Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 3
r Sunnudagur 6. ágúst 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastta: Þórólfur Beck meö ungana. Upphaf á æfisögu HER er lítil myndasaga úr lífi fugla og manna í Reykja- vík, en því miður höfum við ekki rúm til þess að birta fleiri myndir en þrjár úr ,,serí- unni“. Önd ein, sem virðist sérstak lega hænd að íþróttamönnum, valdi sér hreiðursstað syðst á Melavellinum, þegar hún fann hina stóru stund nálgast. Þar hefur hún fylgzt með kapp- leikum í vor á eina frímið ann, sem vængjaður áhuga- gestur hefur fengið. Ekki er vitað með neinni vissu, hvert eftirlætislið hennar hefur ver ið, en bæði Þróttur og KR gera kröfu til hennar, þar eð hún hafði bækistöð mitt á milli áhrifasvæða þessara fé- laga, Grímstaðaholtsins og Vesturbæjarins .Fæði fékk hún m.a. hjá vallarvörðun- um. Allir sannir áhugamenn um knattspyrnu eru bráðlátir og fljótfærir í dómum. Þannig er þessi önd líka, því að ekki leið nema sólarhringur frá því, að ungahnoðrarnir höfðu brotizt út í gegnum eggja- hvítu, skjanna og skurn, og til þess að Madame Bra-Bra ákvað að leggja upp í hina eilífu leit andamóðurinnar að vatni. Ungarnir skutust út í heiminn sunnudaginn 23. júlí, ártal 1961 eftir Krists burð. Vist þeirra í veröldinni verð- ur ekki löng á okkar mæli- kvarða, því að meðalaldur 'brabrabarna ku liggja (ein- hvers staðar á milli 15 og 20 ára. Þá þykir sumum dýra- tegundum nóg lifað. Ungarnir kváðu sjálfir upp það gamla mútter, sem skar úr um það klukkan að verða hálffimm á mánudagsaftni, að þeir væru þegar færir um að svínfylkja liði og þramma í oddagöngu ofan að Tjörn. Þar var kveðinn upp rangur dóm ur, eins og oft vill verða, þeg- ar einn er dómari og er þar að auki að flýta sér. Ungarn- ir, sem voru níu talsins, voru nefnilega ekki færir til að fylgja skrefum móðurinnar niður í vatnið, sem er and- anna annað höfuðelement fyr ir utan loftið. Við verðum að kalla þá unga, því að ekki er «nn vitað hvorum megin þeir skipa sér við járntjaldið, sem aðskilur kynin; hvort þeir verða steggir eða andir. Þegar móðirin kom niður á Hring- braut, gáfust ungarnir upp við að ganga og veltust ósjálf- bjarga um í göturæsinu. Þá bar þar að hinn þekkta íþrótta mann, Þórólf Beck. Hann hóf björgunarstarf, eins og sést hér á fyrstu myndinni, sern Sveinn Þormóðsson tók á Skothúsveginum. Þórólfur og aðrir vegfarendur, sem sjást á stóru myndinni, tóku hina sólarhringsgömlu og umkomu lausu lífsreynsluleysingja í fangið og báru þá niður á bakkann, þar sem ísbjörninn var í gamla daga. Það hús er nú hvergi til, nema í minni þeirra bama, sem gengu í Miðbæjarbarnaskólann í eina tíð. Þar glatast það heldur ekki, fyrr en þau síðustu hyljast moldu upp úr árinu 2030. Andamamma skildi ekki fyrst góðvilja mannanna, enda skilur það manninn frá dýr- unum, að hann kann að hylja skapsmuni sína; hlæja með vörunum, þegar grátið er há- stöfum með hjartavöðvunum, og vice versa, eða öfugt. Hún Kaupmaður- inn ou perlan Kaupmaður leitaði að fögrum perlum. Hann fór land úr landi, borg úr borg. Á sölutorgum bjóð ast honum margar perlur, en hugboð hefir hann um, að feg- ursta perlan sé ófundin enn. Leitinni heldur hann áfram og finnur loks perluna dýru. Orðlaus starir hann á fegurð hennar, en perlan er dýr, hún kostar hann aleiguna, allt, sem hann á. En kaupmaðurinn hikar ekki. Hann greiðir gjaldið og heldur fagnandi með perluna heim. Sá, sem hefir eignazt gimstein, hirðir ekki lengur um verðlaust rusl. Þetta er líkingarmynd Jesú af öllum mörnum. Allir eru að leita þerlunnar, leita þess, sém dýr- mætara er en annað allt og þeir vita af innra hugboði að er ein- nversstaðar- til. Svo fer flestum, að á sölutorgunum láta þeir glepjast af glerbrotum áður en þeir finna perluna, sem þeir voru alltaf að leita að. Sumir finna perluna sína aldrei. Hvernig leitum vér hamingj- unnar, þú og ég? Á sölutorgunum vilja margir selja og þeir gylla sína vöru svo vel, að hún er keypt. Þrásinnis halda menn glaðir heim með sinn feng en gera bráðlega þá leiðu