Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinaugust 1961næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.08.1961, Síða 23

Morgunblaðið - 27.08.1961, Síða 23
Sunnudagur 27. ágúst 1961 MORGUTSBIAÐIÐ 23 Bjarni holti í Benediktsson fyrradag. heilbrigSismálaráðherra fiytur ræðu sína á vistheimilinu að Gunnars- (Ljósm. Fr. Clausen) Lokið er við byggingu drykkju- mannahælisins í Gunnarsholti f fyrardag var vistheimilið i' græðslunni í Gunnarsholti, íbúð Gunnarsholti fyrir drykkju- arnús frv. sandgræðslustjóra og sjúka menn tekið í notkun eftir gagngera endurbyggingu. Við- staddur var heilbrigðismálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, ásamt fleiri gestum. Er gestir voru komnir að Gunnarsholti sýndi Sæmundurj Jónsson forstöðumaður vistheim ilins mönnum hinar nýju bygg ingar, sem eru mjög vistlegar í>á var og skoðað vinnuhúsnæði Vistmanna, en þar fer fram ým iskonar starfsemi. Síðan var sezt að kaffiborði og voru þar fluttar ræður. IJndirbúningur hófst 1954. Sæmundur Jónsson kvað und- irbúning að' starfrækslu þessa vistheimilis hafa byrjað 1954 og voru þá keypt tvö hús af Sand- húsið að Kornbrekkum. íbúðar- -hús fv. sandgræðslustj. var þeg- ar tekið fyrir vistmenn en hitt fyrir forstjóra hælisins. Starf- semin byrjaði í smáum stíl, enda reynsla á rekstri slíkra hæla ekki fyrir hendi hér á landi. Fljótt var tekið að auka við húsnæði fyrir vistmenn svo og að byggja upp vinnuhúsnæði fyrir þá, auk þess sem þeir unnu ýmis störf fyrir Sandgræðsluna. Þegar nú er lokið við að full- gera hælið er hægt að taka við allt að 40 vistmönnum og að- staða er öll hin þægilegasta. Forstjórinn kvað alls hafa inn- ritazt 300 menn til dvalar á hæl- inu, sumir hefðu komið oftar en einu sinni. Sæmundur kvað sjúklinga koma til vistar á hæl- — Skrúðgarðurinn Framh. af bls. 24. svæðanna, barnaleiksvæða, skóla igarða og allra þeirra stofnana, sem Reykjavíkurbær rekur eða styður á einn eða annan hátt. 'Eftir að þessi starfsemi hefði tflutzt til bæjarins, hefði orðið mun hægara um vik og færu nú úr gróðrastöðinni á vori hverju inær 150 þúsund plöntur til gróð- lursetningar viðsvegar í bænum. IMætti úl þessa rekja þá breyt- ingu, sem allir bæjarbúar væru isammála um að orðið hefði á Bvipmóti almenningsgarðanna Iþin síðarj ár og garðyrkjumenn Igleddust ekki hvað sízt yfir. Lýsing £ garðinum ITm almenningsgarðinn í Laug Brdal sagði garðyrkjustjóri síð- an m. a., að nú f sumar hefði ver ið unnið mikið verk til þess að tmnt yrði að opna hann bæjar- Ibúum í tilefni af 175 ára efmælis Reykjavíkur. Næði sá hluti garðsins, sem nú hefði ver- ið opnaður, yfir 2% hektara lands en alls væru til umráða þarna röskir 3 hektarar. Af svæðinu, sem nú hefur verið opnað, væri einn hektari með hávöxnum trjágróðri og elztu trén þar yfir 30 ára gömul. Hæstu trén í garð- inum væru nokkuð á 9. metra á Ihæð. Austurhluti garðsins sagði hann að væri nýr, en þar hefðu verið tún áður en byrjað var 1955. Síðan hefðu verið gróður- eett tré á svæði sem væri að flatarmáli um 3500 