Morgunblaðið - 27.08.1961, Síða 17

Morgunblaðið - 27.08.1961, Síða 17
Sunnudagur 27. ágúst 1961 MORGVTSBLÁÐIÐ 17 Blaðað í dönskum « UPPSKERAN á dönskum bóka- markaði í ár er auðug og marg- breytileg. Einn af merkustu bókmenntaviðburðönum er sennilega útgáfa Gyldendals á verkum Martins A. Hansens í tíu bindum, sem hófst í vor. Utgáfan, sem nefnist „Minde- udgave 1—X0“, tekur til allra skáldsagna Hansens og flestra smásagna hans og ritgerða. Við- burðurinn er merkilegur m. a. vegna þess að kominn mun vera mannsaldur síðan Gylden- dal gaf út heildarútgáfu eða úrval úr verkum dansks höf- undar. Sýnir það með öðru hví- líkrar hylli Martin A. Hansen nýtur í Danmörku, enda var hann þegar orðinn „klassískur" fyrir dauða sinn. Martin A. Hansen er íslend- ingum að góðu kunnur fyrir hina stórvelgerðu bók sína „Rejse pá Island“ og fyrir skáld söguna „Lögneren" sem lesin var í Ríkisútvarpið í fyrra. Martin A. Hansen fæddist 20. ágúst 1909 og hóf ritferil sinn sem kommúnisti með tveim skáldsögum um þjóðfélagsmál, „Nu opgiver han“ (1935) og „Kolonien“ (1937). Vöktu þær báðar talsverða athygli og sýndu að hér var á ferðinni höfundur, sem mikils mátti vænta af. Með þessum bókum skrifaði hann sig frá kommúnismanum. Á stríðsárunum var hann mjög athafnasamur í mótspyrnu hreyfingunni, skrifaði mikið i „Folk og Frihed“, sem hann rit- stýrði um skeið, og safnaði meg- inefninu í bókina „Der brænd- er en Ild“ (1944), sem var gef- in út með leynd. Martin A. Hansen var kenn- ari að menntun, en eftir stríð sneri hann sér óskiptur að rit- störfum. Liggur eftir hann mik- ið og sundurleitt magn af bók- um, þó hann félli frá langt fyr- ir aldur fram, aðeins 46 ára gamall. Árið 1947 voru honum veitt listamannav 'rðlaun „Poli- tiken“ og árið : 349 var hann kjörinn „höfundur ársins" af bóksölum Kaupmannahafnar. Martin A. Hansen lét mjög til sín taka í menningarmálum Dana, var um skeið ritstjóri bókmenntatímaritsins „Heretica“, sem myndaði eins konar „skóla“ í dönskum bókmenntum, samdi frumlegar og skemmtilegar bæk ur um sögu Danmerkur, menn- ingu hennar og jafnvel veður- far! Kunnastar þeirra eru „Lev' athan“ (1950) og „Orm og Tyi Martin A. Hansen (1952). I»á skrifaði hann einnig ferðabækur frá Noregi og Is- landi. Af öðrum bókum hans eru kunnastar skáldsögurnar „Jona- tans Rejse“ (1941, endurskoðuð útgáfa 1950), „Lykkelige Kristof fer“ (1945) og „Lögneren“ (1950). Hann gaf einnig út þrjú mjög athyglisverð smásagna- söfn. Hið fyrsta þeirra, „Torne- busken“ (1946), gerði hann frægan um alla Danmörku, þó það sé meðal torræðustu bóka hans. Síðan komu „Agerhönen“ (1947) og „Konkyljen“ (1955). Hansen er ásamt Karen Blixen og H. C. Branner einn af meist- urum smásögunnar á danska tungu það sem af er þessari öld. Eftir tvær fyrstu skáldsögur sínar sneri Martin A. Hansen sér frá vandamálum þjóðfélags- ins og beindi sjónum sínum æ meir að vandamálum einstakl- ingsins, trúarlegum og siðferði- legum vandamálum hans. Han- sen var mjög trúhneigður mað- ur, þó hann færi sínar eigin götur í þeim efnum, og skáld- skapur hans ber vitni djúpu inn sæi í hið flókna sálarlíf mann- eskjunnar. Hefur honum stund- um verið jafnað við André Gide, enda er furðumargt líkt með viðhorfum þeirra til lífsins. ★ ♦ ★ Aí*öðrum bókum sem komið hafa út í Danmörku á þessu ári má nefna ljóðabókina „Hymne og harmsang“ eftir færeyska skáldið