Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUNBT. AÐIÐ Sunnudagur 6. ágúst 1961 " ............. - • - - Leitað að flugmanni Klukkan liðlega 2 eftir há- degi þann annan ágúst s.l., heyrðu þeir sem hlustuðu á Keflavíkurútvarpið, að útsend ingu var skyndilega hætt í miðju lagi, en þulurinn kom Og las svohljóðandi tilkynn- ingu: „Sveinn Eiríksson flug- maður, er beðinn að hafa sam band við flugturninn strax“. Undirritaður brá fljótt við og hringdi í turninn til að fá vitneskju um hvað væri á seiði. „Það vantar vél i sjúkra- flug“, svarar vaktstjórinn Hörður Magnússon. „Það var hringt úr Reykjavík og. við beðnir að útvega vél. Minni vélin hans Björns Pálssonar er biluð, en flugvöllurinn er of lítill fyrir stærri vélina. Sveinn er staddur hérna með sína vél, en hann finnst bara ekki. Slökkviliðið segir að hann sé í eftirlitsferð ein- hversstaðar á flugvellinum. Við erum að reyna að fá þyrlu fra hernum, en hún þarf bara að lenda á leiðinni og taka benzín, þetta er svo langt“. „Hvert á að sækja sjúkling- inn“? „Að Maríubakka, það er ein hversstaðar fyrir austan Kirkjubæjarklaustur", svaraði Hörður. Ég veit nokkurnveginn hvar Kirkjubæjarklaustur er, en Maríubakka veit ég ekkert um. Þá er að fletta upp í skrá flugmálastjórnarinnar yfir flugvelli og lendingarstaði á ís landi. Þar stendur svar á hvítu: Maríubakki í Fljóts- hverfi, V-Skaftafellssýslu, hnattstaða 63 gráður 51 mínúta norður, 17 gráður 40 mínútur vestur, flugbraut 320x20 metrar, liggur frá norð austri til suðvesturs. Með að- stoð þessara upplýsinga tekst mér að finna staðinn á Her- foringjaráðskortinu. Rétt í þessu kemur Sveinn labbandi í rólegheitum inn í flugvélaafgreiðsluna, tottandi sína pípu og enginn asi á hon- um. „Hvað er þetta maður, veistu ekki að það eru allir að leita að þér, þú átt að fara í sjúkraflug?", segi ég og er ekki laust við að vera hróðug- ur yfir að verða fyrstur að færa Sveini fréttirnar. Sveinn tekur þessu með mesta jafnaðargeði, hringir í turninn og fær staðfestingu á beiðninni og kveðst reiðubú- inn að fara ef hann fær frí í vinnunni. Sveinn er nefnilega eftirlitsmaður brunavarna hjá slökkviliði flugvallarins, en flugmaður í frístundum sín- um.Að andartaki liðnu hefir frí fengizt fyrir Svein og hann segir sér ekkert að vanbúnaði, nema að hann vanti aðstoðar- mann. „Viltu skella þér með?“ segir Sveinn. Ég lít út um gluggann, sól skín í heiði og það er líka af- mælið mitt i dag. Á svoleiðis degi getur ekkert komið fyrir Og ég flýti mér að grípa ljós- myndavélina og skunda á eftir Sveini út í farkostinn, sem er Cessna 180,. kallmerki TF- GVG. Farkosturinn rennir sér blíð lega á loft og stefna er tekin á Reykjavík. „Við verðum að lenda í Reykjavík og taka sjúkrabör- urnar“ segir flugmaðurinn. Eftir örskamma stund fljúg um við inn yfir Kársnesið og GVG svífur inn á enda flug- brautarinnar, rétt yfir höfði nokkurra sóldýrkenda, sem flatmaga í Nauthólsvíkinni, þrátt fyrir norðanstrekking- inn. Snör handtök Benzínafgreiðslumaðurinn er byrjaður að fylla á geymana um leið og skrúfublöðin hætta að snúast, Sveinn þýtur inn í bragga og kemur út með bör- urnar. Hann segir mér að fara með börurnar út í vélina á meðan hann skreppi upp á veðurstofu og athugi veðrið á leiðinni. Síðasti dropinn er vart kom- inn á geymana fyrr en Sveinn er kominn aftur, setztur undir stýri og hreyfillinn í gang og svo af stað aftur. Á meðan ekið er út á flug- brautina gefur Sveinn flug- turninum flugáætlun sína í gegnum talstöðina. „GVG sjúkraflug að Maríu- bakka, sjónflug, flugtími aust- ■ Hinn tveggja ára gamli sjúkrafiugvöllur á Maríubakka í Vestur-Skaftafellssýslu notaður í fyrsta sinn, til aS flytja Björn á Kálfafelli í Landsspítalann. Hraunin á Hellisheiði eru ótrúlega falleg þegar horft er á þau úr lofti. Margbreytilegt flúr hraunjaðarsins minnir einna helst á baldíraðar rósir Og hefir Jóka ekki sézt síð- an. Á meðan ég er í þessum hug leiðingum mínum um Höfða- brekku-Jóku hefir flugvélina með Sveini Eríkssyni ur klukkutími og fimm mínút ur, stoppa í 5 mínútur, klukku tími og korér til baka, flug- þol 3Ms tími, varavöllur Hella“. Flugturninn kvittar fyrir flugáætluninni og heimilar okkur flugtak. GVG þýtur eins og ólmur gæðingur eftir flugbrautinni, hjólin sleppa jörðinni og á móts við afgreiðslu Loftleiða erum við í 500 feta hæð, sett er á stefnu og klifrinu