Morgunblaðið - 20.08.1961, Side 13

Morgunblaðið - 20.08.1961, Side 13
Sunnudagur 20. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Lögregiumenn hindra ftóttamannastrauminn frá A-Berlín. „Fyrsti kafli ritsins er dálítið stjörnufræðiágrip: „himinninn skoðaður að nóttu“. Ótal sól- kerfi og ótal vetrarbrautir, hver vetrarbraut ótal sólkerfi — —. Ályktun: „Þessi hin mikla him- insins bygging boðar einhverja stóra fyrirætlun. En í öllu, sem vér sjáum á himni og jörðu, er lífið það æðsta, og allt er þess vegna gjört og það er aðaltil- gangur 'alls hins sýnilega heims“. Alheimsáformið er með öðrum orðum lífið og ódauð- leikinn. Að leiða rök að þess- ari meginsetningu er svð aðal- efni kvæðisins. Röksemdirnar eru teknar jöfnum höndum úr náttúrunni, hinum sýnilega heimi, og úr heilagri ritningu. í>ví höfundurimn er eigi síður trúmaður en heimspek- ingur. f>að er alltítt, að ungl- ingar eru ekki fyrr búnir að fá einhverja ofurlitla nasasjón á náttúruvísindum en þeir eru þar með gengnir fyllilega úr skugga um, að enginn Guð muni vera til. Þeir þykjast hafa kannað náttúruna í krók og kring og hvergi orðið hans frelsisboðinn Með tilskipun hinn 18. ágúst 1786 ákvað konungur, að ein- okunin skyldi afnumin á Is- landi og verzlun gefin frjáls fyrir alla þegna hans. Jafnframt voru sex verzlunarstaðir, þar á xneðal Reykjavík, löggiltir sem kaupstaðir. Þessa afmælis er nú minnzt í Reykjavík með vegleg- um hátíðahöldum, enda hafa fá lagaboð haft heillaríkari áhrif á íslandi en þetta. íslenzka þjóð- ki hefur aldrei verið verr stödd en hún var um þær mundir. Ekki vegna þess að á skorti umhyggju af hálfu stjómarvald- anna. Þau höfðu m.a.s. látið sér til hugar koma að flytja alla íslendinga úr landi og setja þá niður á Jótlandsheiðum. Sú hug- mynd fékk þó ekki byr, en sýn- ir að leitað var flestra ráða, líklegra sem ólíklegra. Loks fundu hinir háu herrar það úr- ræði að slaka á forsjá sinni og veita fólkinu sjálfu nokkur um- ráð eigin mála. Þar var fundið það ráð sem dugði. Eftir það fór smám saman að rofa til, því meira sem frelsi þjóðarinnar varð meira. Enn var löng og hörð barátta framundan. En til- skipunin frá 18. ágúst 1786 var fyrsti frelsisboðinn. Hún vísaði leið til betri framtíðar fyrir land og lýð. Ænn eru ófrelsis- f bóntlin hert 1 Svo litlu munaði, að ófrelsið yrði þjóð okkar að fjörtjóni, að eðlilegt er, að við höldum há- tíðlega helztu daga úr frelsis- sögu okkar. En ófrelsinu er ekki allsstaðar lokið. Á þjóðhá- tíðardegi okkar fyrir átta árum, hinn 17. júní 1953, gerðu verka- menn í Austur-Berlín örvænt- ingarfulla tilraun til að brjótast undan oki sinna kommúnísku kúgara. Sú frelsisviðleitni var kæfð í blóði. Óvígur her, vél- byssur og skriðdrekar sovétstjórn arinnar urðu þá yfirsterkari hin um austur-þýzku frelsisvinum. Nú ber það við að nýju, að um sama leyti og við undirbúum hátíð okkar koma fregnir frá 'Austur-Berlín tun nýja kúgun, harkalegri en nokkru sinni fyrr. Sá hluti þýzku þjóðarinnar, sem býr austan járntjalds, er hneppt ur í