Morgunblaðið - 20.08.1961, Page 3
Sunnudagur 20. ágúst 1961
MORGUNBLAÐIÐ
3
Sr. Jón AuBuns dómprófastur:
Spámenn
Æðarfossar í Laxá. Undir klettinum við hægri fossinn er svonefnd Fosshola, sem sumir
nefna nú Forsetaholu vegna þess að forseti íslands hefur fengið þar lax. Lengst til hægri,
ofarlega, grillir í Kistukvísl, en þar voru laxakistur hafðar fyrr á árum, og þar lenti Jó-
hannes í laxaævintýrinu mikla.
(Ljósm. Mbl.)
Þá sullaði
mer i
eg
kvíslina
„Af orðum þínum muntu verða
réttlættur og af orðum þínum
muntu verða sakfelldur", — seg-
ir Jesús í einu þeirra guðspjalla,
sem þessum helgidegi fylgja.
Hvernig má slík ábyrgð fylgja
þvi, að tala, skrifa?
Ekki mjög vegna þess, að menn
skemmi sjálfa sig með óhrjálegu
orðbragði, sóðalegu tali. Frá
óhreinu hjarta koma óhrein orð
og frá sóðalegum hugrenningum
kemur sóðalegt tal. ,,Af gnægð
hjartans mælir mrmnurinn“. Það
sem máðurinn talar, skrifar,
skemmir sjálfan hann lítt, það
ber einfaldlega vitni því, sem þeg
ar býr innra með honum.
En er þá betra — spyrja menn
— að byrgja óþverann innra með
sér? Er það víst. að þeir séu
hreinni á hjarta, sem gæta þess
betur, hvað þeir segja og skrifa?
Er hræsni þeirra betri en hrein-
skilni hinna, þótt hún sé gróf?
„Ef hegnt væri fyrir hugrenn-
ingar, fylltust fjöllin af útilegu-
mönnum", lætur Jóhann Sigur-
jónsson Arngrím holdsveika
segja. Og samt er það betra að
geyma þessar hugrenningar með
sjálfum sér en gefa þeim vængi,
gera þær fleygar með orðum,
svo að þær fljúgi til annarra
manna
þeirra.
og verði förunautar
- og ætlaði aldrei að komast
á fætur aftur
LAXÁ er löng, en lífið er
stutt, var einhverntíma
sagt um mestu stórlaxaá
landsins, Laxá í Þingeyj-
arsýslu, og eru þetta orð
að sönnu. Það er engin
tilviljun að einmitt þessi
á, sem Engilsaxar nefna
„The River“, skuli vera
eftirsóttasta laxá landsins,
því þar fer saman óvenju-
Ieg náttúrufegurð og von-
in um að setja í stórlax,
enda líta þeir, sem þangað
sækja á sumrin, Elliðaárn-
ar hálfgerðu hornauga, og
telja það ekki virðingu
sinni samboðið að veiða í
slíkum „bæjarlæk“, þótt
árnar þær séu drjúgar á
laxana.
í sumar hefur lítið borið á
stórlöxum þeim, sem Laxá í
Þing., eins og hún er daglega
nefnd, hefur orðið frægust
fyrir. Undirritaður minnist
þess ekki að hafa séð jafn
mikinn smálax á Laxá og nú,
og telja veiðimenn ekki ó-
sennilegt að eitthvað kunni að
vanta í þann árgang af laxa-
stofninum, sem gengið hefur
í ána í sumar.
Deilt í mcð tveimur
Vegir veiðiheimilis Laxár-
félagsins í hlaði Jóns bónda
Þorbergssonar að Laxamýri,
hafa marga furðusöguna heyrt
um dagana. Ekki er loku fyr-
ir það skotið, að þeir hafi
heyrt sömu söguna oftar en
einu sinni, hvert sinn í nýj-
um búningi, og söguhetjurnar,
stórlaxarnir, hafa kanhske
lengzt og gildnað með aldrin-
um, enda mun alsiða að deila í
með tveimur þegar veiðimenn
segja frá. Hinsvegar eru les-
endur vinsamlegast beðnir að
trúa því, sem hér fer á eft-
ir, því sögurnar eru heilagur
sannleikur, eftir því sem við--
komandi segja.
Það var eitt kvöld um síð-
astliðin mánaðamót að við
sátum yfir kaffi á Laxamýri
að veiðidegi loknum, og eins
og við mátti búazt var um-
ræðuefnið lax, aftur lax og
meiri lax.
