Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. ágúst 1961 I i Skyndibrúðkaup Renée Shann: í í i i i að skrifa bréf, og var fegin þess- um friði og næði, sem ríkti í húsinu. Hún var sem sé að skrifa Clive. Hún hafði kviðið því, að erfitt yrði að koma bréfinu sam- an, en þegar til kom, veitti henni það auðvelt. „Ég er nú farin frá Brasted fyrir fullt og allt, Clive, og ég bið þig að gera enga tilraun til að fá mig þangað aftur. Ég er búin að tala ítarlega við ungfrú Soames, og hún er fullfær um að stjórna þessu með aðstoð Jill, þangað til þú nærð í aðra. Ég er komin í aðra vinnu og byrja á mánudag- inn. Fyrst eftir að ég ákvað að yfirgefa þig fyrir fullt og allt, fannst mér ég verða að komast eitthvað langt burt. Mér datt í hug Suður-Afríka, en þegar ég aðgætti betur, var það illa fram kvæmanlegt. Og svo bauðqt mér þetta tækifæri og ég tók því hiklau«t.“ „Ég á að hafa umsjón með mörgum búðum hjá fyrirtækinu, en það þýðir aftur, að ég verð að vera mikið á ferðalagi og fáa daga á hverjum stað. Þetta er allt öðruvísi vinna en ég hef hing að til haft, en ég held ég muni kunna vel við hana. Kaupið er óvenju hátt, svo að þetta tæki- færi er of gott til að sleppa því“. „Ef til vill reiðistu mér fyrir að vilja ekki vera áfram hjá Hrasted til vikuloka, eins og ég var búin að segja. En mér finnst ég bara ekkert rígbundin við það, sem ég ætlaði í fyrstu. Ef út í það er farið, er komin lang- ur tími síðan ég bað þig fyrst að fá einhverja í minn stað, og þú hefur enga tilraun gert í þá átt. Ég þykist vita, að meðan ég er á staðnum munir þú ekki gera neina slíka tilraun, svo að þetta verði látið dingla svona til eilífð ar, ef ég ekki tek sjálf af skar- ið“. „En það er alls ekki ætlun mín C ive. Það er hvorki heiðarlegt gagnvart konunnj þinni né sjálf- um þér, og ég er mest hissa á því, að ég sfculi ek-ki vera búin að herða mig upp í þetta fyrir löng^ Er. þú veizt ástæðuna, Þú veizt hve mjög og hve lengi ég hef elskað þig. Mér þykir fyrir því, að það skuli þurfa að enda svona! Ég vona, að þú hugsir ekki til mín með alltof mikilli gremju. En af minni hálfu er þessu lokið og ég helú, að það verði líka bráðum hvað þig snert ir.. ef því er þá ekki þegar lok ið. Vertu þá sæll, Clive og líði þér vel. Sandra". Hún las bréfið yfir, setti það í umslag og skrifaði utan á það og gekk síðan út til þess að setja það strax í póst, og henni létti stórum er hún heyrði það detta niður í kassann. Léttari í skapi en hún hafði lengi verið, gekk hún aftur heim, og hugsaði ekki um annað en þetta nýja líf, sem nú beið hennar. Svo niðursokkin var hún í þess ar bugsanir sínar að hún tók ekki eftir því, að bíU stanzaði við gangstéttina úti fyrir húsinu og stór maður stóð við dymar. Það var farið að bregða birtu, svo að hún þekkti hann ekki al- veg samstundis. En þá rak hún upp gleðióp. — Robin! Þetta var dásamlegt! — Sæl, Sandra! Hann laut nið ur og kyssti hana. — Ó mér þykir svo vænt um að hitta þig. Ég var orðinn hræddur um, að enginn væri heima í húsinu. — Þvi miður er ég nú bara ein heima. En komdu inn. Þú veizt ekki, hvað ég er feginn, að þú skulir vera kominn. Og þá verður Júlía það líklega ekki síður! Einhver vonbrigðasvipur kom á andlitið á Robin. — Það hefur nú sjálfsagt verið til ofmikils atlazt. að hún sæti heima í róleg lieitum. — Það hefur húnj annars oft- ast gert, en fyrir hreina tilviljun fór hún út úr borginni um þessa helgi. — Guð minn góður, það eru vonbrigði fyrir mig. — Og þá verður það fyrir hana. En hversvegna .léztu okk- ur ekki vita, að þú værir að koma? Þá hefðum við breitt rauðan renning á gangstéttina og dregið alla fána að hún! Þau voru n-’ kominn inn í setu stofuna. Robin leit. á hana bros- ándi. — Ég losnaði nú ekki fyrr en fyrir hálftíma, og þá fannst mér é- verða að flýta mér ,til þe a komið ykkur á ó- va hefur svei mér kom ið ii. jvart. — Ép hefði gjarnan viljað koma