Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIb Sunnu'dagur 3. sept. 1961 12 KOMMUNISMINN SVIPTUR SAUÐARGÆRUNNI gTINN alþjóðlegi kommún- ismi og leiðtogar hans hafa nú verið sviptir sauðar- gærunni. Árum saman hafa þessir hræsnarar hjalað um andúð sína á kjarnorkutil- raunum og þótzt hafa ein- lægan áhuga á að allar slíkar tilraunir yrðu endanlega bannaðar. Undir þetta hjal hafa flugumenn kommúnista í öllum löndum tekið. Jafn- vel hér á íslandi hefur fimmta herdeild Moskvu- manna þótzt berjast fyrir því af heilum hug, að allar tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu bannaðar. En nú gerist það, að Rúss- ar tilkynna að þeir muni á ný hefja kjarnorkuspreng- ingar. Þetta gerist á sama tíma, sem alþjóðleg ráðstefna situr að störfum í Genf og ræðir bann við kjarnorku- tilraunum. Hefur sú ráð- stefna setið mánuðum sam- an án þess að gengi né ræki. Rússar hafa haldið þar uppi stöðugu málþófi og reynt að hindra allt raunhæft eftirlit, sem tryggt gæti að samkomu lag um þessi efni yrði hald- ið. — Loks hefur það nú gerzt, að Rússar hafa sprengt kjarn- orkusprengju í gufuhvolfinu yfir austurhluta Sovétríkj- anna. Þar með er fjandanum sleppt lausum. Kommúnistar hafa enn einu sinni sýnt, hversu gersamlega innan- tómt allt þeirra tal er um afvopnun og bann við kjarn- orkutilraunum. Athyglisvert er, að Rússar nota Berlínardeiluna sem yfirskin þess að hefja þessar tilraunir að nýju. Allur heim urinn veit, að það er Sovét- stjórnin sjálf sem skapað hef ur Berlínarvandamálið. Með því að þverbrjóta alla samn- inga við fyrrverandi banda- menn sína í styrjöldinni gegn nazismanum hafa þeir skap- að hættuástand í Berlín. Þeir hafa látið leppa sína í Aust- ur-Þýzkalandi setja upp gaddavírsgirðingar milli Austur- og Vestur-Berlínar og upphefja vopnabrak á þessum slóðum. Þessum ó- dæðisverkum fylgja komm- únistar svo eftir með því að hefja tilraunir með kjarn- orkusprengjur og ógna þar með öllum heiminum með dauða og tortímingu. Aldrei hefur það orðið eins ljóst og nú, að hinn al- þjóðlegi kommúnismi er hinn mikli bölvaldur og frið- arspillir í heiminum. Hann er arftaki nazismans, sem út- hellti blóði milljóna manna, í heimsstyrjöld, sem logaði um allan heim. Nikita Krús- jeff er arftaki Adolfs Hitl- ers. í dag er það hann sem ógnar veröldinni með nýju blóðbaði, skelfilegra og ör- lagaríkara en mannkynssag- an greinir. BREYTIR FRAM- SÓKN UM STEFNU? C[ Ú spurning hlýtur að rísa, ^ hvort Framsóknarflokk- urinn muni halda áfram að styðja kommúnista í einu og öllu hér á landi eftir þau tíð- indi, sem nú hafa gerzt í heiminum? Undanfarið hafa leiðtogar Framsóknarflokks- ins gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að efla og styrkja aðstöðu flugumanna hins alþjóðlega kommúnisma á íslandi. Þeir hafa eflt þá til að valda inn- an verkalýðssamtakanna, hjálpað þeim til þess að hol- grafa grundvöll íslenzks efna hagslífs og stutt þá til auk- inna áhrifa, hvar sem því hefur verið við komið. Fjöldi fólks innan Fram- sóknarflokksins, sem jafnan hefur talið sig lýðræðíssinn- aðan stjórnmálaflokk hefur horft á aðfarir leiðtoga sinna með vaxandi ugg og andúð. En leiðtogar flokksins hafa engu að síður haldið áfram að styðja og efla fimmtu herdeildina. Hve lengi ætla þeir að halda því áfram? Engum viti bornum manni dylst, að hinn alþjóðlegi kommúnismi hefur nú leitt skelfilega hættu yfir gervallt mannkyn. íslenzka þjóðin getur ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd. Hinn dimmi skuggi nýrrar gereyð- ingarstyrjaldar vofir yfir ís- landi eins og öllum öðrum löndum heimsins. AUSTRÆN SKRIÐDÝR Á ÍSLANDI fjAÐ stendur ekki á Þjóð- * viljanum, málgagni fimmtu herdeildar hins al- þjóðlega kommúnisma á Is- landi að sýna skriðdýrshátt sinn gagnvart kjarnorkutil- raunum og vopnabraki Rússa. Eftir að Þjóðviljinn hefur Káðstefna hlutlausu þjóðanna: „Ætli við sleppum undan sverði Demoklesar?“ (Xarantel) HAWM'TALO JAPAN ..... „die muss nur gross ffenug- sein, damit sie geglaubt wlrd .„ ..." (Adolf Hltler skrlfaði pistilinn: „Lygin verður aðeins að vera nógu mikil, til þess að henni sé trúað“). (tarantel press) ***** skýrt frá því, að Rússar muni hefja tilraunir með kjarnorkuvopn á nýjan leik og muni nú „stefna að því að framleið>a öflugri sprengj- ur en nokkurri sinni fyrr“ kemst hann að orði á þessa leið: „Átökin í Evrópu stafa af því, að Atlantshafsbandalags ríkin neita að viðurkenna núverandi landamæri Ev- rópu og þau ríki, sem mót- azt hafa eftir síðustu heims- styrjöld.“ Þannig éta íslenzku komm únistarnir upp lygar komm- únistastjórnarinnar í Moskvu. Allur hinn frjálsi heimur veit að hættuástandið í Evrópu í dag stafar af því að Rússar hafa svikið samkomulagið við bartdamenn sína um Ber- lín. Þeir hafa svikizt um það fyrirheit að gera friðarsamn- inga við sameinað Þýzka- land. í stað þess hafa þeir sett á laggirnar leppstjórn í Austur-Þýzkalandi og hóta nú að fá henni umráð yfir samgönguleiðum til Berlínar, og ógna þar með öryggi Vest ur-Berlínar og fyrrverandi bandamanna sinna, sem hjálpuðu þeim til þess að bjarga Rússlandi undan hrammi nazismans. íslenzka kommúnistablaðið sýnir það enn einu sinni, að það á enga sjálfstæða skoð- un. Það er aðeins skriðdýr, sem eltir hina kommúnísku einræðis- og ofbeldisstjórn í Moskvu, hvað>a ódæði sem hún gerir sig seka um gagn- vart heimsfriðnum og ör- yggi þjóðanna. Það er hróplegt til þess að vita, að þeir vesalingar skull vera til á íslandi, sem leggja trúnað á hræsnishjal komm-. únista um ást þeirra á sjálf- stæði og öryggi íslands. —> Staðreyndirnar sanna, að ís- lenzkir kommúnistar eiga að- eins eitt takmark: Að svíkja ísland, að hneppa íslenzku þjóðina í sömu þrældóms- fjötrana og fólkið í Austur- Evrópu og öðrum leppríkj- um Rússa stynur nú undir. Það íslenzkt fólk, sem ekki skilur þetta, veður í mikilli villu. En vonandi opnast augu þess, áður en það er orðið of seint, áður en það sjálft og aðrir íslendingar hafa verið lokaðir inni í svartholi kommúnismans, eða land þeirra svift frelsi og sjálfstæði. iwgtiitfrifaMfr Cftgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: A.ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.