Urriða-saga
— Það hefi ég upplifað hér
í Laxá, sagði einhver, — að
það stökk fimm punda urriði
upp í bátinn hjá okkur í Nesi.
— Á, einmitt, sagði annar,
og það gætti vantrúar í rödd-
inni.
— Ja, ég lyfti kannske svo-
lítið undir hann, sagði sögu-
maður, en lét sig að öðru leyti
hvergi. — Kona veiðifélaga
míns var á bakkanum, hélt
hann áfram, — og ég henti
urriðanum í land til hennar.
Við vorum með 22 punda lax
á, og lönduðum honum neðar,
og þegar konan var búinn að
steikja urriðann, þegar við
komum uppeftir með laxinn.
Þögn við borðið.
— Trúið þið þessu ekki,
strákar? Þetta er alveg hreina
satt! (Þannig enda allar veiði-
sögur).
:«* Spónatínsla á góðviðris-
dögum.
■— Það synti einu sinni 17
punda lax inn í bátinn hjá
okkur á Heiðarendanum, sagði
Jóhannes Kristjánsson, bif-
vélavirki. — Við nenntum
ekki að róa í land, svo félagi
minn hallaði bara bátnum, og
laxinn synti inn í á blússi.
Guðmundur Karl gerir sér
það til dundurs að ganga um
í góðu veðri og tína spæni upp
úr botninum, sagði einhver.
— Já, þeir skipta víðast
þúsundum spænirnir á botnin
um í henni Laxá, sagði annar.
*sa* 5 hinnum upp í háls
— Einn náunga þekkti ég,
sagði fyrsti sögumalður. —
Hann var vitlaus í að vaða.
Ég sá hann einu sinni alveg
Jóhannes Kristjánsson meff góffa veiffi fyrir framan veiði-
húsið að Laxamýri. Stærsti laxinn er 19 punda flugulax.
snarvitlausan. Steingrímur í
Nesi var með 28 punda flugu-
lax, og náunginn óð fimm sinn
um út í ána upp í háls til þess
að losa slý af línunni fyrir
Steingrím. Sá var nú ekki að
súta það. Og það var hríðar-
veður ofan á allt saman.
Jóhannes Kristjánsson þekk-
ir Laxá eins og hendina á sér.
Það er margra ára nám að
læra á Laxá, og ekki öllum
gefið, og harðsnúnustu veiði-
menn hafa orðið fyrir því að
koma öngulsárir úr ánni, en
menn, sem þekkja ána, hafa
skóflað upp laxinum fyrir
framan nefið á þeim. En Jó-
hannes Kristjánsson hefur að-
eins einu sinni komið lax-
laus úr Laxá. Það var í var.
>«• Að veiða konur
— Kristján á Hólmavaði
vann hjá mér á verkstæðinu
á Akureyri, sagði Jóhannes. —
Þá byrjaði ég að veiða í Laxá.
Ég hafði veitt lax áður, í
Vopnafirði. f fyrsta sinn sem
ég var þar eystra, fékk ég
átta laxa einn seinnipart í
Hofsá. Við urðum samt að
hætta fyrr en ætlað var, því
félagi minn krækti öngli í
höndina á konu sinni.
i — Hvað hefurðu fengið
stærstan laxinn í Laxá? var
Jóhannes spurður.
— 31 pund í Kistukvísl fyr-
ir sex árum. Það voru mikil
læti. Birgir Steingrímsson,
sem með mér var, hjálpaði
mér fyrsta klukkutímann á
bátnum, en svo fór hann í
land að veiða. Ég náði lax-
inum langt niður á sandi eft-
ir rúmlega þrjá tíma. Það var
ægilegt. Ég var orðinn svo
þreyttur að ég var farinn að,
leggjast í sandinn til að hvíla
mig þegar laxinn stoppaði af
og til.
— Hvar er uppáhaldssvæð-
ið var Jóhannes spurður.
— Ég hefi oft fengið rok-
veiði í Nesi, hélt Jóhannes á-
fram. — Þar fékk ég einu
sinni fimm laxa yfir 20 pund,
einn 14 punda og einn sex
punda á einum degi. Annars
er líka ágætt í Núpalandi. Þar
fékk ég bikarflugulaxinn í
hitteðfyrra, 23 pund var hann
sá.