Júlíu á óvart líka. Hvern ig líður henni? Hvar er hún? — ríenni líður vel, en hún hef ur bara verið talsvert áhyggju- full undanfarnar vikur af því að hún frétti ekkert af þér. Hún er úti í sveit hjá einhverjum Daintonhjónum, skammt frá Burnham. — Hefurðu heimilisfangið? Þetta er ekki mjög langt. Ég held ég verði bara að skjótast þang- að strax og finna hana. Þetta vina fólk hennar segir vonandi ekki neitt við því. Það skilur von- andi og veit, hvað langt er síðan við höfum sézt. Sandra varð hálf-óróleg. Hún vissi nákvæmlega ekkert um Daintonhjónin nema aðeins það, að þau voru kunningjar Lionels, og hún vissi ekki, hvort heppi- legt væri að minnast á það. Við nánari athugun fannst henni rétt að láta það ógert. Það kom ekki til mála að neinn mundi móðg- ast þó að Robin kæmi til konunn ar sinnar, jafnvel þótt um miðja nótt væri! Og það var reyndar engin hætta á, að hann færi til þess. Enn var ekki mjög áliðið og hann gæti ekki orðið mjög < lengi á leiðinni. — Bíddu svolítið, ég ætla að finna heimilisfangið. Hun fann það innan um ein- hver blöð við símann. — Ég sé, að hér er símanúmerið. Vild- irðu kannske nringja? Robin leit á úrið. — Ég er á talsvert hraðskreiðum bíl og verð ekki lengi þangað. Hann glotti — Heldurðu að hún verði fegin að sjá mig, Sandra. — Hvernig spyrðu maður! — Jæja þá ætla ég að komast af stað. Líklega hringi ég í þig seinna. Ef ég get, ætla ég að ná Júlíu frá þessum vinum hennar og konu. með hana hingað aftur. — Það ætti að verða auðvelt fyrir þig. Það var rnyrkur og rigning um það leyti sem Robin kom til Burnham. Hann spurðist fyrir um kofa Daintonhjónanna, og samkvæmt þeim upplýsingum, sem hann hafði fengið, beygði hann inn á mjóan stíg. Þegar hann var kominn stíginn á enda, sá hann að dyrnar opnuðust á kofanum, og stúlka' kom hlaup- andi út með tösku í hendinni, en svo sást móta fyrir manni að baki henni í dyrunum. Hún leit hrædd kring um sig um leið og hún hratt upp hliðinu og þaut svo aftur áfram, og hrasaði af flýtinum, því að sýnilega var hún að reyna að komast sem allra fljótast burt frá húsinu. Robin rak upp óp og stöðvaði bílinn, stökk út og hljóp til henn ar. Því að hann hafði séð, að þetta var Júlia, þegai bílljósin skinu snöggvast á hana. — Bíddu andartak. Flýttu þér ekki svona mikið, Júlía elskan! Júlía greip andann á lofti. Hún þekkti þessa rödd. Nú leit hún upp, steinhissa og ringluð og sá þá framan í Robin. Ekki nema ógreinilega að vísu, en hún vissi samt fyrir víst að þetta var Rob in. En hvernig gat það verið? Robin var langt í burtu. Fyrir tveim dögum hafði hún þótzt sjá hann, en sá seinna, að þetta hafði verið missýn. Og nú ætlaði hún ekki að li.ta það sama henda sig í annað sinn. Svo þungbær höfðu fyrri vonbrigðin orðið henni. Og nú yrðu þau ennþá þungbærari. En svo datt henni í hug, að ef þetta væri nú ekki Robin, hversvegna hafði hann þá kallað á hana með nafni? Og nú kall- aði hann aftui á hana með nafni. — Júlía,.. elskan mín.. hvað hefur komið fyrir? Hún faðmaði hann að sér grát andi og gat engu orði upp kom- ið í fyrstunni. Hann hélt henni fast í faðmi sínum og beið eftir því, að hún segði eitthvað. — Robin! 0 elskan mín! Ég ge1 ekki trúað því enn. Segðu mér, að þetta sé raunverulega þú sjálfur. Hún rétti upp hend- urnar og fór yfir andlitið á hon um með skjálfandi fingrunum. — Hvernig komstu hingað Hvern ig hefur þetta gerzt? Ég get ekki ennþá trúað þessu! ' — Gæsasteggurinn er með sár ] Eg hef nefnt hann „Afa stegg!“ é væng, en það lagast fljótlega. * Seinna. | — Afi steggur er mjög fallegur — Ekki enn ... En eftir nokkra | Markús . . . Getur hann flogið? J daga! aitltvarpiö 9:10 Morguntónleikar: (10:10 Veðrufr) 1) Frá kirkjutónleikum í Basili- que Saint Seutin 14. mai sl.t a) Gaston Litaize leikur á orgel verk eftir Couperin og Bach. b) Kammerkórinn í Pamp- lona syngur tónverk eftir Giorgi, Cabezon, Morales, Guerrero og Vittoria. —» Stjórnandi: Luis Morondo. 