Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 14. sept. 1961
Maður kafnar í
brennandi her-
bergi á Þórshöfn
Reykur hindraði b|örgunarmenri
Uppdrátturinn sýnir fjárskiptahólfið, sem nú hefur komið
upp mæðiveiki í. I>að nær yfir Suður-Dali, nær alla Mýra-
sýslu, tvo hreppa í Hnappadalssýslu og Skógaströnd í Snæ-
fellsnesssýslu.
Þórshöfn, 13. sept.
UM hálfsexleytið á sunnudags-
morguninn gerðist sá atburður
hér á Þórshöfn, að ungur maður,
Sigfús J. Ólafsson, útgerðarmað-
ur á Þórshöfn, kafnaði í reyk,
er eldur kom upp í herbergi hans
í húsinu Hlíðarenda á Þórshöfn.
Nánari atvik voru þau, að er
Gunnar Guðmundsson á Hlíðar-
enda var að koma heim til sín af
dansleik í Þistilfirði snemma á
sunnudagsmorguninn, varð hann
var við að eldur var í herbergi
Sigfúsar. Reyndi Gunnar þegar
<S>-
Um 60 þús. fjár í mæði-
veikihölfinu í Dölum
Niðurskurðux Hefur ekki enn verið ákveðinn
1 GÆR spurðist blaðið fyrir um
það hjá Sauðfjárveikivörnunum
hvort teknar hefðu verið ákvarð
anir varðandi niðurskurð vegna
mæðiveikinnar, er komið hefur
upp í sumar á Skörðum í Mið-
dölum. En hólfið sem Skörð
eru í nær yfir Suður-Dali, Mýra
sýslu nema fáeina bæi á Hvít-
ársíðu, Kolbeinsstaðahrepp og
Eyjahrepp í Hnappadalssýslu og
Skógarströndina í Snæfellsness-
sýslu, og munu vera á þessu
svæði um 60 þús. fjár. Girðing-
ar takmarka hólfið nema að
sunnan, þar sem Hvítá skilur
það frá.
Gunnar Þórðarson hjá Sauð-
fjárveikivörnunum, sagði að í
rauninni hefði málið ekkert
breyzt síðan í vor, er fyrsta
sýkta kindin fannst á Skörðum,
því fé þar hefði verið í sér girð
ingu í sumar. Það yrði ekki
fyrr en eftir réttir, sem hægt
væri að átta sig á því. Eftir að
sýkta kindin á Skörðum fannst
í vor, náðist þó ekki allt fé
þaðan og kemur það nú fram
í leitum. Verður því öllu slátrað.
Auk þess hafa Sauðfjárveiki-
varnirnar fulltrúa í öllum rétt-
um, til eftirlits með hvort ein-
hverjar grunsamlegar kindur
sjáist og verður þeim slátrað
eftir fyrstu réttir, til að vita
hvort sýkt fé kemur fram við
það frá fleiri bæjum. Ólafur
sagði, að ætlunin væri að taka
núna fyrst úr þá bæi sem eitt-
hvað fyndist á, í von um að
fyrir þetta megi komast, en auð-
vitað geti svo farið að skera
verði niður í öllu hólfinu. Það
væri örðugleikum bundið að
girða af innan hólfsins, vegna
þess hve landslag er óhentugt,
háfjallahnjúkar og dalverpi, svo
að þó girðing haldi að sumr-
inu, sé hún strax komin undir
fönn á köflum að vetrinum.
Þrisvar mæðiveiki í hólfinu
Síðan niðurskurður byrjaði
þarna vegna mæðiveiki, hefur
hún þrisvar sinnum skotið upp
kollinum aftur. Aðalniðurskurð-
urinn var 1947, norðan til í
sýslunni, en 1950 sunnan til.
Árin 1954—56 kom aftur upp
mæðiveiki í Hvammssveitinni
og Laxárdal og var þá skorið
niður frá Hvammsfjarðargirð-
ingu að Gilsfjarðargirðingu. —
Skömmu seinna kom upp mæði-
veiki fyrir sunnan Hvamms-
fjarðargirðinguna og var þá
girt aftur með Haukadalsá og
úr Haukadalsvatni í girðing-
una, sem er fyrir norðan fjöllin.
Fiugsamgöngur tefj-
ast vegna veðurs
HVASSVIRÐI® sl. sólarhring
olli miklum erfiðleikum í inn-
anlands- og millilandaflugi. Töfð-
ust millilandaflugvélar flugfélag-
anna beggja, vegna veðurs, og
innanlandsflug lá að heita niðri
í gær.
