Morgunblaðið - 20.08.1961, Side 1

Morgunblaðið - 20.08.1961, Side 1
24 siður Friðarrof nú er gtæpur gagnvart ðllu mannkyni segir varaforseti Bandaríkjanna við komuna til Vestur-Þýzkalands T- Bonn, 19. ágúst (Reuter) LYNDON B. Johnson vara- forseti Bandaríkjanna kom til Bonn í dag á leið sinni frá NY til V.-Berlínar. Við kom- una sagði Johnson að Banda- ríkin væru staðráðin í að láta ekki undan í Berlínar- deilunni. Bandaríska þjóðin hefur enga hæfileika til und- anhalds og við höfum ekki í hyggju að láta undan nú, sagði Johnson. Sagði varaforsetinn að Bandaríkjastjórn mundi standa við allar skyldur og skuldbindingar sínar gagn- vart Vestur-Berlín. Adenauer kanzlari og von Brentano utanríkisráðherra tóku ó móti Johnson varaforseta við ikomuna til Bonn. Bauð kanzlar- inn Johnson hjartanlega velkom inn. „Þér komið hingað sem full- itrúi forseta yðar,“ sagði Aden- auer. „Ég vil taka það strax fram að öl'l þýzka þjóðin veit Mtsheppnuð flóttatilraun hvað hún á Bandaríkjunum Oig Bandaríkjaforseta að þakka“. Að loknum ávörpum á flugvell- inum óku þeir Adenauer og John son saman fró flugvellinum inn til Bonn, þar sem þeir raeddust við í kanzlarabústaðnum. Bandarikjamenn sameinaðir Eftir fund sinn með Adenauer sagði Johnson: Við erum ekiki áreitnir við erum heldur ekki hræddir. Án þess að hóta, en þó í fullri alvöru viljum við að- vara leiðtogana í Sovétríkjunum og í Austur-Þýzkalandi, sem hafa ekapað þetta neyðarástand, um það í tæka tíð að sérhvert friðarrof nú er glæpur gagnvart öllu mannkyni. Johnson kvaðst vera kominn til Vestur-Þýzkalands sem full- trúi Bandaríkjaforseta til að lýsa yfir sannfæringu og skuldbind- Framhald á bls. 23. Rússar styðja að- gerðirA-Þjöðverja GEDSER, Danmörku, 19. ág. (Reuter). — Tjl átaka kom í dag um borð í austur-þýzkri ferju, eftir að þrír farþeganna ' gerðu tilraun til að stökkva fyrir borð í Gedser. Ferjan, sem gengur milli Gedser í Danmörku og Warne munde í Austur-Þýzkalandi, var að sigla úr höfn í Gedser þegar farþegamir gerðu flótta tilraunina. Óeinkennisklæddir austur þýzkir lögreglumenn um borð hlupu til og hindruðu farþeg- ana í að sleppa. Sjónarvottax í landi segja að til harðra átaka hafi komið um borð í ferjunni, sem sigldi á fullri ferð til Austur-Þýzkalands. Undanfarið hafa mjög margir Austur-Þjóðverjar flúið til Danmerkur af þessum ferj- i um. l London, 19. ágúst (Reuter) STJÓRN Sovétríkjanna hef- ur tilkynnt Bandaríkjunum að hún styðji og hafi fullan skilning á aðgerðum Austur- Þjóðverja varðandi lokun landamæranna í Berlín, að því er Tass fréttastofan skýr- ir frá í dag. Þessi yfirlýsing er gefin í orð- sendingu Rússa til Bandaríkj- anna frá því á fimmtudag þar sem mótmælt var lokun Berlín- ar. Segir í rássnesku orðsending- unni að umkvörtun Bandaríkj- anna hafi ekki við nein rök að styðjast. Rússar segja að Austur-Þjóð- verjar séu hér aðeins að nota rétt sérhverrar sjálfstæðrar þjóðar til að vernda hagsmuni sína. Allar tilraunir Bandaríkj- anna tii afskipta í innanlands- málum A-Þýzkalands væru því ástæðuxausar. Segir í orðsendingunni, að í Vestur-Berlín hafi verið mið- stöð byltingarstarfsemi, skemmd arverka og njósna, miðstöð stjórnmála- og viðskiptaárása á Austur-Þjóðverja, Sovétríkin og önnur kommúnistaríki. í bandarisku orðsendingunni var sagt að aðgerðir Austur Þjóð verja í Berlín væru brot á fjór- veldasamningunum um stöðu borgarinnar. f rússnesku orðsend ingunni segir að mjög mikla kímnigáfu þurfi til að halda því fram að aðgerðir í Vestur Berlín séu í anda fjórveldasamninganna. mm Víkingar í stafni skips