Morgunblaðið - 27.08.1961, Page 2
2
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. agust 1961'
? S::ÍÖI;
| Partur af vegg í neðra gangi Melaskólans. Þrjú verk Jóns Stefánssonar, „Árni Pálsson prófess-
r“, „Skúrar við höfnina“ og „Við höfnina". Yzt tii haegri er mynd Eiríks Smiths, „Klettamenn".
Listsýningin á
Reykiavíkurkynningu
í>AÐ sem vakið hefur einna
mesta athygli margra þeirra,
sem sótt hafa Keykjavíkur-
kynninguna í Melaskólanum,
er listsýningin sem þar hefur
verið komið upp af mikilli
smekkvísi. Hefur greinilega
verið vandað mjög til hennar,
enda gefur hún Ijósa yfirlits-
mynd yfir íslenzka málaralist
samtímans. Málverkin hafa
verið hengd upp í göngum
Melaskólans, og hafa veggirn-
ir verið sérstaklega klæddir til
að mynda réttan bakgrunn við
listaverkin.
Á sýninguni eru alls 81 mál
verk eftir 48 listmálara og 13
höggmyndir eftir 10 mynd-
höggvara. Hver listamaður á
frá einu upp í þrjú verk á sýn
ingunni, Og fer fjöldinn sýni-
lega að nokkru leyti eftir
stærð myndanna. T. d. eiga
meistararnir Jóhannes Kjarval
og Gunnlaugur Scheving hvor
eitt stórt málverk á sýning-
unni, en Kjarval á auk þess
tvær teikningar. Ásgrímur
Jónsson Og Jón Stefánsson
eiga hvor þrjár myndir sem
allar eru frá eldri skeiðum í
list þeirra. Svavar Guðnason,
Þorvaldur Skúlason og Jón
Engilberts eiga eina mynd
hver, Gunnlaugur Blöndal
þrjár, Kristín Jónsdóttir, Júlí-
ana Sveinsdóttir, Karen Agn-
ete Þórarinsson, Lovísa Matt-
híasdóttir, Nína Tryggvadóttir
og Gréta Björnsson tvær
hver, Barbara Árnason og
Guðmunda Andrésdóttir eina
hvor, Muggur, Jóhann Briem,
Snorri Arinbjarnar, Finnur
Jónsson, Þórarinn B. Þorláks-
son, Sveinn ÞórarinssOn og
Eggert Guðmundsson tvær
hver, Ásgeir Bjarnþórsson,
Eyjólfur Eyfells, Freymóður
Jóhannsson, Guðmundur Ein-
arsson, Jón Þorleifsson, Magn-
ús Á. Árnason eina hver.
Af yngri málurum á Kristj-
án Davíðsson þrjár myndir á
sýningunni, Bragi Ásgeirsson,
Hafsteinn Austmann, Hjörleif
ur Sigurðsson, Hrólfur Sigurðs
son, Jóhannes Geir Jónsson,
Pétur Friðrik Sigurðsson, Sig-
urður Sigurðsson, Sverrir
Haraldsson, Valtýr Pétursson
Og Örlygur Sigurðsson tvær
myndir hver, og Benedikt
Gunnarsson, Bjarni Jónsson,
Einar G. Baldvinssön, Eiríkur
Smith, Halldór Pétursson, Jó-
h^nnes Jóhannessson, Kjartan
Guðjónsson og Veturliði Gunn
arsson eina mynd hver, en
Veturliði sótti sitt málverk
einn daginn í vikunni og fór
með það heim.
Af þessum lista er Ijóst að
nær allir íslenzkir málárar ald
arinnar eiga verk á sýning-
unni, raunar nokkrir sem
kunnari eru fyrir annað en
listmálun, enda löngu hættir
að mála.
Á höggmyndasýningunni
eiga Ásmundur Sveinsson, Sig !
urjón Ólafsson og Ríkharður
Jónsson tvær myndir hver, en
eitt verk eiga þar eftirtaldir
myndhöggvarar: Guðmundur
Benediktsson, Guðmundur
Einarsson, Gunnfríður Jóns-
dóttir, Jón Benediktssón,
Magnús Á. Árnason, Nína Sæ-
mundsson og Ólöf Pálsdóttir. «
Frá höggmyndasýningunni í Melaskóla. Fremst á myndinni
er „Skúltúr“, trémynd eftir Jón Benediktsson, en í baksýn
er hið merka verk Ásmundar Sveinssonar, „Trú“, úr tré
og málmi.