í fyrrakvöld komst Gullfaxi
ekki heim frá Kaupmannahöfn og
Glasgow vegna slæms veðurút-
lits 1 Reykjavík. Var mikið rok í
loftinu á milli íslands og Skot-
lands. Flugvélin kom heim kl.
þrjú í gærdag og fór aftur kl.-
fimm til Ósló Og Kaupmannahafn
ar. Var Gullfaxi væntanlegur
heim aftur milli kl. sex og sjö í
morgun og fer aftur kl. átta með
landsliðið í knattspyrnu.
Cloudmastervélin Skýfaxi var
væntanleg kl. tvö í nótt írá
Kaupmannahöfn og Osló.
Skymastervélin Sólfaxi kom í
gærkvöldi frá Narssarssuaq og
átti að fara klukkan níu í morgun
til Meistaravíkur. í gærkvöldi
voru veðurskilyrði þar þó orðin
óhagstæð.
Innanlandsflug lá að mestu
niðri í gær. Ein flugvél tepptist
á Akureyri í fyrrakvöld, Og fór
suður siðari hluta dags í gær.
Varð vélin að lenda í Keflavík
vegna hvassvirðis í Reykjavík,
og var hún í Keflavík í nótt.
Leifur Eiríksson átti að koma
til Reykjavíkur í gærmorgun, en
kom ekki fyrr en síðari hluta
dags í gær vegna slæms veðurs
í London og Glasgow.
Þorfinnur Karlsefni átti að
koma til Reykjavíkur í gærmorg-
un frá New York, en tafðist
vegna vélarbilunar. Var flugvélin
væntanleg í nótt.
Myndaðist þar hólf. 1958 kemur
svo aftur upp mæðiveiki á
tveimur bæjum, Lækjarskógi og
Harrastöðum og er fyrir sunn-
an þetta hólf. — Smitunin á
Skörðum er því ekki óeðlileg,
þar eð ekki var varnarlína milli
Harrastaða og Skarða, sagði
Gunnar Þórðarson.
Annars er talið að kindur
smitist ekki nema við nánar
samgöngur, bætti Gunnar við.
Og eitt er það að allt féð, sem
nú hefur fundizt smitað á
Skörðum, hefur verið í húsi
með sýktu kindinni frá í vor.
Mest f járbændur
Þess má að lokum geta að
ekki er mjólkurbú í Búðardal,
og því miklu meira stundaður
sauðfjárbúskapur en kúabú í
Suður-Dölum, enda erfiðleikum
bundið að koma mjólk í Borgar-
nes yfir Bröttubrekku að vetr-
inum. Yrði það því mikið áfall
fyrir bændur þar um slóðir ef
til niðurskurðar kæmi. — En
lögum samkvæmt þarf meiri
hluti bænda á svæðinu að vera
samþykkur niðurskurði til þess
að hægt sé að ákveða hann.
að komast inn í herbergið en
varð frá að hverfa sökum reyks.
♦ LÖGREGLAN SÓTT
Gunnar vakti þá Tómas Jóns-
son lögregluþjón og kom hann
þegar á vettvang. Reyndi hann
einnig að komast inn í herbergið,
en varð frá að hverfa vegna reyks
ins.
Slökkviliðið á Þórshöfn kom á
vettvang og tókst þá fljótlegia að
komast inn í herbergið og var
Sigfús látinn er að var komið.
Var hann brunninn á höndum og
fótum, en talið er að dánarorsök-
in hafi verið köfnun af reyk.
Legubekkur í herberginu var
mikið brunninn og skápur, sem
stóð við hliðina, sömuleiðis. Tal-
ið er að kviknað hafi í legubekkn-
um út frá logandi vindlingi.
Sigfús - J. Ólafsson var anikill
dugnaðar Og atorkumaður og er
að honum mikil eftirsjá. Hann
lætur eftir sig aldraða foreldra.
— E.J.
Picasso gefur
58 málvcrk
PICASSO, málarinn frægi, hef
ir gefið borginni Rarcelona á
Spáni 58 málverk eftir sig,
sem eiga að vera stofninn að
Picasso-safni. Verður það opn
að 25. okt., en þann dag verð-
ur Picasso áttræður.
Málverk þessi eru virt á sem
svarar 61 milljón íslenzkra kr.
