Morgunblaðið - 12.09.1961, Síða 2
2
MORCTnvr*T4T>lÐ
Þriðjudagur 12. sept. 1961
Fjðgur leikrit eftir íslenzka
hðfunda i Þjdðleikhúsinu
„Allir komu þeir aftur“ irumsýnt á laugardag
Tjaldur er glæsilegasta skip Færeyinga
Tjaldur lenti í árekstri
Kaupmannahöfn, 11. september
FÆREYSKA farþegaskipið Tjald
ur lenti í árekstri við danskt flutn
ingaskip á sunnudagskvöldið. —
Nær 20 manns slösuðust í þessum
árekstri, en enginn þó lífshættu-
lega og gátu bæði skipin haldið
áfram af eigin rammleik.
Tjaldur, sem er nýlegt skip og
liðlega 2.600 tonn, var að koma
frá Færeyjum og átti skammt
ófarið til Kaupmannahafnar. Það
var úti fyrir Kullen, sem árekst-
urinn varð. Eitt af flutningaskip-
um Sameinaða gufuskipafélags-
ins, Colorado, 5.500 tonn, var ný-
lagt af stað frá Kaupmannahöfn
áleiðis til Suður-Ameríku. Skip-
in mættust við Kullen og þegar
skammt var í milli þeirra sagð-
ist skipstjórinn á Tjaldur hafa
séð, að nokkur hætta væri á
árekstri. Gaf hann skipun um að
beygja, en varð of seinn. Skipin
skullu saman, gekk Colorado tölu
vert inn í Tjaldur að framan-
verðu — og gat kom á eina lest
flutningaskipsins Og fylltist hún
af sjó.
Með Tjaldur voru um 240 far-
þegar Og meiddust yfir 10. Lækn-
ir var um borð og gerði hann að
sárum þeirra, en aðeins tvo þurfti
að flytja í sjúkrahús þegar til
Hafnar kom.
Á Colorado slösuðust nokkrir,
en ekki alvarlega. Sneri skipið
við til Kaupmannahafnar.
Biðja um meiri
v'nnu og lægri laun
Hlægileg tilkynning a-þýzkra kommunista
BERLÍN, 11. september. —
Verkamem, í A-Þýzkalandi eiga
að vinna meira en áður —
án Iaunahækkunar. Samkvæmt
opinberri tilkynningu a-þýzkra
stjórnarvalda eru það verka-
mennimir sjálfir, sem beðið hafa
um að fá að vinna meira, en
jafnframt óskað þess að fá ekki
hærri laun.
★ ★
Þetta er í fyrsta sinn síðan
1953, að kommúnÍ6tastjórnin
hefur þorað að krefjast aukinn-
ar vinnu. Þá var þessi krafa ein
af ástæðum til hinnar blóðugu
uppreisnar í A-Berlín, 17. júní
1953. Nú hefur landamærunum
til V-Berlínar verið lokað svo
að erfitt er um flótta. Her og
lögregla eru nú einnig vel á
verði í A-Berlín svo að stjómin
hefur nú hætt á að bera fram
bessa gömlu kröfu.
★ ★
Jafnhliða er sóknin hert gegn
þeim, sem horfa á sjónvarps-
stöðvar í V-Berlín og V-þýzka-
landi. Ungkommúnistasamtökin
hafa skipuiagt herferðir í A-
Berlín og A-Þýzkalandi gegn
þessu fólki. gengið á húsin og
rifið niður sjónvarpsloftnet.
Jafnframt eru stór spjöld límd
!á hús viðkomandi fólks — og á
þeim stendur: „Teleconny", en
„Conny“ nefna A-Þjóðverjar
Adenauer. — Segja fréttamenn,
að þessar húsamerkingar minni
mjög á aðferðir nazista, er þeir
’oerktu hú- gyðinga.
★ ★
í ferðamannabænum Bad Dueb
en var einn sjónvarpseigandi,
sem oft bauð ungu fólki heim
fii sín á kvöldin til þess að horfa
á sjónvarp V-Berlínar. Loftnetið
hans var rifið niður og síðan var
það fært á aðaltorg bæjarins,
sett á það stórt skilti þar, sem
-6 stóð: Við þolum engin lyga-
áróðursloftnet.
★ ★
A-þýzku blöðin, sem öll eru
Undir stjórn kommúnista, eru.
nú byrjuð að ræða um það, að
A-Þjóðverjar geti hugsanlega
neyðst til þess að skjóta landa
sína í V-Þýzkalandi. Þetta hefur
ekki gerzt fyrr í A-Þýzkalandi.
Blaðið, sem byrjaði þessar hug-
leiðingar, er stúdentablaðið
„Forum“. Það sagði að til væru
bæði góðir og vondir Þjóðverjar
og við munum skjóta þá, sem
eru fulltrúar heimsvaldasinna.