Og nú kom ein hressileg'
veiðisaga frá Jóhannesi Kristj-
ánssyni.
Hvers vegna er það betra? ÞaS
er betra vegna þess, að þú átt
að gæta bróður þíns. Það er betra
vegna þess, að orð þín, töluð eða
skrifuð, vera frækorn, sem falta.
í sálu hans og bera þar ávexti
ýmist til blessunar eða bölvunar.
Svo mjög móta þig áhrif ann-
arra manna og orð. En þess gæta
hvorki þeir né þú eins og skyldi.
Hvað myndir þú sjá, ef þú öðl-
aðist á einu vetfangi þá skyggni.
að sálardjúp þín, öll þín hugar-
lönd stæðu þér 1 björtu ljósi? Þú
myndir sjá, að víðsfjarri fer þvi,
að garðinn þinn hafir þú verið
einn um að rækta. Þú sæir garð
fullan af margs konar gróðri, sem
aðrir menn hafa sáð til. Annarra
manna orð, töluð eða rituð, félki
í sál þína, eins og fræ í vormold.
Þú lærðir e.t.v. með árunum að
vera á verði, en meðan þú varst
ungur gættir þú ekki þess, að
verið var að sá í sál þína. Af
ávöxtunum sástu síðar, hverju
hafði verið sáð.
,>Á ég að gæta bróður míns?“
Svo hrópaði til himins sá, sem
fyrsta bróðurmorðið -drýgði. Eaa
hann þurfti ekki að spyrja. Svar
himinsins bergmálaði í sálu hans
áður en hann spurði.
„Af orðum þínum muntu verða
réttlættur og af orðum þínum
muntu verða sakfelldur", segir
Kristur. Þau orð eru dýr á marga
lund, og þau eru dómur yfir þeim
óþverra, sem skítugar „bókmennt
ir“ hella yfir lesendur, unga og
gamla.
Um andstyggðina er vissulega
unnt að skrifa svo, að ávinningur
sé fyrir þá, sem lesa. Ég skil ekki
að nokkur hugsandi maður leg.gi
frá sér, að lestri loknum, mynd-
ina af Dorian Grey eftir Oscar
Wilde, án þess að fyllast and-
styggð á andstyggðinni. En megn
ið af sorpritum og sorabókmennt
um á ekki erindi lengra en í
skriftastólinn eða til geðlæknis-
ins..
Og saurugar ,,bókmenntir“ ná
til fleiri en hugsandi, fulltíða
| fólks. Ekki sízt þegar blað f jöl-
j skyldunnar flytur óþverrann inn.
! í heimilið, flokksblaðið þeirra,
I S6in foreldrunum þykir æskilegt
' börnin og unglingarnir í heim.
I ilinu lesi. List flytur raunar lang-
samlega fæst af þessum „bók-
menntum", en í nafni hennar
j þykjast menn mega tala og skrifa
; hvað sem er.
>«* Svamlaff í Kistukvísl
— Ég var einu sinni að veiða
í Kistukvísl, og setti í þennan
Framhald á bls. 22.
Frækornið fellur í sál hins
unga, og það, sem þroskuðu, full-
tíða fólki kann að vera óskað-
j legt, getur orðið stórkostlega
i skaðlegt óþroskaðri, ungri sál.
i Það kann að vera vegna þess, að
jí starfi mínu kynnist ég nokkuð
vandamálum hinna ungu, að ég
j krefst þess, að fullorðið fólk
þekki ábyrgð sína gagnvart þeim.
Og það er þeirra vegna, að mér
blöskrar ábyrgðarleysi manna,
sem að sorpritum og sorabók-
menntum standa. Frækorn þeirra
ifalla í sálina, eins og önnur, og
bera þar sína skuggalegu ávexti.
Og þetta kom mér í hug, þegar
ég gætti að guðspjalli dagsins áð-
ur en ég reit þessa sunnudags-
grein og las þar þessi órð Krists:
„Af orðum þínum muntu verða
uéttlættur og af orðum þínum
muntu verða sakfelldur". Honum
i var Ijóst ábyrgðin, sem því fylg-
ir að tala og skrifa.
Ægilega ætlar sú lexía að verða
oss seinlærð, að vér erum hver
annars limir, að bræðralagið bind
,ur oss þunga ábyrgð, og að mér
rj ber að gæta bróður míns, — og
■ I unga bróðurins ekki sízt