fermetrar, og lagðir gangstígar og vegir rösk- lega 500 metra langir alls. Nýir grasfletir, sem þaktir höfðu ver- ið næðu yfir nálega hálfan hekt- ara. — í garðinum, sagði garð- yrkjustjóri, að nú væru nálægt 30 trjátegundir og mikill fjöldi margskonar fágætra runna. Við fjölmenn íbúðahverfi Hafliði Jónsson, garðyrkjústjóri •drap á það í sambandi við garð- inn, að í nágrenni hans væru fjöl mennustu íbúðarhverfi bæjarins. Mætti því búast við að garðurinn yrði mikið notaður til útiveru á góðvirðisdögum. Og vegna þess, hve mikið væri þar af viðkvæm- um gróðri, væri þess fastlega vænzt að ungir sem gamlir sýndu fulla nærgætni í umgengni sinni um garðinn. Þá minntist garð- yrkjustjóri grasagarðsins, sem vís ir væri kóminn að í garðinum. Með hinni höfðinglegu gjöf þeirra hjóna, Katrínar og Jóns Sigurðs- sonar, hefði fengizt stofn að ís- lenzku jurtasafni. Yrði því safni haldið algerlega aðskildu frá er- lendum tegundum, svo að það gæti orðið sem aðgengilegast fyr- ir skóla bæjarins við grasafræði- kennslu. Alls yrði plöntusafn bæj arins um 1000 tegundir þegar það yrði komið á einn stað í garð- inum og væri mikill meirihluti plantnanna af erlendum uppruna. Með þessu jurtasafni hæfist ný starfsemi og merkileg í bænum. Það kom loks fram í ræðu garð yrkjustjóra, að á sl. 5 árum hafa ræktuðu svæðin í bænum aukizt inu eftir að yfirlæknirinn á Kleppi hefði haft þá til læknis- skoðunar og einnig kæmu þeir fyrir milli göngu Bláa bandsins. Ætlazt væri til að menn dveld- ust minnst 3 mánuði á hælinu, artjminn 6 mánuðir. Þórður Möller yfirlæknir hefir reglu- legt eftirlit með sjúklingum hæl- isins, en daglega læknishjálp annast héraðslæknirinn á Hellu. Kostaði rúmar 4 miiji. Georg Lúðvíksson gforstjóri ríkisspítalanna rakti ýmis fjár- hagsatriði í sambandi við hæl ið. Byggingar þess hefðu í upp- hafi verið keyptar fyrir 665 þús. kr., en alls væri nú búið að verja til þess 4 millj. 200 þús- undum króna. Hann kvað fleira þurfa til að koma en húsnæðið eitt. Sjá yrði vistmönnum fyrir vinnu, sem væri arðbær, bæði fyrir þá og hælið. Á síðasta ári hefði verið framleiddur á hæl- ínu varningur fyrir 7—800 þús. krónur. Kaupgjald til vistmanna væri 12 kr. á tímann og uppi- haldskostnaður þeirra 30 kr. á dvalardag. Vistdagar frá stofn- un hælisins hefði verið alls 43. 566 og að meðaltali hefðu verið 20 manns á dag s.l. þrjú ár. Kostnaður á dvalardag hefði ver ið frá 120—140 kr. Hann hefði í byrjun verið allhár, en ekki farið hækkandi að sama skapi og dýrtíð hefði vaxið. Matarefna kostnaður hælisins væri mjög hár ,enda vistmenn oft mjög þurfandi fyrir kjarngóðan mat, er þeir kæmu til dvalar. Heild arkostnaður rikisins af hælinu hefði verið s.l. ár 820 þús. kr. Georg sagði að lokum að tími væri nú til kominn að móta fast ar stefnu um rekstur hæla sem þessara í nánu samstarfi við AA samtökin pg Bláa bandið, þar sem hælisrúm virtist nú nægi- legt fyrir drykkjusjúka menn. Ólíku saman að jafna Guðmundur Jóhannsson for- stjóri Bláa bandsins þakkaði fyrir hönd sjúklinga er dvalizt höfðu á þessu