herfjötra. Land hennar er gert að geysistórum fangabúð- um, þar sem tugir milljóna manna mega sig ekki hreyfa nema að boði yfirdrottnara, sem ullir fyrirlíta. Með lokun undan- komuleiða úr Austur-Berlín er í senn stefnt að því, að hindra fólksflóttann og að sanna Aust- ur-Þjóðverjum, að þeir skuli hafa sig hæga. Fregnir hafa REYKJAVÍKURBRÉF borizt af uggvænlegri ókyrrð í landinu, sem sívaxandi flótta- mannastraumur ber r aunar öruggt vitni um. Valdhafarnir óttast nýja byltingartilraun. Herútboð þeirra nú og hermdarráðstafan- ir eru gerðar til að kæfa frelsis- andann í eitt skipti fyrir öll. „Kafbátaleiðir44 Við Islendingar erum ekki megnugir þess að létta böl þeirra tugmilljóna, sem nú sæta ofsókn og kúgun í Austur- Þýzkalandi. En samúð allra ó- spilltra, frjálsra manna, jafnt á okkar litla landi sem annars- staðar, er með Austur-Þjóðverj- um í þrengingum þeirra. Síð- ustu atburðir hljóta og að herða vilja okkar til að bregðast ekki varnarsamtökum frjálsra þjóða. — Allt undanlát mundi verða hvatning til ofbeldisaflanna um nýja ásælni og yfirgang. Það er rétt, sem Brandt, borgarstjóri Vestur-Berlínar, segir, að bilun nú mundi verða til þess, að áð- ur en langt um liði væru sov- ézkir skriðdrekar komnir miklu lengra vestur á bóginn og ekki stöðvast við Rín. Flotaæfingar sovétstjórnarinnar á hafinu austan íslands áttu að sýna, að hún gaeti ekki aðeins látið þjóna sína sækja fram á landi heldur ekki síður á sjó. Nú þegar er krökkt af rússneskum kafbát- um, sem ná eiga á úthöfin eftir siglingaleiðum beggja vegna við land okkar. Sízt er orðum auk- ið, þegar rússneskt tímarit fyrir skemmstu ræðir um „hina hern aðarlegu þýðingu íslands, sem liggur við mikilvægar samgöngu leiðir á sjó, sérstaklega kafbáta- Isiðir“. En einmitt nú telur Fram só.:n tímabært að senda framá- maiu úr hópi ungra flokks- bræðr^ sinna á „friðarþing" með ungkommúnistum í Moskvu. Yfir lýstur tilgangur þess var að treysta samábyrgð“ á „friðun“ heimsins á kommúnistiska vísu. „Hlægiiegast í þessu sambandi44 Sovétstjórnin hefur í sumar sýnt áhuga sinn á íslandi með 1 margvíslegu móti Flotaæfingar, kafbátasigling og opinskáar yfir- lýsingar um hernaðarþýðingu landsins eru einungis staðfest- ing annarra eftirgangsmuna. Hingað til lands hefur hver sendiförin rekið aðra. Allt frá Fúrtsevu, Gagarín „verkalýðs- sendinefnd“ niður í sovézkan rit höfund að nafni Fisj, Sem að Laugard 19. águst. sögn Þjóðviljans ætlar að ferð- ast um landið í mánaðartíma. Sama daginn og Þjóðviljinn sagði frá árás sovétstjórnarinn- ar á Austur-Þjóðverja hefur blaðið eftir rithöfundi þessum: „Það hlægilegasta í þessu sambandi er að vera að hóta að segja okkur stríð á hendur, ef við ætlum að gera friðarsamn- inga við Austur-Þýzkaland“. „Komast til himna án bæna“ Menn kannast við andann í orðum þessa rithöfundar. Hann er sá sami og þegar úlfurinn sagði, að lambið ætlaði að ráð- ast á sig. Auðvitað er Þjóðvilj- inn alsæll yfir að fá að birta slíkar hótanir. Hugsunarháttur- inn hjá kommúnistum er hvar- vetna