NÆSTKOMANDI laugardag hef-
ut Þjóðleikhúsið 11. starfsár sitt
með sýningu á ameríska gaman-
leiknum „Allir komu þeir aftur“
sem Ira Levin bjó til leikflutn-
irrgs eftir bók Mac Hyman. Önn-
ur verk, sem Þjóðleikhúsið
hyggst sýna á. þessum vetri, eru:
Eftir íslenzka höfunda:
Strompleikur, eftir Halldór
Kiljan Laxness, Gestagangur,
eftir Sigurð A. Magnússon,
Skugga-Sveinn, eftir Matthías
Jochumsson og Dimmuborg-
ir, eftir Sigurð Róbertsson.
Eftir erlenda höfunda:
My Fair Lady, óperetta eftir
Lerner og Loewe, og Idíód-
inn, snjallur, franskur gam-
anleikur, sem nú er sýndur í
leikhúsum víðsvegar um
lönd.
* Allir komu þeir aftur
Guðlaugur Rósinkranz, Þjóð-
leikhússtjóri, ræddi við blaða-
menn í gær um væntanlegt starf
á vetrinum. Sagði hann, að æf-
ingar hefðu byrjað með fyrra
móti í haust, eða 22. ágúst. Var
þá byrjað áð æfa Strompleik
Kiljans, en fyrsta leikritið sem
flutt verður í vetur var æft að
mestu í vor.
Þessi gamanleikur, „Allir komu
þéir aftur“ fjallar um hlægi-
lega þætti í bandarísku herlífi,
sagði þjóðleikhússtjóri. Leikritið
er gert eftir bók Mac Hyman „No
Time for Sergeants", sem kom
út 1954 og hefur verið kvikmynd
uð. Mac Hyman ritaði þessa bók
eftir að hafa gegnt herþjónustu í
Austurlöndum.
Aðalhlutverkin eru í höndum
Bessa Bjarnasonar, sem leikur
unga bóndasoninn, sem fer í her
inn, og Róberts Amfinnssonar,
sem leikur liðþjálfa. Aðrir leik-
endur eru Rúrik Haraldsson, Jó-
hann Pálsson, Valur Gíslason og
Jón Sigurbjömsson. Leikritið er
SEPTEMBER er mánuður
fellibyljanna á norðurhveli
jarðar. Á Atlantshafinu eru
nú tveir, sem vitað er um.
Annar þeirra, Debbie, er enn
þá suður í staðvindabeltinu,
um 7000 km fyrir suðvestan
Azoreyjar á hreyfingu norð-
vestur eftir. Hinn er fyrir
norðvestan Azoreyjar, um
það bil 1000 km suðvestur af
lægðinni, sem sést á kortinu.
Sá er kallaður Betsy, fer
hratt austur-norðaustur og
mun valda roki og rigningu
á vesturströnd Frakklands og
sunnanverðum Bretlandseyj-
um í kvöld og nótt. Þriðji
fellibylurinn, Carla, er skoll-
inn á strönd Bandaríkjanna
í norðausturhorni Mexíkófló-
ans. Sá fjórði er á Kyrra-
hafinu undan strönd Mexíkó,
og enn munu vera tveir eða
þrír vestan til á Kyrrahaf-
inu. —
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi
SV-land og miðin: Vestan
kaldi í nótt en vaxandi SA átt
á morgun, rigning öðru hvoru.
Faxaflói, Breiðafjörður og
miðin: Austan gola og síðar
kaldi, skýjað með köflum.
Vestfirðir og miðin: NA
kaldi eða stinningskaldi, rign-
ing austan til.
Norðurland til Austfjarða og
miðin: Austan gola og síðar
kaldi, skýjað, víða þokusúld
á miðum og annesjum.
SA-land og miðin: Austan
gola og skúrir í nótt, vaxandi
austan átt á morgun.
Austurdjúp: Breytileg átt,
víða þoka eða súld.
í tveim þáttum og mörgum mynd-
um. lúeikstjóri er Gunnar Eyjólfs
son og Lárus Ingólfsson gerði
leiktjöld.
Strompleikur
— Fólk virðist eftirvænting-
arfullt eftir leikriti Kiljans, að
Ira Levin
mér hefur virzt, hélt þjóðleikhús
stjóri. Mikil leynd hvílir yfir
efni þess, og að svo komnu máli
get ég ekki annað sagt um það
en að leikritið er gamanleikur,
sem gerist í Reykjavík og fjallar
um nútímann. En undirtónninn
er alvarlegur, eins og í mörgum
verkum Kiljans.
Gunnar Eyjólfsson setur leik-
inn á svið og er búizt við að
hann verði frumsýndur í byrjun
október, þannig að gestir sem
koma á 50 ára afmæli Háskólans,
eiga þess kost að sjá leikritið.
Halldór Kiljan hefur sýnt mik-
inn áhuga á sviðsetningu leikrits-
ins, mætt á mörgum æfingum og
leikstjóri ráðfært sig við hann.