Kiljanskvöld í lönó
Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ sýndi
leikflokkur Lárusar Pálssonar
þætti úr nokkrum verkum Kilj-
ans á leiksviðinu í Iðnó. Leikar-
arnir Helga Valtýsdóttir, Lárus
Pálsson, Haraldur Björnsson og
Rúrik Haraldsson brugðu upp
svipmyndum af ýmsum frægum
athurðum úr Paradísarheimt og
Islandsklukkunni, og auk þess
komu þrjár persónur úr öðrum
skáldverkum Kiljans fram á leik-
sviðinu: Pétur þríhross, kaupmað
ur Guðmundsen og Todda trunta.
Vöktu þau mikinn fögnuð áhorf-
enda öll þrjú.
Atriðin úr Paradísarheimt voru
átta talsins og komu þar fram
helztu persónur sögunnar: Stein-
ar bóndi og dóttir hans, Þjóðrek-
ur biskup, Björn á Leirum og
sýslumaður. Atriðin úr íslands-
klukkunni voru fjögur auk for-
mála og komu þar fram Snæfríð-
ur íslandssól, Arnas Arnæus, Jón
Gerreksson, Jón Marteinsson og
Maddaman.
Sýningunni var mjög vel tekið
og leikararnir hvað eftir annað
Flugsýning
í dag
FLUGSÝNING Flugmálafélags
íslands hefst kl. 2 í dag á Reykja-
víkurflugvelli ef veður leyfir. —
Verður þetta mjög fjölbreytt
sýning, og ekki er að efa að
Reykvíkingar fjölmenni á flug-
vöilinn.
Slysavarna-
kynning
í DAG heldur Slysavarnafélag fs-
lands sýningu á ýmsum björgun-
artækjum á sjó og landi í húsi
félagsins á Grandagarði. Sýning
þessi er j sambandi við Reykja-
víkurkynninguna og verður opin
frá kl. 14 til 22. Kaffiveitingar
verða á staðnum.
Sýning þessi er mjög fróðleg,
m. a. gefst gestum færi á því
að skoða björgunarbátinn Gísla
Johnsen í naustinu í húsinu.
Þarna er einnig sýning á
kennslutækjum í umferðarregl-
Hafnarfjörður -
Akranes í dag
kl. 4
f DAG kl. fjögur fer fram í
Hafnarfirði kappleikur í knatt-
spyrnu milli Hafnfirðinga og A-
liðs Akurnesinga. Er þetta liður
í bikarkeppni milli Akranes —
Keflavíkur og Hafnarfjarðar.
Oþurrkur um allt land
ÞANNIG hljóðaði fréttapistill í
Morgunblaðinu 26. þ.m. Og sams-
konar fréttir hafa borizt um líkt
leyti, næstum því árlega.
í dag er vílað fyrir nórðan, í
gær var það fyrir sunnan. Það er
ávallt einhver að vola, eins Og
danskt máltæki segir.
En þessu voli hefði átt að vera
hætt, eða úr því dregið, fyrir
meir en ári síðan.
í Morgunblaðinu, 5. nóv. 1959
stendur: „Merkar tilraunir í hey-
verkun. Einfaldir votheysturn-
ar“, og er mynd jafnframt birt af
þeim undir grasi á Keldum við
Reykjavik.
Erindi um þessar votheys-
geymslur var sent Bjargráðasjóði
og inn á Búnaðarþing kom það.
í desember í fyrra var geymsl
unum lýst fyrir búnaðarráðu-
nautunum, á ráðstefnu þeirra.
í tímariti Verkfræðingafélags
íslands er ítarleg lýsing á þeim.
í búnaðarritinu Frey, hefur
aftur á móti ekki verið á þær
minnzt. Kaupfélög bænda og aðr-
ar sveitaverzlanir eða sambönd,
hafa ekki látið málið neitt til
sín taka.
Um þetta leyti, eða nokkru fyrr
í fyrra, kom að máli við mig
bóndi úr Dölum, Og falaðist eft-
ir hjálp til að bjarga heyjum.
Það vildi svo til, að rannsóknaráð
ríkisins átti efni í tvær geymslur,
og það fékk bóndinn.