William Heinesen, en hann hefur ekki gefið út Ijóð síðasta aldarfjórðung. Heinesen er kunnur á íslandi fyrir nokkr ar skáldsögjur sínar og smá- sagnasafnið „í töfrabirtu". sem kom út fyrir tveimur árum. ★ ♦ ★ Martin Larsen, sem var sendi kennari hér um árabil, hefur sent á markaðinn bók um ís- lenzkar fornbókmenntir, sem hann nefnir „Tre essays om de islandske slægtssagaer“. Bókin, sem er aðeins 53 bls., tekur til meðferðar niðurstöður nýjustu rannsókna á Islendingasögum. í fyrstu ritgerðinni fjallar hann um sögurnar sem bók- menntir og bendir á, að þær voru fyrst og fremst listaverk, en ekki sagnfræðirit. Hann ræð- ir einnig stíl þeirra og sýnir fram á að ekki sé hægt að tala um ákveðinn „sagnastíl“, því hver saga hafi sín sérstöku ein- kenni og margbreytnin sé furðu leg. 1 næstu ritgerð fjallar Lar- sen um sögulegan og félagsleg- an bakgrunn Islendingasagna, lýsir ástandinu á Sturlungaöld og þeim hugsjónum sem gagn- sýrðu þjóðlífið bæði fyrir og efíir kristnitöku. I þriðju rit- gerðinni tekur hann loks fyrir eitt verk, Njáls sögu ,og reynir að kryfja það til mergjar. Martin Larsen hefur sent frá sér aðra litla bók um íslenzk efni, „Islandsk vadmel og norsk purpur“ (94 bls.), sem er safn frásagna frá Sturlungaöld um samband frændþjóðanna, Islend- inga og Norðmanna. Þessar frá- sagnir eða smásögur eru teknar úr stærri verkum og eru fjöl- breytilegar að efni, tóni og stíl. Þykir Larsen hafa þýtt þær af mikilli snilld. Bókin er mynd- skreytt af listamanninum Ib Spang Olsen. ★ ♦ ★ Hakon Stangerup, sem kunn- ur er af greinum sínum um danskar bókmenntir og önnur efni í Morgunblaðinu, hefur skrifað bók um Austurríki nú- tímans, sem hann nefnir „Det genfödte Östrig“. ★ ♦ ★ Knud Barnholdt Af yngri dönskum höfundum sem nú koma í fyrsta sinn fram á sjónarsviðið með skáld- sögur er fyrst að nefna Knud Barnholdt, sem er íslenzkur í móðurætt og hefur dvalizt hér á landi. Hann vakti á sér at- hygli með smásagnasafninu „Kontrakten og andre noveller“ sem kom út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri árið 1957. Nokkrar sagnanna fjölluðu um íslenzk efni, enda stundaði Barnholdt hér sjó- mennsku um skeið. Annars hef- ur hann komið viða við á 35 ára æviferli. Hann ólst upp í Helsingör og lærði skipasmíð- ar. Upp úr stríðinu fór hann í leikskóla og hugðist verða leik ari, en hætti við það eftir skamma hríð og flæktist um Evrópu í nokkur ár. Lagði hann á margt gjörva hönd, var m. a. kyndari, skógarhöggsmaður, sjó- maður, bílstjóri og verkamaður. Um tíma settist hann að í Nor- egi og kom einnig til íslands, eins og áður segir. Hina nýju skáldsögu nefnir Barnholdt „Kridt stövlerne og sta fast“. Ræðst hann þar harka lega á tíðarandann, hálfvelgj- una, hina einsýnu eftirsókn eftir efnalegum gæðum og hina full- komnu vöntun á siðrænni af- stöðu til lífsins. Söguhetjan er atvinnulaus ungur maður með sterka sjálfstæðiskennd, sú manngerð, sem Nis Petersen kallaði „en herrelös mand“. Hann neitar að þiggja ölmusur eða láta bugast af hinum erfiðu aðstæðum. Einn góðan veður- dag fær hann þá flugu að ger- ast Sölumaður með stóru S-i og sækir um slíka stöðu. Ber hann sig svo borginmannlega að hinn hunzki forstjóri lætur gabbast og ræður hann. Það er hið tillitslausa sölumannshugar- far og aðrar hliðar á sálfræði nútimasölutækni, sem Barn- holdt húðstrýkir og ræðst á með slíku