hinn sami. Þjóðviljinn ver grimmdaræði kommúnista í Austur-Berlín hf sama áhuga og skemmdarverk þeirra í íslenzku þjóðlífi. En það er meiri fróðleik að finna í samtalinu við Fisj. — Hann segist vera í kommúnista- flokknum og m.a.s. hafa verið „svo gæfusamur að heyra Lenin ávarpa 3. þing sambandsins. Þá var ég 17 ára gamall — — Ekki var nú „gæfan“ lítil. Hún á og að sanna, að Fisj viti, hvað hann er að segja. Þess vegna hefur Þjóðviljinn eftir honum: „Trúað fólk getur ekki verið í flokknum----- Og: „Ég styðst ekki aðeins við Gagarín, heldur og Títoff. Þar hef ég tvö lifandi dæmi um það, að menn komast til himna án bæna og sofa þar vel án kvöldbæna". „Sólir ganga sína leið“ Barnalegri rökfærslu er vart hægt að hugsa sér. Slíku hjali svaraði fremsti náttúrufræðing- ur Islands, Björn Gunnlaugsson, spekingurinn með barnshjartað (samtímamaður Karls Marx) fyrir eitt hundrað árum, þegar hann kvað: „Sólir ganga sína leið, sem þú, drottinn, býður“. Islenzk alþýða skildi strax, að hann hafði rétt fyrir sér. Þess vegna varð Njóla hans uppáhaldsrit hennar. Um kenn- ingar hans segir svo í æviminn- ingu í Andvara 1883: varir þar; lengra þurfi ekki vitnanna við. Höfundur Njólu er einn af þeim mönnum, sem slík kenning er bæði hneyksli og heimska. I hans augum er náttúran öll einber Drottins dá- semdarverk“. „Flokkurinn er samsafn fólks“ Björn Gunnlaugsson er ekki einn náttúrufræðinga um þessa skoðun. Enginn mun hafa haft dýpri lotningu fyrir„hinum mikla eilífa anda, sem í öllu og alls- staðar býr“, en sjálfur Einstein, mesti vísindamaður okkar aldar. Sterkari rök en það að hafa hlust að sautján ára á Lenfn og hringsól Gagaríns og Títovs umhverfis hnöttinn þarf til þess að sanna, að sá sé ekki til, sem gerði reikn- isdæmið, er mannkynið nú er að ráða fyrstu rúnirnar í. Sovézki rithöfundurinn Fisj er viss í sinni sannfæringu. Hann segir: „Flokkurinn er samsafn fólks, er allt aðhyllist nokkrar almenn- ar hugmyndir, en ein þeirra er hin heimspekilega efnishyggju- hugmynd. Þeir, sem aðhyllast þessar skoðanir, ganga í flokk- inn, alveg eins og þeir sem trúa á guð ganga í einhvern trú- arflokk." „Gefa hinum kristnu tækifæri“ Og kommúnistar eru umburð- arlyndir, þeir vilja jafnvel gefa „hinum kristnu tækifæri". Þess vegna segir sovéski rithöfundim- um Fisj: „Vegna þess að hug'sjónir kommúnismans um algeran frið á jörðu og algert jafnrétti manna án tillits til litarháttar eru einmitt þær sömu og hafa gert kristindóminn vinsælan, lyft honum, geta kirkjunnar menn og kommúnistar staðið saman t. d. í friðarbaráttunni. Boðorðin 10 að e.t.v. einu undanskildu. gefa hinum kristnu tækifæri á að vera í náinni samvinnu við kommún- sta“ ! Hugmyndir rithöfundarins um „frið á jörðu og algert jafnrétti" skýrast af fyrrgreindum ummæl- um hans um atburðina í Austur- Þýzkalandi. Hvað skyldu hinir nytsömu sakleysingjar í prestastéttinni ís- lenzku lengi láta slíka menn hafa sig að fíflum? Og er ekki tími kominn til þess, að málgagn íslenzku kirkj- unnar, Kirkjuritið, segir