Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. júlí 1961 Ráðlegging til íslenzkra stúlkna Talað við fru Láru Bogason, sem hér hefur verið i heimsókn Frú Lára Bogason I. Það hefur ekki verið auð- velt að hitta frú Láru Boga- son, svo vinmörg er hún og eftirsótt í kunningjahópi. Eg held hún hafi setið fjórar veizlur á dag að jafnaði með- an hún hefur dvelizt hér á landi. Þó æska frúarinnar leyni sér ekki í glettnisfullum aug- um og fjörlegum tilsvörum, sem minna á spri’klandi sil- unga, er hún hnigin á efri ár, og hefði því mátt vænta að hún þyldi ekki allt þetta um- stang. En þrek hennar er óbil- að og lifandi ætlar hún að komast heim aftur til Hafnar. Eg hitti frúna fyrir nokkru heimá hjá frú Jórunni Viðar tónskáldi, sem er bróðurdóttir hennar. „Það var ekki til þess ætlazt“, sagði hún þá, „að þér hefðuð upp á mér. Hvernig í ósköpunum fóruð þér að því! Eg hef ekkert að segja við blöðin“. Frúin féllst samt á að koma með mér heim til Péturs Bene- diktssonar bankastjóra, þar gætum við rabbað saman í næði. Tíminn var naumur, en samt gat ég innbyrt nokkur af þessum spriklandi orðum hennar, og birtast þau hér á síðunni. Frú Marta Thors, systurdótt ir frú Láru, ók bílnum, og ég hlustaði vandlega eftir því sem þær frænkur töluðu á leiðinni. „Eg fór með hana niður á Hótel Borg í morgun", sagði frú Marta. „Já“, sagði frú Lára, „þang- að hef ég ekki komið í hundr- að ár“. „En þótti yður það ekki dá- lítið skemmtilegt?" spurði ég. „Jú, víst var það gaman, en ég hélt þetta væri hálf- gerð knæpa“. „Það er nú öðru nær“, sagði frú Marta. „Sástu ekki Kjarval, hvernig hann gaut til okkar augunum. Mér sýnd ist hann vera að blikka þig, frænka mín“. „Hvaða vitleysa, hann Kjar- val?“ greip frú Lára fram í, „ég sá ekki Kjarval. Eða var hann þarna?“ „Já — já“, sagði frú Marta, „Og horfði svo fallega til okk- ar“. „Jæja“, sagði frú Lára, „gerði hann það. Við höfum hitzt áður og erum góðir kunn ingjar. Það var yndælt að ég skyldi ekki sjá hann á Borg- inni, því þá hefðum við far- ið að tala saman og dagurinn ekki endað fyrr en á morgun. Eg hitti hann í sporvagni úti í Kaupmannahöfn og þá hafði hann mikið að gera. Eg var með son minn með mér og hann sagði eitthvað á ís- lenzku. Þá snýr sér maður að okkur og segir: „Hvað, tala börnin íslenzku hér?“ „Já, sum börn“, sagði ég. „Ágætt, ágætt", sagði Kjarval, „börn- in tala íslenzku og svo talið þér íslenzku, góða frú, komið þér sælar, ég heiti Kjarval". Svo benti hann hróðugur á drenginn og sagði: „Þennan dreng þarf að mála. Já, yður líka, frú“. Bætti svo við: „Svona á þetta að vera, fólk- ið á að tala íslenzku í spor- vögnunum, þeir ganga nefni- lega fyrir rafmagni og það er ágætt að tala íslenzku fyrir rafmagni". Einu sinni sagði ég við Kjarval: „Eg er svo normal að ég hef ekki vit á því sem þið eruð að mála, þessir meist- arar. En ég hef séð eftir yður tvær fallegar rauðkrítarmynd ir, sem mig langar að eiga“. II. Þegar við komum heim til Péturs Benediktssonar, var gengið í stofu, og þá var ekki að sökum spurt, andinn kom yfir okkur. „Þér eruð dóttir Indriða Einarssonar“ sagði ég til að byrja á einhverju. „Já“, svaraði frúin. „Eg held það sé óhætt að standa við það á prenti“. „Hann var merkilegur mað- ur“. „Já, finnst yður það“. „Hann var listelskur”. „Hann hafði gaman af leik- ritum, en mér fannst hann ekki bera eins gott skyríbragð á músík. Þó bað hann mig stundum að leika fyrir sig ákveðin lög og fór að raula þau, en ómögulegt að þekkja lögin á því. Af lagleysi pabba spratt þetta orðtak, sem stund um var notað heima: „Ó, elsku pabbi hættu nú að syngja". „Þið bjugguð í miðbænum?" „Já í Kvosinni, eins og það var kallað í gamla daga. í rauða húsinu bak við Odd- fellow, er það ekki rautt núna, ég held það. Þegar ég átti þar heima, var það grátt og hefur líklega einhvern tíma verið grænt eða gult. Hús hafa þá náttúru að yngjju- upp, þeg- ar þau eru ro.