2) Frán tónlistarhátíðinni í Stokkhólmi í júní sl.: Fílharm oníska hljómsveitin í Lenin- grad leikur tvö verk; Evgení Mravinsky stjórnar. a) Forleikur að „Brúðkaupi Fígarós" eftir Mozart. b) Svíta nr. 2 úr „Rómeó og Júííu'í eftir Prokofjeff. 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Arngrímur Jónsson í Odda. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson). 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: a) Moments Musicaux eftir Schu bert (Claudie Arrau leikur á pfanó. b) Atriði úr óperunrti „Salóme'* eftir Richard Strauss (Christ- el Golz, Margareta Kenney, Elsa Schurhoff, Julius Patzak. Hans Braun og Anton Der- mota syngja; Fílharmoníska hljómsveitin í Vínarborg leik ur. — Stjórnandi: Clemens Krauss). c) „Myndir frá Elsass", hljóm- sveitarsvíta nr. 7 eftir Mass- enet (Lamoureux hljómsveit in leikur; Jean Fournet stjórn ar). 15:30 Lög fyrir ferðafólk. — (16.30 Veðurfregnir). 17:30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) „Strokubörnin", leikrit eft ir Hugrúnu; annar hluti. Leik stjóri Ævar R. Kvaran. b) ..Kópur í útlegð", saga eftir Helgu Þ. Smára; fyrri hluti (Elfa Björk Gunnarsdóttir). 18:30 Miðaftantónleikar: Hollywood Bowl sinfóníuhljómsveitin leik- ur hljóðláta hvíldartónlist; Carm en Dragon stjórnar. 19:00 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Erindi: tTr Indlandsför (Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri). 20:30 Lög af ýmsu taki: Guðmundur Jónsson við fóninn. 21:15 „Með segulband í siglingu**, I. Austur um haf (Jónas Jónasson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok. Mánudagur 7. ágúst 8:00 Morguftútvarp. (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar — 10:10 Veðurfregnir. 12:00 Hádegisútvarp (Tónl.. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Lög fyrir ferðafólk. (Fréttir kl. 15:00 og 16:00 og veðurfregnir kl. 16:30). 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Þuríður Pálsdóttir syngur. 20:20 Erindi: Fyrsta kaupkona á Is- landi (Sigfús H. Andrésson cand. mag). 20:45 Tónleikar: „Rökkur", idyll op. 39 eftir Fibich (Tékkneska fíl- harmoníusveitin leikur; Karel Sejna stjórnar). 21:00 Frídagur verzlunarmanna: As- mundur Einarsson blaðamaður tekur saman dagskrá að tilhlutan Landssambands ísl. verzlunarm.: a) Viðtöl við Egil Guttormsson stórkaupmann, Egil Asbjörns- son verzlunarstjóra og Harald Olafsson forstjóra. b) Upplestur: „Harri" smásaga eftir William Saroyan, 1 þýð- ingu Halldórs Kiljan Laxness (Erlingur Gíslason leikari). c) Gamanvísur eftir Guðmund Sigurðsson (Heígi Skúlason leikari). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög, þ.á.m. leikur danshljóm sveit Björns R. Einarssonar. 01 K)0 Dagskrárlok. Þriðjudagur 8. ágúst. 8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05 T6n leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Ton leikar — 10:10 Veðurfregnir. 12:00 Hádegisútvarp (Tónl.. — 12:29 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:09 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar -• 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar; Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: „Pulcinella", ballett- svíta eftir Stravinsky, byggð á tónlist eftir Pergolesi (Hljóm. sveit franska útvarpsins leikur; Igor Markevitch stjórnar). 20 Erindi: Uppgangur og hrun þriðja ríkisins (Vilhjálmur Þ, Gíslason útvarpsstjóri). 20:45 Tónleikar: Sónata nr. 3 i c-moll fyrir fiðlu og píanó op. 45 eftir Grieg (Yehudi Menuhin og Ro- bert Levin leika.) 21:10 Ur ýmsum áttum — (Ævar R, Kvaran leikari) 21:30 Einsöngur: Carlos Puig syngur þjóðlög frá Mexikó. 21:45 Glímuþáttur: Fyrirspumir tfl glímumanna og um glímumenn. (Helgi Hjörvar rithöfundur). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafan dóttir). 23:00 DagskrárloÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.