offorsi, að það hlýtur að hrista drungann úr lesandanum. ★ ♦ ★ Ole Juul er annar reiður ung- ur maður sem beinir skeytum sínum að velferðarríkinu í skáld Carl Bang sögu sinni „Flugt mod havet“. Sagan gerist í kvikmyndaheim- inum og fjallar um „nýtízku Aladdín“ sem týnir töfralamp- anum einn góðan veðurdag af því hann snýst gegn venju- bundinni hegðun umhverfisins. Ásamt vini sínum, ungum kvik- myndastjóra, hyggst hann bæta heiminn og gera kvikmynd sem orki eins og sprengja á hin hefðbundnu lífsform. En sprengingin verður fyrr en ætl- að var, og hinn fyrirhugaði harmleikur fær allt annan endi en þeir félagar höfðu gert ráð fyrir. ★ ♦ ★ Carl Bang hefur skrifað skáld söguna „Fristen“ sem á sér stað í dönsku kauptúni. Sögu- hetjan er kennari, maður sem er sjálfum sér sundurþykkur og verður þeirri stund fegnastur þegar hann er rekinn burt úr kauptúninu af því að hann hef- ur reynt að leika hlutverk sem hann veldur ekki. Nafn sögunn- ar felur í sér ,að lífið sé 1 sjálfu sér hættuástand, frestur sem hægt er að nota eða láta ónotaðan. Við fáum tækifæri til að lifa, en vei þeim sem ekki kemur auga á tækifærið. Allt í einu er það um seinan. ★ ♦ ★ Christa Karlsson er sjálf- menntuð, hálfþrítug skáldkona sem gaf út ljóðabókina „I denne nat“ fyrir þremur árum. I ár sendir hún frá sér fyrstu skáld- Christa Karlsson söguna undir nafninu „Det ufoi> udsete“. Sagan þykir merkileg fyrir djúpskyggnar sálarlífslýs- ingar og óvenjugóða byggingu. Bókin fjallar um konu milli tveggja manna. Hún er söng- kona og ljósmyndafyrirsæta og hefur náð sér í ríkan mann. Hann er mömmudrengur og hún reynir að komast burt frá hon- um, þegar hún hittir bæklaðan listamann sem hún verður ást- fangin af og elskar hömlulaust. Átökin í sögunni ná hápunkti þegar barnið hennar deyr, að því er virðist af slysförum, en það kemur á daginn að hún hefur sjálf ráðið því bana. ★ ♦ ★ Johannes Allen hefur skrifað nýja skáldsögu eftir fimm ára hlé. Hún lýsir lifinu í Kaup- mannahöfn samtímans og ber hið kaldhæðna heiti „I disse skönne tider“. Söguhetjan er ungur framsækinn hugsjóna- maður, rithöfundur sem reynir fyrir sér á ýmsum sviðum mannlífsins í því skyni að verða hlutgengur í velferðarrík- inu. Hann leitast við að láta að sér kveða og hjálþa meðbræðr- unum, en það hefur jafnan öf- uga verkan. Að lokum lendir hann í fangelsi, þegar hann gerir tilraun tíl að hjálpa ungri stúlku, Anitu, vinkonu Lulu, stúlkunnar sem hann er ástfang inn af — en þær eru báðar reköld í leit að tilgangi lífsins. Sagan er árás á hraða og rót> leysi nútímans, sem býður upp á allsnægtir en uppsker eirðar- laust vanþakklæti. Sviðið er mjög vítt og við kynnumst svip- lega ýmsum manntegundum sam tíðarinnar: hinum athafnasama kaupsýslumanni með markaðs- skýrslur sínar, rafeindavélar og annan djöfulskap; hinni van- ræktu móður; unga flugmannin- um sem fer yfir hálfan heim- inn með farþegaflugvél sinni, en finnur hvorki haus né sporð á sjálfum sér; skækjunni sem hlustar daginn út og daginn inn á vaðal viðskiptavinanna af því þeir nota hana sem nokkurs konar sálrænt læknislyf. Þessar sundurleitu manngerðir eiga í sameiningu að gefa aldarfars- mynd af Kaupmannahöfn nú- tímans. s-a-m. HEFI OPNAÐ fannlæknKngastofu að Tjarnargötu 16 Viðtalstimi kl. 10—12 og 1,30—6 Simi 10086 Hörður Sævaldsson tannlækmr — Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.