áluð. Mikið held ég það væri gaman að vera hús“. „Hvað voruð þið mörg syst- kinin?“ „Við vorum átta. Nú eru fjögur eftir, það er vel gert. Gunnar bróðir minn er yngst- ur, það er víst ekki hægt að komast hjá því“. „Hvenær komuð þér seinast á æskuheimili yðar?“ „Það var 1938. Þá skrapp ég hingað heim sem oftar. Pabbi skrifaði mér skönMnu áður og sagði: „Ef þú ætlar að sjá mig enn einu sinni í þessu lífi, verðurðu að koma strax“. Það gerði ég, og spá hans reyndist rétt: hann dó vorið eftir“. „Hann hefur fundið á sér feigð“. „Það held ég ekki. Eg held hann hafi aldrei fundið neitt á sér. Hann var stækur bind- indismaður". „En var hann ekki svolítið dulrænn líka?“ „Nei, hafði megnustu óbeit á öllu slíku, og ótrú á trúar- brögðum". „Hvenær fóruð þér fyrst ut- an?“ „Það var 1908. Tveimur ár- um síðar giftist ég manninum mínum, Pétri Bogasyni, sem síðar varð læknir í Danmörku. Eg gerðist svo fræg að eiga gullbrúðkaup, en það ætti náttúrlega að vera leyndar- mál og ekki koma í blöðum“. „Af hverju fóruð þér utan?“ „Mig langaði að læra músik og helzt að geta kennt hana. En kennari minn í Kaup- mannahöfn vildi heldur „að það yrði eitthvað úr mér“ og lagði kapp á, að ég yrði lista- maður. En til þess langaði mig ekki. Eg hafði heyrt svo margt um íslenzku listamennina, Sölva Helgason og Símon Dalaskáld, að ég hafði áhuga á flestu öðru en því að veiða eftirmaður þeirra. Svo ég sagði við kennara minn: „Mig langar »kki að verða lista- maður, ég vil bara geta kennt á píanó“. ,,En það er góður efniviður í yður“, sagði hann. „Jæja,“ sagði ég, „þarf þá endilega að eyðileggja hann?“ Kennarinn setti upp stór augu, glápti á mig og varð eitt spurningarmerki í fram- an. „,Hvað eigið þér við með þvi?“ spurði hann. „Heima á íslandi er það siðvenja að listamenn fari í hundana“, sagði ég. Og við það sat. Eg hef sem sagt slegið tvær flugur í einu höggi: Komizt hja því að fara í hundana og gætt þess vandlega, að ekk- ert yrði úr mér.“ „Hvað voruð þér gamlar, þegar þér fóruð utan.?“ „Tvítug. Æ, þetta var ó- drengileg spurning, en mér er sama úr því sem komið er. Eg hefði átt að geta orðið sæmilegur píanókennari og þó veit maður aldrei“. „Hvað eigið þér við, frú Lára?“ „Maður veit aldrei, hvað er manni fyrir beztu“. „En hvað kom í veg fyrir, að þér yrðuð píanókennari?" „Eg get sagt yður það í stuttu máli: ég gifti mig. Og þegar kona hefur gift sig, þarf ekki að spyrja að, hvað bíður hennar“. „En þér réðuð því sjálfar, var það ekki?" „Hverju?“, „Að þér giftuzt". „Jú — jú, það er ekki þess vegna“. „Höfðuð þér ekki þekkt Pét ur heima í Reykjavík." „Hafði séð þá bræður, Skúla Og hann, á götunum hér. Við vorum nábúar í Kvosinni, en ég tók ekki sérstaklega eftir honum, hafði t.d. aldrei talað við hann, þegar ég hitti hann í Kauþmannahöfn. En það at- vikaðist svo: Eitt kvöldið bauð hann Guð- rúnu, systur minni, út að borða, en hún sagði við hann: „Eg get ekki farið, því Lára systir er að koma til Hafnar í kvöld“. Þá yppti hann bar öxlum og sagði: „Við skulum taka hana með!