uppgötvun, að í stað perlu höfðu þeir keypt gagnslaus gler- brot, eða annað miklu verra. Og samt hætta menn ekki að leita. Hugboðið knýr þá áfram. þann dóm, að þeir væru orðn ir nógu gamlir til þess að berja gat með goggunum á skurnina og anda að sér lífs- loftinu, en hins vegar var Björgunarliðið og andafjölskyldan. níu andarunga treysti ekki tilburðum björg- unarfólksins og ætlaði að hjóla allvígaleg í stúlkuna, sem raðaði ungunum á hand- legginn. Himnafaðirinn sendi henni þó skjótlega skilning í heilann, svo að hún lét sér segjast, og hljóp kvakandi á eftir ungunum, sem manna- lúkur huldu augum hennar. Þeir svöruðu mömmu sinni aftur með tísti. Seinasta myndin er svo tekin, þegar öndin hafði trítl að seinasta spölinn eftir gras balanum væna og út í Tjörn, og var farin að synda með fríða hópinn sinn í hléi. Hún var sæl, því að blessuð börn in hennar kunnu betur að koma fyrir sig fótunum í legi en á láði, og syntu 1 vari aft ur undan henni, eins og dorí ur eða jullur við móðurskip. Fríður floti. Kaupmaðurinn, sem Jesús segir frá, fór sjálfsagt víða. En hana gat ekki hætt að leita fyrr en perlan sjálf var fundin. Fyrr fann sál hans ekki frið. Hér erum vér við rætur vandamálsins: Það er hnoss sál- arfriðarins, sem vér erum að leita að. Hann er perlan. Að hon um beinist innsta þráin. Hvers virði eru önnur hnoss, éf sálarfriðinn varttar? Hvers virði er vegsemd og gull, ef vér eigurn ekki frið í sál vorri? Önn- ur hnoss eru ekki annað en léleg uppbót, glerbrot, sem barnið unir við en fullorðnum manni nægja ekki til frambí Dæmin, sem mannkynssagan geymir, eru mörg og sum nær- tæk. Ekkert skýrara með samtíð vorri en dæmi Alberts Schweitz- ers. Ungur leitaði hann að perlum og fann margar. Glæsileg lær- dómsafrek færðu honum frægð. Afburða snilligáfa hans fyllti hljómleikasalina í höfuðsetrum listanna og færði honum perlu eftir perlu. En hann leitaði enn, og fann. Perluna einu fann hann við fótskör Krists, í eftirbreytni hans, í skilyrðislausri þjónustu við holdsveiku blökkumennina í Mið-Afríku. í Kristsþjónustunni fann hann perluna, sem kaup- maðurinn í líkingarsögu Jesú keypti. Fyrir hana lét hann fagn andi af hendi aleiguna, allar perlurnar hinar. Á þessum leið um fann hann sálarfriðinn, — og þá hafði hann fundið allt. Þessa sögu segir Jesús ekki afburðarmönnunum einum, dýr- lingunum, hinum heilögu. Hann segir hana oss hversdagsmönnun um einnig, öllum, sem eru að leita. Listirnar eru viðleitni í þá átt, að svala þorsta mannsins eftir fullnægju, sálarfriði. Bókmennt- irnar einnig. En listaverkin mörg reynast þess ekki megnug, að svala þessum þorsta. Oft hverfum vér frá þeim leið og hrygg. Vér lesum bók í annað sinn og undrumst, að vér skyldum áður hafa haft yndi af henni. En öll hin fágæta list þjónar þessarri frumlægu þrá eftir samræmi, fullnægju, sálarfriði. Heimspek- in leitar hins sama, og trúarbrögð in hafa þetta gð meginmarkmiði. Engin menningarverðmæti önnur hafa komizt eins langt í þá áttina og þau. Þessvegna finnur engin kynslóð án trúar sálarfrið. Trúlaus kyn- slóð er viðskila Guði, viðskila sjálfri sér. Og þótt hún hyggi sig hafa gripið perluna dýru, hef ir hún ekki annað en einskis- verð glerbrot í hendi sér. Von- svikin og leið gerir hún þá upp- götvun fyrr eða síðar. _ í „Játningum" sínum segir Ágústínus kirkjufaðir við Guð: „Þú hefir skapað oss fyrir þig, og þessvegna er hjarta vort óró- legt, unz það hvílist í þér“. Þessi hugsun er ekki sér-kristi- leg. Hún er sameign allra höfuð- trúarbragða heims, sameiginlegur trúararfur alls mannkyns, bæði forn og nýr, arfur, sem er eldri en elztu heimildir um mannlegt líf á jörðu, og nýr eins og sólin, sem reis á þessum morgni. Þessi hugmynd, um þorstann, þrána og sálarfriðinn, ber sér háleitt og fagurt vitni í háguð- rækni Asíuþjóðanna, eins og í Bhaktiguðrækninni indversku. En þessi dýrmæti, ævaforni trúararfur krystallast hvergi eins og í lífi og kenningu hans, sem söguna sagði af kaupmann. inum osr perlunnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.