afdrátt- arlaust hvort kommúnismi og kristindómur sé samrímanlegir? „Vart tekin ákvörðun“ Fleiri sovézkir sendiboðar, en rithöfundurinn Fisj hafa hér lát- ið í sér heyra síðustu dagana. Hér hefur einnig að undanförnu dvalið sovézk verkalýðssendi- nefnd. Á miðvikudaginn hafði Þjóðviljinn þetta eftir formanni hennar: „Öll starfsemi sovézkra verka- lýðsfélaga byggist á almennum grundvallarreglum lýðræðis; kosningar félagsstjórna og starfs- manna eru almennar, hverjum einstökum félhga eru tryggð rétt indi til að hafa áhrif á stefnu félaganna o.s.frv. Verkalýðsfé- lögin njóta margvíslegra réttinda og hlutverk þeirra í efnahagslífi tSovétríkjanna eykst stöðugt. Nú crðið mun vart tekin ákvörðun um nokkurt það vandamál, sem snertir skipulagningu eða til- högun vinnu, kaupgreiðslur og annað, er varðar rekstur fyrir- tækja, að ekki sé leitað til verka- lýðsfélaganna." Ef sagt væri satt um lýðræðið í hinum sovézku verkalýðsfélög- um mætti það vissulega verða verkalýðsfélögunum hér á landi, t. d. Dagsbrún til fyrirmyndar. Töluvert vantar á, að „hverjum einstökum félaga séu tryggð rétt- indi til að hafa áhrif á stefnu fé- laganna" í verkalýðsfélögum hér. En hætt er við, að hinn sovézki sendinefndarformaður segi ekki söguna alla og noti orðin „lýð- ræði“ og „réttindi" í töluvert annarri merkingu en frjálsir menn leggja í þau. „Leitað til félaganna“ Enn eftirtektarverðara er hvern fyrirvara þessi talsmaður Sovét stjórnarinnar hefur á frá- sögu sinni af raunverulegu valdi verkalýðsfélaganna. Fyrst gefur hann í skyn, að völd félaganna séu nú mun meiri en áður. Stað- reynd er, að hingað til hafa þau völd verið harla lítil. Þá felst það í orðum hans, að það, sem hann lýsir, sé ekki undantekn- ingalaus regla, heldur sé stund- um frá henni brugðið. Og þá að sjálfsögðu hvenær sem hinum raunverulegu valdhöfum þókn- ast. Loks segir hann ekki meira, en að „leitað sé til félaganna“ um tilgreind atriði. Þ.e.a.s. þau fá að láta uppi álit sitt „um kaupgreiðslur og annað“. Sendi- nefndarmaðurinn treystir sér ekki til að segja, að félögin hafi um þetta úrslitavald eða jafn- vel samningsrétt. Með þessum ummælum er það staðfest, að verkalýðsfélögin í Rússlandi eru fyrst og fremst ætluð til þess að vera handbendi ríkisstjórnarinn- ar. Þau eru aðeins eitt tæki henn ar til þess að ráða yfir verkalýðn um og halda honum í fjötrum. Af hverju flúðu þeir 1958? Ekki er ofsögum af því sagt, að flokksmenn Eysteins Jónsson ar undrist mjög, hversu ólíkar skoðanir hann hefur nú á áhrif um kaupgjalds á atvinnurekstur miðað við það, sem hann áður bélt fram. Er þar skemmst að minnast kauphækkunar Dags- brúnar haustið 1958. Hún var mun minni en hækkunin, sem knúin var fram í sumar með svikasamningum SÍS og skemmd arverkamanna úr hópi komm- únista. Engu að síður ógnaði sú kauphækkun Hermanni og Ey- steini svo veturinn 1958, að þeir flúðu af hólmi og sögðu, að stjórn þeirra kæmi sér ekki saman um nein ráð gegn verðbólguöldunni, sem risin væri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.