Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 9
Sunnudagur 6. ágúst 1961 MORCVNBLAÐIÐ 9 sland þriðja andið í röðinní FYEIR SKÖMMU kom Pólýíón- Skórinn heim úr söngför um Eng- land, en há_punktur hennar yj&r. þátttaka kórsins í söngkeppní á alþjóðlégri tóníistarhatíð, sem Ihaldip var í Llangolle’n i Norður- Wales:. Méð . kórhiith 'fó'ru utan 46 söngvarár ásáitit söngstjðran-' um, Ihgóifi Guðbrandssyni. Var kórnum hváryetna mjög vel tek ið, og í lokakeppni blandaðra kóra, _ voru fsiendingar þriðja þjóðin í röðinni, én alls tóku um 100 kðrar frá 27 þjóðum þátt í hátíðihni. Þetta er í fyrsta sinn, sem íslenzkur kór tekur þátt í alþjóðlegu tónlistarhátíðinni í Wales. en hún hefur verið hald- inn 15 sinnum. Til hvíldar, hressingar og þjáltunar í Skotlandi. Blaðið átti fyrir nokkru tal við Ingólf Guðbrandsson, stjórn- anda Pólýfónkórsins. Sagði hann, að fýrst hefði kórinn dvalið viku í Skotlandi til hvíldar, hressingar og þjálfunar. Var þar búið á far fuglaheimili á bökkum Loch Lomond, en það er gömul höll, sem auðugur kaupsýslumaður byggði á öldinni sem leið. Hafa farfuglar höllina nú til umráða og er hún stærsta farfuglaheimili í heimi. Kórinn fékk þar til afnota stóran samkomusal og varði 4—5 klst. á dag til æfinga. Einnig ferðuðust kórfélagar um nágrennið og upp í hálöndin. Sjálfstæðir tónleikar í Cambridge Frá Skotlandi hélt kórinn til Cambridge og dvaldi þar í þrjá daga. Hélt hann sjálfstæða tón- leika í sambandi við sumarhátíð, sem stóð yfir þar um þessar mundir. Aðra hljómleika hélt kórinn í borginni Thaxted, skammt frá Cambridge til ágóða fyrir alþjóðlegu barnahjálpina. Þar voru undirtektir einnig mjög góðar, og fóru gagnrýnendur lof samlegum orðum um sönginn. Fyrsta verkið að kaupa fána Frá Cambridge var svo haldið til Llangollen í Wales, og kom kórinn þangað daginn áður en tónlistarhátíðin hófst. Tók for- seti hátíðarinnar á móti kórnum á járnbrautarstöðinni og bauð hann velkominn. Komu kórsins á járnbrautar- stöðina var sjónvarpað, og nokkru síðar barst Flugfélagi ís lands símskeyti fró fréttastofu í Englandi. í því var þessi útsend- ing og landkynningargildi ferðar kórsins í heild rómuð mjög. í ræðu, sem forséti hátíðarinn ar, Rees Rbberts, hélt við sétn ingu hennar, minntist hann sér staklega á hina íslenzku þátttai endur. Sagði hann: — í hver sinn, áem ný þjóð tilkyrtfiir þajt tokú sína, byrjum við á þyi" ái kn.uþa ifána, Og að þessu Jsiflh biaktir fáni íslands hér víð húi í fyrsta sinri. 4 Til þess að sýna, hve velkomn ir íslendingar voru, skipaði is- Kórinn við komuna tH Wales. Forseti hátíðarinnar, Rees Rob erts, heilsar Ingólfi Gudbrands- syni og býður kórinn velkomi nn. Söngför Pólýfónkórsins til Englands lenzki fáninn heiðursse,ss yið hlið ina á fána Wales, en hinum meg in voru fánar stórveldanna Bandaríkjanna og Bretlands. að tækifæri væri hægt að sjá og heyra aðra eins fjölbreytm í söng dansi og búningum hinna ýmsu þjóða. Kórstúlkurnar í íslenzku þjóð búningunum vöktu mikla at- h/gli í Wales. Meðal mestu menningarviðburða í álfunni. Hin alþjóðlega tónlistarhátíð var nú haldin í 15. sinn, og tóku þátt í henni 1200 keppendur frá 27 þjóðum, en hún stóð í fimm daga. Áheyrendur munu hafa ver ið tæp 200 þúsund. Á hátíðinni keppa allar tegund ir kóra og einnig einsöngvarar og þjóðdansaflokkar. Ingólfur sagði, að óvíst væri, að við nokkurt ann Hátíðin er alltaf haldin í Wales og opna hinir tónelsku Wales- búar heimili sín og hjörtu fyrir þátttakendum, sem streyma að hvaðanæva úr heiminum. Á hátíðarsvæðinu var komið fyrir tjaldi, sem rúmaði 10 þús. áheyrendur og fór söngkeppnin þar fram. Keppnin hófst daglega kl. 9 f.h. og stóð fram eftir degi. Á kvöldin voru haldnar skemmt anir í tjaldinu og komu þar fram hinir ýmsu kórar og þjóðdansa- flokkar. Einnig skemmtu þarna, sem gestir, frægir listamenn, t.d. ítalski söngvarinn Feruccio Tagl- iavini. Ingólfur