„Dagens Nyheder46
kemur ekki út
framar
KAUPMANNAHÖFN. — Dágena
Nyheder. kemur ekki aftur út.
Tilraunir blaðamanna til þess a<5
bjarga þessu 93 ára gamla blaði
fóru út um þúfur. Eigendurnir
gengu ekki að tilboði þeirra og
hafa blaðamennirnir 40 því gef-
ið upp alia von um að blaðið
þeirra lix'ni aftur við.
327 hvalir
Akranesi, 13. sept.
327 hvalir eru veiddir af hval-
veiðibátunum núna síðdegis i
dag á slaginu klukkan 4,30. — O.
Spíritusinn inniheid-
ur 5% tréspíritus
Annar gæzlufangínn segist hafa
fundið 10 lítra brusa
SPÍRITUS sá, sem fannst við hús
leit hjá öðrum manninum, sem
settur var í gæzlu vegna gruns
um spíritussölu, eins og skýrt
var frá í blaðinu í gær, hefur nú
verið efnagreindur, og kom á dag
inn að hann hafði að geyma tré-
spiritus 5%.
Hjá fyrrgreindum manni fund
ust 10 lítrar af spíritus þessum í
stálbrúsa. Við yfirheyrslu hefur
maðurinn borið að hann hafi
fundið brúsa þennan við veginn
frá Keflavíkurflugvelli út í Hafn-
ir og neitar að hafa selt spíritus.
Hins vegar bar maðurinn að hann
hefði sjálfur bragðað lítillega á
spíritusnum, en ekki þótt hann
góður. Hinn gæzlufanginn neitar
einnig að hafa selt spíritus.
Skýrsla frá varnarliðinu um
hugsanlegan spíritusþjófnað á
Keflvíkurflugvelli liggur ekki
fyrir enn, en líkur benda til
þess að hér sé um að ræða
spíritus, sem notaður er á þotur
varnarliðsins.
Af manni þeim, sem talinn var
hafa sturlazt af drykkju þessa
spíritus í Keflavik, er það að
segja, að hann var enn ekki orð
inn yfirheyrslufær í gær. —
Rannsókn máls þassa heldur
áfram.
Skora á Rússa
að hætta
sprengmgum
STORMSVEIIPURINN fyrir
sunnan ísland hefur lítið
færzt úr stað síðastliðinn sól-
arhring. Sveipmiðjan er um
400 km suður af Eyjum og
hefur því þokazt nokkuð norð
vestur á bóginn. Loftvog er
þar um 955 mb og stígur
allört. í Vestm.eyjum er A-
rok og víða allhvasst sunnan
lands og á annnesjum fyrir
norðan.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi
SV-mið: Austan rok fram á
nóttina en gengur þá í SA átt
og lægir, rigning.
SV-land, Faxaflói og Faxa-
»*»«■**
flóamið: Allhvass austan og
síðar SA, rigning með morgn-
inum.
Breiðafjörður til Norður-
lands og Breiðafj.mið: Austan
kaldi, skýjað, víðast þurrt
veður.
Vestfjarðamið og norður-
mið: Allhvass austan, dálítil
rigning.
NA-land og Austfirðir og
miðin: Austan og síðar SA-
kaldi, víða rigning eða þoku-
súld.
SA-land og miðin: Allhvass
austan fyrst en síðan lygnandi
SA átt, rigning með köflum.
OSLO, 13. sept. — Norsk blöS
hafa birt þá frétt, að ríkisstjórn-
in hyggðist senda sovétstjórninnl
mótmæli vegna kjarnorkuspreng
inganna í norðurhöfum og muni
jafnframt skora á Rússa að hætta
öilum frekari tilraunum með
kjarnorku- og vetnissprengjur.
í tilefni þesarar fréttar gaf
norska utanríkisráðuneytið í dag
út yfirlýsingu, þar sem segir, að
stjórnin hafi ákveðið að til-
kynna sovétstjórninni um þær
áhyggjur, sem það hefir vakið
í Noregi, að kjarnasprengingar i
andrúmsloftinu eru nú hafnar á
ný — „bæði vegna þess, að menn
höfðu bundið svo miklar vonir
við samingsviðræðurnar um
bann við slíkum tilraunum, og
sökum þess, að svipaðar tilráuna
sprengingar hafa áður valdið
mjög aukinni geislavirkni í Nor-
egi“.
Akranesi, 13. sept.
VELBÁTURINN Reynir er að
láta beita línu í dag. Svanur var
einn byrjaður áður. — Oddur.