haldið áfram. „Aðeins misjafnlega flatt“ Útvarpsmöstrin lita út eins og eldspýtum hafi verið stung ið í kollinn á Vatnsendahæð- inni og Vífilfell er heldur lág kúrulegt þegar litið er niður á það. Yfir Sandskeiði erum við komnir í 6500 feta hæð og langt fyrir neðan okkur sjá um við Douglasflugvél Flugfé- lags íslands skunda í áttina til Reykjavíkur. Hún hefir sjálf- sagt verið að flytja bráðláta þjóðhátíðargesti til Eyja. á upphlutsbarmi ungrar heima sætu frá æskudögunum. En nú er ekki fínt að ganga í upp hlu lengur og hraun Hellis- heiðar minna víst engan á kjól frá Dior. Framundan er Hekla á hvít um möttli, tignarleg og sak- leysisleg á svipinn. Engan skyldi gruna, sem horfir á Heklufell að þetta fagra fjall hafi valdið slíkum skelfingum, sem orðið hefir raun á. Er- lendir menn trúðu hér áður fyrr að sálir fordæmdra steyptu sér í fuglslíki í Heklu- gjá, en þar væru dyr vítis sjálfs. Og enda þótt að íslenzk alþýða hafi aldrei verið sér- lega trúuð á þessar sögur, þá gat þó Hekla gamla komið að góðu haldi þegar Magnús prest ur kvað niður afturgönguna Höfðabrekku-Jóku forðum, en hún var hið mesta forað. „Heklugjá er heljarkrá henni gusar eldur frá. Stofuna þá ég stefni þér á, stað skaltu engan betri fá“. borið óðfluga inn yfir óbyggð- ir. „Við förum fjallabaksleið“, segir Sveinn og eins og til að staðfesta þetta sé ég bílför í svörtum vikursandinum fyrir neðan okkur. Gröndal segir að ennþá sjái för Hannibals í snjófönnum Alpafjalla og ég velti því fyrir mér hvort þetta muni vera slóðir Guðmundar Jónassonar eða einhvers ann- ars fjallakappa. Hætt er við að vikursandurinn fylli þessi spor, enda þótt Guðmundur sé allt að því jafn frægur orðinn og Hannibal var íorðum. Nú er möttull Heklu orðinn mógulur og slitróttur, en svart ur og snjólaus kollurinn gnæf- ir upp úr. Blámóða fjarskans er horfinn og jafnvel Hekla þolir ekki að litið sé niður á hana úr flugvél nútímans. Ég er að leita að Torfajökli, en hann á að vera skammt und an á vinstri hönd. Nokkrir óhrenir hjarnskaflar eru það eina sem eftir er orðið af þess- um jökli. Lítilfjörlegur mundi Torfa gamla í Klofa finnast Brúargerðarmenn voru aftur teknir íil við brýrnar á Skaftá. Verkfallinu lauk þennan sania morgun. nafni sinn vera orðinn, ef hann gæti skyggnzt yfir öxl mér á þessu augnabliki. Flugvélina ber ört yfir. Ný- fallið hvítsnævi a kolli Mýr- dalsjökuls á hægri hönd en hraunorpnar Skaftártungurn- ar framundan. Brúargerðarmenn eru að vinna við Skaftá. Verkfallinu lauk í morgun. Nú erum við komnir fram- hjá Kirkjubæjarklaustri og eftir er að finna flugvöllinn á Maríubakka. „Þarna er flugvöllurinn'*, segir Sveinn. „Ég sé ekkert nema mela og aurbleytur'* svara ég. Þetta er nú enginn Keflavíkurflugvöllur svarar Sveinn brosandi og stefnir flugvélinni til jarðar. Og nú sé ég vindpoka og flugbrautar merkingar og fyrr en varir er vélin lent og stönzuð. Maður kemur að heiman frá bænum og við spyrjum hann eftir sjúklingnum. „Hann er alveg að koma", svarar maðurinn. „Lenda hér oft flugvélar?" „Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél lendir hér síðan völl- urinn var byggður fyrir 2 ár- um“, svarar heimamaður. Og nú er ekki tími til fleiri spurninga. Rússajeppi rennir upp að flugvélinni og hinn sjúki maður er settur á börurn ar og þeim rennt inn í flug- vélina. Hreyfillinn er ræstur og GVG hefur sig á loft. Nú var flogin önnur leið. Landbrot, Nýja-Eldhraun, Kúðafljót. Framundan er Höfðabrekkujökull, óhreinn og svipljótur, sem teygir hramminn í áttina niður að Hafursey. Yfir Eyjafjalla- jökli þyrlast upp skjýjabólstr- ar. Sveinn hækkar flugið upp 1 9000 fet og nær sambandi. við flugstjórn í Reyk> vík og fær flugheimild yfir skýjum. Undir okkur sefur Kötlu- gjá og keppir við Akrafjall og Skarðsheiði í draumum Sig urðar Þórarinssonar. Yfir Hreppunum leysast ský in upp í góðviðris mistur og í Reykjavík lendum við klukku tíma og tíu mínútum eftir að við fórum frá Maríubakka. Flugferðinni er lokið. Á flug vellinum bíður sjúkrabíll til að flytja Björn á Kálfafelli á Landsspítalann. En um það bil að ég ætla að þakka Sveini fyrir ferðina, kemur afgreiðslu maður Björns Pálssonar og segir: „Það vantar vél í sjúkra flug vestur á Arnarfjörð". „Það er víst bezt að athuga veðrið", segir Sveinn og kveik ir í pípunni sinni. — B. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.