sagði, að á hátíðar- svæðinu hefði söngur ómað frá morgni til kvölds og hinir lit- skrúðugu þjóðbúningar prýtt svæðið. ísland í þriðja sæti Pólýfónkórinn tók þátt i þrem- ur söngkeppnum, fyrst var þjóð- lagakeppni. Þar söng kórinn tvö íslenzk þjóðlög í útsetningu Ro- berts A. Ottósonar „Björt méy og hrein“ og „Vinaspegill“. Á þjóð lagakeppninni komu stúlkurnar í kórnum fram á þjóðbúningum og vöktu. mikla athygli. Upp frá því gengu stúlkurnar á þjóðbún- ingunum, og kepptust blaðaljós myndarar um að taka af þeim myndir, sem birtar voru i mórg um blöðum, sumar á forsíðum. Kórinn tók einnig þátt i keppni kóra, sem í var eingöngu fólk á aldrinum 16—25 ára, og að lokum í aðalkeppni blandaðra kóra. f þeirri keppni vár hlut- skarpastur enskur kór frá Birken head, en hann var einnig i fyrsta sæti s.l. sumar. _ ðru sæti var Akademíski kórinn í Stokkhólnn. Svo komu 2 enskir kórar og einn sænskur, en þar næst Pólýfón- kórinn og var íslands því þriðja landið í röðinni. Ánægðir með árangurinn Dómnefndin, sem dæmdi um sönginn var skipuð 3 Englending um, 2 Walesmönnum, l Belga, 1 Grikkja og 1 Svisslendingi. í lok keppninnar dag hvern las einn nefndarmanna upp dóma um söng hvers kórs yfir daginn. Fékk Pólý fónkórinn lofsamlega dóma, en þó var eins og dómnefndin áttaði sig ekki á getu kórsins fyrr en síðasta daginn, sagði Ingólfur, en þá sungu kóramir sjálfvalin lög. Við sungum nýtt lag eftir Jón Ásjeirsson og fengum þiiðju hæstu stigatölu þann dag. í þess ari keppni vorum við mun hærri, en þeir kórar, sem verðlaun fengu í þjóðlagakeppninni. Einn ig .vorum við hærri en kórar frá öllum Norðurlöndnum nema Svi þjóð. Getum við mjög vel unað úrslitunum, því að við sigruðum margar stórþjóðir, t.d. Banda- ríkjamenn, Þjóðverja, ílali og Spánverja. Niðurstöður dómnefndarinnar sættu nokkurri gagnrýni og þótti mörgum aðrir kórar betur að sigr inum komnir, en sá sem hlaut fyrstu verðlaun. í BBC og sjónvarpi Á meðan hátíðin stóð yfir kom Pólýfónkórinn tvisvar fram í brezka útvarpinu BBC og söngv- ararnir komu þrisvar fram í sjón- varpi. Voru höfð við þá viðtöl, og einnig söng kórinn beint i sjónvarpið. Á kvöldskemmtunum, sem haldnar vOru á hátíðinni söng kórinn einnig. Er við spurðum Ingólf, hvort kórinn hyggðist taka oftar þátt í alþjóðlegu tónlistarhé- tíðinni, sagði hann, að slíkt væri með öllu óákveðið. Ferðirnar krefjast mikils fjár. Hins vegar sagði hann, að allír söngvarar kórsins hefðu hug á að komast þangað aftur. 1 St. Páls kirkjunni. Frá Wales fór kórinn svo tii London og dvaldi þar í viku, sem kórfélagar eyddu í að skoða borg ina og halda tvær söngskemmtan ir til ágóða fyrir alþjóðlegu barnahjálpina. Verndari hennar er erkibiskupinn af Kantaraborg, og fóru aðrir tónleikarnir fram í St. Páls dómkirkjunni. Er mjög sjaldgæft, að aðrir kórar syngi þar en kór kirkjunnar sjálfrar, en hann er mjög þekktur. Var þetta mikill heiður, sem Pólý- fónkórnum var sýndur. f London var kórnum sem annars staðar mjög vel tekið. Einum eftirmiðdegi í London eyddi kórinn í boði ambassadors íslands þar í borg og konu hans, á heimili þeirra hjóna. Hélt am- bassadorinn, Hinrik Sv. Björns son, ræðu og sagði m.a., að kór- inn hefði komið, séð og sigrað. Gætu söngvararnir ekki gert sér í hugarlund, hve för þeirra væri góð landkynning fyrir ísland. Danska þingið sam þykkti Kaupmannahöfn, 4. ágúst — DANSKA þjóðþingið sam'-^kkti í kvöld þá ákvörðun stjórnarinn- ar að hefja viðræður um aðild Danmerkur að Efnahagsbandalag inu. Atkvæði féllu 152 gegn 11 atkvæðum þingmanna sósíalíska þjóðarflokksins — flokks Aksels Larsens . Danska stjórnin mun nú óska eftir viðræðum við Ludwig Er- hard, viðskiptamálaráðherra Vest ur-Þýzkalands, sem nú er for- maður ráðherrafun'iar Efnahags- bandalagsins. Þessi hopmynd af Pólýfónkór num er tekin í Skotlandi, en þar dvaldi hann vikutíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.