síns á leikvellinum. — Sjá grein um Reykjavíkursýninguna á bls. 8. (Ljósm. Mbl.: K. M.) LiÖsflufningar til Vestur-Berlínar * Bonn, 19. ágúst (Reuter) UM 1500 handarískir her- menn eru nú á ferð í Vestur- Þýzkalandi í nokkrum hundr uðum flutningabifreiða á leið til Vestur-Berlínar. En þang- að eru þeir væntanlegir á sunnudag . í Vestur-Berlín eru fyrir um 11.000 hermenn hermenn frá Bandaríkjunum. Bandarísku hermennirnir munu búa í tjöldum við austur-þýzku landamærin í nótt, en á morgun aka þeir eftir Helmstedt-Berlín bílabrautinni til Vestur-Berlínar Og er þetta um 175 km. vega- lengd. Þá hafa Bretar ákveðið að senda til Vestur Berlínar auknar birgðír fyrir setulið sitt þar, m. Vesturveldanna, þar af 5.000 a. J8 brynvarðar bifreiðir. Atök í Bizerta Barízt með vatnsslongum, grjóti og flóskum Bizerta, 19. ágúst (Reuter) FRANSKIR hermenn og Túnisbúar, sem kref jast hrott flutnings franska hersins frá Bizerta, hörðust í alla nótt í borginni með flöskum, grjóti og brunaslöngum. Bardagarn- ir hófust upp úr miðnætti og þeim lauk við sólarupprás. Einn af yfirmönnum frönsku fallhlífahermannanna sagði á eftir: Þetta var meiri nóttin, en ekki var hleypt af skoti. Nokkrir menn hlutu minni- háttar sár eftir flöskubrot og grjót. Bardagarnir voru háðir í út- jaðri Arabahverfis borgarinnar, þar sem, að sögn Frakka, um 2000 Túnishermenn og vopnaðir borg- arar hafa hafst við í víggirðing- um frá því vopnahléið hófst hinn 22. julí sl. • Brunaslöngur Skömmu eftir miðnætti komu nokkrir Túnisbúar að gaddavírs- girðingum, sem umlykja Araba- hverfið. Þeir festu taugar í girð- inguna og reyndu að draga þær í burtu. Slökkvilið franska flot- ans í Bizerta kom þá á vettvang með brunaslöngur, sem tengdar voru við aflmiklar dælur. Beindu þeir vatnsstraumnum á Túnis- búana, meðan aðrir franskir her- menn tóku að togast á við Túnis- buana um gaddavírsgirðingarnar, og enn aðrir hermenn komu með nýjar rúllur af gaddavír. Norræn ráðstefna í Oslo OSLO, 19. ágúst (NTB) — Fjár- málanefnd Norðurlandaráðs kom saman til fundar í Oslo í dag. Þar eru saman komnir 44 fulltrú ar frá Norðurlöndunum fimm. Til umræðu eru markaðsmál Evrópu. Á fyrsta fundinum í dag tóku til máls Arne Skaug viðskipta- málaráðherra Noregs og Jens Otto Krag útanríkisráðherra Dan merkur, sem flytur yfirlitsskýrsl- ur um markaðsmálin. Á sunnu- dag verður rætt um möguleika á aukinni samvinnu Norðurland- anna. Þar mun sænski þingmað- urinn Bertil Ohlin leggja fram frumvarp um samþykkt til vernd ar og eflingar uorrænni sam- vinnu. • Vatnsleysi Túnisbúarnir komu höldvotir, einn og einn og í hópum til að freista þess að koma nýjum taug- um í gaddavírsgirðingarnar, en vatnsstraumurinn hrakti þá jafn harðan til baka. En þá varð slökkviliðið uppi- skroppa með vatn. Og meðan verið var að sækja viðbót hófust bardagar með flöskum Og grjóti. Hélt þeim bardögum áfram eftir að vatnsslöngurnar voru að nýju teknar í notkun. Um tuttugu franskir hermenn særðust í átökunum, en ekki er vitað um fjölda særðra Túnisbúa. Cagarín í Búdapest Vín, 19. ágúst (Reuter) YURI Gagarin, fyrsti rússneski geimfarinn, kom í dag. í heim- sókn til Budapest. Um 20.000 manns fögnuðu Gagarin við kom- una, en hann verður í dag við- staddur hátíðahöld í sambandi við þjóðhátíðadag Ungverja. Með Gagarin í förinni var kona hans Valentina og sjö mánaða dóttir Gala. Gagarin hefur ferðast víða eftir geimförina í apríl sl. og meðal annars heimsótt Tékkóslóvakíu, Búlgaríu, Pólland, Finnland, Bret land, Kúbu, Brazilíu og Kanada.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.