Fyrir nokkrum dögum kom
sendimaður frá þessum sama
bónda, og falaðist nú eftir papp-
ír í geymslurnar. Enn var heppn-
in með honum.
— Hvernig reyndust ykkur
geymslurnar í fyrra?
— Jú, þær björguðu frá hall-
æri, en nú var komið í óefni á
Iný.
Hvenær hættir „gamla sagan" á
íslandi að verða alltaf ný?
Munu menn á næsta vetri horfa
reiðir um öxl til óþurrkanna, eða
hefur verið dregin sæng yfir höf-
uð, og sofnað svefninum árlanga?
Málið er fyrir löngu komið í
hendur bænda sjálfra, og þeirra
trúnaðarvina.
Geymslurnar eru ekki bezta
varanlega lausnin, það vita allir,
en ef þær eru hafðar í fórum
verzlana tiltækar, þegar hrokkið
er upp úr svefni, þá má bjargast
frá hinu árlega hallæri vegna ó-
þurrka.
Ásgeir Þorsteinsson
klappaðir fram í sýningarlok. —•
meðal áhorfenda voru Halldór
Laxness, kona hans og tvær dæt-
ur.
Sýningin var endurtekin í Iðnó
í gærkvöldi, en í kvöld sýnir
flokkurinn fyrir austan fjall, aff
Flúðum.
Reykfavíkur*
kynningin
Sunnudagur 27. ágúst
Kl.
11.00 Guðsþjónusta í Neskirkju.
Séra Jón Thorarensen
prédikar.
14.00 Sýningarsvæðið opnað.
16.00 Glímusýning á vegum
íþróttabandalags Reykja-
víkur á palli við Melaskóla.
17.00 Á Melavelli: Handknatt-
leikur körfuknattleikur og
knattspyrna karla, Austur-
bær — Vesturbær. —-
Frjálsar íþróttir.
20.30 Við Melaskóla: Fimleikar:
Úrvalsflokkur karla úr KR
sýnir undir stjórn Bene-
dikts Jakobssonar.
Lúðrasveit leikur.
21.30 Dans á tveim svæðum við
Melaskóla. Gömlu og dýju
dansarnir.
24.00 Hátíðaslit.
Volksvagenbif-
reið með sendistöð
f GREIN um vegaþjónustu FÍB
féll niður að Volkswagenumboð-
ið hafi lánað FÍB bifreið með
sendistöð. Biður FÍB um að þetta
komi fram og harmar að það
skyldi niður falla í yfirlitinu.
Þess skal Og getið að greinin
um vegaþjónustuna var frétta-
tilkynning frá FÍB.
— Þvottalaugar
Frh. af bls. 24
um þær framkvæmdir. Það
var síðan frú Auður Auðuns,
sem í sinni borgarstjóratíð
tók af skarið um að hefjast
skyldi handa við þá endur-
nýjun, sem nú er lokið. Hefur
Lárus Sigurbjörnsson haft yf-
irumsjón verksins, ásamt
þeim Helga Sigurðssyni hita-
veitustjóra, og Hafliða Jóns-
syni, garðyrkj ustjóra, en Ein-
ar Sveinsson, múrarameistari
lagði á ráðin um hleðslur.
Verkstjóri var Kristján Ein-
arsson, starfsmaður Árbæjar-
safns.
Listaverk Ásmundar
Lárus Sigurbj örnsson ósk-
aði bænum til hamingju með
að Þvottalaugarnar skyldu nú
vera komnar þarna upp f
sinni gömlu mynd og einnig
flutti hann sérstakar þakkir
Ásmudi Sveinssyni, mynd-
höggvara, sem þarna var
staddur, fyrir listaverk hans,
sem væri verðugt minnis-
merki um þvottakonur f
Reykjavík — en það væru
allar húsmæður i Reykjavík
á öllum öldum.
Reglugerðin gamla
Að síðustu kvaðst minja-
vörður óska þess, að um-
gengni um þessar minjar yrði
slík, að ekki þyrfti að grípai
til reglugerðar, sem sett var
í tíð Zimsens borgarstjóra ár-
iö 1917 og ekki hefur verið
numin úr gildi, þar sem m. a.
segir, að í Þvottalaugunum
megi „ekki fljúgast á, æpa,
kalla, syngja hátt, eða hafa
annan hávaða, eða ofsalegt og
móðgandi háttalag'* og fleira
slíkt, sem ekk| verður upp
talið að sinnL