Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. ágúst 1961 MORCVNBLAÐIÐ 5 Mm J 8M6 I DANSKA blaðinu Aktuelt var skýrt frá l»ví fyrir stuttu, að íslenzkar stúlkur hefðu gert „innrás“ í bæinn Jyderup á Sjálandi. Þar vinna nú í saimar 9 íslenzkar stúlkur, all- ar á sama gistihúsinu, Skar- idsö. Fimm stúlknanna eru svo ánægðar með starf sitt, að þær hafa ákveðið að dvelja lengur í Danmörku og fullnema sig í framreiðslustörfum. Það er engin tilviljun, segir blaðið, að þessar stúlkur hafa valið Jyderup. Kona gistiljúss- eigandans í Skaridsö, Vilborg Hansen, fædd Gunnarsdóttir, er íslenzk og einnig vinnur systir hennar Margrét Skog- sted í gistihúsinu, hefur hún umsjón með eldamennskunni. Gistihúseigandinn Paul Han sen, sagði að ástæðan fyrir því, að þau hjónin hefðu aug- lýst í Morgunblaðinu eftir ís- lenzkum stúlkum, væri sú, að skortur væri á vinnukrafti í Danmörku og einnig væru danskar stúlkur óáreiðanlegar. Hann sagði, að þau hjónin hefðu stundum fengið dansk- ar stúlkur með miklum erfið- ismunum og svo hefðu þær farið úr vistinni eftir hálfan mánuð. Poul Hansen sagðist vera mjög ánægður með ís- lenzku stúlkurnar. Frú Vilborg Hansen og systir hennar Margrét, Frú Vilborg Hansen sagði, að þó stúlkurnar ættu ekki erfitt með að fá vinnu heima á ís- landi þætti þeim ævintýra- legra að sjá sig um í heim- inum. Yngst af stúlkunum er Kristrún Gestsdóttir, hún er fimmtán ára og hefur haft það starf með höndum að gæta tveggja barna Margrétar Skog sted, en þau eru 2 og 5 ára. Hún kemur heim í haust og heldur áfram í skólanum. Sól- veig Sigfúsdóttir 26 ára frá Fljótsdalshéraði ætlar einnig heim í haust, hún hefur unnið í eldhúsinu. Hinar tvær, sem ekki ætla að ílendast ytra era Sigríður Jakobsdóttir, hún er 22 ára og hefur unnið í eldhús- inu og Gréta Guðmundsdóttir 16, ára, en hún hefur verið stofustúlka. Þær fimm, sem eftir verða eru Þórdís Jóhannesdóttir frá Reykjavik, Jórunn Jónasdótt- ir frá Keflavík, Elínborg Sig- urðardóttir frá Akranesi og systurnar Stella og Kolbrún Benediktsdætur. Þrjár þeirra ætla að læra að bera á borð, ein að smyrja brauð og sú fimmta matseld. Stúlkurnar sögðu, að þær hefðu átt í nokkrum örðug- leikum með dönskuna, fyrst í stað, en það Iagaðist. Einnig var mjög gott fannst þeim, að þær gátu talað íslenzku við frú Vilborgu og Margréti. Kristrún átti í engum örðug- Ieikum með börnin, því að þau tala bæði íslenzku og dönsku þó ung séu. Þegar fréttaritari Aktuelt spurði stúlkurnar, sem ætla að verða eftir í Danmörku, hvort þær væru ekki trúlof- aðar, svöruðu þær því neit- andi. Þær væru ekki búnar að vera nógu lengi til þess. Aftur á móti sögðust þær hafa kynnzt nokkrum dönskum ungmennum og ómögulegt væri að segja hvað úr því yrði ... 1 frístundum sínum sögð- ust stúlkurnar helzt fara í kvikmyndahús eða á dansleiki og til Kaupmannahafnar fara þær í hvert sinn er Gullfoss kemur þangað, og hitta þá ís- lendinga sem með skipinu koma. Stúlkurnar, sem eftir verða ætla bráðlega að kaupa sér hjól, svo að þær geti ferðazt um hið fagra umhverfi Jydc- rup upp á eigin spýtur. Gistihúsið Skoridsö í Jyderup. Stúlkan á myndinni er Krist- rún Gestsdóttir og með henni eru börn Margrétar. Erlingur 2 ára og Elvur 5 ára. 637 — Ef ég hefði vitað, að þú ætl aðir að yfirgefa okkur í dag, þá hefði ég ekki bakað pönnukökur! ★ Einum erfiðasta sjúklimg tauga læknisins, en það var kona, var vísað inn til hans. Hún stóð nokkra stund og starði á hann, en sagði síðan: — Þér gætuð nú að minnsta kosti staðið upp, þegar Jósefína keisaradrottning veitir yður þann heiður að heimsækja yður. Hann leit upp: — Jósefína keisaradrottning? Já, en kæra frú, fyrir nokkrum dögum síðan sögðust þér vera Mistinguett. — Það getur verið, svaraði hún, en síðan hef ég fengið löngun til að gifta mig. ★ Kona nokkur spurði Salvador Dali, hvort hann tryði kenning- um Darwins. — Já, statt og stöðugt, svaraði hann. — Þá trúið þér því að við séum kömin af öpum? — Ekki aðeins, kæra frú, ég held að við séum að verða að öpum aftur. - M E SS U R - Þingvallakirkja. — GuÖsþjónusta kl. 2 e. h. — Erling Moe. Gísli Þorsteinsson, bóndi og oddviti, Þorgeirsstaðahlíð í Mið dölum, er 65 ára í dag. Þriðjudaginn 8. ágúst verður Emil Tómasson fyrrv. bóndi á Stuðlum í Reyðarfirði 80 ára. Emil, sem var mikill íþrótta- og þá sérstaklega glímumaður á sín um yngri árum, er vel hress og hinn ernasti. Hann dvelur nú hjá dóttur sinni og tengdasyni, Eyj- ólfi Kristjánssyni, að Brúarósi í Kópavogi. Laugardaginn 5. ágúst voru gef in saman í hjónaband ungfrú Ingeborg Jórunn Kannerworff, verzlunarmær og Guðgeir Ás- geirsson, vagnstjóri. Heimili ungu hjónanna er að ÁJhieúnum 18, Reykjavík. Hlégarður Kaffiveitingar um Verzlunar- mannahelg ina GISTING Góðar veitingar Lokað vegna sumarleyfa til 28. ágúst. VlRNET H.F., Borgarnesi. TÍVOLI Skemmtanir um verzlunarmannahelgina. Sunnudagur 6. ágúst opnað kl. 2. Kl. 4. Gimmi og Erlingur skemmta. Kl. 5—7 Tró Snæfellings ásamt hinum vinsæla 11 ára söngvara Sverri Guðjónssyni spila og syngja á danspallinum. Kl. 9 Tríó Snæfellings ásamt Sverri Guðjónssyni spila og syngja fyrir dansinum. Mánudagur 7. ágúst opnað kl. 3. Kl. 4 Baldur, Gimmi og Konni skemmta á leiksviðinu. Kl. 9 Baldur, Gimmi og Konni skemmta. Upplestur: Erlingur Gíslason. Kl. 12 Flugeldar. Dansleikur á pallinum — Tríó Snæfellings, ásamt Sverri Guðjónssyni. Fjölbreytt skemmtitæki — Fjölbreyttar veitingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.