“ Síðan rerum við á sama báti í hálfa öld og skiptumst á að ausa“. „Yður hefur litizt betur á hann í Kaupmannahöfn en í Reykjavík?" „Hann var svo pen og kurteis í Kaupmannahöfn, að mér þótti hann fjarska að- laðandi. Svo var hann mjög vel lesinn og hafði ánægju af músík. Það er meira en sagt verður um lækna yfirleitt. Eg hef Oft og mörgum sinnum sagt upp í opið geðið á lækn- um: „Þið eruð alveg ómennt- aðir, þið kunnið ekkert nema krukka eitthvað í líffæri, enda hafið þið engan tíma til að lesa um neitt annað. Lækn- isfræði er ekki menntun, hún er spretthlaup og á- hyggjur". Mér er alveg óhætt að segja þetta við læknana, því þeir eru svo ánægðir með sitt fag, að þeir yppta bara öxlum og segja ósköp rólega, að ég hafi ekkert vit á þessu. En ég sit samt við minn keip: hálfmenntaðir, ekki meir. Eg gekkst upp við því, að Pétur hafði lesið annað en anatómy og svo söng hann mjög vel og mér þótti gaman að spila undir fyrir hann. Þannig kom þetta af sjálfu sér. Og svo hafði hann gaman af að yrkja, þó hann væri ekki nema sæmilegur vísna- smiður“. „Hann var læknir í Kaup- mannahöfn". „Já, sérfræðingur í berkla- veiki og rak einkahæli fyrir berklasjúklinga í Sölleröd. Dönsk kona stórefnuð átti son, sem var berklaveikur. Hún stofnaði hælið og bað Pétur annast það. Hann var yfirlæknir þar frá 1919—1952, en bá var hælið selt og síðan hefur því verið breytt fyrir lömunarsjúklinga“. „Hvemig hefur yður likaS að vera læknisfrú í Dau* mörku?“ „Viljið.þér að ég gefi ung- um íslenzkum stúlkum gott ráð?“ „Já“. „Eg ráðlegg þeim að giftast ekki læknum, þeir eru aldrei heima. Það er jafngott að vera ógift og játast lækni. Lækms- frú er Ko.na, sem bíður efxir manni, sem aldrei kemur heim, og hefur efcki við aS svara í símann og segja, að hún hafi ekki mmnstu hug- mynd um, hvort von sé á læmi inum heim. Og jvo er skatta- löggjöfin í Danmörku svo ágætlega úr garði gorð, aö læknisxrú er nauðsyiúegt að hafa tekið próf í lögfræði, hagfræði og bókhaldi, áður en hún giftir sig, svo fióknar eru skýrsiur yfirvaidanna, og auc- vitað hafa læknarnir þar í landi hvorki tíma til að iæra bókhald sitt sjalfir né teija fram til skatts“. „En er ekki sonur yðat læknir, frú?“ „Jú, ég skil það bara ekki“, „Og hann er kvæntur!“ „Já' það er merkilegt; hann er kvæntur ágætri konu og hún hefur víst nóg að gera. Það er mikið lán að eiga son, sem verður læknir og kvæn- ist vel. Og svo á ég einnig tvö barna börn og mig langaí’ að þau komi hingað heim til íslands einhvern tíma og kynnist frændfólkinu". „Hvers vegna settuzt þið hjónin að í Danmörku?" „Hér var ekkert fyrir Pétur að gera, aðeins eitt berkla- hæli i landinu og þar full- skipað í stöður. Pétur vildi ekki leggja stund á almennan praxsis og þess vegna tók hann við hælinu í Sölleröd fegins hendi.“ „Við töluðum um föður yð- ar áðan, mér skildist á yður, að hann hefði ekki verið sér- lega trúhneigður?" „Nei, það var hann ekki heldur. Móðir mín hneigðist aftur á móti til spíritisma, Það hefur kannski verið eitt- hvert veiklyndi í hennar ætt* um, ég veit það ekki. Hún var dóttir Péturs Guðjohnsen, orgelleikara". „Svo þér hafið þá ekki ver- ið alin upp í trú?“ „Jú, ég var alin upp í góðri trú á landið. Eða áttuð þér kannski við trú á guð? Nei, það var ég ekki. Eg hef á seinni árum lesið margt um trúarleg efni, en ekki fengið neina vitrun. Fólk ætti ekki að vera að blanda sér í það, sem því kemur ekki við, allra sízt ef vitneskjan er af skorn- um skammti. „Var kannski lögð áherzla á trúleysi á heimili yðar?“ „Nei — nei, síður en svo. Faðir minn skipti sér ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.