisráðherrann sagði stjórn sína ekki fá við neitt ráðið, þar sem hún kæmi sér ekkj saman um nein úrræði. Sú vesældar- arlega uppgjöf varð 4. des. 1958. Hermann Jónasson forsætisráð- herra vinstri stjórnarinnar. Eru „mikil atvinna og góð afkoma" merki „móðurharðinda“ ? Fyrirgefanlegt er, þótt uppgjaf armennirnir litu ekki björtum augum á framtíðina. Einkum þegar það bættist ofan á ótta Framsðknarherranna við verð- bólguölduna, sem þeir báru ábyrgð á og fengu ekki við ráð- ið, að kjördæmaskipuninni var breytt og forréttindi þeirra að mestu afnumin. Af þessum sök- um töldu þeir fyrir tveim árum ástandið svo ískyggilegt, að Lög berg væri komið að því að hrynja ofan í Almannagjá og að við landauðn lægi í heilum landsfjórðungi, þ. e. á Austur- landi. Ekki batnaði þegar fram á árið 1960 kom. Þá sagði einn orðvarasti og öfgaminnsti maður Framsóknar, Karl Kristjánsson, að ný „móðurharðindi", nú sköp uð af mannavöldum, væru hafin um land allt. Þeim lesendum Tímans, er trúa hverju orði, sem þar er sagt, hlýtur því mjög að hafa brugð- ið, þegar Eysteinn Jónsson kom úr yfirreið um Austfirðingafjórð ung og lýsti „landauðninni" og „móðurharðindunum“ svo: „Atvinna er mikil — — — og afkoma góð .. .. “ Hér hefur farið á allt annan veg en hinir óttaslegnu uppgjaf- armenn sögðu fyrir. Skýring skemmdarverka ráðamanna SÍS að undanförnu er sú, að þeim ógnaði, að viðreisnin mundi tak- ast á allt annan veg en þeir héldu. Þess vegna gerðu þeir úr- slitatilraun til þess að rífa niður það, sem aðrir voru komnir vel veiða fisk heldur einnig að æfaf á vee með að hvoaío imn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.