Þjóðleikhússtjóri sagði, að leik
ritið hefði þegar verið selt til
þriggja lekhúsa, Ny teater í Oslo,
Hammersmith í London og Lista
leikhúsinu í Moskvu. Lars
Schmid, eiginmaður Ingrid Berg-
manns, hefur keypt’ sýningarrétt
inn á leikritinu fyrir Norðurlönd
in.
Stærstu hlutverkin í Stromp-
leiknum leika: Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, Þóra Friðriksdótt-
ir, Róbert Arnfinnsson, Bessi
Bjarnason Haraldur Björnsson
og Jón Sigurbjörnsson.
★ My Fair Lady
Þá ræddi þjóðleikhússtjóri
Sjötíu ára í dag
Júlíana Friðriksdóttir
hjúkrunarkona
í DAG á Júlíana Friðriksdóttir,
hjúkrunarkona, sjötugsafmœli. —
Hún er ein af kunnustu hjúkrun-
arkonum landsins og hefir stund-
að hjúkrunarstörf bæði hér á
landi og erlendis.
Júlíana er gift Haraldi Björns-
syni leikara og eiga þau þrjú
mannvænleg börn.
Frú Júlíana er í dag stödd hjá
syni sínum Stefáni Haraldssyni
dr. med. í Lundi, Svíþjóð.
Vinir og venzlamenn þessarar
merku konu óska henni innilega
til hamingju með sjötugsafmælið.
um óperettuna heimsfrægu, My
Fair Lady, sem fyrirhugað er að
sýnd verði í byrjun marz-mán-
aðar og fram á vor. Svend Áge
Larsen, sem áður hefur sett þrjár
óperettur hér á sviði áður, mun
annast uppsetningu söngleiksins.
Hann er í Berlin um þessar mund
ir að setja söngleikinn á svið
þar, en áður hefur hann sviðsett
hann í Stokkhólmi, Amsterdam,
Rotterdam og Kaupmannahöfn.
Þjóðleikhússtjóri sagði, að ekki
væri enn fullráðið, hvér færi
með hlutverk Elísu, og mundi
verða haft samráð við leikstjóra
Framhald á bls. 23.
— Forsetinn
Framhald af bls. 1.
in við bláan renning, sem lagð
raðað sér upp sitt hvoru meg-
ur hafði verið upp að land.
gangi flugvélarinnar. Áhöfn
Eiríks rauða tók sér stöðu við
sjálfan landganginn.
Forsetahjónin gengu á und-
an fylgdarliði sínu út að flug-
vélinni og heilsaði forsetinn
heiðursverðinum, sem kvaddi
forseta að hermanna sið.
★ Forsætisráðherra og
handhafar forsetavalds
kveðja
Áður en forsetahjónin
stigu um borð í flugvélina
kvöddu þau þá fyrirmenn, er
fylgt höfðu þeim til skips. Það
voru Ólafur Thors forsætisráð
herra, Jónatan Hallvarðsson
forseti • Hæstaréttar, Friðjón
Skarphéðinsson forseti Sam-
einaðs Alþingis, Þorgeir Þor-
steinsson settur lögreglustjóri
á Keflavíkurflugvelli og Pét-
ur Guðmundsson flugvallar-
stjórL Þegar forsetahjónin
komu að landganginum heils-
uðu þau á höfninni með handa
bandi, en Erna Hjaltalín
yfirflugfreyja færði forseta-
frúnni frú Dóru Þórhallsdótt-
ur fagran blómvönd frá Loft-
leiðum. í fylgdarliði forset-
ans voru: Guðmundur í. Guð-
mundsson utanríkisráðherra
og frú Rósa Ingólfsdóttir, Har-
aldur Kröyer forsetaritari og
frú Unni Kroyer, Hallgrímur
Hallgrímsson konsúll Canada
á fslandi og frú Margrét Hall-
grímsson, Finnbogi Guðmunds
son prófessor og frú Kristjana
Guðmundsson, ennfremur Vig
fús Sigurgeirsson ljósmyndari
og Jón Magnússon fréttastjóri
útvarpsins.
★ Sjá landnám
Eiríks rauða
Áhöfn Eiríks rauða skip-
uðu: Kristinn Olsen flugstjóri,
Skúli Axelsson flugmaður, Ól-
afur Jónsson yfirleiðsögumað-
ur, Baldur Bjarnason yfirflug-
virki, Erna Hjaltalín yfirflug-
freyja og flugfreyjurnar Ásdís
Alexandersdóttir og Stefanía
Guðmrmdsdóttir, ennfremur
Sigurður Magnússon, sem sér-
stakur fulltrúi Loftleiða í för-
inni.
Allt er þetta einvalalið, sem
verið hefir í langan tíma í
þjónustu Loftleiða.
Ákveðið var að Eiríkur
rauði flygi beinustu leið þvert
yfir Grænlandsjökul í 18000
feta hæð. Góðviðri var spáð á
leiðinni allri og má búast við
að fonseti fái séð landnám
Eiríks rauða út um glugga á
Eiríki rauða.
B. Þ.