hæli, en harnn en eftir öllum reglum væri dval hefir ásamt Vilhjálmi Heiðdal haft stöðugt samstarf við stjóm endur hælisins, flutt þangað sjúka menn og liðsinnt þeim á ýmsum hátt. Hann kvað á seinni árum skilning ráðamanna vera mjög lofsverðan. Hann kvað margar hendur hafa kom- ið til hjálpar þeim mönnum, er þjáðst hefðu af sjúkdómi of- drykkjunnar. Kvað hann ólíku saman að jafna nú, er þessir menn væru teknir á hæli og í læknishendur í stað þess að vera settir í kistuvagninn og lokaðir inni í fangahúsum eins og áður var. Þörf endurbóta á löggjafinnl Síðastur talaði heilbrigðis- og dómsmálaráðherra Bjarni Bene diktsson. Lét hann í ljós ánægju sína yfir þeirri miklu breytingu, sem orðið hefði á hælinu frá því er hann kom þangað fyrir ári. Þá hefði það glæsilega hús- næði, sem gestir nú dveldu í, verið hálfkarað. Tekizt hefði að útvega fé til að fullgera það, og hefði því nú verið lokið af mikl um myndarskap. Kvað hann nú sýnilegt að hægt væri að láta fara vel um þessa menn og að ytri skilyrði væru hér til þess að þeir gætu hér fengið þann bata er þeir þyrftu. Heilbrigðismálaráðherra kvað margt ókannað í sambandi við það hvernig þessum mönnum yrði hjálpað á sem beztan hátt. Læknar væru um það ósam- mála, og löggjöf er fjallaði um þessi efni í molum. Kvað hann löggjöfina þurfa endurbóta við í ljósi nýrrar þekkingar og kvaðst hann vonast til að þess yrði ekki langt að bíða að þær endurbætur yrðu gerðar. Ráðherrann óskaði þess að lokum að sjúklingar, sem hingað sæktu, mættu öðlast nýjan kraft og bata á meini sínu. Þakkaði hann síðan þeim er hér hefðu lagt hönd að verkl, ^ , . -r Hæli drykkjusjúkra manna í Gunnarsholti. Þess má að lokum geta, að í afmælisblaði Því, sem Mbl. gaf út hinn 18. ágúst sl. birtist ýtar- leg frásögn af garðinum og myndir úr honum. úr 15 hekturum í 50 hektara og lét hann svo ummælt, að á næstu árum yrði að sjálfsögðu reynt að halda áfram á sömu braut. Garðyrkjustjóri lauk máli sínu með því að þakka samstarfs- fólki sínu og öllum öðrum, sem gert hefðu fært að í dag væri mögulegt að opna þennan garð fyrir Reykvíkinga. — A-Þjóðverjar Framhald af bls. 1. Blaðið segir, að samkomulagið um flugleiðirnar hafi árið 1945 verið gert til þess að binda endi á heimsstyrjöldina — ekki til þess að hún gæti haldið áfram. Því verði Vesturveldin að gera sér ljóst, að þau séu ábyrg fyr- ir ögrunaraðgerðum vestur- þýzku stjórnarinnar og verði að binda á þær endi. í ræðu, sem Walther Ulbricht hélt í gærkveldi, hvatti hann Bandaríkjamenn til þess að láta vísa Vestur-Þjóðverjum úr At- lantshafsbandalaginu. GOLFDLKAR LINOLEUM C þykkt GÚMMÍDÚKAR, margir litir HÁLF-LINOLEUM, 6 gerðir PLASTLISTAR á gólf handrið og borð. jwmrínn

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
110
Útgávur:
55339
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 192. tölublað (27.08.1961)
https://timarit.is/issue/111664

Link til denne side: 23
https://timarit.is/page/1337662

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

192. tölublað (27.08.1961)

Gongd: