Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. sept. 1961 MORGVNBLÁÐIÐ Sr' Jón Auðuns dómprófastur Guði dýrðina „VORU engir, sem sneru aftur til þess að gefa Guði dýrðina, nema þessi útlendingur?" spyr Jesús í guðspjalli þessa dags. Tíu holdsveikir menn höfðu komið á fund hans og farið 'heil- brigðir burt. „Hvar eru þeir níu?“ spurði Jesús, þegar aðeins einn kom aftur, til þess að þakka. LÖNGUNIN um skjótfenginn gróða er mjög rik í nútíma- naönnum. Þeir sem ekki eru forlagatrúar hafa mikla á- stríðu til þess að freista gætfiu sinnar. Hér á landi eru að vísu ekki spilavíti og ekki getur fj árhættuspil talizt vanda mál hér á landi, því á síð ustu árum hafa ekki t..-ma tvisvar sinnum verið kveðnir upp dómar yfir mönnum fyr- ir að standa fyrir fjárhættu- spili. f>að er hins vegar önnur ‘keimlík ástríða, sem mjög fer í vöxt. Happdrætti. 72 milljónir á ári Árið 1957 eyddu íslending- ar 51 millj. króna í happ- drætti skv. upplýsingum Framkvæmdabankans. 1958 53 millij., 1959 56 millj. og 1960 hvorki meira né minna en 72 milljónum króna. Af þessum upphæðum er reikn- að með að 8 til 9 milljqnir fari til einstakra happdrætta félaga, þar sem vinningurinn er frá bifreið niður í hrað- suðukatla og slíkt. Er gert ráð fyrir, að 60 af hundraði út- igefinna miða eeljast í slíkum ’happdrættum. Stærsti hluti þessara upp- hæða rennur hinsvegar til þriggja stóru happdrættanna, sem starfa reglulega allt árið, happdrætti háskólans, berkla- sjúklinga og dvalarheimilds aldraðra sjómanna. Þessi happdrætti selja árlega u.þ.b. 60.000 miða hvert og veltan er lauslega áætluð frá tæp- iega 20 millj. króna upp í 40 millj, en miðaverð er mis- jafnt í þessum happdrættum. í þessum þrem stóru happ- drættum eru því alls u.þ.b. rúmlega hundrað þúsund. — Það er þó talið mjög senni- legt, að töluverður hluti þeirra, sem spila í einu þess- ara happdrætta, eigi miða 1 öðru eða þá öllum þrem. Sjötti hluti í vinninga Það er dómsmálaráðuneyt- ið, sem löggildir hin einstöku happdrætti. Hins vegar mun þurfa sérstök lög til þess að mega reka reglulegt happ- drætti allt árið í fleiri eða færri ár. Félagahappdrættin, sem að- eins draga einu sinni /oru árið 1960 alls 50. Vinningarn- ir voru allt frá bifreið niður í 50 krónur í hinum svoköll- uðu spjaldhappdrættum. — Ráðuneytið mun yfirleitt á- skilja, að sjötti hluti verð- mætis útgefinna miða renni til vinninga, en frá þeirri reglu munu vera undantekn- ingar. Ekkert mina en hús Nú þykja bifreiðar varla nógu lokkandi fyrir væntan- lega kaupendur miða. íbúðir og heil hús eru nú í boði fyr- ir þá sem vilja freista gæf- unnar. Húshappdrætti eru þó eng- ip nýjung hérlendis. Fyrsta húshappdrættið var 1907 til ágóða fyrir styttuna af Ing- ólfi Arnarsyni, sem nú stend- ur á Arnarhóli. Það var Iðn- aðarmannafélagið sem gekk í málið og reiotu félagsmenn ‘húsið í sjálfboðavinnu. Verð- mæti hússins var áætlað 10 fil 12 þúsund krónur á þeim tíma og var miðinn seldur á túkall og þótti dýrt. Þegar dregið var kom upp númer 3119 og átti Þórhallur biskup Bjarnason miðann. Húsið stóð þar sem nú er Bergstaðastræti 70, en það brann 1947. Nýjasta húshappdrættið er happdrætti Frjálsrar Menn- ingar. Þar er í boði mjög ’glæsilegt einbýlishús. Sú nýjung er við það hús, að það verður byggt þar sem hand- hafi vinningsmiðans óskar þess. Verðmæti hússins er áætlað 300.000 kr. og kostar miðinn 100 kr. Ef gæfan berði að dyrum Mcirgir kaupa happdrættis- miða til þess að styrkja gott málefni. Þeir eru þó fleiri, sem taka þátt í þeim í þeirri von.að gæfan berji að dyrum. Um ’hver mánaðamót má reikna með, að næstum annar hver íslendingur þrífi dagblað og ’kanni vinningalistana óstyrk- um höndum. Og þótt heppnin sé ekki með í það skiptið, þá er hugsað. Það hlýtur að fara að koma að mér. Verst er ef menn muna númerið á mið- anum sem endurnýjaður hef Hversvegna eigum vér að þakka Guði gjáfir lífsins, er það hann, sem gefur þær? Tilfinning þess að Guði beri að þakka líf og lán, hefir dofn- að jöfnum hönaum við það, að hann er oss ekki lifandi veru- leikur í sama mæli og hann var feðrum og mæðrum, ekki jafn sjálfsagður og tvímælalaus. Þetta sama hefir gerzt í hinum ekki-kristna heimi. En það ætti síður en svo að vera huggim kristnum mönnum, að hin gömlu trúarbrögð Asíu hafa mjög misst áhrifavald sitt. Það ber að harma, því að lifandi trú er roanni hin mesta blessun. Og fráhvarf Asíu-þjóðanna frá hin- um fornu trúarbrögðum sín- um hefir ekki leitt þær til krist- indómsins, heldur til guðleysis. Á Indlandi hefir þetta gerzt, en einkurn í Kína í stórum stál á síðari troum. in ekki eins augljóslega og beint úr hendi Guðs og áður var. Og er þá sama ástæða og áður var itil að gefa Guði dýrðina fyrir ’gæðin, sem vér njótum? Það var sjálfsagt að þakka Guði, þegar holdsveikir menn fengu undursamlega heilsuibót af snertingu spámannsins frá Nasaret. En er sama ástæða tfl að lofa Guð nú fyrir þá heilsu 'bót, sem fæst af starfi lækna, sem hafa með höndum lyf, sem vitsmunir manna og óhemjulegt vísindastarf hafa fundið upp? Er ekki slák lækning manna- verk? Ber að þakka Guði hana? Ef vér trúum á Guð ekki aðeins sem skaparann, heldur einnig hina leiðandi hönd, and- ann að baki allrar fra-msóknar mannsandans, hefir maður ekki minni ástæðu nú, heldur meiri nú en nokkru sinni fyrr, til að 'gefa Guði dýrðina, þakka hon- um af titrandi, þakklátu hjarta, — meiri ástæðu til að lofa hann eftir því, sem tilveran verður oss undursamlegri • og maðurinn megnugri þess að gera sér jörð- ina undirgefna. Meðal alleherjar trúararfs mannkyns, sem öllum höfuðtrú- arbrögðum er sameiginlegur, er tilfinning þess, að hið góða beri Guði allt að þakka. En er ekki þessi trú arfur frá kynslóðoim, sem við allt önnur skilyrði lifðu en vér lifum við í dag, og þess vegna úreltur og ekk tímabær 'lengur? Menn lifðu fyrrum svo frum- stæðu lífi, að lífsgæðunum veittu þeir beinlínis viðtöku úr skauti náttúrunnar án þess að hafa annað fyrir þeim. En á þessu er orðin stórkostleg breyting. Með uppfinningum og tæknimenn- ingu, sem rís hæst í hinni geysi- •legu vélvæðingu iðnaðarins í nú- tímaþjóðfélögum, koma 'ífsgæð- Miði í húshappdrætti Frjálsrar menningar ur verið í áratug og svo fell- hafði verið ur vinningur á númerið í vitleysu. næsta drætti eftir að ákveðið að hætta þessari^ J. R. Alheimssjónvarp á næsta leiti — segir rússneskur vísindamaður Norwich, Englandi, 1. sept. — (Reuter) —. BÚSSNESKUK vísindamað- ur, Vladimir Siforov, pró- fessor við Moskvuháskóla, •agði f dag á vísindaráð- Ktcfnu í Norwich, að gervi- hnettir gerðu fljótlega mögu- legar sjónvarpssendingar um •llan heim, en hinsvegar drægist eitthvað lengur að ná sambandi við vitibornar verur á öðrum hnöttum. Prófessorinn sagði að gerfi- hnöttunum yrði skotið á braut umhverfis jörðu þannig að þeir færu hringinn á 24 tímum í stað 90 mínútna, eins og nú er al- gengast. Þetta yrði til þess að hnötturinn væri stöðugt yfir sama blettinum á jörðu og fylgdi snúningi jarðarinnar. Með því að koma á loft ákveðnum fjölda slífc-a hnatta væri unnt að sjón- varpa út um allan heim. Ný senditæki En Siforov sagði að senditæki þau, sem nú eru notuð, væru óhæf til að ná sambandi langt út í geiminn. Til þess mætti ef til vill nota innrauða geisla, röntgen geisla, útfjólubláa geisla, ljósið sjálft „eða eitthvað, sem eftir er að finna upp.“ Siforov ræddi um að „ná sam bandi við viti bornar verur á öðrum hnöttum.“ Þegar nokkrir þeirra 4.000 vísindamanna, sem á ráðstefnunni eru, báðu hann ■að útskýra þetta nánar, sagði hann að rússneskir vísindamenn, sem fylgjast með geislunum í geimnum hefðu enn ekki heyrt neitt sem gæti talizt merki frá skyni gæddum verum í geimn- um. 200 fyrirlestrar. Á ráðstefnunni, sem stendur eina viku ,verða fluttir rúmlega 200 fyrirlestrar um margvísleg efni. Meðal þeirra yfirlýsinga, sem gefnar hafa verið á ráðstefn unni, eru þessar: ★ Iðjuleysi og afbrot unglinga eiga samleið. ★ Dýr þau, sem lifa í moldinni eta meira en hin, sem lifa ofan- jarðar. f tveim efstu þumlung- unum af einum fermetra venju- legrar brezkrar moldar búa 10 milljónir orma, 250.000 maurar auk annarra skordýra, maðka og lúsa. ★ Heimurinn notfærir sér ekki gáfur kvenna. ★ Vegna þess hve lítið eggja- hvítuefni er í hveiti, korni og hrísgrjónum, ættu menn að leggja sér til matar lirfur, snigla Framh. á bls. 8 Sú staðreynd er undarleg, að . jafnframt flughraðri frámsókn skuli trúin á Guð dofna. Hitt væri eðlilegra, að sérhver ný iglufa sem mannvitið rýfur á 'tjald leyndardómanna, hver ný útsýn, sem vér fáum yfir dá- semdir tilverunnar, hækkaði iguðshugmynd vora og gjörði 'oss hann, sem er höfundur þessa alls, að voldugri og vold- ugri veruleika. Vér stöndum andspæms risa- 'vöxnum afrekum manna. Svo þröngt er orðið um oss á jörð- unni, að með spútnikum og geim förum stefnum vér í átt til tungts og gtjarna. Og enginn Guð sé til! En hvað eru þessar geimfarir annað en leikur lítiUa barna, 'þegar vér höfum í huga ómælis- víddir geimanna? Geimfarir vorar, sem menn standa á önd- inni andspænis, eru ekki annað en örlítið strik út í óendanleik- ann, ekki annað en fábn lítillar 'barnshandar út í voldugri víð- 'áttur en bugur manns, hvað þá hönd fær gripið. Og þó eru þessi afrek nægilega mikil til þess, að þau ættu að hækka hugmyndir vorar um höfund tilverur.nar, 'gefa oss sterkara traust á speki hans og mætti en áður hefir ver- ið til á jörðu. Eitt grátbroslegasta einkenni samtíðar vorrar er það, að eftir því, eem augu hennar opnast 'betur fyrir stórfengleik alheims- ins og dýrð, skuli trúin á höfund al'heimsins dofna og kulna. Mennirnir hafa aldrei haft rík- ari ástæðu til þess en nú, að taka undir orð síra Matthíasar: „En þú, mín önd, — undir Guðs lífgandi hönd — flýt þér að til 'biðja og trúa“. Og ekki einn af tíu, heldur allir í senn. Hlaut opið beinbrot NESKAUPSTAÐ, 1. sept. — Brezki togarinn Othello frá Hull kom hingað í dag með slasaðan mann. Hafði einn hásetinn ,sem var nýliði um borð, lent með handlegg milli vörpuhlera og borðstokks með þeim afleiðing- um að hann hlaut opið fram- handleggsbrot, auk annarra meiðsla á hendinni. Var háset- inn fluttur í sjúkrahúsið hér. — Togarinn hélt út aftur í dag. — Allir bátar frá Neskaupstað eru nú hættir síldveiðum og síðustu aðkomubátamir fóru héðan í gær. — Svavar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.